Fleiri fréttir

Ótímabært að útiloka stuðning við Landsspítalann

Ekki er tímabært að útiloka aukinn stuðning við stofnanir eins og Landspítalann sem mun að óbreyttu fara fram úr fjárheimildum um nokkur hundruð milljónir. Þetta segir Oddný G. Harðardóttir sem situr í fjárlaganefnd Alþingis. Guðlaugur Þór Þórðarsson, varaformaður fjárlaganefndar aftók með öllu í gær að því að einhver slaki yrði gagnvart einstökum ríkisstofnunum.

Gleði í miðbænum

Fjöldi fólks mun fylgjast með gleðigöngunni í miðbæ Reykjavíkur í dag.

Erilsöm nótt hjá lögreglu

Nokkuð var um útköll vegna hávaða í heimahúsum og einnig þurfti að leysa upp nokkur unglingasamkvæmi sem höfðu farið úr böndunum.

Samband forsetanna skyldi ekki vanmeta

Því er hent fram að Rússar hafi gleymt Íslandi þegar bannlisti á Vesturlönd var dreginn upp. Bent er á að gott samband Ólafs Ragnars Grímssonar og Vladimírs Pútín gæti hafa skipt máli. Eins að Rússar "hafi not“ fyrir Ísland síðar.

Hætta á að heyrnaskertir einangrist

Framkvæmdastjóri Heyrnarhjálpar segir skorta þjónustu við heyrnarskerta en talið er að 16 prósent þjóðar stríði við heyrnarskerðingu. Fjárframlög til heyrnarskertra eru þó einungis brot af framlögum til heyrnarlausra.

Aðgerðirnar hafa áhrif á öll heimili á Íslandi

Félagsmálaráðherra segir unnið að viðamiklum breytingum á húsnæðiskerfinu sem snerti öll heimili landsins. Búa á til sérstök húsnæðislánafélög. Þá á að sameina í eitt vaxta- og húsaleigubótakerfi og koma á laggirnar virkum leigumarkaði. Nauðsynlegt að ski

Tárast í Gleðigöngunni á hverju ári

Þorvaldur Kristinsson segir mikilvægt að minnast sögu samkynhneigðra á meðan glaðst er yfir þeim árangri sem náðst hefur í réttindabaráttunni.

Ráðgátan um drunurnar í Herðubreið leyst

Drunurnar sem bárust frá Herðubreið í fyrradag, stöfuðu af blandaðri skriðu í norðausturhlíðum fjallsins, sem hófst með því að gamall snjóskafl spratt fram.

Sól í kortunum í Reykjavík

Íbúar á höfuðborgarsvæðinu ættu að geta farið að hlakka til næstu daga ef marka má spá Veðurstofu Íslands.

Gullæði á Hólmavík

Smábátasjómenn sem stunda makrílveiðar flykkjast nú til Hólmavíkur í von um uppgripaveiði í Steingrímsfirði. Bátarnir eru jafnvel fluttir á dráttarvögnum úr fjarlægum landshlutum.

Verður að flytja nýja tillögu

Utanríkismálanefnd hefur ekki fjallað um tillögu utanríkisráðherra um ESB-viðræðuslit við frá því í vor.

Rannsókn á lekamálinu vel á veg komin

Það styttist í að meðferð ríkissaksóknara á lekamálinu ljúki. Þetta staðfestir Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari í svari til Vísis í dag.

Drógu 38 tennur úr búrhvalnum

Búrhvalurinn sem fannst rekinn í fjörunni í Skarðsvík á Ströndum verður líklega dreginn á haf út og sökkt vegna mengunar af hræinu.

Dagur vill "Akureyrar-módelið“ til Reykjavíkur

Borgarstjóri vill að Reykjavíkurborg reki heilsugæsluna í borginni, með sama sniði og verið hefur á Akureyri, en þar hefur hún verið rekin samkvæmt sérstökum þjónustusamningi við ríkið.

Makrílveiðimenn streyma til Hólmavíkur

Litlir makrílveiðibátar streyma nú víða að til Hólmavíkur, bæði sjóleiðina og landleiðina og eru skyndilega orðin mikil umsvif í Hómavíkurhöfn. Átta bátar voru fluttir þangað landleiðina á dráttarvögnum frá Snæfellsnesi í fyrrinótt, fjórir í gær og fleiri eru væntanlegir í dag.

Tók fiskibát í tog á Breiðafirði

Fjölveiðiskipið Heimaey tók lítinn fiskibát í tog, eftir að vélin í honum bilaði þegar hann var staddur úti af Breiðafirði í gærdag.

Dottaði undir stýri og keyrði útaf: "Við vorum rosalega heppnir"

Ágúst Friðbjörnsson dottaði undir stýri með þrjá farþega í bílnum á laugardaginn síðasta nálægt Varmahlíð. Bíllinn sem hann ók kastaðist af veginum og gjöreyðilagðist. Ágúst vonast til þess að saga sín hjálpi öðrum að forðast að dotta undir stýri.

Helmingi færri krakkar reykja

Verulega hefur dregið úr reykingum íslenskra unglinga samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar Heilsa og lífskjör skólabarna.

Hægt að fara framhjá jafnréttislögum með prestskosningum

Biskup samþykkti ekki ráðningu sóknarprests í Seljaprestakalli vegna brota á jafnréttislögum. Í staðinn verða haldnar kosningar þar sem jafnréttislög gilda ekki. Tvöfalt kerfi, segir formaður Félags prestvígðra kvenna.

Áfall að lenda á lista Rússa

Íslendingar þurfa að stíga varlega til jarðar í samskiptum sínum við Rússa á næstu dögum og vikum, er mat forstjóra Iceland Seafood. Gríðarlegir hagsmunir eru undir fari svo að innflutningsbann Rússa nái til Íslands.

Ók utan vega við Lakagíga

Erlendur ferðamaður gæti átt yfir höfði sér hálfrar milljón króna sekt vegna utanvegaaksturs.

Sjá næstu 50 fréttir