Fleiri fréttir

Skipulag syðra deiluefni eystra

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs tekur undir þingsályktunartillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjarvíkurflugvallar.

Segir Laugaveg án bíla þýða galtóma götu

Rekstraraðilar í miðborg Reykjavíkur eru langflestir ósáttir við áformaða lokun verslunargatna fyrir bílaumferð. Meirihlutinn í borginni var harðlega gagnrýndur fyrir samráðsleysi á fundi á vegum Miðbæjarfélagsins í gær.

Heilbrigðiseftirlitið gaf Fossvogsskóla næst hæstu einkunn

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur gaf Fossvogsskóla næst hæstu einkunn í reglubundnu eftirliti í nóvember. Fossvogsskóla var lokað vegna raka-og loftgæðamála rúmum fjórum mánuðum síðar. Deildarstjóri Umhverfiseftirlits borgarinnar segir farið að verklagsreglum við eftirlit sem fer fram einu sinni á ári í grunnskólum borgarinnar.

Breytingar á geðsviði í kjölfar sjálfsvíga

Breytingar hafa verið gerðar á geðsviði Landspítala í kjölfar tveggja sjálfsvíga. Verkefnastjóri sjúkrahússins segir að nýtt verklag tryggi frekar öryggi sjúklinga sem glíma við sjálfsvígshugsanir. Gamla verklagið hafi ekki verið eins öruggt og það nýja.

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Krafa verður gerð um aðhald og sparnað hjá ráðuneytum og stofnunum upp á fimm milljarða króna í fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár. Fjármálaráðherra undrast viðbrögð sveitarfélaga við hugmyndum um frystingu framlaga í jöfnunarsjóð sveitarfélaga sem þurfi að ræða í samhengi við fjölmörg verkefni sveitarfélaganna.

Frítt í strætó á næsta „gráa degi“

Búið er að forrita frímiða í Strætó-smáforritinu þannig að á næsta "gráa degi“ eða þegar svifryksmengun mælist yfir heilsuverndarmörkum geta handhafar smáforritsins sótt sér dagspassa til að geta ferðast um borgina í strætó án endurgjalds.

Enn óvissa með fiskútflutning vegna Brexit

Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir nokkurri óvissu eytt með bráðabirgðasamkomulagi íslenskra stjórnvalda við Breta um tollfrjálsan innflutning á sjávarafurðum eftir Brexit.

„Þær geta einfaldlega ekki báðar sagt satt“

Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins, segir Landsréttarmálið reynast ríkisstjórninni erfitt. Upp sé komin óþægileg staða því ekki sé samræmi í máli ráðherra ríkisstjórnarinnar um það hvers vegna Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, sagði af sér.

Hestur á flakki í Árbænum

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var tilkynnt um hest í íbúðahverfi í Árbænum um klukkan níu í morgun.

Vinnudeilurnar hangi eins og sverð Damóklesar yfir hagkerfinu

Næsta föstudag hefjast sólarhringsverkföll hjá hótelstarfsmönnum og rútubílstjórum sem eru félagsmenn Eflingar og VR. Aðgerðahópur Starfsgreinasambands Íslands leggja í dag drög að verkfallsaðgerðum um 20.000 félagsmanna og laust fyrir hádegisbilið í dag sleit samninganefnd iðnaðarmanna viðræðum við SA eftir að hafa setið fund hjá ríkissáttasemjara.

Sjá næstu 50 fréttir