Fleiri fréttir

Skammarstrik Katrínar Jakobsdóttur

"Ég er bara mjög fegin að mín skammarstrik eða mín hegðun á þessum tíma er ekki geymd að eilífu á Internetinu, ég er bara stórkostlega fegin, þið megið bara vera fegin líka,“ sagði forsætisráðherra og skellti upp úr á opnum stjórnmálafundi á Hótel Selfossi.

Jóhann Friðrik nýr framkvæmdastjóri Keilis

Jóhann Friðrik Friðriksson hefur verið ráðinn nýr framkvæmdastjóri Keilis – miðstöðvar vísinda, fræða og atvinnulífs, í stað Hjálmars Árnasonar sem lætur af störfum í sumar eftir 12 ára starf.

Segir forsætisráðherra vera leiddan í gildru

Sendiherra Marokkó segir að forseti Vestur-Sahara hljóti að hafa leitt forsætisráðherra Íslands í gildru þegar hún fundaði með honum fyrr í mánuðinum. Sendiherrann bendir á alvarleika stríðsglæpaásakana á hendur forsetanum.

Þúsundir hlaða enn niður sjónvarpsefni

Atvinnumönnunum okkar og Game of Thrones hlaðið niður þúsundum skipta á deildu.net. Stjórnarformaður FRÍSK segir þetta óþolandi. Hann segir niðurhalið bitna á íslenskri framleiðslu en vera því miður ekki nýtt af nálinni.

Saumuðu hundrað sinnum út: „Ég er að deyja“

Hópur kvenna sameinaðist um það í dag að sauma endurtekið setninguna "Ég er að deyja“ sem er hluti af listaverki sem vísar í harmleik frá nítjándu öld en um leið í grábroslega tilveru manneskjunnar.

Um þrjátíu manns nota vímuefni í æð á Suðurnesjum

Talið er að rúmlega þrjátíu manns á Suðurnesjum noti vímuefni í æð og er hópurinn að yngjast samkvæmt þarfagreiningu Rauða krossins á svæðinu. Í haust mun mun skaðaminnkunarverkefni, Fröken Ragnheiður, fara af stað á Suðurnesjum þar sem notendur geta sótt sér hreinar nálar.

Stemningin á suðupunkti á Aldrei fór ég suður

Páskahelgin er yfirleitt mikil ferðahelgi og er sú í ár engin undantekning. Mikill fjöldi fólks hefur ferðast til annarra landshluta til að sækja heim ættingja, tónlistarhátíðir eða til að skella sér á skíði.

Mikið rennsli í ám landsins

Vegna mikils vatnselgs og leysingar varð að loka við Dettifoss í morgun um óákveðinn tíma og er því Dettifossvegur lokaður þar til talið verður óhætt að hleypa fólki inn á svæðið. Þá er mjög mikið rennsli í flestum ám á landinu vegna hlýinda og leysinga. Náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands segir mikilvægt að ferðamenn sýni aðgát í nágrenni við þær.

Þögul mótmæli á Austurvelli

Þögul mótmæli íslenskra námsmanna hófust nú í hádeginu og er þetta í níunda sinn sem námsmenn hér á landi mótmæla aðgerðarleysi stjórnvalda í loftslagsmálum.Fleiri krefjast aðgerða en grasrótarsamtök í London, sem valdið hafa miklum truflunum með mótmælum sínum síðustu daga, mótmæla nú við Heathrow flugvöll. Íslenskir námsmenn af öllum skólastigum hafa síðustu níu föstudaga tekið þátt í Loftslagsverkfalli og mótmælt aðgerðarleysi stjórnvalda í loftlagsmálum.

Ástandið grafalvarlegt á Akranesi

Fimm manns eru fastir á Heilbrigðisstofnun Vesturlands því ekki er hægt að útskrifa þá þar sem ekki er pláss á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Höfða á Akranesi. Þar eru hátt í fjörutíu manns á biðlista og segir stjórnarformaður Höfða ástandið vera grafalvarlegt.

Forseti Íslands fer Píslargöngu umhverfis Mývatn

Tæplega hundrað manns, þar á meðal Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson, lögðu af stað í hina árlegu Píslargöngu umhverfis Mývatn. Þátttakendur eru ýmist gangandi, á hjólum eða á hjólaskíðum.

Lögregla í eftirlitsferð slökkti eld í heimahúsi

Eldur kom upp í húsi á Ísafirði í nótt. Lögreglumenn í eftirlitsferð urðu varir við mikinn reyk sem lagði frá húsinu og ræstu út slökkvilið. Í ljós kom að eldur logaði í sólpalli og í timburklæðningu hússins.

Borgin kannar hvort innviðir þoli nýja byggð í Háteigshverfi

Reykjavíkurborg kannar hvort innviðir í Háteigshverfi geti tekið á móti fyrirhugaðri uppbyggingu í hverfinu. Þá er ekki búið að ákveða neina útfærslu á uppbyggingu á Sjómannaskólareitnum að sögn skrifstofustjóra eigna- og atvinnuþróunar hjá borginni.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 segjum við frá því að gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut hefur þurft að fresta sjö af hverjum tíu hjartaaðgerðum vegna undirmönnunnar.

Bilun í vél Icelandair í Stokkhólmi

Bilun kom upp í flugvél Icelandair sem fara átti frá Arlanda flugvelli í Stokkhólmi til Reykjavíkur. Áætlað er nú að vélin, sem lenda átti í Keflavík klukkan 15:05, lendi á Íslandi 19:05.

Hvar er opið um páskana?

Opnunartímar verslana og þjónustu breytast yfir páskahátíðina en þó er hægt að verða sér út um helstu nauðsynjar á frídögum þessa helgina. Sundlaugar og skíðasvæði eru opin víða í dag.

Engin klisja að vinna í sjálfum sér

Kolbrún Pálína Helgadóttir og Kristborg Bóel ákváðu að leiða saman hesta sína og gera þætti um skilnaði. Hugmynd þeirra á rætur sínar að rekja í persónulega reynslu þeirra beggja en Kristborg skrifaði bókina 261 dagur sem byggð er á dagbók hennar eftir skilnað.

Afskiptur hópur í kerfinu sem býr við mjög skert lífsgæði

Löng bið er eftir sérhæfðri þjónustu við vefjagigt sem talið er að um tólf þúsund Íslendingar þjáist af. Framkvæmdastjóri Þrautar, miðstöðvar vefjagigtar og tengdra sjúkdóma, segir þennan hóp afskiptan í heilbrigðiskerfinu.

Reykjaneshöfn stendur ekki undir sér óbreytt

Þrátt fyrir að Reykjanesbær hafi sett tæplega tvö hundruð milljónir króna inn í rekstur Reykjaneshafnar í fyrra var reksturinn neikvæður um 44 milljónir króna. Hafnarstjóri segir höfnina ekki rekstrarhæfa í óbreyttri mynd.

Íslenska ríkið skipar nefnd vegna dóma MDE

Dómsmálaráherra og fjármálaráðherra hafa sett saman nefnd sem greina á þau álitaefni sem leiða af dómum Mannréttindadómstóls Evrópu í tengslum við rannsókn og saksókn skattalagabrota.

Gjörgæslan gæti tekið mun fleiri

Skortur á starfsfólki er ástæða fyrir plássleysi gjörgæsludeildar Landspítalans, segir deildarstjóri gjörgæslu við Hringbraut. Fresta þurfti tíu aðgerðum á spítalanum fyrstu þrjá mánuði ársins vegna plássleysisins.

Sjá næstu 50 fréttir