Fleiri fréttir

Telur að öryrkjum fjölgi vegna galla á kerfinu

Fyrrverandi félagsmálaráðherra segir að öryrkjum hafi fjölgað óeðlilega mikið á undanförnum árum vegna meinlegra galla í núverandi kerfi sem mikilvægt sé að ráða bót á. Þær breytingar eru á döfinni en skýrsla starfshóps um nýtt greiðslukerfi vegna skertrar starfsgetu var kynnt í ríkisstjórn á föstudag.

Þungunarrofsfrumvarpið samþykkt

Þungunarrofsfrumvarp heilbrigðisráðherra hefur verið samþykkt með 40 atkvæðum gegn 18. Þrír greiddu ekki atkvæði.

Nýmæli að Ísland fái áheyrn hjá stofnunum Evrópusambandsins

Áheyrn Íslands hjá miðlægri stofnun Evrópusambandsins á sviði orkumála, sem getur tekið bindandi ákvarðanir fyrir aðildarríki sambandsins, er til að tryggja að ekki verði röskun á tveggja stoða kerfi EES-samningsins, að sögn Birgis Tjörva Péturssonar sem vann álitsgerð um þriðja orkupakkann.

Gunnar Bragi hafði alla helgina til að skrifa minnihlutaálit

Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir ekkert hæft í þeirri staðhæfingu Miðflokksmanna að málsmeðferð utanríkismálanefndar vegna þriðja orkupakkans hafi verið óboðleg. Logi hrósar formanni nefndarinnar fyrir fagleg vinnubrögð.

Sjö mánuðir fyrir brot gegn barni

Karlmaður hefur verið dæmdur í sjö mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn barni. Maðurinn var dæmdur fyrir að hafa látið stúlku, sem þá var 14 ára gömul, snerta getnaðarlim hans og fróa sér.

Blekktu fólk til að gefa upp lykilorð

Í síðustu viku tókst tölvuþrjóti að komast yfir notendanafn og lykilorð á heimabanka einstaklings með blekkingartali sínu en hann millifærði umtalsverða upphæð.

Elti fyrrverandi sambýliskonu uppi og hótaði henni lífláti er þau óku samsíða

Karlmaður hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir brot í nánu sambandi og hættubrot gegn fyrrverandi sambýliskonu hans og barnsmóður. Hótaði hann meðal annars konunni lífláti með því að draga fingur yfir háls sér á meðan hann horfði á hana, er þau óku samsíða á Langholtsvegi eftir að hann hafði ekið hana uppi.

Fordæmir skipun formanns nefndar um lögreglueftirlit

Umdeildur ráðuneytisstarfsmaður gerður að formanni nefndar um eftirlit með lögreglu. Viðhafði niðrandi orð um borgara, félagasamtök og starfsmenn umboðsmanns Alþingis. Maðurinn var færður til í starfi vegna klögumála árið 2016.

Með haglabyssuna og skotfæri í ólæstum bíl

Meindýraeyðir í Norðurþingi hefur verið dæmdur til greiðslu sektar fyrir að hafa farið inn í Nettó á Húsavík og skilið bílinn eftir ólæstan en í framsætinu lá haglabyssa auk skotfæra. Maðurinn hefur áður komist í kast við lögin.

Allt að 18 stiga hiti í kortunum

Í dag má búast við austlægri átt með vætu sunnan- og vestantil á landinu framan af degi en síðdegis lægir. Í kvöld snýst í suðlægari átt og styttir alveg upp.

Flott maíveður verður í vikunni

Að sögn Óla Þórs Árnasonar, veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands, munu skilin sem eru nú á leið yfir landið reka kalda loftið endanlega á brott.

Áreitti ítrekað gesti staðarins

Starfsfólk veitingastaðar í miðborginni óskaði í gærkvöldi eftir aðstoð lögreglu vegna ölvaðs manns á staðnum.

Tugir mála ratað á borð lögreglunnar

Yfir 3.000 ábendingar um óleyfilega skammtímaleigu hafa borist heimagistingarvakt ráðherra ferðamála. Tugir mála hafa endað með stjórnvaldssektum og tæp 60 mál hafa ratað á borð lögreglu.

Krummalaupur á Selfossi með sex ungum í beinni útsendingu

Þetta er fimmta vorið í röð sem krummapar kemur uppi laupi ofan við skilti Byko á Selfossi. Misjafn hefur verið eftir árum hvað ungarnir eru margir en nú hafa öll met verið slegið því þeir eru sex talsins. Vefmyndavél er við laupinn þannig að það er hægt að fylgjast með foreldrunum fóðra ungana sína og sjá hvernig þeir braggast allan sólarhringinn.

Foreldrar óttast um öryggi barna vegna tveggja bruna á skömmum tíma: „Við ætlum ekki að búa við þetta“

Foreldrar barna í Seljaskóla í Breiðholti eru áhyggjufullir yfir því að kviknað hafi í skólanum í nótt, í annað sinn á mjög skömmum tíma. Skólastjórinn deilir áhyggjum foreldra og segir brýnt að komast til botns í málinu. Tíu kennslustofur skemmdust í brunanum í nótt og þurfa um 250 nemendur að mæta annað en í sínar bekkjarstofur það sem eftir er skólaársins.

Fólk í hverfinu kom líka að innbrotsþjófi fyrir nokkrum dögum

Íbúi í Grafarholti kom að innbrotsþjófi í íbúð sinni aðfaranótt laugardags og rak hann á brott. Íbúinn segist hafa lært það að læsa alltaf íbúðinni en þjófurinn braust inn aðeins nokkrum mínútum eftir að húsráðandi fór að heiman.

Viðamikil æfing í hættulegasta fjalli landsins

Um 60 björgunarsveitarmenn komu að viðamikilli æfingu í Kirkjufelli við Grundarfjörð þar sem nokkur banaslys hafa orðið undanfarin ár. Varaformaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar segir fjallið hafa verið valið sem vettvang æfingarinnar það sem það sé hættulegasta fjall landsins.

Rósa Björk: Loftslagsvandinn kallar á róttækar samfélagsbreytingar

„Við á Íslandi höfum alltaf talið okkur hafa náttúrulegt forskot þegar kemur að loftslagsmálunum og umhverfismálunum, við séum hérna með hreina orku og hreint vatn, hreint loft og svo framvegis og þurfum þar af leiðandi ekki að gera eins mikið og aðrir og þetta er kannski svolítið að koma í bakið á okkur og hefur verið að gera síðustu árin.“

Sjá næstu 50 fréttir