Fleiri fréttir

Segir ljósmæður hafa lagt fram sínar lokakröfur sem þær munu ekki hvika frá

Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, segir að þær kröfur sem ljósmæður hafi sett fram á síðasta fundi með samninganefnd ríkisins hjá ríkissáttasemjara í liðinni viku séu lægstu kröfur þeirra. Þær séu komnar að sársaukamörkum og muni ekki skrifa undir neitt lægra.

Skipan dómstóla í Póllandi veki hugrenningatengsl við Ísland

Formaður Dómarafélagsins segir afskipti pólskra stjórnvalda af hæstarétti landsins vekja óheppileg hugrenningatengsl við Ísland.Stjórnvöld verði að axla ábyrgð ef áfellisdómur fellur hjá Mannréttindadómstólnum vegna ólögmætrar skipanar dómara við Landsrétt. Orðspor dómskerfisins á Íslandi sé í húfi.

Mjúk útganga komi sér betur fyrir Ísland

Þorsteinn Pálsson segir áframhaldandi veru Bretlands á innri markaðnum og í tollabandalaginu eftir útgöngu úr ESB besta kost fyrir hagsmuni Íslendinga. Íhaldsflokkurinn logar í deilum vegna nýsamþykktrar stefnu ríkisstjórnar Theresu May og áhrifafólk segir af sér.

Fjársjóðsleit lokið að sinni

Umhverfisstofnun fékk í gær tilkynningu frá fjársjóðsleiðangrinum yfir flaki SS Minden um að hann væri að undirbúa sig til þess að yfirgefa framkvæmdasvæðið.

Hástökk í freyðivínssölu

Sala á freyðivíni og kampavíni jókst um ríflega 25 prósent á fyrstu sex mánuðum ársins miðað við sama tímabil í fyrra.

Kvennaleikirnir beint ofan í undanúrslit HM

Níunda umferð Pepsi-deildar kvenna hófst í gær. Þar af voru tveir stórleikir. Þeir fóru fram á sama tíma og fyrri undanúrslitaleikurinn á HM. Leikmenn segja þetta undarlegt fyrirkomulag.

Sjá næstu 25 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.