Fleiri fréttir

Dómsmálaráðuneyti með mál Erlu Bolladóttur til skoðunar

Forsætisráðherra hefur óskað eftir því við dómsmálaráðuneytið að mál Erlu Bolladóttur verði tekið til sérstakrar skoðunar. Erla var sú eina af dómfelldum í Guðmundar- og Geirfinnsmálum sem fékk mál sitt ekki endurupptekið.

Tugir milljóna úr skúffum ráðherra

Ráðherrar ríkisstjórnar­innar veittu alls 35,6 milljónir króna af skúffu­fé sínu í fyrra. Enginn útdeildi meira fé en ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar.

Unga fólkið vill banna hvalveiðar

Íslendingar eru klofnir í afstöðu sinni til þess hvort banna eigi hvalveiðar. Yfirgnæfandi meirihluti ungs fólks er hlynntur banni. Formaður Viðreisnar vonar að veiðarnar skaði ekki orðspor Íslands.

Lilja gefur ekki upp afstöðu til þungunarrofs

Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra vill ekki gefa upp afstöðu sína til þungunarrofsfrumvarpsins sem samþykkt var í fyrradag þar sem konum er gert kleift að rjúfa þungun á 22. viku meðgöngu.

Rær á móti straumnum til styrktar Pieta

Fyrsta íslenska konan til að freista þess að róa á kajak hringinn í kringum landið hóf ferð sína í dag sem mun taka tvo til fjóra mánuði. Hún er líklega fyrsta transkonan í heiminum til að reyna slíkt afrek og mun þar að auki róa á móti straumnum sem hún segir táknrænt fyrir líf sitt.

Bjuggu til dómsal í sýndarveruleika fyrir þolendur kynferðisofbeldis

Nemar í tölvunarfræði hafa skapað dómsal í sýndarveruleika til þess að undirbúa þolendur kynferðisofbeldis fyrir réttarhöldin. Þeir segja að sérfræðingar hafi sýnt verkefninu mikinn áhuga. Það að komast í réttarsalinn í huganum geti dregið úr streitu og kvíða fyrir svo yfirþyrmandi aðstæðum.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Mannsdrápið í Noregi, atkvæði formanns Sjálfstæðisflokksins í þungunarrofsmálinu og sýrlenskir flóttamenn sem komu til landsins í dag er á meðal efnis kvöldfrétta Stöðvar 2 sem hefjast klukkan 18:30.

Séra Ólafur hunsar óskir biskups og snýr aftur til starfa

Séra Ólafur Jóhannsson sóknarprestur í Grensáskirkju hyggst ekki verða við ósk biskups Íslands um að snúa ekki til starfa út mánuðinn, eða þangað til embætti hans verður lagt niður með sameiningu prestakalla í Fossvogi.

Biskupi var ekki heimilt að víkja séra Ólafi úr embætti

Ákvörðun biskups Íslands um að veita séra Ólafi Jóhannssyni, sóknarpresti í Grensáskirkju, lausn frá embætti um stundarsakir var ekki réttmæt. Þetta kemur fram í áliti nefndar um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins sem skipuð var vegna málsins.

Frjálslyndasta löggjöf um þungunarrof á Norðurlöndum

Ný lög um þungunarrof á Íslandi eru þau frjálslyndustu sem nú gilda á Norðurlöndum. Dósent í stjórnmálafræði sem stutt hefur frumvarpið segir athyglisvert hve skýr munur var á afstöðu andstæðinga frumvarpsins eftir kyni.

Sjúkraflutningamenn á Íslandi eiga ekki að fara inn á ótryggan vettvang

Sjúkraflutningamenn á Íslandi eiga ekki að fara inn á ótryggan vettvang og geta þurft að bíða eftir lögreglu áður en þeir hlúa að slösuðum. Starfsfélagar þeirra í Noregi þurftu að bíða í meira en 40 mínútur fyrir utan heimili Gísla Þórs Þórarinssonar á meðan honum blæddi út.

Stóðu skutlara að verki

Maðurinn reyndi í fyrstu að bera af sér sakir en viðurkenndi svo að hafa ekið farþega gegn gjaldi.

Sjá næstu 25 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.