Fleiri fréttir

Reynir reiknar með að hætta á DV á föstudag

Reynir segir um nakta tilraun að ræða til þess að kaupa út tjáningarfrelsið. Með þessu sé Björn að kaupa sér þögn miðilsins, en honum hafi þótt umfjöllun DV um sig óþægileg.

Hrókurinn safnar fötum og skóm fyrir börn á Grænlandi

Liðsmenn Skákfélagsins Hróksins hafa sett að af stað söfnun á fötum og skófatnaði fyrir börn og ungmenni í Ittoqqortoormiit, í samráði við skólastjórnendur og aðra vini í þessu litla grænlenska þorpi.

Hanna Birna tjáði þinginu í júní að hún vissi ekkert um rannsóknina

„Virðulegur forseti. Ég ítreka það sem ég hef áður sagt um þetta mál. Ég veit ekki hvernig það er til komið, ég veit ekki hversu oft ég á að segja það. Ég þekki ekki þessa rannsókn, mér er ekki kunnugt um hana og það væri óeðlilegt að ég þekkti einstaka þætti hennar," sagði Hanna Birna við Alþingi í júní.

Lífshætta á Ströndum: Réði ekki við bílinn

Lögreglumaður á Hólmavík segir að blindhæð, reynsluleysi og lítil tilfinning fyrir akstri stórra bifreiða hafi orðið þess valdandi að ferðafólk lenti í lífsháska á Ströndum í gærmorgun

Styrkja geitabú með könnusölu

„Ég er komin með tæpan helming af þeim tíu milljónum sem ég var að vonast til að geta farið með í bankann,“ segir Jóhanna Þorvaldsdóttir, geitabóndi á Háafelli í Hvítársíðu.

Krummi neitaði sök

Oddur Hrafn Stefán Björgvinsson, betur þekktur sem Krummi í Mínus, neitaði sök er mál á hendur honum fyrir að hafa ráðist á lögreglumann við skyldustörf sumarið 2013.

Björguðu þremur konum úr niðamyrkum helli

Þrjár konur sátu klukkustundunum saman í niðamyrkri djúpt inni í Raufarhólshelli í Þrengslunum ofan við Þorlákshöfn í gærdag, uns björgunarsveitarmenn fundu þær um klukkan hálf átta í gærkvöldi og hjálpuðu þeim út.

Tveir skjálftar yfir fimm stigum og einn stór nærri Öskju

Meiri skjálftavirkni var á Bárðarbungusvæðinu í nótt en í fyrrinótt og mældust um 500 skjálftar frá miðnætti til klukkan sex í morgun. Þar af mældust tveir yfir fimm stig og fjölmargir skjálftar upp á tvö til þrjú stig mældust einnig.

Lengist um fjóra kílómetra á dag

Síðustu tíu daga hefur berggangurinn undir Vatnajökli lengst um fjóra kílómetra á dag, að meðaltali. Sérfræðingur segir atburðinn einn þann markverðasta sem Íslendingar hafa orðið vitni að, en stærð berggangsins sé vanmetin og stefna hans beint á Öskju allrar athygli verð.

Ósátt við innheimtu ríkisins

Samband garðyrkjubænda og Sölufélag garðyrkjumanna leggjast sterklega gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar að innheimta gjald vegna sýnatöku við mælingar á varnarefnum í grænmeti. Segja þau að með því sé ríkið að setja nýjar álögur á innlenda framleiðslu á grænmeti.

Krefjast þess að ljósleiðari verði hringtengdur

Bæjarráð Bolungarvíkur fundaði í kvöld vegna þeirra stöðu sem kom upp í dag á Vestfjörðum en fjarskiptaþjónustan á svæðinu var að hluta úti eftir að bilun varð í stofnkerfi Mílu.

"Þetta er ennþá í fullum gangi"

TF SIF, eftirlits-og björgunarflugvél Landhelgisgæslunnar, er búin fyrsta flokks tækjabúnaði til eftirlits með gosvirkni og við skoðuðum hana eftir flug yfir hálendið. Tveir mjög stórir skjálftar urðu í dag.

Ólafur er hættur hjá Fréttablaðinu

Ólafur Þ. Stephensen er hættur hjá Fréttablaðinu. Ólafur sendi fjölmiðlum tilkynningu þess efnis rétt í þessu. Ólafur hefur starfað sem ritstjóri Fréttablaðsins undanfarin fjögur og hálft ár.

Hanna Birna segist ekki hafa gert neitt rangt

"Það á aldrei að vera þannig að stjórnmálamaður velti fyrir sér að segja af sér embætti ef hann hefur ekki gert neitt rangt,“ sagði Hanna Birna Kristjánsdóttir, Innanríkisráðherra, í beinni útsendingu í þættinum Ísland í dag í kvöld. Yfirlýsing í kjölfar þriðja bréfs Umboðsmanns Alþingis til hennar hefur vakið mikla athygli í dag.

Bjarni ósáttur við umboðsmann

Bjarni Benediktsson, gagnrýnir Umboðsmann Alþingis fyrir að hafa ekki gefið innanríkisráðherra færi á að svara fyrir sig áður en athugasemdir hans rötuðu í fjölmiðla.

Stefán leitaði til ríkissaksóknara

Stefán Eiríksson, fráfarandi lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, hafði samband við ríkissaksóknara þar sem fyrirspurnir ráðherra hafi verið á þann veg að hann þurfti að afla upplýsinga um rannsóknina á lekamálinu.

Sjá næstu 50 fréttir