Fleiri fréttir

Niðursuðufita í skólpi veldur usla á Akranesi

Miklir rekstrarerfiðleikar hafa verið hjá nýlegri skólphreinsistöð Veitna á Akranesi. Fita frá niðursuðuverksmiðju, þar sem unnið er með feita þorsklifur, hefur ítrekað stíflað hreinsibúnað stöðvarinnar.

Fullt tilefni til að endurskoða reglur

"Það er alveg ljóst að niðurstaðan gerir það að verkum að það er fyllsta tilefni til að endurskoða reglurnar. Það virðast engin vísindaleg rök liggja að baki fjögurra vikna einangrun.“

Undirbúa Sóllilju fyrir aðgerð í þriðja skiptið

Sjö mánaða gömul stúlka þarf að bíða eftir aðgerð á Landspítalanum vegna plássleysis á gjörgæsludeild. Ásgeir Yngvi Ásgeirsson, faðir stúlkunnar, segir ömurlegt að þurfa að undirbúa dóttur sína undir aðgerð í þriðja skiptið.

Lögregla veitir svarta umsögn um neyslurými

Frumvarpið lýsir skilningsleysi á hlutverki lögreglu, segir í umsögn lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Réttur neytandans sagður ótryggur og refsileysi starfsmanna rýmisins sömuleiðis.

Sýslumaður heldur eftir sóknargjöldum Zuism

Eftirlitsaðili með starfsemi trúfélaga telur vafa leika því að Zuism uppfylli skilyrði laga. Félagið hefur stefnt íslenska ríkinu vegna vangoldinna sóknargjalda.

Barþjónar til í nýjan bjórsjálfsala

Bjórsjálfsali, lyfjaskammtari og trappa fyrir stóra bíla eru meðal uppfinninga sem háskólanemar kynntu í dag. Nemandi í vélaverkfræði segir að barþjónar séu spenntir fyrir að fá sjálfsala á veitingastaði svo þeir geti einbeitt sér að kokteilagerð í stað bjórafgreiðslu.

Íslendingar regluglaðastir OECD þjóða

Íslendingar búa við flóknasta eftirlitsregluverk allra OECD-þjóða. Verkefnastjóri hjá OECD segir íslensk stjórnvöld hafa tilhneigingu til þess að ofregluvæða og segir fyrirkomulagið íþyngjandi fyrir efnahagslífið

Helga Möller biðlar til ráðamanna að eyða biðlistum í liðskiptaaðgerðir

Helga Möller söngkona sem er óvinnufær vegna slitgigtar í mjöðm gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir að beina sjúklingum á biðlistum vegna liðskiptaaðgerða frekar til Svíþjóðar en til einkarekinna stofa hér á landi. Hún segir skorta heildarsýn í málaflokknum og biðlar til ráðamanna að leysa vandann.

WOW-skúlptúrinn fallinn

Listaverkið Obtusa sem stóð við Höfðatorg fauk í rokinu í dag. Verkið er eftir bandaríska listamanninn Rafael Barrios og er í eigu Skúla Mogensen, stofnanda flugfélagsins Wow air.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Langur biðlisti eftir liðskiptiaðgerð, bruninn í Notre Dame og uppfinningar háskólanema eru á meðal efnis kvöldfrétta Stöðvar 2 sem hefjast klukkan 18:30.

Niðurstaðan í máli Bjarna sú sama og í máli Jóns Ásgeirs

"Refsivörslukerfið á ekki að virka þannig að það taki ein yfirvöld við af öðrum við að rannsaka og refsa mönnum fyrir sömu háttsemina,” segir Stefán Geir Þórisson lögmaður Bjarna Ármannssonar sem vann mál gegn íslenska ríkinu fyrir Mannréttindadómstól Evrópu með dómi sem kveðinn var upp í dag.

Viðhafnarsprenging í Dýrafirði á morgun

Boðað hefur verið til mannfagnaðar í Dýrafirði á morgun í tilefni þess að þá verður slegið í gegn í Dýrafjarðargöngum. Sjaldan eða aldrei hefur jarðgangagerð á Íslandi gengið jafn vel og þessi.

Hefja uppbyggingu við Reykjanesvita

Ekki liggur fyrir hver kostnaðurinn verður við uppbyggingu ferðamannaaðstöðu við Reykjanesvita sem til stendur að ráðast í. Engin aðstaða fyrir ferðamenn er við vitann nú en talið er að á bilinu tvö til þrjú hundruð þúsund gestir heimsæki hann árlega.

Icesave-lekinn í greinargerð FBI um Assange: „10 Reykjavik 13“

Í greinargerð bandarísku alríkislögreglunnar FBI um mál Julians Assange er sérstaklega fjallað um leyniskýrslur bandaríska sendiráðsins um samskipti íslenskra ráðamanna í tengslum við Icesave-málið. Trúnaðargögnunum var lekið til WikiLeaks árið 2010.

„Þetta er heiðarlegur stormur“

"Þetta er heiðarlegur stormur,“ segir vakthafandi veðurfræðingur um veðrið sem nú gengur yfir landið. Gul viðvörun er í gildi á Miðhálendinu og á Suðurlandi en viðvörunin færist yfir á Snæfellsnes og Breiðafjörð eftir því sem líður á daginn.

Ógnandi umræða um þriðja orkupakkann

Pistlahöfundur sem styður þriðja orkupakkann segir umræðuna ógnandi og ofstopafulla. Var kallaður landráðamaður á launum. Vill að forsvarsmenn Orkunnar okkar axli ábyrgð. Talsmaður segir miklar tilfinningar í málinu.

Losun jókst þrátt fyrir átak 

Þrátt fyrir að­gerðir til að stemma stigu við losun gróður­húsa­loft­tegunda hefur losun, á beina á­byrgð ís­lenska ríkisins, aukist á milli ára.

Sjá næstu 50 fréttir