Fleiri fréttir

Hægt að kaupa tölvuárás fyrir um tvö þúsund krónur

Hópar tyrkneskra tölvuþrjóta hafa lýst yfir ábyrgð á hið minnsta þremur tölvuárásum á Íslandi síðasta sólarhringinn. Fyrirtæki og stofnanir hér á landi eru ekki nægilega vel varin að sögn framkvæmdastjóra Syndis. Hann hefur áhyggjur af alvarlegri hluta árásanna sem fólk tekur ekki endilega eftir.

„Svona gerir maður ekki“

Fjármálaáætlun verður líklega afgreidd úr nefnd í fyrramálið. Þingmaður Samfylkingar segir málshraðann ámælisverðan þar sem hagsmunaaðilar fái ekki tækifæri til þess að tjá sig um breytingarnar. Formaður Þroskahjálpar veit ekki hvað verði skorið niður og segist ósátt með vinnubrögðin.

Kynntu nýtt þjónustukort fyrir landsmönnum

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, kynntu nýtt gagnvirkt þjónustukort á blaðamannafundi í Þjóðminjasafninu í dag.

Íslandsbanki styrkir þrettán nema

Öll eiga styrkþegar það sameiginlegt að vera afbragðs námsmenn en að auki hafa mörg þeirra sýnt fram á mikla hæfileika á m.a. sviði íþrótta-, lista,- og félagsmála.

Skoða ólíkar sviðsmyndir í kyrrsetningarmáli ALC

Ekkert útlit virðist vera fyrir að Airbus-þota bandaríska flugvélaleigufyrirtækisins ALC, sem Isavia kyrrsetti á Keflavíkurflugvelli í lok mars fyrir ríflega tveggja milljarða króna skuld WOW air, losni þaðan í bráð.

Nara kærir ríkið til MDE

Nara Walker, sem sakfelld var fyrir að bíta hluta úr tungu fyrrverandi eiginmanns síns, hefur kært íslenska ríkið til Mannréttindadómstóls Evrópu.

Hjón létust í slysinu ásamt syni sínum

Hjón fórust ásamt syni sínum í flugslysinu sem varð við Múlakot í Fljótshlíð á sunnudagskvöld. Annar sonur hjónanna og tengdadóttir liggja alvarlega slösuð á Landspítalanum. Líðan þeirra er stöðug að sögn lögreglu.

Sveitarstjóri liggur á bæn og biður um rigningu

Íbúar á Suðurlandi eru beðnir að fara sparlega með vatn því sökum mikilla þurrka undanfarið er mikið álag á veitukerfum sveitarfélaga. Ágúst Sigurðsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra segist liggja á bæn og biðja um rigningu.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Rannsókn miðar áfram á orsökum flugslyssins sem varð skammt norðan við flugvöllinn í Múlakoti í Fljótshlíð í gær, þegar tveggja hreyfla flugvél með fimm manns innanborðs skall til jarðar. Allir sem voru um borð voru Íslendingar. Þetta og meira í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Sjá næstu 50 fréttir