Fleiri fréttir

Segir breyttan veruleika kalla á breytingar á leikreglunum

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir breyttan veruleika stjórnmála kalla á breyttar leikreglur. Taka þurfi mið af því að flokkar sem standi utan ríkisstjórnar hafi ekki samið um myndun stjórnarandstöðu.

Nær að þakka en að krefja ríkið bóta

Jón Bjarnason, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, gagnrýnir útgerðir sem ætli sér að sækja bætur til ríkisins vegna makrílkvóta. Telur að þau ættu að þakka fyrir að ráðherra hafi staðið í lappirnar og varið rétt þeirra.

Stoppuðu á Selfossi eftir sambandsleysi við annan hvalinn

Það styttist í annan endann á löngu og ströngu ferðalagi Litlu-Hvítrar og Litlu-Grárrar frá Kína til Vestmanneyja. Hersingin er nýmætt í Landeyjarhöfn þar sem Herjólfur bíður eftir hvölunum. Ákveðið var að stoppa á Selfossi eftir að fylgdarlið hvalanna missti samband við einn þeirra.

Loksins komið að því að ljúka Dettifossvegi

Meira en áratug eftir að framkvæmdir hófust sér loksins fyrir endann á lagningu nýs Dettifossvegar. Tilboð í gerð síðasta áfangans hafa nú verið opnuð hjá Vegagerðinni.

16 ára gengur hringinn á fimmtíu dögum

Eva Bryndís Ágústsdóttir, sem kallar sig Arkarann Evu ætla að eyða næstu fimmtíu dögum í að ganga hringinn í kringum landið. Eva sem er aðeins sextán ára gömul segist vera í mjög góðu formi og fari létt með að ganga hringinn.

Mjaldrarnir komnir til landsins

Sérútbúnir bílar keyra nú með hvalina frá Keflavík til Landeyjahafnar þar sem Herjólfur tekur við keflinu.

Teslan ekki aftur í hendur Magnúsar eftir neitun Hæstaréttar

Hæstiréttur hefur hafnað málskotsbeiðni Magnúsar Ólafs Garðarssonar, fyrrverandi forstjóra United Silicon, sem vildi fá að áfrýja dómi Landsréttar frá því í apríl á þessu ári þar sem hann var dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir ofsaakstur. Þá var tugmilljóna króna Tesla-bíll Magnúsar gerður upptækur og nú því endanlega ljóst að Magnús fær bílinn ekki aftur.

Telur afgreiðslu ráðuneytis vegna framgöngu ríkislögreglustjóra ófullnægjandi

Björn Jón Bragason telur að afgreiðsla dómsmálaráðuneytisins, vegna samskipta sem hann upplifir sem hótanir Haraldar Johannessen ríkislögreglustjóra í sinn garð, sé algjörlega ófullnægjandi. Þetta kemur fram í bréfi Björns Jóns til umboðsmanns Alþingis. Hann telur að ráðuneytið hafi átt að áminna Harald.

Þóttist vera lögga, handtók mann en þurfti aðstoð við að rata á lögreglustöðina

Karlmaður hefur verið dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi fyrir brot gegn valdstjórninni, ólögmæta nauðung, gripdeild og umferðar- og fíkniefnalagabrot. Maðurinn þóttist vera lögreglumaður, framkvæmdi leit á starfsmönnum hótels í Reykjavík og tók eigur starfsmanns ófrjálsri hendi. Maðurinn handtók annnan mann en þurfti aðstoð hans við að rata á lögreglustöðina við Hverfisgötu.

Mjaldrarnir rólegir eftir smá stress í byrjun

Þetta voru mjög sérstakir gestir sem voru hjá okkur í dag, segir Brynjar Örn Sveinjónsson, flugmaður Cargolux. Brynjar fékk það sérstaka verkefni að fljúga flugvél Cargolux frá Shanghai til Íslands.

ALC fær að kæra til Hæstaréttar

Hæstiréttur Íslands hefur gefið flugvélaleigufyrirtækinu ALC leyfi til að áfrýja úrskurði Landsréttar í máli fyrirtækisins gegn Isavia.

Þremenningunum sleppt og rannsókn miðar vel

Þremur mönnum, sem handteknir voru í aðgerðum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu gegn skipulagðri brotastarfsemi í síðustu viku, hefur verið sleppt úr haldi.

Stefna á að engin mengun komi frá Hellisheiðarvirkjun innan fárra ára

Orkuveita Reykjavíkur stefnir að því að gera Hellisheiðarvirkjun algjörlega sporlausa innan fárra ára og verður þá eina jarðhitavirkjun í heiminum sem er algjörlega hrein. Nú þegar hafa sparast þrettán milljarðar króna vegna aðferðar sem bindur koltvísýring í jörð að sögn forstjóra fyrirtækisins.

Ökumaðurinn alvarlega slasaður

Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti karl og konu sem slösuðust í bílveltu í Norðurárdal í gærkvöldi. Ökumaðurinn er alvarlega slasaður.

Lentu með veikt kornabarn í Keflavík

Lenda þurfti flugvél frá Ethopian Airlines á Keflavíkurflugvelli í fyrradag vegna veikinda farþega um borð. Vélin var á leið frá Dubai til Baltimore.

Kakkalakkar ekki æskilegir á heimilum

Gísli Már Gíslason skordýrasérfræðingur fræðir fólk um heim skordýranna í Elliðaárdal í kvöld. Hann segir skordýrategundum á Íslandi hafa fjölgað um um það bil 400 á þeim 40 árum sem hann hefur kennt skordýrafræði.

Hlýnar um helgina

Veðrið í dag og á morgun svipar til þess sem hefur verið síðustu daga að sögn veðurfræðings.

Bótakröfur á ríkið vegna makrílkvóta

Ríkislögmaður staðfestir að borist hafi stefnur vegna kvótasetningar makríls í upphafi áratugarins en gefur ekki upp fjölda eða bótakröfur. Heimildir herma að stórir aðilar stefni. Kröfur gætu numið allt að 35 milljörðum króna.

Vilja net veðurstöðva um alla höfuðborgina

Tillaga Sjálfstæðismanna um að koma fyrir fimmtíu veðurstöðvum í Reykjavík var vísað til áframhaldandi umfjöllunar í borgarstjórn í gær. Þær eiga að nýtast til að ákvarða staðsetningar á gróðri til að draga úr vindi í borginni.

Sjá næstu 50 fréttir