Fleiri fréttir

Senda lögreglu en ekki sjúkrabíl: Verklag Neyðarlínunnar lýsi fordómum

Þegar óskað er eftir aðstoð er samkvæmt verkferlum Neyðarlínunnar fyrsta viðbragð að senda lögreglu en ekki sjúkrabíl ef einstaklingur er í geðrofi, en ekki slasaður. Framkvæmdastjóri Geðhjálpar segir þetta lýsa fordómum og telur nauðsynlegt að endurskoða verklagið. Mikilvægt sé að koma fólki sem allra fyrst undir læknishendur.

554 bíða eftir að hefja afplánun

Meðalbiðtími eftir afplánun var hátt í tuttugu mánuðir í fyrra og er það lengsti meðalbiðtími eftir afplánun síðustu tíu ár.

Píratar hafa "áberandi minnstan áhuga“ á EM

Íslendingar eru nokkuð áhugasamir um gengi íslenska karlalandsliðsins í handbolta á Evrópumeistaramótinu sem nú stendur yfir í Svíþjóð en ríflega helmingur hefur mikinn áhuga á keppninni.

Von á talsverðri rigningu í nótt

Veðurstofa Íslands spáir minnkandi suðvestanátt með morgninum, 5-13 m/s í kringum hádegi og él eða slydduél víða, en bjart austantil á landinu.

Töluð hrein vestfirska á íbúafundum á Flateyri og Suðureyri

búafundur var haldinn á Gunnukaffi á Flateyri í Önundarfirði í dag og stendur nú yfir annar slíkur í félagsheimilinu á Suðureyri við Súgandafjörð en á dögunum féllu snjóflóð í fjörðunum tveimur eins og mikið hefur verið fjallað um.

„Menn geta ekki fengið allt“

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, var nokkuð bjartsýnn á stöðuna í efnahagsmálum, þrátt fyrir að hægst hafi um í hagkerfinu, í ræðu sinni á Alþingi í dag.

Engin ástæða til að óttast Wuhan-veiruna hér á landi enn sem komið er

Fjöldi einstaklinga, sem greinst hefur með hinn dularfulla kórónavírus, þrefaldaðist um helgina og eru 200 tilfelli sögð hafa komið upp í Kína. Sóttvarnarlæknir segir enga ástæðu ennþá til að bregðast sérstaklega við en heilbrigðisþjónustunni hér á landi hafi verið gert viðvart.

Vonar að styttur opnunartími leikskóla verði aprílgabb

Tillaga um að fallið verði frá skerðingu á opnunartíma á leikskólum Reykjavíkurborgar verður lögð fram í borgarstjórn á morgun. Oddviti Sjálfstæðismanna segist finna mikinn stuðning við tillöguna og vonar að fyrirhuguð breyting þann fyrsta apríl verði aprílgabb.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Öllum verkferlum var fylgt þegar beiðni um sjúkrabíl og aðstoð sjúkraflutningamanna fyrir unga konu í geðrofi var beint til lögreglu. Þetta segir aðstoðarframkvæmdastjóri Neyðarlínunnar.

Opinber fjárfesting aukist um 45 prósent

Opinberar fjárfestingar í tíð núverandi ríkisstjórnar hafa aukist um 45% frá því stjórnin tók við. Þetta er meðal þess sem fram kom í máli Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í ræðu hennar um stöðuna í stjórnmálum og verkefnin fram undan á Alþingi í dag.

Efling vill ræða beint við borgar­stjóra

Sólveig Anna Jónsdóttir hefur tilkynnt Degi B. Eggertssyni borgarstjóra að Efling muni ekki eiga frekari viðræður við samninganefnd borgarinnar umfram það sem lög krefjast.

Gámarnir „krumpuðust“ utan um húsið

Ró er tekin að færast yfir Flateyri eftir mikinn eril og viðbúnað síðustu daga í kjölfar snjóflóðanna sem féllu á bæinn í byrjun síðustu viku.

Eldur á Laugavegi

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út nú um níuleytið í morgun vegna elds að Laugavegi 73.

Misstu dóttur sína eftir átök við lögreglumenn

Síðastliðið vor lést ung kona eftir átök við lögreglumenn sem höfðu afskipti af henni þegar hún var í geðrofsástandi. Lögreglumennirnir voru ekki ákærðir fyrir brot í starfi þrátt fyrir að réttarmeinafræðingur fullyrði að aðgerðir þeirra hafi átt umtalsverðan þátt í dauða hennar. Í Kompás ræðum við við foreldra konunnar sem telja lögreglu hafa farið offari við handtökuna.

Sjá næstu 50 fréttir