Fleiri fréttir

Lýsa yfir óvissustigi vegna kórónaveirunnar

Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna í samráði við sóttvarnalækni og embætti landlæknis vegna kórónaveirunnar. Ekkert smit hefur verið staðfest á Íslandi.

Segir erfitt að koma Kínverjum í belti

Þórir Garðarsson, stjórnarformaður rútufyrirtækisins Grayline, telur að farþegar fyrirtækisins séu mjög duglegir að nota bílbelti, með ákveðnum undantekningum þó.

Eftirför sem endaði með ósköpum

Kompás birtir sláandi myndband þar sem ölvuðum ökumanni var veitt eftirför. Sá hafði stofnað lífi fjölda annarra í hættu með hátterni sínu og óljóst hvernig hefði farið hefði lögregla ekki skorist í leikinn. Lögreglumenn eru sammála um að harka og ofbeldið í útköllum sé meira en áður.

Rólegt vetrarveður í kortunum

Það er spáð frekar rólegu vetrarveðri næstu daga að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Almannavarnir hafa lýst yfir óvissustigi vegna mögulegrar kvikusöfnunar undir fjallinu Þorbirni á Reykjanesi. Nokkuð landris hefur mælst þar síðustu daga og þá hefur jarðskjálftahrina verið í gangi á svæðinu.

Wu­han-veiran og öldrun þjóðarinnar í Víg­línunni

Verður meðal annars rætt við Jón Magnús Kristjánsson, forstöðumann bráðaþjónustu Landspítalans, um það hvernig bráðamóttakan og íslenskt heilbrigðiskerfi er í stakk búið til að bregðast við tilfellum Wuhan-veirunnar ef til þess kæmi.

Kallar eftir endur­skoðun á fyrir­komu­lagi opin­berra inn­kaupa

Greint var frá því í vikunni að stjórn Sorpu hafi ákveðið að senda framkvæmdastjóra félagsins í leyfi á meðan ástæður 1,4 milljarða króna framúrkeyrslu á áætluðum framkvæmdakostnaði vegna byggingar gas- og jarðgerðarstöðvar í Álfsnesi og móttökustöðvar í Gufunesi (GAJA) væru til skoðunar.

Segir of margt fatlað fólk búa á úreltum sambýlum

Formaður Landsamtakanna Þroskahjálpar segir að ef stjórnvöld vilji forðast að þurfa að greiða fólki með fötlun sanngirnisbætur í framtíðinni þurfi að bæta verulega aðbúnað og aðgengi þess að húsnæði.

Gamlir plast­pokar vekja upp minningar

Ef til vill dettur fæstuml í hug að plastpokar hafi eitthvað sögulegt gildi. Minjasafnið á Akureyri hefur opnað sýningu þar sem plastpokinn er í aðalhlutverki.

Enginn með allar tölur réttar

Fimm miðahafar skiptu með sér bónusvinningnum í lottóútdrætti kvöldsins og hlýtur hver þeirra rúmlega 160 þúsund krónur.

Sjá næstu 50 fréttir