Fleiri fréttir

Íslendingar á Tenerife-hótelinu koma heim um helgina

Að minnsta kosti hluti þeirra Íslendinga sem hafa verið í sóttkví á hótelinu á Tenerife fá að fara heim til Íslands á sunnudag. Fleiri kórónuveirusmit hafa verið að greinast á Norðurlöndum og segir yfirmaður sýkingavarnadeildar Landspítalans að mikið álag hafi verið á deildinni.

Féll aftur fyrir sig og rotaðist

Tilkynnt var um slys í Grafarvogi á tólfta tímanum í gærkvöldi. Kona féll aftur fyrir sig og er talin hafa rotast við fallið. Konan komst til meðvitundar og var þegar í stað flutt með sjúkrabifreið til aðhlynningar á bráðadeild.

Tilboð Reykjavíkurborgar gott ef rétt reynist

Framkvæmdastjóri Eflingar sagði að loknum fundi samninganefndanna í gær að ringulreið, seinagangur og ósamkvæmni væri í vinnubrögðum borgarinnar og vísar þá til viðtals borgarstjóra í fjölmiðlum í síðustu viku og orða formanns samninganefndar Reykjavíkurborgar þar sem launatölur og launahækkanir voru lagðar fram.

Tvö sýni reyndust neikvæð á Ísafirði

Fimm einstaklingar eru í sóttkví á Ísafirði og voru tveir settir í einangrun vegna mögulegrar Covid-19 sýkingar. Sýni úr báðum reyndust neikvæð og hefur þeim verið sleppt úr einangrun.

Fólki með heilaskaða og utanveltu í kerfinu gefin von

Heilabrot, endurhæfingarsetur fyrir fólk með framheilaskaða, kynnti í dag nýtt úrræði til endurhæfingar. Hegðunarvandi er algengt vandamál eftir heilaskaða og getur birst sem óviðeigandi hegðun, skortur á framtakssemi, mótþrói, sjálfskaðandi hegðun og jafnvel ofbeldi.

Foreldrar uggandi vegna áframhaldandi verkfalls

Foreldrar eru uggandi yfir stöðunni í kjaradeilu félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg. Enginn fundur hefur verið boðaður í deilunni eftir að upp úr slitnaði í viðræðum í gær. Ekki sér fyrir endann á ótímabundnu verkfalli Eflingar.

Hægt að fara með rusl til Sorpu og nýta önnur úrræði

Íbúar á höfuðborgarsvæðinu eru hvattir til að nota önnur úrræði til að nýta öskutunnurnar sem best á meðan sorphirðumenn eru í verkfalli. Sömuleiðis er hægt að fara með tiltekið magn af sorpi beint til Sorpu.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við foreldra sem eru uggandi yfir stöðunni í kjaradeilum Eflingar og borgarinnar og segjast skilja illa hvað beri á milli samningsaðila.

Guðni fékk fyrstu Mottumarssokkana

Fyrsta Mottumarssokkapar Krabbameinsfélagsins var fært í hendur Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands á Bessastöðum í dag.

Vigdís langþreytt og leitar til Vinnueftirlitsins

Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi Miðflokksins hefur óskað eftir aðstoð Vinnueftirlitsins í deilum sínum við Helgu Björgu Ragnarsdóttur skrifstofustjóra borgarstjóra og Stefán Eiríksson borgarritara.

Biðu í tvo tíma eftir afísingu

Umferðin á höfuðborgarsvæðinu í morgunsárið er ekki það eina sem gengið hefur hægt í morgun. Nokkrar tafir hafa verið á brottförum frá Keflavíkurflugvelli í morgun. Þar snjóaði töluvert í nótt og hafa farþegar þurft að bíða eftir því að flugvélarnar séu afísaðar.

Lögreglumaðurinn á Klapparstíg gekk mun lengra en tilefni var til

Þrítugur lögreglumaður sem sakfelldur var í Héraðsdómi í Reykjanesi fyrir líkamsárás og brot í opinberu starfi gekk mun lengra en tilefni var til að mati dómara. Dómur var kveðinn upp í gær en ekki birtur á vefsíðu dómstólsins fyrr en í dag.

Handtóku mann á leiðinni úr innbroti og fundu mikið magn af þýfi

Lögreglan á Suðurnesjum handtók í nótt mann sem var á göngu með bakpoka og þótti grunsamlegur. Maðurinn viðurkenndi að vera á leið úr innbroti og vísaði lögreglu að lokum á mikið magn af þýfi sem talið er koma úr innbrotahrinu sem lögregla hefur haft til rannsóknar að undanförnu.

Sjá næstu 50 fréttir