Fleiri fréttir

Sakar Flokk fólksins um óeðlilega fjármálastjórn

Karl Gauti Hjaltason óháður þingmaður sakar Ingu Sæland formann Flokks fólksins um óeðlilega fjármálastjórn í aðsendri grein sem birtist í Morgunblaðinu í morgun undir yfirskriftinni "Erilsamt ár að baki“.

Lögreglan leitar vitna að slysinu á Hringbraut

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir því að ná tali af þeim sem urðu vitni því þegar þrettán ára stúlka á leið í skólann varð fyrir bíl á miðvikudagsmorgun á gatnamótum Hringbrautar og Meistaravalla í Vesturbæ Reykjavíkur.

Borgin bauð 18 þúsund manns á leiksýningar

Reykjavíkurborg gaf starfsfólki gjafakort í Borgarleikhúsið fyrir 43,5 milljónir í jólagjöf. Jafngildir ríflega 18 þúsund miðum. Myndi fylla stóra sal leikhússins 32 sinnum. Sjálfstæðismenn vildu leita tilboða.

Sýrlendingum stefnt norður

Sveitarstjórn Blönduóss íhugar nú að taka við 25 flóttamönnum frá Sýrlandi. Rætt er um að jafnstór hópur fjölskyldufólks fari á Hvammstanga og að 25 einstaklingar fái samastað á suðvesturhorni landsins.

Umskurðarfrumvarp ekki fyrir þingið

Frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, um breytingar á hegningarlögum með það að markmiði að banna umskurð drengja nema læknisfræðileg rök liggi að baki, verður ekki lagt fram á þessu þingi óbreytt.

Lyfti túbusjónvarpi tveggja ára

Júlían J.K. Jóhannsson, einn sterkasti maður landsins, starfar á meðferðarstofnun fyrir ungmenni, hefur gaman af lestri skáldsagna og lærir sagnfræði í Háskólanum. Hann hvetur ungt fólk til þess að helga sig áhugamálum sínum.

Ætlar ekki að una ákvörðun Vegagerðarinnar

Nokkrir ökumenn sem skemmdu bíla sína eftir að hafa ekið í holu á Hellisheiði í byrjun janúar ætla ekki að una ákvörðun Vegagerðarinnar sem ætlar ekki að bæta tjón ökumannanna. Til skoðunar er að höfða dómsmál á hendur Vegagerðinni.

Gríðarleg uppbygging íbúðarhúsnæðis áætluð á Suðurlandsbraut

Fyrirhugað er að byggja allt að fimm hundruð íbúðir og sex þúsund fermetra af atvinnuhúsnæði við Suðurlandsbraut og Ármúla. Rífa á iðnaðarhúsnæði sem fyrir er á lóðinni en Orkuhúsið fær að standa. Borgarstjóri vonast til að hægt verði að hefja framkvæmdir á næstu misserum.

Dyravörðurinn mun þurfa aðstoð ævilangt

Læknir dyravarðarins sem lamaðist fyrir neðan háls eftir líkamsárás aðfaranótt 26. ágúst í fyrra segir hann munu þurfa aðstoð ævilangt. Um sé að ræða svokallaðan alskaða.

Hámarkshraði við einbreiðar brýr lækkaður

Vegagerðin hefur ákveðið að lækka hámarkshraða í 50 kílómetra á klukkustund við allar einbreiðar brýr á þjóðvegum landsins, þar sem umferð er meira en 300 bílar á dag að jafnaði.

„Geturðu hjálpað mér því ég er að deyja“

Dyravörður sem varð fyrir árás fjögurra manna fyrir utan Shooters aðfaranótt 26. ágúst segir það hafa verið mikið áfall að sjá kollega sinn liggjandi á gólfinu inni á staðnum eftir slagsmál við hóp manna sem hafði flestum verið vísað af staðnum um hálftíma fyrr.

Neitar að planið hafi verið að ráðast á dyraverðina

Dawid Kornacki, 32 ára Pólverji, sem er ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás aðfaranótt 26. ágúst fyrir utan skemmtistaðinn Shooters í Austurstræti segist sjá mikið eftir því sem gerðist umrætt kvöld.

„Heimskulegasta sem ég hef gert á ævinni“

Artur Pawel Wisocki, 29 ára karlmaður sem ákærður er fyrir stórfellda líkamsárás fyrir utan næturklúbbinn Shooters aðfaranótt 26. ágúst síðastliðinn, segir að dyraverðir og starfsfólk á Shooters hafi komið illa fram við sig og aðra Pólverja á staðnum umrætt kvöld.

The Trip er að stöðvast og starfsmenn í óvissu

Framleiðsla á sjónvarpsþáttaröðinni The Trip í leikstjórn Baldvins Z hefur stöðvast vegna snurðu sem hlaupin er á þráðinn. Yfir eitt hundrað standa uppi tekjulaus en framleiðandi hjá Glassriver segir unnið að lausn málsins.

VR uppfyllir eigin kröfur

VR mun hækka mánaðarlaun starfsmanna sinna um sömu krónutölu, 42 þúsund krónur, og félagið krefst í kjaraviðræðum.

Nálgunarbann vegna stúlku

Landsréttur hefur staðfest úrskurð héraðsdóms Reykjavíkur um að karlmaður skuli sæta nálgunarbanni í einn mánuð.

Vegagerðin bætir ekki holutjón

Sextán tilkynningar um tjón hafa borist Vegagerðinni eftir að ökumenn keyrðu í holur á Hellisheiðinni. Vegagerðin mun ekki bæta tjónið þar sem stofnunin vissi ekki af holunum fyrr en eftir á.

Framúrkeyrslan í Eyjum nemur 56 milljónum

Framkvæmdastjóri hjá Vestmannaeyjabæ segir fyrri fréttir af 150 milljóna króna framúrkeyrslu vegna framkvæmda við Fiskiðjuna vera rangar þar sem verið sé að rugla saman verkþáttum.

Sjá næstu 50 fréttir