Fleiri fréttir

Sigurður Ingi brast óvænt í söng inni í helli

Þrír af tólf manngerðum hellum á Ægissíðu við Hellu verða nú opnaðir almenningi til sýnis. Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra prófaði að syngja í einum hellinum með sönghópnum Öðlingnum úr Rangárvallasýslu.

Segir forsætisnefnd gjörspillta

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, segir forsætisnefnd gjörspillta og hafnar áliti siðanefndar Alþingis. Forsætisnefnd féllst á álit siðanefndar um að hún hefði brotið gegn siðareglum með ummælum sínum um Ásmund Friðriksson.

Hlýjast á Suðvesturlandi

Hitatölur breytast lítið á landinu, hiti 5 til 15 stig. Áfram verður svalt á Norðausturlandi en hlýjast Suðvesturlandi.

Strandblak í mikilli sókn

Strandblaksiðkun hefur farið sívaxandi á Akureyri og nágrenni með tilkomu strandblaksvalla í Kjarnaskógi og víðar.

„Ég er alveg skíthrædd við þetta lyf“

Íslensk kona notaði "barbí-lyfið“ í þeim tilgangi að koma í veg fyrir sólarexem og bruna áður en hún fór til sólarlanda. Hún segist "skíthrædd“ við að nota lyfið en myndi nota það aftur ef hún væri að fara í sólríkt land.

Makrílkvóti íslenskra skipa verður aukinn

Makrílkvóti íslenskra skipa verður aukinn úr 108 í 140 þúsund tonn. Sjávarútvegsráðherra segir að áfram verði unnið að því að ná heildarsamkomulagi strandríkja, en Íslendingum hefur hingað til ekki verið hleypt að samningaborðinu.

Vætusamir dagar fram undan

Eftir hlýja daga er farið að kólna víðsvegar um landið en hiti er á bilinu 5 til 15 stig í dag, hlýjast suðvestanlands og svalast á norðausturhorninu.

Sjö í fangageymslum eftir erilsama nótt

Mikið mæddi á Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt því alls komu áttatíu mál inn á borð til hennar frá klukkan sjö í gærkvöldi til hálf sex í morgun.

Löng og ströng meðferð fram undan

Hún elskar lífið og allt sem er fallegt, segja vinir og aðstandendur Jónu Ottesen sem leggja henni lið og hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu. Jóna lenti í bílslysi í júnímánuði og hlaut mænuskaða.

Lilja skyggir á bæði Sigurð og Katrínu

 Lilja Alfreðsdóttir nýtur mests trausts allra ráðherra samkvæmt nýrri könnun. Hún nýtur margfalt meira trausts meðal Framsóknarmanna en formaður flokksins. Sá ráðherra sem helst er vantreyst er Bjarni Benediktsson.

Fordæmi fyrir því að hægt sé að fá ösp nágrannans fellda

Trjágróður á það til að spretta upp og sums staðar úr hófi, á einhverjum stöðum má sjá garðeigendur hamast við að grisja gróðurinn í garðinum en hvenær eru tré orðin of há? Hvenær eru tré farin að valda skemmdum eða spilla sólartíma nágranna?

Sjá næstu 50 fréttir