Fleiri fréttir

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Guðbrandur Einarsson sem sagði af sér formennsku í Landsambandi verslunarmanna í dag segir að hægt hafi verið að ná kjarasamningi við Samtök atvinnulífsins í síðustu viku.

SA segja verkfallsboðunina einungis eiga við um félagsmenn

Boðuð verkföll ná einungis til starfsmanna sem eiga aðild að þeim stéttarfélögum sem hafa boðað verkföll. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samtökum atvinnulífsins sem send var til fjölmiðla til að bregðast við orðum Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar.

Vantar fjármagn til að ljúka breytingum á fleiri deildum geðsviðs

Breytingar sem hafa verið gerðar á geðsviði Landspítala í kjölfar sjálfsvíga, ná til þriggja deilda af átta. Verkefnastjóri hjá sjúkrahúsinu segir óvíst hvenær hægt verður að halda áfram vinnu við nauðsynlegar breytingar vegna skorts á fjármagni.

Skipulag syðra deiluefni eystra

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs tekur undir þingsályktunartillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjarvíkurflugvallar.

Segir Laugaveg án bíla þýða galtóma götu

Rekstraraðilar í miðborg Reykjavíkur eru langflestir ósáttir við áformaða lokun verslunargatna fyrir bílaumferð. Meirihlutinn í borginni var harðlega gagnrýndur fyrir samráðsleysi á fundi á vegum Miðbæjarfélagsins í gær.

Heilbrigðiseftirlitið gaf Fossvogsskóla næst hæstu einkunn

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur gaf Fossvogsskóla næst hæstu einkunn í reglubundnu eftirliti í nóvember. Fossvogsskóla var lokað vegna raka-og loftgæðamála rúmum fjórum mánuðum síðar. Deildarstjóri Umhverfiseftirlits borgarinnar segir farið að verklagsreglum við eftirlit sem fer fram einu sinni á ári í grunnskólum borgarinnar.

Breytingar á geðsviði í kjölfar sjálfsvíga

Breytingar hafa verið gerðar á geðsviði Landspítala í kjölfar tveggja sjálfsvíga. Verkefnastjóri sjúkrahússins segir að nýtt verklag tryggi frekar öryggi sjúklinga sem glíma við sjálfsvígshugsanir. Gamla verklagið hafi ekki verið eins öruggt og það nýja.

Sjá næstu 50 fréttir