Fleiri fréttir

Telur að öryrkjum fjölgi vegna galla á kerfinu

Fyrrverandi félagsmálaráðherra segir að öryrkjum hafi fjölgað óeðlilega mikið á undanförnum árum vegna meinlegra galla í núverandi kerfi sem mikilvægt sé að ráða bót á. Þær breytingar eru á döfinni en skýrsla starfshóps um nýtt greiðslukerfi vegna skertrar starfsgetu var kynnt í ríkisstjórn á föstudag.

Þungunarrofsfrumvarpið samþykkt

Þungunarrofsfrumvarp heilbrigðisráðherra hefur verið samþykkt með 40 atkvæðum gegn 18. Þrír greiddu ekki atkvæði.

Nýmæli að Ísland fái áheyrn hjá stofnunum Evrópusambandsins

Áheyrn Íslands hjá miðlægri stofnun Evrópusambandsins á sviði orkumála, sem getur tekið bindandi ákvarðanir fyrir aðildarríki sambandsins, er til að tryggja að ekki verði röskun á tveggja stoða kerfi EES-samningsins, að sögn Birgis Tjörva Péturssonar sem vann álitsgerð um þriðja orkupakkann.

Gunnar Bragi hafði alla helgina til að skrifa minnihlutaálit

Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir ekkert hæft í þeirri staðhæfingu Miðflokksmanna að málsmeðferð utanríkismálanefndar vegna þriðja orkupakkans hafi verið óboðleg. Logi hrósar formanni nefndarinnar fyrir fagleg vinnubrögð.

Sjö mánuðir fyrir brot gegn barni

Karlmaður hefur verið dæmdur í sjö mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn barni. Maðurinn var dæmdur fyrir að hafa látið stúlku, sem þá var 14 ára gömul, snerta getnaðarlim hans og fróa sér.

Blekktu fólk til að gefa upp lykilorð

Í síðustu viku tókst tölvuþrjóti að komast yfir notendanafn og lykilorð á heimabanka einstaklings með blekkingartali sínu en hann millifærði umtalsverða upphæð.

Elti fyrrverandi sambýliskonu uppi og hótaði henni lífláti er þau óku samsíða

Karlmaður hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir brot í nánu sambandi og hættubrot gegn fyrrverandi sambýliskonu hans og barnsmóður. Hótaði hann meðal annars konunni lífláti með því að draga fingur yfir háls sér á meðan hann horfði á hana, er þau óku samsíða á Langholtsvegi eftir að hann hafði ekið hana uppi.

Fordæmir skipun formanns nefndar um lögreglueftirlit

Umdeildur ráðuneytisstarfsmaður gerður að formanni nefndar um eftirlit með lögreglu. Viðhafði niðrandi orð um borgara, félagasamtök og starfsmenn umboðsmanns Alþingis. Maðurinn var færður til í starfi vegna klögumála árið 2016.

Með haglabyssuna og skotfæri í ólæstum bíl

Meindýraeyðir í Norðurþingi hefur verið dæmdur til greiðslu sektar fyrir að hafa farið inn í Nettó á Húsavík og skilið bílinn eftir ólæstan en í framsætinu lá haglabyssa auk skotfæra. Maðurinn hefur áður komist í kast við lögin.

Sjá næstu 25 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.