Fleiri fréttir

Biðlistar enn mjög langir og biðtími óásættanlegur

Biðtími sjúklinga eftir liðskiptaaðgerðum hefur styst með þriggja ára átaki heilbrigðisyfirvalda en er enn langt umfram viðmið samkvæmt skýrslu landlæknisembættisins um árangur átaksins. Aðgerðum hefur fjölgað en eftirspurnin eftir þeim hefur einnig aukist umtalsvert.

Telur útilokað að hægt sé að skipa þann sem þegar situr í embættinu

Sitjandi dómarar við dómstól geta ekki sótt um laus embætti við sama dómstól og því ætti með réttu að virða umsóknir þeirra að vettugi. Þetta segir fyrrverandi dómari við Hæstarétt Íslands um umsóknir tveggja dómara við Landsrétt um stöðu dómara við réttinn sem losnaði þegar einn dómari lét af embætti sökum aldurs.

Miðflokksmenn geti höfðað skaðabótamál

Báru Halldórsdóttur hefur verið gert að eyða upptökum af samtölum þingmannanna á Klausturbar og ætlar hún að verða við því að sögn lögmanns. Stjórn Persónuverndar komst að þeirri niðurstöðu í gær að upptakan hafi verið ólögmæt. Sérfræðingur í persónurétti segir að Miðflokksmenn geti höfðað skaðabótamál á grundvelli upptökunnar.

Hér verður malbikað í höfuðborginni í dag

Malbikun á höfuðborgarsvæðinu er farin á fullt í góða veðrinu og verður áfram unnið við að fræsa og malbika í dag. Viðbúið er að því fylgi einhver óþægindi fyrir vegfarendur, sem eru beðnir um að sýna þolinmæði og tillitsemi.

Stóðu orkupakkavaktina til sex

Miðflokksmenn á Alþingi héldu málþófi sínu áfram í nótt í umræðum um þriðja orkupakkann en umræður um hann hófust um klukkan fjögur síðdegis og stóðu til klukkan sex í morgun.

Ríkið greiði 1,2 milljarða fyrir Geysi

Verðið sem íslenska ríkið þarf að greiða fyrir tvo þriðju hluta hverasvæðisins við Geysi í Haukadal hefur verið ákveðið, ef marka má Morgunblaðið í dag

Kvenprestar neita að sitja fundi með Ólafi

Stjórn félags kvenpresta skoraði á fulltrúa á héraðsfundi að standa upp og ganga út ef fyrrverandi sóknarprestur í Grensáskirkju myndi mæta. Hann hefur verið sakaður um áreitni í garð kvenna. Sr. Ólafur mætti ekki á fundinn.

Þjóðarsjóður leggst misvel í þingmenn

Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingar, telur frumvarp um Þjóðarsjóð illa ígrundað. Óvarlegt sé að láta einkaaðila sýsla með sjóðinn. Formaður efnahags- og viðskiptanefndar segir mikilvægt að lágmarka kostnað ríkisins.

Sjá næstu 25 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.