Fleiri fréttir

Einn dómari við Landsrétt óskar eftir launuðu leyfi

Jón Finnbogason, dómari við Landsrétt, hefur óskað eftir launuðu leyfi og verður nýr settur í hans stað. Jón er einn þeirra fjögurra dómara sem ekki hefur sinnt dómstörfum eftir dóm Mannréttindadómstóls Evrópu.

Deilihagkerfið í miklum blóma

Rakel Garðarsdóttir hefur fjallað mikið um umhverfismál og þá sérstaklega matarsóun á síðunni Vakandi. Hún segir deilihagkerfi vera eina kerfið sem gangi upp ef snúa eigi við núverandi þróun í loftslagsmálum.

Bráðvantar blóð í O-flokkunum

Blóðbankann bráðvantar nú blóð í O-flokkunum, O mínus og O plús. Um er að ræða algengustu blóðflokkanna auk þess sem allir geta fengið gjöf með O mínus.

Rúta festist í Steinholtsá

Óskað var eftir aðstoð björgunarsveita á öðrum tímanum í dag þegar rúta festist í Steinholtsá í Þórsmörk.

Verðlag það helsta sem má bæta að mati ferða­manna

Verðlag hér á landi er það helsta sem má bæta að mati ferðamanna. Tæplega helmingur þeirra ferðamanna sem tóku könnun Ferðamálastofu fyrir árið 2018 sögðu að verðlagið væri það helsta sem mætti bæta í íslenskri ferðaþjónustu.

Ferðamönnum fækkað um 20% milli ára

Ferðamönnum til Íslands hefur fækkað um 20% sé litið til heildarfjölda ferðamanna sem heimsóttu landið á öðrum ársfjórðungi þessa árs samanborið við sama tímabil í fyrra.

Pólverjar hætta við kröfu um framsal

Pólsk yfirvöld hafa dregið til baka kröfu um framsal eins eigenda Euro-Market verslananna og fellt niður alþjóðlega handtökuskipun. Málið hefur velkst um í kerfinu í eitt og hálft ár.

Segist loka fyrir vatn til sumarhúsaeiganda

Eigandi jarðarinnar Þúfukots í Kjósarhreppi sættir sig ekki við að kona sem á helmingshlut í sumarbústað á landinu skrái lögheimili þar. Hann boðar að skrúfað verði fyrir vatnið til sumarhússins.

Hlaupið kemur bara þegar það kemur

Fréttastofan fékk að slást í för með Lögreglunni á Suðurlandi sem fór um svæðið nærri Múlakvísl og mældi gildi bennisteinsdíóxíð í loftinu með mælum frá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra auk þess sem staðan var metin í Þakgili.

Blindur fangi á níræðisaldri tvívegis óskað eftir náðun

Sótt hefur verið um náðun í tvígang fyrir blindan fjölveikan fanga á níræðisaldri sem afplánar nú í fangelsinu á Akureyri. Af læknisvottorðum er ljóst að dvöl hans í fangelsi sé erfið en hann þarf aðstoð við flest dagleg verk.

Með hundrað bit eftir lúsmý á Flúðum

Árni Þór Hilmarsson, íbúi á Flúðum lætur lúsmýið á staðnum ekki trufla sig þrátt fyrir að hann hafi verið bitinn hundrað sinnum. Mest var um mýið í júní, svo bar ekkert á mýinu fyrstu dagana í júlí en nú virðist það vera komið á fullt aftur.

Alþingismaður segir Rammaáætlunina ónýta

Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Jón Steindór Valdimarsson þingmaður Viðreisnar ræddu um skýrslu Landsnets um meintan orkuskort og þróun orkunýtingu hérlendis í útvarpsþættinum Sprengisandi í dag.

Tekist á um deiliskipulag við Stekkjarbakka

Borgarfulltrúarnir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir hjá Pírötum og Björn Gíslason hjá Sjálfstæðisflokknum tókust á um nýtt deiliskipulag við Elliðaárdalinn þar sem fyrirhuguð er 5000 fermetra gróðurhvelfing og önnur starfsemi við Stekkjarbakka suður af dalnum.

Í vímu með þrjú börn í bílnum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði ökumann bifreiðar í Mosfellsbæ skömmu fyrir klukkan níu í gærkvöldi. Ökumaðurinn er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna og/eða lyfja.

Leita týndra hjóna á Kjalvegi

Á tíunda tímanum í kvöld voru allar björgunarsveitir í Árnessýslu kallaðar út vegna tveggja týndra ferðamanna á Kjalvegi.

Sjá næstu 50 fréttir