Fleiri fréttir

Hluta námslána breytt í styrk

Mennta- og menningarmálaráðherra boðar grundvallarbreytingar á námslánakerfinu. Þeir sem ljúka námi á tilsettum tíma fengju 30 prósent höfuðstóls lána felldan niður verði tillögurnar að veruleika.

Ein­stök staða á al­menna vinnu­markaðnum

Verkfallsaðgerðir Eflingar og VR marka ákveðin kaflaskipti í samskiptum deiluaðila á almenna vinnumarkaðnum þar sem friður hefur ríkt nánast allt frá gerð þjóðarsáttarsamninganna fyrir tæplega þrjátíu árum.

Hóteleigendur hóti starfsfólki og reyni á verkfallslöggjöf

Efling hefur fengið margar ábendingar frá félagsmönnum um verkfallsbrot vinnuveitenda. Félagsfulltrúi hjá Eflingu segir dæmi um að hótelstarfsfólki hafi verið hótað að vinnustaður þeirra verði gjaldþrota ef til verkfalls kemur.

Ekki rætt um frestun verkfalls

Ríkissáttasemjari segir ágætis samtal hafa átt sér stað á fundi í dag en afar ólíklegt sé að samningar náist í kvöld.

Bú­setu­úr­ræði Út­lendinga­stofnunar að fyllast

Búsetuúrræði á vegum Útlendingastofnunar eru af skornum skammti og hefur stofnunin kallað eftir samstarfi við öll sveitarfélög landsins um húsnæði. Meira en helmingi fleiri hafa sótt um alþjóðlega vernd hér á landi það sem af er ári miðað við árið í fyrra.

Getur ekki leyft sér að syrgja og heldur áfram að leita bróður síns

Ekkert hefur spurst til Jóns Þrastar síðan hann gekk út af hóteli og út á götur Dyflinnar að morgni laugardagsins 9. febrúar. Jón Þröstur verður 42 ára á þessu ári og er fjögurra barna faðir. Davíð segist ekkert hafa sofið fyrstu vikurnar eftir að Jón Þröstur hvarf.

Enn fundað hjá sáttasemjara

Enn er fundað í húsakynnum ríkissáttasemjara í kjaradeilu VR, Eflingar, LÍV, VLFG, VLFA og Framsýnar við Samtök atvinnulífsins.

Mögulegt að fresta verkföllum með skömmum fyrirvara

Lögfræðingur Alþýðusambands Íslands segir að fræðilega sé hægt að fresta verkföllum VR og Eflingar með skömmum fyrirvara. Samningafundur stendur enn yfir hjá ríkissáttasemjara milli Samtaka atvinnulífsins og viðsemjenda en fjölmiðlabann var sett skyndilega á eftir upphaf fundar í morgun.

Búast við verkfallsvörslu en ætla ekki í nein átök

Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða, segir að fyrirtækið muni fókusera á að halda flugrútunni á milli BSÍ og Keflavíkurflugvallar gangandi á morgun komi til verkfalla félagsmanna Eflingar og VR sem boðað hefur verið á miðnætti og áætlað er að standi í sólarhring.

Breyti titlum starfsfólks til að komast hjá verkfalli

Eflingu-stéttarfélagi hefur borist fjölmargar ábendingar frá starfsfólki einnar hótelkeðju á Íslandi um að hæstráðendur séu þessa dagana að uppfæra titla starfsfólks í því skyni að komast hjá verkföllum. Þannig sé verið að titla starfsfólk hinum ýmsu millistjórnendanöfnum þrátt fyrir að hvorki kjör né ábyrgð breytist.

Kröpp lægð á hraðri siglingu

Þessi slæma veðurspá fyrir austurhelming landsins ætti að hvetja ökumenn og ferðalanga þar til að grandskoða ferðaáætlanir sínar því vænta má samgöngutruflana á þeim slóðum.

Eyjamenn ræða skertar tekjur

Fjármálastjóri Vestmannaeyjabæjar áætlar að beint tekjutap sveitarsjóðs vegna loðnubrests verði 145 milljónir króna.

Gætu krafið ríkið um fleiri milljarða í bætur

Engin leið er að vita hvernig dæmt yrði um bætur í Guðmundar- og Geirfinnsmálum færu þau fyrir dóm. Málin eru fordæmalaus. Ef byggt yrði á bótum til Klúbbmanna gæti heildarfjárhæðin numið nokkrum milljörðum króna.

Misræmi í afgreiðslu kjararáðs

Kjararáð tók ekki til afgreiðslu erindi tuga embættismanna áður en það var lagt niður. Hluti síðustu ákvarðana ráðsins ekki birtur. Forstjóri Landspítalans sá eini sem hlaut hulduhækkun árið 2011.

Aðstoðarmenn inn í borgarráð

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og áheyrnarfulltrúar Miðflokksins og Flokks fólksins leggja til á fundi borgarráðs í dag að "stjórnarandstöðuflokkarnir“ fái seturétt fyrir aðstoðarmann sinn á fundum ráðsins.

Túlka verkfallsboðun ekki með sama hætti

Efling og SA túlka með mismunandi hætti til hvaða starfsmanna boðuð verkföll, sem hefjast eiga á miðnætti, nái til. Verkfallið myndi ná til um 2.600 félagsmanna Eflingar og VR á hótelum og hjá hópbifreiðafyrirtækjum.

Ætla ekki að skrifa undir

Hvorki Öryrkjabandalagið né Alþýðusambandið ætla að skrifa undir skýrslu samráðshóps um breytt framfærslukerfi almannatrygginga.

Fyrsti íslenski hamborgarinn gæti hafa verið seldur 1941

Leitin að fyrsta íslenska veitingastaðnum sem seldi Íslendingum hamborgara er að verða æsispennandi. Áhorfendur Stöðvar 2 og lesendur Vísis hafa sent fréttastofunni fjölda ábendinga síðastliðinn sólarhring.

Sjá næstu 50 fréttir