Fleiri fréttir

Hafði á sér eina milljón króna í reiðu­­fé

Mikið var um umferðarlagabrot á höfuðborgarsvæðinu í nótt og er það sem helst ber á í dagbók lögreglu. Hátt á annan tug ökumenn voru grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna og þó nokkrir voru teknir af lögreglu réttindalausir.

Kærir gæslu­varð­halds­úr­skurð vegna and­látsins í Úlf­árs­ár­dal

Maðurinn sem er grunaður um að hafa átt þátt í dauðsfalli manns í Úlfársárdal síðasta sunnudag hefur kært gæsluvarðhaldsúrskurð yfir sér til Landsréttar. Farið var fram á gæsluvarðhald yfir honum á mánudag eftir að maður á sextugsaldri lést af sárum sínum þegar hann féll af svölum fjölbýlishúss

Gott að huga að vatns­lögnum fyrir komandi frost­gadd

Kalt verður í veðri fram yfir helgi og ættu landsmenn að búa sig undir tveggja stafa frost næstu daga. Er mælt með því að fólk fari að huga að vatnslögnum í híbýlum sínum og sumarbústöðum, enda getur mikið frost valdið skemmdum á lögnum og jafnvel eignatjóni.

Flutti til Íslands eftir harmleik í Noregi

Talið er að maðurinn sem fannst látinn í Núpá við Fossgil laust eftir hádegi í dag sé Leif Magnús Grétarsson Thisland. Hundruð manna hafa leitað Leifs Magnúss síðan hann féll í ána á miðvikudagskvöld.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Talið er að maðurinn sem fannst látinn í Núpá í dag sé hinn sextán ára gamli Leif Magnus Grétarsson Thisland sem féll í ána á miðvikudag. Rætt verður við björgunarsveitarmann um leitina í kvöldfréttum. Einnig verður rætt við föður sem varð innlyksa á bóndabæ sínum í Svarfaðardal. Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Fundu lík í Núpá

Laust eftir hádegi tilkynnti áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar að búið væri að finna lík í Núpá við Fossgil. Líkið er talið vera af piltinum Leif Magnus Grétarssyni Thisland sem saknað hefur verið frá því á miðvikudagskvöld.

Eldur kom upp í frystihúsi Ramma á Siglufirði

Eldur kom upp í frystihúsi Ramma á Siglufirði í morgun. Ámundi Gunnarsson, slökkviliðsstjóri í Fjallabyggð, segir að vinnu sé að ljúka á vettvangi og lögreglan tekin við málinu.

Björguðu ellefu hrossum úr snjónum

Þrír björgunarsveitarmenn sem eru félagar í björgunarsveitinni Brák héldu norður í Húnavatnssýslu í gær til þess að aðstoða félaga sína við að sinna verkefnum sem safnast hafði upp vegna óveðursins.

Ráðherrar halda norður í land til að skoða aðstæður

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, heldur í fyrramálið norður í land ásamt dómsmála,- iðnaðar- og samgönguráðherrum til þess að skoða aðstæður í kjölfar ofsaveðursins sem gekk yfir landið í vikunni.

Fimmtungur fanga aftur í fangelsi innan tveggja ára

Búið er að dæma fimmtung þeirra fanga sem losna úr fangelsi aftur til fangelsisvistar innan tveggja ára. Sérstakur stýrihópur hefur verið settur á laggirnar til að reyna að draga úr endurkomum fanga í fangelsin.

Fyrr­verandi þing­menn efna til söfnunar fyrir Namibíu

Alþjóða Rauði krossinn mun á næstu dögum birta ákall til þjóða heimsins og landsfélaga sinna um að bregðast skjótt við neyðarkalli frá Namibíu. Áætlað er að um 290 þúsund manns þurfi þar á bráðri aðstoð að halda vegna mikilla þurrka.

Sjá næstu 50 fréttir