Fleiri fréttir

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Mæður sem missa börn sín eru þrjátíu til sextíu prósent líklegri til að falla frá fyrir fimmtugt en aðrar konur. Þetta, setningarathöfn Heimsþings um réttlætismál, alþjóðlegasta þorp landsins og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18.30.

Sinubruni á Bíldudal

Snemma morguns síðastliðinn mánudag barst lögreglunni á Vestfjörðum tilkynning um sinubruna á Bíldudal.

Spurði Katrínu um ummæli Bjarna um Samherjaskjölin í The Guardian

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, nýtti tækifærið í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag og innti Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra, eftir afstöðu hennar til ummæla sem höfð eru eftir Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra í breska blaðinu The Guardian um Samherjaskjölin.

Spöruðu 20 prósent eftir útboð á þvagleggjum

Útgjöld Sjúkratrygginga vegna niðurgreiddra þvagleggja til nær fimm hundruð notenda hafa lækkað um fimmtung eftir útboð. Heilbrigðisráðherra segir samráð við notendur leggjanna koma til greina við útboð í framtíðinni.

Minnihlutinn vill kosningu um gróðurhvelfingarnar

Minnihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur leggur til að farið verði í íbúakosningu um gróðurhvelfingar sem reisa á við Elliðaárdalinn. Oddviti Pírata segir tillöguna ódýrt áróðurstrikk af hálfu minnihlutans og misnotkun á hugmyndum um íbúalýðræði. Að auki standist tillagan ekki formkröfur slíkra mála.

Grófu fyrir laxahrognum í tíu stiga gaddi

Einn umfangsmesti gröftur hrogna Norður-Atlantshafslaxins sem um getur fór fram nýverið í Selá. Veiðiklúbburinn Strengur gróf milljónir hrogna í tíu stiga gaddi undir handleiðslu Hafrannsóknastofnunar.

Í vímu með vopn og fíkniefni í bílnum

Ökumaður og farþegi bifreiðar sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði í gærkvöldi í Kópavogi reyndust vera undir áhrifum áfengis og fíkniefna.

„Þeir ætluðu að ræna mér, stelpunni með kórónuna“

Linda Pétursdóttir, athafnakona og fyrrverandi ungfrú heimur, segir að skæruliðar í El Salvador hafi reynt að ræna henni á árum áður. Það hafi gerst þegar hún heimsótti landið í kjölfar þess að vinna Miss World keppnina.

Þakklæti efst í huga í dag

Þakklæti til viðbragðsaðila er efst í huga konu sem missti tveggja ára bróður sinn í umferðarslysi og á systur sem slasaðist alvarlega í umferðinni.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Karlmaður á fertugsaldri lést í vikunni eftir að hafa sprautað sig með kókaíni. Lögregla og læknar á Vogi merkja aukningu á þeim sem sprauta sig með efninu.

„Bannstefnan hefur einfaldlega ekki virkað“

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra kallar eftir endurskoðun á íslenskri fíkniefnalöggjöf og segir að bannstefnan hafi ekki skilað tilætluðum árangri. Mikilvægt sé að líta á fíkniefnaneytendur í auknum mæli sem sjúklinga fremur en glæpamenn.

Safnar sögum af hótunum og spillingu

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur sett upp síðu þar sem hann safnar íslenskum sögum af hótunum atvinnuveitenda og spillingu.

Forstjóri Samherja veit ekki hvort lög voru brotin

Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja, segir að sér hafi runnið blóðið til skyldunnar þegar honum bauðst að taka við stöðu forstjóra fyrirtækisins, seint á miðvikudagskvöld. Daginn eftir var tilkynnt að Þorsteinn Már Baldvinsson myndi draga sig í hlé meðan innri rannsókn fyrirtækisins á starfsemi Samherja í Namibíu stendur yfir, en hún er í höndum norskrar lögmannsstofu.

Ranglega sakaðar um verkfallsbrot

Þær Guðrún Selma Sigurjónsdóttir, Sonja Sif Þórólfsdóttir og Lilja Ósk Sigurðardóttir, blaðamenn á vef Morgunblaðsins, voru í gær ranglega sakaðar um brot gegn löglega boðuðum verkfallsaðgerðum Blaðamannafélags Íslands. Þær hafa nú fengið afsökunarbeiðni.

Sjá næstu 50 fréttir