Fleiri fréttir

Segir félagslega blöndun hafa mistekist í 111

Notkun frístundakorts Reykjavíkurborgar til íþrótta- og tómstundanáms er langminnst í hverfi 111. Aðeins 66 prósent stúlkna og 69 prósent drengja nýta sér kortið í hverfinu en meðaltalið er um 82 prósent í öðrum hverfum borgarinnar.

Veður geti haft mikil áhrif á gigtarsjúklinga

Samkvæmt þjóðtrú ískraði í gamla fólkinu þegar slæmt veður var handan við hornið. Þjóðfræðingur segir tengsl veðurs og gigtar mikil. Gigtarlæknir segir suma gigtarsjúklinga næma en að rannsóknir séu ófullkomnar á þessu sviði.

Ríkislögreglustjóri ætlar að koma lögreglumönnum í samstæðan fatnað

Fatnaður lögreglumanna hefur verið eitt af aðal deilumálum embættisins við lögreglufélög og lögregluembætti frá því snemma á þessu ári en um langa hríð hafa embættin sjálf séð um innkaup fyrir lögreglumenn í sínu embætti og því engin stefna á landsvísu hvernig klæðnaður lögreglumanna skuli keyptur.

Garnaveiki í sauðfé á Tröllaskaga

Tilfellið uppgötvaðist við smölun um síðustu helgi og eftir að héraðsdýralæknir hafði skoðað kindina, sem var grunuð um að vera smituð, var henni lógað, sýni tekið úr henni og sent til greiningar á Keldum. Sýnið reyndist jákvætt með tilliti til garnaveiki.

Fjögur mál í gangi gegn Eflingu vegna starfs­manna­mála

Tveir fyrrverandi starfsmenn sem var sagt upp fyrirvaralaust hjá Eflingu hafa leitað til hæstaréttarlögmanns og telja að félagið hafi brotið á réttindum sínum. Þá hafa tveir starfsmenn í veikindaleyfi leitað til sama lögmanns með sömu kröfu.

Svimaði við lestur greinargerðar ríkislögmanns

Lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar segir ríkið ekki fylgja reglum hins siðaða samfélags í málsvörn sinni gagnvart kröfum Guðjóns um bætur vegna ólöglegrar frelsissviptingar hans í Geirfinnsmálinu.

Krefst fimm ára fangelsis yfir Árna Gils

Héraðssaksóknari krafðist fimm ára fangelsisdóms yfir Árna Gils Hjaltasyni vegna tilraunar til manndráps við lok aðalmeðferðar málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.

Tveggja ára dómur fyrir nauðgun á Þjóðhátíð

Landsréttur hefur dæmt Helga Fannar Sæþórsson í tveggja ára fangelsi fyrir að hafa, á Þjóðhátíð 2015, nauðgað konu sem ekki gat spornað við verknaðinum sökum svefndrunga og ölvunar.

RÚV fær 5000 evra sekt vegna Palestínu­fána Hatara

Samband evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, hefur ákveðið að sekta Ríkisútvarpið fyrir það uppátæki hljómsveitarinnar Hatara að veifa borða í fánalitum Palestínu í græna herberginu á úrslitakvöldi Eurovision í Ísrael í maí.

Sakar Árna Gils um árás með hafnaboltakylfu: „Gaurinn bara snappaði“

Vitni sem gaf skýrslu í máli Árna Gils Hjaltasonar í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag sakaði hann um að hafa ráðist á sig með hafnaboltakylfu þegar hann sneri baki í hann skömmu fyrir átök við Leifasjoppu þar sem Árni er sakaður um að hafa veitt öðrum manni stungusár á höfði.

Í gæslu­varð­hald og ein­angrun grunuð um kókaín­smygl

Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þess efnis að kona er grunuð er um að hafa flutt hingað til lands um 400 grömm af kókaíni og 0,49 grömm af amfetamíni sæti gæsluvarðhaldi til 24. september næstkomandi.

Sonur Sævars segir Valtý lögmann eiga ríkra hagsmuna að gæta

Hafþór Sævarsson, sonur Sævars Ciesielski, kemur Erlu Bolladóttur til varnar í nýrri grein. Um er að ræða viðbrögð Hafþórs við þeirri skoðun þriggja karlmanna sem sátu í gæsluvarðhaldi í 105 daga árið 1976 að ekki eigi að greiða Erlu skaðabætur án þess að hún verði formlega sýknuð af dómi fyrir rangar sakargiftir.

Deilt um dag­bókar­færslur lög­reglu í stóra am­feta­mín­málinu

Verjendur og saksóknari í umfangsmiklu fíkniefnamáli þar sem þrír menn eru ákærðir fyrir framleiðslu á rúmum átta kílóum af amfetamíni í sumarbústað í Borgarfirði tókust á um það fyrir dómi í dag hvort ákæruvaldinu beri að leggja fram dagbókarfærslur lögreglu í málinu.

Tvöfalt fleiri konur mættu í fyrstu skimun

Þátttaka kvenna kvenna í skimun sem fá í fyrsta sinn boð um leit að brjósta- og leghálskrabbameini tvöfaldaðist frá 1. janúar til 31. júlí 2019 miðað við sama tímabil árið 2018.

Enn einn blauti dagurinn

Appelsínugul viðvörun er enn í gildi við Faxaflóa og Breiðafjörð í dag. Mikil úrkoma hefur verið á vesturhelmingi landsins síðastliðinn sólarhring og áfram er spáð úrkomu frameftir degi.

Lykilatriði að geta ropað almennilega

Um 600 manns munu þreyta árlegt bjórhlaup RVK Brewing sem hefur vaxið hratt milli ára. Íslandsmeistari kvenna segist hafa lært af reynslunni. Það hafi komið henni á óvart hversu erfitt er að spretta af stað eftir einn stóran bjór.

BHM-félög vilja launaviðræður

Þess er krafist í yfirlýsingu 21 aðildarfélags innan BHM að ríkið, Reykjavíkurborg og Samband íslenskra sveitarfélaga hefji tafarlaust raunverulegt samtal um launalið kjarasamninga.

Netverslun með áfengi lýðheilsumál

Vínkaupmaður fagnar fyrirhuguðu frumvarpi dómsmálaráðherra um að opna á innlenda netsölu á áfengi. Slík verslun sé nútímaleg, í anda lýðheilsu og gefi meiri möguleika til að miðla upplýsingum til kaupandans. Netverslun þýði ekki að ÁTVR verði lokað.

Shooters burt úr Austurstræti

Um er að ræða einn alræmdasta skemmtistað landsins en lögregluyfirvöld hafa ítrekað haft afskipti af rekstrinum síðan staðurinn var opnaður fyrir rúmum fimm árum.

Sjá næstu 50 fréttir