Fleiri fréttir

„Hið eina sem hún getur ekki er að láta eins og ekkert hafi gerst“

Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra og þingmaður, kallar eftir því að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, bregðist við þeim ummælum sem Har­ald­ur Johann­essen rík­is­lög­reglu­stjóri lét falla í viðtali við Morgunblaðið sem birtist í gær.

Önnur haustlægð gengur yfir landið

Lægðin frá því í gær stjórnar ennþá landinu austast á landinu og nálgast önnur lægð nú landið úr vestri og gengur því vindur úr suðaustanátt yfir landið sem nær átta til þrettán metrum á sekúndu fyrir hádegi og fer að rigna. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings í morgun.

Eitt til tvö börn fæðist árlega í fráhvörfum frá fíkniefnum

Talið er að eitt til tvö börn fæðist árlega á íslandi í fráhvörfum frá fíkniefnum, en hátt í tuttugu konur eru í neyslu hluta úr meðgöngu á hverju ári að sögn sérfræðiljósmóður. Það bráðvanti úrræði fyrir þær sem ekki ná að hætta á meðgöngu til að minnka skaðann fyrir þær og börnin. Þá eru þetta með erfiðari málum sem barnaverndaryfirvöld fást við að sögn forstjóra Barnaverndarstofu.

Byggingarverktakar kvíða ekki vetrinum

Bygginigaverktakar þurfa ekki að kvíða vetrinum ef marka má orð Gylfa Gíslasonar, framkvæmdastjóra Jáverks á Selfossi, sem er stærsta byggingafyrirtækið á Suðurlandi.

Arin­björn segist aldrei hafa séð annað eins innan lög­reglunnar

Formaður lögreglufélags Reykjavíkur segir að framkoma Haraldar Johannessen, ríkislögreglustjóra, í viðtali í Morgunblaðinu í dag, sé honum langt í frá til framdráttar. Þar komi fram óbeinar hótanir í garð starfsmanna lögregluembættanna sem eigi ekki að viðgangast.

Kaliforníumenn munu opna hlaupahjólaleigu

Rafmagnshlaupahjólaleigan Go X er á leið í útrás og byrjar á Íslandi. Íslenskur samstarfsaðili sýndi borgarfulltrúum hjól og stefnir á prófanir fyrir áramót.

Fór ekki út úr húsi án hár­kollunnar

Sara Snorradóttir fór aldrei út án þess að vera með hárkollu og var meira að segja alltaf með húfu heima hjá sér því hún gat ekki horft á sig sköllótta í speglinum.

Íslenskir hvítflibbakrimmar sleppa við þungar refsingar

Aðeins níu prósent af sektum dómstóla innheimtast á Íslandi. Ástandið er verra eftir því sem sektin er hærri. Fangelsiskerfið er svo gott sem sprungið. Flestir fullnusta refsingar með samfélagsþjónustu sem getur að hámarki orðið 480 klukkustundir.

Hjólbörugöngunni að ljúka

Hugi Garðarsson hefur verið á ferðalagi kringum landið í sumar með hjólbörur. Markmið ferðarinnar var að labba til 70 bæja á landinu og safna í leiðinni pening fyrir Krabbameinsfélag Íslands. Hugi lýkur göngu sinni á Þingvöllum.

Flest málin endurflutt

Langflest af þeim þingmannamálum sem lögð hafa verið fram á fyrstu dögum nýs þings eru endurflutt. Erfitt er að koma þingmannamálunum í gegn.

Vilja stöðva fok á rusli

Snæfellsbær hefur fyrst sveitarfélaga tekið áskorun Íslenska sjávarklasans og Bláa hersins um að koma í veg fyrir fok úr heimilissorptunnum.

Fjöl­breyti­leiki á Mid­gard-ráð­stefnunni um helgina

Um helgina fer fram Midgard-ráðstefnan í Fífunni í Kópavogi. Þar kemur saman stór hópur áhugafólks um meðal annars vísindaskáldskap, spil og myndasögur. Fjölmargir viðburðir verða á ráðstefnunni um helgina sem er nú haldin í annað sinn hér á landi.

Borgin ætlar að stórefla samráð og samskipti

Hagsmunaaðilar á Óðinsgötu og Hverfisgötu hafa gagnrýnt borgina í fréttum okkar fyrir samráðsleysi, of litlar upplýsingar og frestanir á framkvæmdum í götunum. Framkvæmalokum við Óðinsgötu hefur verið frestað í þrígang og í gær kom í ljós að aftur þarf að fresta framkvæmdum þar til næstu mánaðamóta.

Mikið rusl frá Íslandi á Jan Mayen

"Það er rosalega mikið af plast rusli og þá sérstaklega íslenskt rusl og íslenskar vodkaflöskur, kassar sem stendur á umbúðamiðlun og svoleiðis,“ segir jarðfræðingur sem vann að rannsóknum á eyjunni í ágúst.

Segir það „slæmt þegar líf­sn­auð­syn­legt lyf fæst ekki“

Of algengt er að þeir sem þurfa á nauðsynlegum lyfjum að halda lendi í töfum og auknum fjárútlátum vegna þess að þau eru ekki til og sækja þarf um undanþágulyf. Lyfjafræðingar segja mikilvægt að einfalda allt regluverk í kringum undanþágulyfin. Geir Ólafsson söngvari sem þarf lífsnauðsynlega á lyfi að halda segir afar slæmt að lenda í að það sé ófáanlegt.

Sér fram á að missa fimm daga gamalt barn sitt

Ung kona sem eignaðist barn fyrir þremur dögum vonast til þess að barnavernd veiti henni tækifæri til þess halda barninu í sinni forsjá en henni hefur verið tilkynnt að það verði tekið frá henni eftir tvo daga. Konan sem glímir við fíknivanda féll á meðgöngu en með aðstoð komst hún á beinu brautina.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Rætt verður við konu sem vonast til þess að barnavernd veiti henni tækifæri til að halda nýfæddu barni sínu í sinni forsjá. Áfram verður fjallað um lyfjaskort í landinu sem er óvenju mikill um þessar mundir. Einnig verður fjallað um hugmyndir um einkavæðingu flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og íslenska plastmengun við Jan Mayen. Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30.

Séríslenskur rostungsstofn sem dó út við landnám

Hópur vísindamanna frá Íslandi, Danmörku og Hollandi hefur í fyrsta sinn staðfest með erfðarannsóknum og aldursgreiningu á beinaleifum rostunga að á Íslandi lifði sérstakur íslenskur rostungsstofn sem varð útdauður um landnám fyrir um 1100 árum.

Segist samviskusamlega hafa tilkynnt um andlát föður síns

Kona um sextugt sætir ákæru héraðssaksóknara fyrir fjárdrátt með því að hafa dregið sér fjármuni af bankareinkningi dánarbús föður hennar. Það á hún að hafa gert með fimm millifærslum sem námu samtals 2,2 milljónum króna.

Sjá næstu 50 fréttir