Fleiri fréttir

Kári um sam­fé­lags­miðla, per­sónu­leika­prófið og af hverju upp­lýsingarnar fara ekki fet

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur að á sama tíma og samfélagsmiðlar séu öflug tól séu þeir „svolítið hættulegir“. Persónuleikapróf ÍE hefur náð miklum vinsældum á meðal Íslendinga á örskotsstundu. Kári segir að þeir sem taki prófið þurfi ekki að óttast það að upplýsingarnar sem úr því fást verði seldar til þriðja aðila eða þeim lekið út.

Segja Isavia skerða félagafrelsi starfsmanna sinna

Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna segja Isavia skerða félagafrelsti starfsmanna sinna með því að vilja ekki breyta orðalagi í nýjum kjarasamningi en hann var gott sem tilbúinn og aðeins þetta eina atriði sem stóð út af borðinu.

Upp­tökur úr búk­mynda­vél sendar til NEL

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ætlar að senda upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna sem tóku þátt í aðgerðum í Bankastræti aðfaranótt laugardags, til Nefndar um eftirlit með lögreglu.

Margrét kjörin for­maður FÍR fyrst kvenna

Margrét Halldóra Arnarsdóttir var í dag kjörin formaður Félags íslenskra rafvirkja, fyrst kvenna. Margrét hlaut afburðakosningu og mun taka við sem formaður á aðalfundi félagsins í apríl næstkomandi.

Ferðamaðurinn á Sólheimasandi fundinn

Lögreglan á Suðurlandi óskaði í kvöld eftir aðstoð björgunarsveita á svæðinu við að leit á manninum sem hafði verið með hópi ferðamanna en ekki skilað sér til baka.

RÚV leið­réttir frétt í kjöl­far gagn­rýni Sam­herja

Fréttastofa RÚV telur rétt að leiðrétta fullyrðingu um Samherja sem birtist í frétt um þróunaraðstoð og spillingu síðasta fimmtudag. Forsvarsmenn Samherja kröfðust þess fyrr í dag að RÚV myndi biðjast afsökunar og leiðrétta "meiðandi frétt“ sem sýnd var í tíufréttum RÚV síðasta fimmtudagskvöld.

Ása Ólafsdóttir talin hæfust í Landsrétt

Dómnefnd um hæfni umsækjanda um embætti dómara hefur komist að þeirri niðurstöðu að Ása Ólafsdóttir, forseti Lagadeildar Háskóla Íslands, sé hæfust umsækjenda um dómarastöðu við Landsrétt.

Launastefnu lífskjarasamninga „kerfisbundið hafnað“

Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, segir það skjóta skökku við að stéttarfélög sem samþykktu lífskjarasamningana svokölluðu í fyrra reyni nú með verkfallsaðgerðum að brjóta markmið samningsins á bak aftur.

Fimmtíu milljóna króna grín á Gamlárskvöld

Framleiðslufyrirtækið Republik fékk 12,6 milljónir króna endurgreiddar vegna kostnaðar við framleiðslu Áramótaskaupsins. Samkvæmt þessu var kostnaður Republik við Skaupið í ár rúmlega 50 milljónir króna en framleiðslufyrirtæki eiga rétt á 25 prósenta endurgreiðslu úr ríkissjóði.

Lognið fór svo hratt um Laugarás að það reif upp heilu trén

Páll M. Skúlason hefur birt myndir af eftirköstum óveðursins sem gekk yfir landið á föstudaginn í síðustu viku og áhrifum þess á byggingar og gróður í Laugarási í Bláskógabyggð. Þar má sjá að heilu trén hafa rifnað upp með rótum.

Viðbúið að geðheilsunni hraki sé mannúð ekki höfð að leiðarljósi

Senda átti Maní Shahidi, 17 ára íranskan transpilt og foreldra hans úr landi í morgun en hætt var við þau áform því leggja þurfti Maní inn á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans í gær vegna alvarlegrar andlegrar vanheilsu hans. Óvissa er enn uppi í máli írönsku fjölskyldunnar.

Sjá næstu 50 fréttir