Fleiri fréttir

Fá rafmagnið úr bæjarlæknum

Bændurnir í Fagradal í Mýrdal nota bæjarlækinn til að knýja heimilisbílinn. Hann er nefnilega rafmagnsbíll og orkan kemur frá lítilli heimarafstöð.

Þjóðdansar eru vinsælir hjá unga fólkinu

"Þjóðdansar eru töff“, segir Elín Svava Elíasdóttir, barna og unglinga þjóðdansakennari hjá Þjóðdansafélagi Reykjavíkur en mikið af ungu fólki er að læra þjóðdansa. Dansararnir hafa nóg að gera við að sýna þjóðdansa víða um land, auk þess sem stór hópur þeirra er á leiðinni til Álandseyja á norrænt þjóðdansamót.

Helmingi færri fíkniefnamál og engin hávaðakvörtun

Helmingi færri fíkniefnamál hafa komið upp á tónlistarhátíðinni Secret Solstice í ár en í fyrra og lögreglu hefur ekki borist nein hávaðakvörtun. Lögregla telur hátíðina hafa farið vel fram enda voru færri á svæðinu og mikil gæsla. Tvö fíkniefnamál eru til rannsóknar en í öðrum tilvikum var um neysluskammta að ræða.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Lagt er til að hækka verð á sykruðum og sykurlausum gosdrykkjum og sælgæti um hið minnsta 20% í nýrri aðgerðaáætlun gegn sykurneyslu Íslendinga. Að sama skapi verða verslanir hvattar til að hætta með tilboð á óhollustu, eins og að gos fylgi skyndibitatilboðum. Fjallað verður ítarlega um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2, kl. 18:30.

Lyfjaskápar ættingja og vina tæmdir vegna lúsmýs

"Ég hef verið bænheyrð undanfarna daga og mínir bestu ættingjar og vinir hafa hreinsað út úr lyfjaskápunum sínum og komið færandi hendi með bæði sterapillur og sterakrem, sýklalyf og hydrokortison og allskonar fleiri baneitruð smyrsl.“

Ólafur lýsir upp Sigurbogann

Listamaðurinn Ólafur Elíasson hefur verið fenginn til þess að útbúa listaverk sem lýsir upp Sigurbogann í höfuðborg Frakklands, París. Stefnt er að því að verkið verði sett upp árið 2020.

Gagnrýni Davíðs reynir á tilfinningar Sjálfstæðismanna

Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir harða gagnrýni Davíðs Oddssonar á flokksforrystuna vera tilfinningalega erfiða fyrir marga flokksmenn. Þingmenn flokksins séu ósáttir við ritstjórnarskrif Davíðs þar sem magnaðar séu upp áhyggjur sem ekki skipta máli. Aðspurður um ákvörðun Bjarna Benediktssonar um að birta ekki afmælisgrein flokksins í Morgunblaðinu segir hann að pirringur geti virkað í báðar áttir.

Rukkað í Skálholti í gegnum ökutæki

Skálholt er mjög vinsæll ferðamannastaður í Uppsveitum Árnessýslu en um tvö hundruð og fjörutíu þúsund ferðamenn heimsækja staðin á hverju ári.

Nýjar rannsóknir staðfesti virkni þörunga á Psoriasis

Nýjar rannsóknir gefa vísbendingar um að efni sem þörungar í Bláa lóninu framleiða hafi áhrif á ónæmiskerfið og minnki bólgur sóríasis-sjúklinga. Doktor í ónæmisfræði segir þetta gera lyfjaframleiðslu úr þörungunum mögulega.

Hjálmanotkun dregur verulega úr líkum á alvarlegum heilaskaða

Hjálmanotkun dregur úr líkum á alvarlegum heilaskaða um tæplega sjötíu prósent samkvæmt nýlegri samantektarrannsókn sem náði til tæplega 65 þúsund hjólreiðamanna. Taugasálfræðingur á Reykjalundi telur að borið hafi á rangfærslum í umræðunni um hjálmanotkun upp á síðkastið.

Telur að kanna eigi þörfina á karlaathvarfi fyrir þolendur ofbeldis

Dæmi eru um að karlmenn sem hafa flúið heimilisofbeldi lendi á götunni. Ráðgjafar frá Kvennaathvarfinu hafa aðstoðað þá í Bjarkarhlíð en lengra nær hjálpin ekki þar sem ekkert skjól er í boði. Verkefnastýra Bjarkarhlíðar segir vandann falinn þar sem karlar upplifi oft mikla skömm sem þolendur. Hún telur að kanna eigi þörfina fyrir karlaathvarf.

Met frá árinu 1982 slegið

Skógarmet var í dag slegið í sumarbúðum KFUM og KFUK í Vatnaskógi en metið hafði staðið síðan árið 1982.

Fékk jólabónus í vinnunni og 1,3 milljóna kröfu frá TR

Maður með vöðvarýrnunarsjúkdóminn Duchenne er gert að greiða allar bætur sem hann hann fékk greiddar árið 2017 til baka. Ástæðan fyrir því er að tekjur hans fóru 55 þúsund krónur yfir viðmiðunarmörk og króna á móti krónu reglugerðin fellur úr gildi.

Kennarar kátir en aginn minni

Þrátt fyrir að íslenskir kennarar séu sáttir í starfi telja þeir sig engu að síður lítils metna í þjóðfélaginu og litnir hornauga af fjölmiðlum.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Dæmi eru um að karlmenn séu á götunni vegna heimilisofbeldis. Verkefnastýra Bjarkarhlíðar segir vandann falinn þar sem karlar upplifi oft mikla skömm sem þolendur. Hún telur að kanna eigi þörfina fyrir karlaathvarf.

Meint einelti í Ráðhúsinu: Snörp orðaskipti þegar Vigdís og Dóra Björt tókust á í Vikulokunum

Það kom til snarpra orðaskipta á milli Vigdísar Hauksdóttur, oddvita Miðflokksins í borgarstjórn og Dóru Bjartar Guðjónsdóttur, oddvita Pírata í borgarstjórn, Í vikulokunum á Rás 1 í dag þegar talið barst að stöðu mála í Ráðhúsinu eftir að tilkynnt var um vinnslu máls samkvæmt bráðabirgðaverkferli vegna kvartana skrifstofustjóra í ráðhúsinu vegna meints eineltis Vigdísar í hans garð.

Sjá næstu 25 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.