Fleiri fréttir

Stór hluti Reynisfjalls féll í Reynisfjöru

Austasta hluta Reynisfjöru var í gær lokað sökum grjóthruns eins og Vísir greindi frá í gær. Lögreglan á Suðurlandi birtir í dag mynd sem sýnir umfang grjóthrunsins en ljóst er að nokkuð stór hluti hlíðar Reynisfjalls hefur fallið í fjöruna og í sjó.

Mussila fékk gullverðlaun

Stafræni íslenski tónlistarleikurinn Mussila fékk virt foreldraverðlaun í Bandaríkjunum sem besta appið. Það eru þriðju verðlaunin sem honum hlotnast á ári.

Leigubílstjóra hótað með sprautunál í Árbænum

Leigubílstjóri í Reykjavík tilkynnti lögreglu í nótt um greiðsluvik og hótanir í Árbænum. Hafði leigubílstjórinn ekið pari að ákveðnu húsi en þegar kom að greiðslu ógnaði maðurinn honum með eggvopni á meðan að konan, vopnuð sprautunál, hótaði að stinga hann.

Lokanir hækki ekki kostnað

Tryggja þarf að kostnaður við mat hækki ekki og útfæra verður hugmyndina vel ef leggja á niður mötuneyti opinberra starfsmanna, segir Jakobína Þórðardóttir, framkvæmdastjóri hjá Sameyki, stéttarfélagi í almannaþjónustu.

Svíþjóð auðveldari kostur en höfuðborgin

Mæðgur á Akureyri ákváðu að flytja til Svíþjóðar vegna menntaskólagöngu dótturinnar. Segja það ódýrari kost en að flytja til Reykjavíkur. Engin heimavist er við menntaskóla á höfuðborgarsvæðinu, sem torveldar ungu fólki af landsbyggðinni.

Höfn í Hornafirði gott dæmi um áhrif loftslagsbreytinga

Höfn í Hornafirði er skínandi dæmi um áhrif loftslagsbreytinga, segir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur. Miðað við núverandi hitastig munu allir íslenskir jöklar bráðna á næstu 200 árum og landið rísa undan farginu.

Facebook hefur lokað síðunni sem dreifði nasistaáróðri til ungra karlmanna

Samkvæmt upplýsingum frá Facebook var umrædd síða stofnuð síðasta laugardag og beindi nafnlaus stjórnandi hennar keyptum auglýsingum að karlmönnum á Íslandi á aldrinum 40 ára og yngri. Í einni auglýsinganna sást andlit Adolfs Hitler en í þeim öllum var rekinn áróður gegn fjölmenningu og fyrir "tilveru norrænna þjóða“.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Angela Merkel, Þýskalandskanslari, er komin til Íslands. Hún er sérstakur gestur á sumarfundi forsætisráðherra Norðurlandanna sem fer fram á morgun.

Stafræn biðskýli að spretta upp

Vinna er hafin við að skipta út biðskýlum í Reykjavík og eru fyrstu tvö komin upp við Kringlumýrarbraut og Faxafen. Hin nýju biðskýli eru stafræn og verður hægt að nálgast rauntímaupplýsingar um komutíma næstu strætisvagna á að minnsta kosti 50 staðsetningum í borginni.

Rómafólkið á Íslandi er frá ýmsum löndum

Um helgina lauk alþjóðlegri ráðstefnu um málefni Rómafólks, eða sígauna, sem haldin var í Veröld – húsi Vigdísar Finnbogadóttur. Aðalskipuleggjandi ráðstefnunnar, Sofiya Zahova, segir Rómafólk hálfgert huldufólk á Íslandi.

Stefna á að finna nýja jörð

Háskerpulitrófsgreinir sem íslenskur vísindamaður tók þátt í að smíða er þegar byrjaður að finna merki um fjarreikistjörnur sem gætu líkst jörðinni. Hundruð fjarreikistjörnufræðinga hittast á ráðstefnu í Reykjavík í vikunni.

Prófuðu Mars-geimbúning á Íslandi

Hópur á vegum Iceland Space Agency dvaldi fyrr í mánuðinum við Grímsvötn á Vatnajökli til þess að safna gögnum og prófa geimbúning sem iðnhönnuður hannaði í samstarfi við NASA, bandarísku geimferðastofnunina. Markmiðið var að kanna hvernig geimbúningurinn virkar í umhverfi sem líkist því sem finna má á Mars

Málsvari blindra og sjónskertra í 80 ár

Í dag 19. ágúst eru 80 ár liðin frá stofnun Blindrafélagsins. Af því tilefni býður félagið til hátíðarsamkomu á Hótel Nordica að Suðurlandsbraut í Reykjavík klukkan 16 í dag. Félagið á enn ríkt erindi, segir formaðurinn.

Réttað í máli Jóhanns í desember 2020

Alríkisdómstóll í Los Angeles hefur nú breytt dagsetningum í málaferlum Jóhanns Helgasonar vegna meints stuldar á laginu Söknuði. Nú er gert ráð fyrir að réttarhöldin sjálf verði ekki fyrr en í desember 2020 í staðinn fyrir í maí það ár.

Sorg í hjarta en þó líka von í brjóstum á Oki

Jökullinn Ok var í gær kvaddur með táknrænum hætti er minnismerki var komið þar fyrir. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra segir athöfnina hafa sent þau skilaboð til heimsins að hamfarahlýnun eigi sér stað.

Sjá næstu 50 fréttir