Fleiri fréttir

Hlutur ferðamanna í áfengissölu óviss

Óvíst er hve ferðamenn neyta mikils af áfengi á Íslandi. Vínkaupmaður segir tölur Landlæknisembættisins ekki standast skoðun og dregur í efa fullyrðingar um áhrif aukins aðgengis. Verkefnastjóri hjá Landlækni segir duga að bera saman Danmörku og Ísland.

Allt að 18 stiga hiti í dag

Hiti gæti náð upp í 18 stig á norðaustanverðu landinu í dag en svalara verður sunnan- og vestanlands, þar sem búast má við 8-13 gráðum og rigningu.

Tveir skipverjar hífðir upp í þyrluna

Tveir skipverjar á rækjutogaranum Sóleyju Sigurjóns GK200, þar sem eldur kom upp á tíunda tímanum í gærkvöldi, voru hífðir upp í þyrlu Landhelgisgæslunnar eftir miðnætti í gær.

Ólöglegur halli á Hjartagarðinum

Halli frá Lauga­veginum inn í Hjarta­garðinn er langt yfir leyfi­legum mörkum og brýtur gegn á­kvæðum byggingar­reglu­gerðar.

Hífa líklega hluta áhafnarinnar upp í þyrlu Gæslunnar

Þyrla Landhelgisgæslunnar, varðskip og björgunarsveitir voru kölluð út eftir að neyðarkall barst frá rækjutogaranum Sóleyju Sigurjóns GK200 á tíunda tímanum í kvöld. Eldur var laus í vélarúmi skipsins sem er statt um níutíu sjómílur norður af landinu en átta manns eru um borð.

Borgin geti ekki borið ábyrgð á viðskiptasögu samningsaðila

Nýtt félag sem heldur utan um tónlistarhátíðina Secret Solstice fær 8 milljóna króna styrk frá Reykjavíkurborg sem fer upp í nítján milljóna króna skuld fyrri aðstandenda hátíðarinnar. Forsvarsmenn beggja félaganna tengjast fjölskylduböndum.

Formaður Samfylkingarinnar telur fyrirkomulag Alþingis um siðamál ótækt

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, telur fyrirkomulag Alþingis um siðamál vera ótækt. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata segir álit siðanefndar þingsins, um að hún hafi brotið siðareglur með ummælum sínum um akstursgreiðslur Ásmundar Friðrikssonar, vera súrrealískt og kaldhæðnislegt.

Landspítalinn greiddi 16% meira í yfirvinnu vegna manneklu

Mannekla í hópi hjúkrunarfræðinga á Landspítalanum á síðasta ári olli því að laun og launatengd gjöld á spítalanum hækkuðu meira en launavísitala að sögn forstjóra spítalans. Þá réð hækkun á gengi því að lyfseðilsskyld lyf hækkuðu um tæpan fjórðung milli ára. Ársvelta spítalans hækkaði um ríflega sex milljarða króna milli 2017 og 2018.

Borgin og fyrirtæki hennar fjárfesta fyrir tvö hundruð milljarða næstu ár

Reykjavíkurborg og fyrirtæki í hennar eigu hyggjast fjárfesta í innviðum fyrir tæpa tvö hundruð milljarða næstu fimm ár. Meðal verkefna er nýr hafnarbakki við Klepp, íþróttauppbygging ÍR og nýjar höfuðstöðvar Strætó. Borgarstjóri segir meiri slaka í efnahagslífinu auka þrýsting á fjárfestingar hjá hinu opinbera.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Styrkur borgarinnar til Secret Solstice, björgunaraðgerðir eftir rútuslysið í Öræfum í gær og brot þingmanns Pírata á siðareglum Alþingis er á meðal efni kvöldfrétta Stöðvar 2 í kvöld.

Gæðunum mis­skipt í veðrinu

Íbúar á Norðausturlandi eiga von á góðu í dag þar sem spáð er þurru og björtu veðri með hita upp í átján til tuttugu gráður þar sem verður hlýjast.

Óheppilegt að álitið hafi ekki legið fyrir

Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins telur afar óheppilegt að álitsgerð Trausta Fannars Valssonar, sérfræðings í sveitarstjórnarlögum, hafi ekki verið birt fyrir undirritun ársreiknings borgarinnar á þriðjudaginn.

Hulda nýr formaður FKA

Hulda Ragnheiður Árnadóttir, framkvæmdastjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands, hefur verið kjörin nýr formaður Félags kvenna í atvinnurekstri (FKA).

Fermingarpeningunum stolið

Langþráð þriggja vikna frí Sigurðar Geirs Geirssonar og fjölskyldu til Torrevieja á Spáni fór heldur betur illa af stað. Strax á flugvellinum var tösku sem í voru meðal annars fermingarpeningar sonar hans stolið.

Bæjarstarfsmenn fá gjafabréf fyrir aðhald

Um 240 starfsmenn Grindavíkurbæjar fá 10 þúsund króna gjafabréf frá bænum. Verðlaun fyrir góða afkomu bæjarins og að sviðsstjórum tókst almennt vel að halda fjárhagsáætlun. Hógvær þakklætisvottur, segir bæjarstjóri.

Iðgjald vátrygginga gæti hækkað vegna tíðari og verri flóða

Fjórðungur af kostnaði tjóna hjá Náttúruhamfaratryggingum Íslands undanfarin þrjátíu ár er vegna atburða sem tengjast loftslagi. Byggingarverkfræðingur hjá stofnunni segir að ef flóð verða tíðari og alvarlegri gæti þurft að hækka iðgjald vátrygginga.

Heimamenn á dráttarvél komu til bjargar

Tveir þeirra sem voru um borð í rútunni sem valt á Suðurlandsvegi lentu undir henni. Dráttarvél af nærliggjandi bæ var notuð til að losa þá.

Sjá næstu 50 fréttir