Fleiri fréttir

Leggja fram sáttatilboð í Árskógamálinu

Félag eldri borgara mun í kvöld leggja fram sáttatilboð í Árskógamálinu svokallaða og vonast forsvarsmenn félagsins til þess að þeir sem keypt hafa íbúðir í byggingum félagsins að Árskógum í Reykjavík muni taka tilboðinu.

Gæslan slökkti eld í djúpum mosa

Síðdegis á laugardag óskaði slökkviliðsstjórinn í Grindavík eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar vegna elds sem logaði í djúpum mosa austan Djúpavatns við Lækjarvell

Vinna að nýsköpun í heilbrigðiskerfinu

Læknarnir Kjartan Þórsson og Árni Johnsen vöktu athygli fyrr á árinu þegar þeir opnuðu síðuna niðurtröppun.is. Nú eru þeir meðal annars að vinna að öðru verkefni sem snýst um að greikka samskiptaleiðir á spítalanum.

Óttast stanslaust gelt og óþrif af hundagerði

Bylgja mótmæla reis vegna áforma Kópavogsbæjar um hundagerði í Fossvogsdal. Alls skrifuðu 183 undir mótmælaskjöl, þar af sex Reykjavíkurmegin í dalnum. Megingagnrýnin lýtur að ónæði, óþrifnaði og aukinni bílaumferð.

Ekki nóg að umbera hinsegin starfsfólk

Richard Taylor, varaforseti mannauðsdeildar Nasdaq kauphallarinnar, verður aðalræðumaður á viðburði Hinsegin daga í Þjóðminjasafninu. Hann segir mikilvægt fyrir fyrirtæki að gera vinnustaðinn aðlaðandi fyrir hinsegin fólk.

Skiljanlegt að fara í baklás

Byggðarráð Rangárþings eystra hefur ítrekað athugasemdir vegna áforma stjórnvalda um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu.

Mágkonan barði allt að utan til að vara við eldunum

Íslensk kona sem búsett er á eyjunni Gran Canaria á Kanaríeyjum, þar sem miklir gróðureldar hafa geisað síðustu daga, neyddist til að yfirgefa sumarbústað sinn og eiginmanns síns í nótt vegna eldanna.

Einfalt að skipta skipaeldsneyti út fyrir rafmagn en vantar fjármagn

Hafnarstjóri Faxaflóahafna segir að efla þurfi eftirlit með því hvort að farþegaskip virði bann um að nota ekki svartolíu við hafnir hér á landi. Þá þurfi að koma til opinbert framlag svo að hægt sé að hraða uppbyggingu á umhverfisvænum háspennustöðvum í íslenskum höfnum sem sjái skipunum fyrir rafmagni í stað eldneytis.

Leitin ekki borið árangur

Að sögn yfirlögregluþjóns á Suðurlandi er sérsveit ríkislögreglustjóra á leið austur að kanna aðstæður fyrir kafara.

Gunnar Bragi vonar að almennir flokksmenn Sjálfstæðisflokksins komi viti fyrir forystuna

Varaformaður Miðflokksins segir að vissulega hafi hann undirbúið innleiðingu þriðja orkupakkans í lög ráðherratíð sinni eins honum bar að gera. Hann hafi hins vegar ekki verið í ríkisstjórn þegar ákveðið var að leita ekki eftir undanþágu frá innleiðingunni. Hann vonar að flokksmenn stjórnarflokkanna komi viti fyrir forystuna í þessu máli.

Elliði hefur áhyggjur af framtíð Garðyrkjuskólans

Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss hefur áhyggjur af stöðu og framtíð Garðyrkjuskólans á Reykjum í Ölfusi. Rektor skólans segir að ekki standi til að gera neinar breytingar á starfseminni á Reykjum.

Ráðuneyti Gunnars Braga lagði til leiðir til að innleiða Þriðja orkupakkann

Í þremur minnisblöðum um Þriðja orkupakkann sem unnin voru í Utanríkisráðuneytinu í ráðherratíð Gunnars Braga Sveinssonar eru lagðar til leiðir til að aðlaga tilskipun Evrópubandalagsins um að koma á fót samstarfsstofnun eftirlitsaðila á orkumarkaði. Þar kemur jafnframt fram að á meðan íslenska raforkukerfið sé einangrað eigi bindandi ákvarðanir eftirlitsstofnunar Evrópubandalagsins ekki við hér á landi.

Breyta fyrirkomulagi eftir langa röð á fyrri tónleikana

Skipulagi á röðinni inn á tónleika Eds Sheeran á Laugardalsvelli í gærkvöldi var breytt þegar ljóst var orðið að röðin inn á standandi svæði vallarins gengi of hægt fyrir sig. Nýja skipulagið verður notað á seinni tónleikum söngvarans í kvöld.

Leitin við Þingvallavatn hefst að nýju

Leitin að manneskjunni sem gengið er út frá að hafi verið í bátnum sem fannst mannlaus á floti í Þingvallavatni síðdegis í gær hefst aftur um klukkan níu í dag. Hlé var gert á leitinni laust fyrir klukkan ellefu í gærkvöldi.

Sjá næstu 50 fréttir