Fleiri fréttir

VÍS hættir útleigu á barnabílstólum

Tryggingafélagið VÍS ætlar að hætta útleigu á barnabílstólum en félagið hefur boðið viðskiptavinum sínum bílastóla til útleigu fyrir börnin sín undanfarin 25 ár.

Segir langvarandi lokun Landeyjahafnar vera fíaskó

Bæjarráð Vestmannaeyja hefur haft samband við tvö erlend fyrirtæki vegna dýpkunar Landeyjahafnar. Ráðið krefst þess að Vegagerðin leiti út fyrir landsteinanna eftir hjálp til að opna höfnina. Formaður bæjarráðs segir langvarandi lokun Landeyjahafnar vera fíaskó af hálfu eiganda hennar.

Fjölgun listeríusýkinga

Listeríusýkingum hefur fjölgað undanfarna áratugi hér á landi en kona á fimmtugsaldri lést eftir að hafa borða sýktan lax um síðustu jól. Bakterían veldur nánast aldrei sjúkdómi hjá fullfrísku ungu fólki. Hár aldur, mikil áfengisneysla og skerðing á ónæmiskerfi auka mikið líkur á sýkingu.

Banaslys nærri Húnaveri

Karlmaður lést í umferðarslysi sem varð á þjóðveginum í botni Langadals, austan Blönduóss, skammt vestan við Húnaver. Bifreið mannsins, sem var á suðurleið, lenti utan vegar og olti margar veltur neðst í Bólstaðarhlíðarbrekku í gærkvöldi.

Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum

Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands, utanríkisráðuneytið og Norðurlönd í fókus í samstarfi við Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála og Félag stjórnmálafræðinga standa fyrir ráðstefnu í dag í Norræna húsinu.

Fylgjast með veikum hrossum

Matvælastofnun fylgist nú náið með veikindum í hrossum sem komið hafa upp á höfuðborgarsvæðinu, á Suðurlandi og á Vesturlandi.

Mikil leit eftir berklasmit

Sóttvarnalæknir hefur staðið fyrir umfangsmikilli leit að einstaklingum sem komust í tæri við einstakling sem greindist með lungnaberkla í febrúar á þessu ári.

Raforkutap á ári nemur afli Svartsengis

Flutningskerfið tapar árlega sem nemur afli Svartsengis. Framkvæmdastjóri þróunar og tæknisviðs Landsnets segir mikilvægt að hugsa um raforkutap eins og matarsóun.

Skilorð fyrir brot gegn stúlku

Karlmaður sem særði blygðunarsemi ungrar stúlku árið 2017 var dæmdur í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.

Einn alvarlega slasaður eftir umferðarslys nærri Húnaveri

Slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Austur-Húnavatnssýslu auk sjúkraflutningamanna á Blönduósi og lögreglu á Norðurlandi vestra fengu tilkynningu um klukkan hálf tíu í kvöld um alvarlegt umferðarslys á þjóðveginum í botni Langadals, austan Blönduós.

Telur hatursglæpum hafa fjölgað hér á landi

Lögreglan þarf að standa sig betur þegar kemur að hatursglæpum hér á landi að sögn aðjúnkts í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri. Þekkingu skorti innan lögreglunnar til að bera kennsl á hatursglæpi og skrá þá rétt og því lítil sem engin tölfræði til.

Heilbrigðisráðherra væntir lausna á mönnunarvanda í komandi kjarasamningum

Heilbrigðisráðherra segir mikilvægt að bæta starfsaðstæður hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða og finna lausnir í komandi kjarasamningum. Þá þurfi að leita leiða til að fá fólk aftur til starfa á spítalana. Fjórum legurýmum var lokað á krabbameinsdeild Landspítalans í dag vegna mönnunarvanda að sögn formanns Sjúkraliðafélags Íslands.

Eyjamenn vonsviknir og saka Björgun um svik

Bæjarráð Vestmannaeyja lýsir vonbrigðum með að sá tími sem gafst til dýpkunar um páskana hafi ekki verið nýttur sem skyldi. Telur bæjarráð það tvímælalaust vanefndir á samningi milli aðila um dýpkun hafnarinnar.

Sjá næstu 50 fréttir