Fleiri fréttir

Hlemmi verður umbylt á næstu örfáu árum

Samgöngur á og í kringum Hlemm munu gjörbreytast á næstu tveimur til þremur árum. Vagnar borgarlínu verða einu ökutækin sem geta ekið þar um samkvæmt nýju skipulagi.

Taka hagræðingu út á fólkinu á gólfinu

Formaður Læknafélags Íslands vonar að læknar á Landspítalanum grípi ekki til uppsagna vegna kjaraskerðingar sem þeir standa frammi fyrir. Mikil óánægja sé á meðal lækna, ekki síst í ljósi þess að yfirstjórn spítalans hefur ekki svarað því hvort sömu skerðingar muni ná til stjórnenda.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður fjallað um mikla óánægju lækna á Landsspítalanum þar sem ákveðið hefur verið að skerða kjör þeirra sem nemur fastri yfirvinnu.

Aðstoðuðu körfuboltakempu við að bjarga bát og fá björgunarlaun

Ferðaþjónustufyrirtækið Drangeyjarferðir ehf. þarf að greiða Útgerðarfélagi Skagfirðinga 2,5 milljónir í björgunarlaun eftir að bátnum Hafsól SK-96 var bjargað frá altjóni við Drangey á síðasta ári. Helgi Rafn Viggósson, fyrirliði körfuknattleiksliðs Tindastóls og starfsmaður Drangeyjarferða, lék lykilhlutverk í björgun bátsins ásamt áhöfn útgerðarfélagsins.

Loftmengun í borginni enn og aftur yfir heilsuverndarmörkum

Styrkur köfnunarefnisdíoxíðs (NO2) er hár í borginni í dag, 5. desember, skamkvæmt mælingum í mælistöð við Grensásveg. Líkur eru á að ástandið verði viðvarandi, að því er segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.

Fjárlaganefnd óskar svara um starfslokasamning

Fjárlaganefnd Alþingis hefur óskað eftir svörum frá dómsmálaráðherra um starfslokasamning ríkislögreglustjóra. Nefndin vill meðal annars vita hvernig samningurinn sé fjármagnaður og hver heildarupphæðin sé

Þurrasti nóvember í áratugi

Nýliðinn nóvembermánuður var óvenju hægviðrasamur og tíðin hagstæð samkvæmt samantekt á vef Veðurstofu Íslands.

Hlemmur verði eftirsóttur bíllaus staður

Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkurborgar samþykkti á fundi sínum í gær að auglýsa nýtt deiliskipulag fyrir Hlemmsvæðið. Svæðið mun taka stakkaskiptum á næstu árum verði framkvæmdir að veruleika. Borgarráð þarf að staðfesta deiliskipulagstillöguna til auglýsingar.

Innbrotsþjófar á hlaupum í miðbænum

Innbrotsþjófur, sem braust inn í heimili í miðbæ Reykjavíkur á sjöunda tímanum í gær, tók á rás út úr húsinu þegar hann varð var við íbúa.

Frost allt niður í 12 stig á Suðurlandi

Það verður norðlæg átt á landinu í dag, víða 8 til 15 metrar á sekúndu um landið norðanvert, að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands.

Miðflokkurinn sagði sig úr nefnd um stofnun hálendisþjóðgarðs

Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins og formaður umhverfis- og samgöngunefndar telur ekki tímabært að stofna miðhálendisþjóðgarð á Íslandi. Meðal annars þess vegna hafi hann sagt sig úr þverpólitískri nefnd um stofnun hálendisþjóðgarðs.

Katrín lagði áherslu á afvopnunar- og loftslagsmál á NATO-fundinum

Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins funduðu í Lundúnum í dag. Forsætisráðherra segir að krafa Bandaríkjanna um aukin fjárframlög aðildarríkja hafi verið rædd, en sömuleiðis það sjónarmið að aukin dreifing fjárframlaga og stefnumótunar þurfi að haldast í hendur.

Röð út úr dyrum hjá Hjálparstarfi kirkjunnar

Röð var út úr dyrum hjá Hjálparstarfi kirkjunnar þegar byrjað var að taka á móti umsóknum um jólaaðstoð. Erlendum ríkisborgurum sem eru nýkomnir til landsins hefur fjölgað ört í hópi þeirra sem sækja um.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Alvarlegar athugasemdir voru gerðar við starfslokasamning ríkislögreglustjóra á Alþingi í dag

Reisa mínarettu í Skógarhlíð

Mínaretta eða bænaturn úr stáli rís nú við mosku stofnunar múslima á Íslandi í Skógarhlíð. Bænaturninn er sá fyrsti sem rís hér á landi.

Georgíska fjölskyldan flutt úr landi í morgun

Georgísku hjónin, sem eiga barn sem er fætt hér á landi og annað sem er jarðað hér, voru flutt úr landi í morgun. Þetta kemur fram í skriflegu svari frá Útlendingastofnun við fyrirspurn fréttastofu.

Sjá næstu 50 fréttir