Fleiri fréttir

„Mikill heiður að fá að vera brautryðjandi“

Aldís Amah Hamilton er 28 ára leikkona sem útskrifaðist af leikarabraut Listaháskóla Íslands fyrir þremur árum. Aldís hefur meðal annars leikið hlutverk Desdemónu í uppsetningu Vesturports á Shakespeareverkinu Óþelló sem sýnt var í Þjóðleikhúsinu 2016.

Samið við undanfara á Flúðum vegna neyðarhjálpar

Björgunarfélagið Eyvindur á Flúðum hefur mikilvægu hlutverki að gegna í Uppsveitum Árnessýslu í neyðartilfellum því félagar þar eru undanfarar og hefja aðstoð á vettvangi og veita fyrstu hjálp þar til sérhæfð aðstoð kemur á staðinn.

Metþátttaka í hátíðarhöldunum í Reykjavík í einstöku blíðviðri

Sjaldgæft er að blíðviðri líkt og í dag ríki á þjóðhátíðardaginn en síðustu sjötíu og fimm ár hefur langoftast verið rigning að sögn viðburðastjóra hátíðarinnar. Miðgarðarðsormurinn liðaðist gegnum borgina í dag ásamt fjölmennri skrúðgöngu og borgarbúar gæddu sér á sjötíu og fimm metra langri lýðveldisköku í tilefni dagsins.

Fjallkonan í ár er Aldís Amah Hamilton

Hátíðarathöfn á vegum Alþingis og forsætisráðuneytisins hófst á Austurvelli í dag. Fjallkonan flytur ávarp en ávallt hvílir leynd yfir því hver hún er þar til á hátíðarathöfninni. Í ár er fjallkonan Aldís Amah Hamilton.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður sýnt frá hátíðarhöldum í miðbænum; hátíðlegum ræðum, lýðveldiskökunni löngu og heyrt í hressu fólki að gera sér glaðan dag.

Ungmenni lögðu Alþingi línurnar

Þingfundur ungmenna fór fram á Alþingi í dag en hátt í sjötíu ungmenni á aldrinum þrettán til sextán ára tóku þátt í honum.

Þristarnir fljúga aftur heim frá Normandí

Fyrsti þristurinn, af þeim fimmtán, sem flugu frá Ameríku um Reykjavík í síðasta mánuði á leið til Normandí, er nú aftur kominn til Íslands á heimleið til Bandaríkjanna.

Segja Miðflokkinn ekki hafa af sér sumarfríið

Enn er engin niðurstaða komin í viðræðum Sjálfstæðisflokksins við Miðflokkinn um þinglokasamning. Þingmenn eru samt bjartsýnir á horfur áætlaðra sumarfría þótt ekki virðist mikill kraftur í samningaviðræðum.

Alþingi fær 140 þúsund undirskriftir

Tæplega 140 þúsund Evrópubúar hafa skrifað undir áskorun til íslenskra, norskra, skoskra og írskra stjórnvalda um að laxeldi í opnum sjókvíum verði hætt. Frumvarp um fiskeldi er nú til umfjöllunar á Alþingi.

75 ára afmæli lýðveldisins fagnað

Mikil hátíðarhöld verða um allt land í dag á þjóðhátíðardegi Íslendinga. 75 ár eru frá stofnun lýðveldisins og verður af því tilefni boðið upp á 75 metra langa köku við Hljómskálagarðinn. Sérstakur þingfundur ungmenna verður.

Costco sýknað í innkaupakerrumáli

Verslunin Costco var á fimmtudag sýknuð af bótakröfu fyrir Héraðsdómi Reykjaness en krafa hafði verið lögð fram á hendur verslunarinnar vegna tjóns á bíl sem árekstur við innkaupakerrur olli.

Gleði og dans allsráðandi í anda Jónu Ottesen

Dans- og fjölskylduhátíðin Kátt í Kramhúsinu var haldin í dag og mun öll innkoma af gleðinni renna beint til Jónu Elísabetar Ottesen, 36 ára konu sem liggur þungt haldin á spítala eftir alvarlegt bílslys sem hún og dóttir hennar lentu í í upphafi mánaðar.

Önnur Catalina lenti óvænt í Reykjavík

Catalina-flugbátur úr síðari heimsstyrjöld birtist óvænt í Reykjavík síðdegis. Tók hann tignarlegan hring yfir borginni áður en hann lenti á Reykjavíkurflugvelli um hálfsexleytið.

Telur samvinnu hafa skort á milli skólastiga

Formaður skólastjórafélags Íslands segir samvinnu hafa skort á milli skólastiga í gegnum árin en fari nýtt frumvarp menntamálaráðherra í gegn verði hoggið á þann hnút.

Segir mjög veika von um að Jón Þröstur sé á lífi

Bróðir Jóns Þrastar Jónssonar sem hvarf á dularfullan hátt á Írlandi fyrir rúmum fjórum mánuðum segir vonina um að Jón Þröstur sé á lífi mjög veika. Engar nýjar upplýsingar hafi komið fram í málinu. Hann segir einhvers konar málalok nauðsynleg til að geta horft fram á veginn og verið til staðar fyrir sína nánustu.

Einblína á rafvæðingu ferja líkt og Norðmenn

Framkvæmdastjóri Sæferða segir að einblína eigi á rafvæðingu ferja á Íslandi líkt og gert er í Noregi. Þá þurfi íslenska ríkið hins vegar að lengja þjónustusamninga vegna reksturs skipanna. Erfitt sé fyrir einkaaðila að fjárfesta í rafvæddum ferjum.

Erfitt að gera bændum til hæfis varðandi veður

Fyrri slætti er nú víða lokið eða er að ljúka hjá kúabændum á Suðurlandi þrátt fyrir litla sprettu síðustu vikur vegna þurrka, enda tún víða brunnin. Bóndi í Landeyjunum segist ekki nenna að kvarta undan rigningarleysi, rigningin komi fyrr eða síðar.

Þrír vinningshafar fá 34,5 milljónir hver

Þrír skipta á milli sín sjöföldum Lottópotti dagsins og fær hver þeirra rúmar 34,5 milljónir króna í sinn hlut, að því er fram kemur í tilkynningu frá íslenskri getspá.

Fjórði Herjólfur til Eyja 60 árum eftir komu þess fyrsta

Fjölmenni var á móttökuhátíð í Vestmannaeyjum í dag þar sem komu nýs Herjólfs var fagnað, 60 árum eftir að fyrsta farþegaferjan með þessu nafni kom til Eyja. Samgönguráðherra segir langþráðum áfanga náð.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Þéttur fréttatíma á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis kl. 18:30 þar sem litið verður meðal annars til Vestmannaeyja og Bolungarvíkur.

Herjólfur loksins afhentur og formlega kominn með nafn

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra nefndi formlega nýjan Herjólf og Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, flutti ávarp þar sem hann afhenti Vestmannaeyingum hina nýju ferju.

Sjá næstu 50 fréttir