Fleiri fréttir

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 varar verkalýðsforystan fyrirtæki við því að hækka verð vegna nýsamþykktra kjarasamninga og minnir á uppsagnarákvæði samninganna sem geti verið beitt á næsta ári.

VÍS hættir útleigu á barnabílstólum

Tryggingafélagið VÍS ætlar að hætta útleigu á barnabílstólum en félagið hefur boðið viðskiptavinum sínum bílastóla til útleigu fyrir börnin sín undanfarin 25 ár.

Segir langvarandi lokun Landeyjahafnar vera fíaskó

Bæjarráð Vestmannaeyja hefur haft samband við tvö erlend fyrirtæki vegna dýpkunar Landeyjahafnar. Ráðið krefst þess að Vegagerðin leiti út fyrir landsteinanna eftir hjálp til að opna höfnina. Formaður bæjarráðs segir langvarandi lokun Landeyjahafnar vera fíaskó af hálfu eiganda hennar.

Fjölgun listeríusýkinga

Listeríusýkingum hefur fjölgað undanfarna áratugi hér á landi en kona á fimmtugsaldri lést eftir að hafa borða sýktan lax um síðustu jól. Bakterían veldur nánast aldrei sjúkdómi hjá fullfrísku ungu fólki. Hár aldur, mikil áfengisneysla og skerðing á ónæmiskerfi auka mikið líkur á sýkingu.

Banaslys nærri Húnaveri

Karlmaður lést í umferðarslysi sem varð á þjóðveginum í botni Langadals, austan Blönduóss, skammt vestan við Húnaver. Bifreið mannsins, sem var á suðurleið, lenti utan vegar og olti margar veltur neðst í Bólstaðarhlíðarbrekku í gærkvöldi.

Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum

Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands, utanríkisráðuneytið og Norðurlönd í fókus í samstarfi við Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála og Félag stjórnmálafræðinga standa fyrir ráðstefnu í dag í Norræna húsinu.

Fylgjast með veikum hrossum

Matvælastofnun fylgist nú náið með veikindum í hrossum sem komið hafa upp á höfuðborgarsvæðinu, á Suðurlandi og á Vesturlandi.

Sjá næstu 25 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.