Fleiri fréttir

Segir ganga hægt að semja um þinglok

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að það hafi gengið hægt að semja um dagskrá þingsins nú síðustu dagana fyrir áætluð þinglok. Hann segir þingflokk Samfylkingarinnar ekki leggjast gegn því að fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur verði tekið á dagskrá fyrir jólahlé.

Svona eru veðurhorfur framundan á landinu

Birta Líf Kristinsdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir hámarki náð hvað verður varðar ef frá er talið Suðausturland þar sem von er á miklum vindi á næstu klukkustundum.

Jóhannes segist hafa verið með allt að þrettán lífverði

Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi starfsmaður Samherja í Namibíu sem kom þúsund gagna til Wikileaks eftir að hann hætti störfum hjá sjávarútvegsfyrirtækinu, segist hafa notast við lífverði reglulega undanfarin rúm þrjú ár.

Búið að opna Hellis­heiði

Búið er að opna Hellisheiði og veg um Þrengsli. Vegirnir hafa verið lokaðir frá síðdegis í gær.

Slökkviliðið braut gegn stjórnsýslulögum

Umboðsmaður Alþingis segir yfirmenn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins hafa brotið gegn stjórnsýslulögum þegar slökkviliðsmanni var veitt formlegt tiltal í starfi, eins og það var kallað.

Þrjú snjóflóð fundin og væntanlega fleiri fallið

Sérfræðingur á ofanflóðavakt Veðurstofu Íslands segir að minnsta kosti þrjú snjóflóð hafa fallið undanfarin sólarhring. Líkur séu á því að þau séu fleiri en eigi eftir að koma í ljós þegar vegir verði opnaðir og rofar til.

Senda fimm jeppa norður í land til aðstoðar

Slysavarnarfélagið Landsbjörg mun senda fimm björgunarjeppa norður í land til að aðstoða viðbragðsaðila þar, sem enn glíma við sæg af verkefnum vegna veðurs.

Eitt versta veður sem Eyjamenn muna eftir

Björgunarfélag Vestmannaeyja og lögregla sinntu á annað hundrað útköllum vegna veðursins sem gengur yfir landið. Í Vestmannaeyjum byrjaði að hvessa verulega um kvöldmatarleytið og klukkan 19 var stöðugur vindur kominn í 40 m/s og 52 m/s í hviðum af norðvestri.

Rúðuþurrkur fuku af í 50 metrum á sekúndu

Lögreglu á Suðurlandi barst yfir 150 beiðnir um ýmiss konar aðstoð frá því að óveðrið skall yfir umdæmið í gær og þangað til rúmlega þrjú í nótt. Bjarga þurfti ferðamönnum í ógöngum og nokkrir gistu í fjöldahjálparstöðvum í umdæminu.

Sjáðu myndirnar af óveðrinu

Hin svokallaða sprengilægð skall á Reykjavík um miðjan daginn í dag og voru viðbragðsaðilar kallaðir út í hin ýmsu verkefni, allt frá því að tjóðra niður grindverk sem fuku til í að bregðast við því þegar tré rifnaði upp með rótum og féll á bíla í Vesturbænum.

Allt að 38 m/s sunnan við Vatnajökul á morgun

Spáð er allt að 38 m/s sunnan Vatnajökuls á morgun. Þá spáir víða norðan heiða allt að 30 m/s í nótt en ekki á að vera ofankoma á Suðausturlandi og Austfjörðum.

Björgunar­sveitar­maður fýkur þvert yfir Suður­strandar­veg

"Það tók svona tvær klukkustundir að hjálpa þeim aftur í bæinn vegna þess að það sást ekki fyrir framan húddið á bílnum. Við þurftum að keyra eftir GPS tækjum eftir þjóðveginum,“ sagði Otti Rafn Sigmarsson, björgunarsveitarmaður í Grindavík.

Sáu ekki neitt þegar þær fóru út í hest­hús að gefa

Hjördís Jónsdóttir er fædd og uppalin á Leysingjastöðum 2 í Austur-Húnavatnssýslu. Þar er fjölskylda hennar með búskap og fóru hún og systir hennar af stað klukkan fimm síðdegis í dag út í hesthús til að gefa kvöldgjöfina.

Segir það hafa skipt sköpum að fólk hafi farið að til­mælum við­bragðs­aðila

"Það sem af er degi hafa björgunarsveitir á landinu öllu sinnt rúmlega tvö hundruð verkefnum og þetta er allt frá því að vera þessi hefðbundnu foktjón, sem er þá fok sérstaklega á klæðningum á húsum, þakplötum og veggklæðningu og svo fok á lausamunum,“ sagði Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar í samtali við fréttastofu Vísis.

Miklu frosti spáð um næstu helgi

Þrátt fyrir mikinn veðurofsa nú í dag og fram á nótt mun mikil veðurblíða leggjast yfir landið þegar líða tekur á vikuna og um næstu helgi ef marka má veðurkortið á heimasíðu Veðurstofu Íslands.

Sjá næstu 50 fréttir