Fleiri fréttir

Hætt kominn á hálum ís við selfie-töku

Hann var hætt kominn ferðamaðurinn sem klöngrast hafði upp á ísjaka á Demantaströndinni svokölluðu við Jökulsárlón í gær. Alda skall fyrirvarlaust á jakann þegar ferðamaðurinn var taka mynd af sjálfum sér.

Risastór verkefni blasi við í breyttri heimsmynd

Varnir landsins eru berskjaldaðar og auðlindum og lífríki hafsins er stefnt í hættu þar sem lágmarksviðbragðsgeta Landhelgisgæslunnar er ekki tryggð. Þetta kemur fram í skýrslu um stöðu Landhelgisgæslunnar sem kynnt var í þjóðaröryggisráði í nóvember. Upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar segir að þegar sé verið að bregðast við með ýmsum hætti en risavaxið verkefni blasi við ríkjum heims vegna þeirrar breyttu heimsmyndar sem blasi við.

Gefandi þrátt fyrir mikið álag

Neyðarlínan er eining sem fólk almennt hugsar ekki mikið út í fyrr en það þarf að slá 112 á símann og óska eftir aðstoð. Elva Björnsdóttir og Kamilla Guðmundsdóttir starfa hjá Neyðarlínunni.

Tveir una dómi í bitcoin-máli

Ívar Gylfason, fyrrverandi starfsmaður Öryggismiðstöðvarinnar, ætlar að una dómi Héraðsdóms Reykjaness í bitcoin-málinu. Kjartan Sveinarsson, sem fékk líka skilorðsbundinn dóm, mun einnig una héraðsdómi.

Formaður VR bjartsýnni

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að það sé hagur allra, ekki síst ríkisins að gera kerfisbreytingar og skapa stöðugleika. Hann kallar eftir því að samið verði til lengri tíma en áður.

Vikan ein­kennist af tíðum lægða­gangi

Núna í morgunsárið ættu ferðalangar sem þurfa að fara yfir Hellisheiði að hafa það í huga að þar er spáð talsverðri snjókomu á milli klukkan 8 og 13 með lélegu skyggni.

Yrðu bestu lög í heimi

Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir kynjafræðingur fagnar frumvarpsdrögum Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um kynrænt sjálfræði.

Braut í tvígang gegn fyrrverandi

Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjaness í upphafi mánaðar dæmdur í átján mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir að þvinga fyrrverandi kærustu sína í tvígang til samræðis.

Rannsaka meint mansal og vændi

Skemmtistaðurinn Shooters er einn þeirra staða þar sem lögregla gerði húsleit í umfangsmiklum aðgerðum sínum að morgni laugardags.

Launahækkun bankastjóra óskynsamleg og óverjandi ákvörðun

Skýrsla um eftirlitshlutverk Landhelgisgæslunnar sem lögð hefur verið fyrir þjóðaröryggisráð varpar ljósi á slæma stöðu gæslunnar. Óþekkt skip fá að athafna sig í íslenskri lögsögu án þess að gæslan hafi hugmynd um það. Atvi

Gæslan á langt í land með að geta sinnt skyldum sínum

Skýrsla um eftirlitshlutverk Landhelgisgæslunnar sem lögð hefur verið fyrir þjóðaröryggisráð varpar ljósi á slæma stöðu gæslunnar. Óþekkt skip fá að athafna sig í íslenskri lögsögu án þess að gæslan hafi hugmynd um það.

Heildarstefnu vanti í málefnum útlendinga

Útlendingastofnun er að miklu leiti rekin á fjáraukalögum og fjármagn sett í tímabundin verkefni til að mæta auknu álagi. Ríkisendurskoðun gaf út heldur svarta skýrslu þar sem bent er á að líklega standist það ekki lög um opinber fjármál. Heildarstefnu vanti í málaflokkinn.

Vilja fá Tröllaskagagöng á dagskrá

Sveitarstjórn Skagafjarðar og bæjarstjórnin á Akureyri hafa skorað á ríkisstjórnina að tryggja fjármagn svo hefja megi undirbúning að Tröllaskagagöngum.

Fimmtíu ár frá fyrsta flugi júmbó-þotunnar

Flugheimurinn fagnar því um helgina að fimmtíu ár eru liðin frá fyrsta flugi Boeing 747 risaþotunnar, fyrstu breiðþotu heims. Júmbó-þotan olli straumhvörfum í flugsamgöngum.

Prjónahjón í Hveragerði

Gústaf S. Jónasson, sem er 77 ára og Sigríður Kristjánsdóttir, kona hans, sem er 62 ára gera mikið af því að prjóna saman enda þeirra gæðastund á heimilinu. Þau eru búsett í Hveragerði.

Lúxus að geta valið úr störfum

Hæft fólk með góða menntun getur valið úr störfum í tæknigeiranum segir íslenskur tölvunarfræðingur sem ákvað að söðla um og færa sig frá stórfyrirtæki til sprotafyrirtækis. Íslensk fyrirtæki leita í auknum mæli eftir fólki í tækni- og tölvustörf og hlutfall kvenna hefur aukist mikið segir ráðgjafi hjá ráðningarskrifstofu.

Byrjaði 25 ára að undirbúa jarðarförina sína

Gott skipulag er grunnur að góðu lífi - en fæstir skipuleggja dauðann. Steingrímur Sævarr Ólafsson byrjaði að skipuleggja sína eigin jarðarför þegar hann var aðeins 25 ára. Steingrímur segir mikilvægt að tala um dauðann.

Sjá næstu 25 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.