Fleiri fréttir

Dómsmálaráðherra segir frumvarp ekki auka rými fyrir hatursorðræðu

Frumvarp Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra, sem hún hefur lagt fram á Alþingi um gildissvið laga um hatursáróður, hefur sætt gagnrýni. Sigríður vísar gagnrýninni á bug og segir að með frumvarpinu sé áréttað að það er ekki nóg að ummæli séu vitleysisleg svo að lögin eigi við þau.

Kuldastillan staldrar stutt við

Víðast hvar er hæglætis veður en færð er enn mjög þung á Austurlandi samkvæmt upplýsingum á vef Vegagerðarinnar. Unnið er að snjómokstri um land allt. Útlit er fyrir breytilega átt þrjá til átta metra á sekúndu og víða þurrt og bjart veður að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings. Kuldastillan mun þó ekki að staldra lengi við.

Hætt kominn í sundlaug í Austurbænum

Það var nóg um að vera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt. Maður var hætt kominn í sundlaug í Austurbænum í gærkvöldi en hann var með meðvitund þegar lögreglu og sjúkralið bar að garði.

85 prósent ökumanna völdu að aka um göngin

Á þeim rétt rúma mánuði sem liðinn er frá því gjaldtaka hófst í Vaðlaheiðargöng hafa 85 prósent ökumanna valið að aka um göngin en 15 prósent ekið veginn yfir Víkurskarð.

Segir opinbert eftirlit afar takmarkað á íslenskum vinnumarkaði

Lögreglan vísaði frá kæru Vinnumálastofnunar á hendur starfsmannaleigunni Menn í vinnu í janúar, enda ekki talið að um hegningarlagabrot væri að ræða heldur almennt launamál. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra segir opinbert eftirlit afar takmarkað á vinnumarkaði á Íslandi.

Ed Miliband: Horfum til Íslands vegna kynjajafnréttis og loftslagasmála

"Horft er til Íslands vegna kynjajafnréttis og loftslagasmála,“ segir Ed Miliband, þingmaður breska verkamannaflokksins. Miliband hrósar Jeremy Corbyn, núverandi leiðtoga flokksins, fyrir að rétta Theresu May, forsætisráðherra, hjálparhönd varðandi vandasama úrgöngu Breta úr Evrópusambandinu.

Sögð vera strengjabrúða

„Ég er sögð strengjabrúða karla, sem taki ekki sjálfstæðar ákvarðanir,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um þá kvenfyrirlitningu sem hún hefur orðið fyrir á ferlinum. „Það er alltaf einhver karl sem stjórnar mér.

Segir borgina hafa sent sms þvert gegn ábendingum

Dómsmálaráðherra segir að sms-sendingar Reykjavíkurborgar til ungra kjósenda vegna síðustu sveitarstjórnarkosninga hafi verið þvert gegn ábendingum ráðuneytisins og Persónuverndar.

Norðausturhringurinn lagður bundnu slitlagi

Átak hefst í sumar við að byggja upp þjóðveginn um Langanesbyggð, milli Þórshafnar og Bakkafjarðar. Sveitarstjórinn segir þetta mjög ánægjulegar vegarbætur.

Katrín segir stjórnmálaflokka ekki vera safn um menningararf

Formaður Vinstri grænna segir stjórnmálaflokka ekki eiga að vera safn um menningararf heldur hreyfing um fólk. Áherslur Vinstri grænna hafi á fyrstu árum hreyfingarinnar verið úthrópaðar sem öfgastefna en séu nú almennar og lítt róttækar.

Átján Rúmenar leitað til Eflingar

Verkamenn sem störfuðu fyrir starfsmannaleiguna Menn í vinnu eru sagðir sitja uppi með stóra skattaskuld. Verktaki sem réði menn til vinnu frá starfsmannaleigunni telur að vitundarvakning hafi orðið meðal verktaka um slæm kjör verkafólks.

Sögulegur fangelsisdómur yfir farandþjófi staðfestur

Pólskur karlmaður, Kamil Piotr Wyszpolski, sem brotist hefur inn í hús austanlands sem vestan hefur verið dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir þrjú innbrot á Austfjörðum sumarið 2018 auk fleiri brota.

Hundruð milljóna til HM hópsins

KSÍ greiddi landsliðsmönnum karla í knattspyrnu, þjálfurum og aðstoðarfólki 415 milljónir króna í tengslum við heimsmeistaramótið í Rússlandi.

Sjá næstu 50 fréttir