Fleiri fréttir

Alltaf fullt út úr dyrum hjá kaþólska prestinum á Ásbrú

Fjöldi barna sem ganga í fyrsta sinn til altaris í sóknarkirkju heilags Jóhannesar Páls II í Reykjanesbæ hefur tvöfaldast á fjórum árum. Sóknarpresturinn segir pólskum kaþólikkum á svæðinu alltaf verið að fjölga en hverja helgi er fullt út úr dyrum í messum hjá honum.

Öll brotin framin inni á salernunum

Verkefnastjóri hjá Neyðarmóttökunni, sem hefur frætt starfsmenn skemmtistaða um kynferðisofbeldi undanfarna mánuði, segir nauðsynlegt að öryggisráðstafanir séu í lagi á stöðunum, til dæmis myndavélar.

Loftslagsmál í brennipunkti í predikun biskups

Í páskapredikun sr. Agnesar Sigurðardóttur, biskups, sem flutt var í Dómkirkjunni í morgun talar hún um hve loftslagsbreytingar séu aðkallandi vandamál sem takast þurfi á við.

Segir fyrirtæki almennt ekki vera að hækka verð

Framkvæmdastjóri Eflingar segir hótanir um verðhækkanir kaldar kveðjur í miðri atkvæðagreiðslu um kjarsamninga. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir þetta fá fyrirtæki. Almennt standi fyrirtækin með nýundirrituðum kjarasamningum.

Erlendir starfsmenn Flúðasveppa skyldaðir á íslenskunámskeið

Íslenskunámskeiðið fer fram í húsnæði Flúðasveppa þar sem erlendir starfsmenn fyrirtækisins koma saman og læra íslensku. Sumir hafa unnið í nokkur ár hjá fyrirtækinu á meðan aðrir eru ný byrjaðir. Kennari á námskeiðinu eru Anna Ásmundsdóttir.

Aldrei fleiri á Aldrei fór ég suður

Veðrið leikur við tónleikagesti á Aldrei fór ég suður og segir Rokkstjóri hátíðarinnar að annar eins fjöldi gesta hafi aldrei sést á svæðinu. Hátt í fjögur þúsunda manns lögðu leið sína vestur samkvæmt Vegagerðinni.

Segir tölvupósta um verðhækkanir sýna fram á klofning innan SA

Tölvupóstur hefur verið sendur á viðskiptavini ÍSAM sem er heildsölu- og framleiðslufyrirtæki um að verði kjarasamningar samþykkir hækki þeir verð á vörum sínum. Formaður Starfsgreinasambands Íslands segir þetta til skammar og lítur á þetta sem klofning innan Samtaka atvinnulífsins.

Sjá næstu 25 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.