Fleiri fréttir Vert að skoða Perluna undir safn Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, telur það áhugaverðan kost að Perlan í Öskjuhlíðinni verði nýtt sem húsnæði fyrir Náttúruminjasafn Íslands. Hún hefur óformlega rætt þennan kost við stjórnarmann Orkuveitu Reykjavíkur. Orkuveitan, sem er eigandi Perlunnar, hefur í hyggju að selja húsnæðið, eins og komið hefur fram í fréttum. 24.2.2012 03:30 Kannabisefni og græðlingar Allnokkurt magn af fíkniefnum fannst í húsleit lögreglu í Mosfellsbæ á þriðjudag. Um var að ræða 900 grömm af marijúana og um 1,4 kíló af öðru kannabisefni. Fíkniefnin fundust í þurrkunaraðstöðu í risi hússins. 24.2.2012 03:00 Lést eftir að hafa dregið félaga sinn undan brennandi bílflaki Laugardaginn 18. febrúar sl. lést 19 ára Íslendingur, Gunnar Örn Gunnarsson, í bílslysi í Tansaníu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjölskyldu Gunnars Arnar. 23.2.2012 21:06 Enginn slasaðist illa í rútuslysi í Oddskarði Enginn slasaðist illa þegar rúta með átta farþegum fór út af veginum í Oddskarði rétt fyrir klukkan átta í kvöld. Björgunarsveitirnar Brimrún á Eskifirði og Gerpir á Norðfirði voru kallaðar út og fluttu björgunarsveitarmenn farþegana á heilsugæsluna á Eskifirði. 23.2.2012 21:47 Rútuslys í Oddskarði Björgunarsveitirnar Brimrún á Eskifirði og Gerpir á Norðfirði voru kallaðar út rétt fyrir klukkan átta í kvöld þegar lítil rúta fór útaf veginum í Oddskarði með átta manns innanborðs. 23.2.2012 20:53 Talsverður áhugi á listaverkum eftir Sævar Cieselski Málverk eftir Sævar Cieselski er nú á vefuppboði hjá Gallerí Fold. Verkið er selt ásamt verkum nokkura þekktustu listamanna landsins en vefuppboðin hafa gefið nýjum og óþekktum listamönnum tækifæri. Gallerí Fold byrjaði fyrir tæpu ári síðan að halda uppboð á netinu, þar geta áhugasamir kaupendur skoðað málverk og listmuni og boðið í rafrænt. Uppboðin standa í tíu daga og hafa viðtökurnar verið góðar. 23.2.2012 19:45 Nýtt líf uppselt hjá útgefanda "Það hefur ekki gerst áður að blað seljist upp daginn sem það kemur út. Það er alveg einsdæmi," segir Karl Steinar Óskarsson, útgáfustjóri hjá Birtíngi, sem gefur meðal annars út tímaritið Nýtt líf. Fyrirtækið hefur fengið gríðarlega mikil og sterk viðbrögð við nýjustu útgáfu af blaðinu, en eflaust á umfjöllun blaðsins um erótísk ástarbréf Jóns Baldvins Hannibalssonar til frænku eiginkonu sinnar, stóran þátt í sölunni. 23.2.2012 16:11 Ræningja leitað á Akureyri Rán var framið í húsnæði Happadrætti háskólans við Geislagötu á Akureyri nú fyrir stundu. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu fór einstaklingur inn í útibúið og komst á brott með eitthvað af peningum. Lögreglan vill ekki gefa upp hvort að maðurinn hafi verið vopnaður. Unnið er að rannsókn málsins og er mannsins nú leitað. Frekari upplýsingar þegar þær berast. 23.2.2012 14:15 Kolfinna: Málið var afgreitt fyrir mörgum árum Kolfinna Baldvinsdóttir, dóttir Jóns Baldvins Hannibalssonar og Bryndísar Schram, segir að það sé ólýsanlegt að vera stödd erlendis nú þegar fjölmiðlar fjalla um umfjöllun Nýs Lífs. Nýtt líf segir í dag frá erótískum bréfum sem Jón Baldvin sendi Guðrúnu Harðardóttur, frænku Bryndísar. Fyrstu bréfin fékk hún þegar hún var 10 ára gömul. 23.2.2012 12:45 Landsdómsmál úr nefnd í næstu viku Valgerður Bjarnadóttir, formaður stjórnskipunar og eftirlitsnefndar Alþingis, segir að þingsályktun Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, um að fella niður málshöfðun á hendur Geir Haarde verði afgreidd út úr nefnd í næstu viku. 23.2.2012 12:24 Hvetur fólk til að kaupa ekki Nýtt líf Þráinn Bertelsson, þingmaður VG, hvetur fólk til þess að kaupa ekki nýjasta tölublaðið af Nýju lífi. Í blaðinu er birt grein um samskipti Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrverandi utanríkisráðherra og sendiherra, við stúlku á unglingsaldri fyrir um áratug síðan. Stúlkan er í fjölskyldu Bryndísar Schram, eiginkonu Jóns. 23.2.2012 12:13 Málið afgreitt úr nefnd í næstu viku Valgerður Bjarnadóttir, formaður stjórnskipunar og eftirlitsnefndar Alþingis, segir að þingsályktun Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, um að fella niður málshöfðun á hendur Geir Haarde verði afgreidd út úr nefnd í næstu viku. Bjarni Benediktsson og Birgir Ármannsson, flokksbróðir hans, vöktu athygli á málinu á Alþingi í dag. Birgir sagði að í þingsköpum væru úrræði til að fá málið á dagskrá Alþingis jafnvel þótt ekki væri meirihluti fyrir því í nefndinni að afgreiða það. Saksóknari Alþingis sagði í Morgunblaðinu í dag að hann vonaðist til þess að niðurstaða fengist í málið áður en aðalmeðferð þess hefst 5. mars næstkomandi. 23.2.2012 11:19 Vatnsleki kom upp um kannabisræktun Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði kannabisræktun í íbúð í fjölbýlishúsi í miðborginni í fyrradag. Í tilkynningu frá lögreglu segir að við húsleit á áðurnefndum stað hafi fundist um 60 kannabisplöntur á lokastigi ræktunar en þær vógu um 23 kg. 23.2.2012 10:58 Bréf Jóns Baldvins ollu reiði, sorg og biturð Guðrún Harðardóttir segir að bréfin sem Jón Baldvin Hannibalsson sendi henni á sínum tíma hafi gert hana hrædda og ástæða þess að hún hefur kosið að greina frá þeim nú sé sú að hún hafi fengið nóg. Guðrún segir í viðtali í nýjasta tölublaði Nýs lífs, þar sem bréf Jóns Baldvins eru birt, að hún hafi reglulega fundið fyrir reiði, sorg og biturð, og því hafi hún kosið að koma þessu frá sér. 23.2.2012 10:25 Bílar fóru út af veginum í Hveradalabrekku Að minnsta kosti tveir bílar hafa runnið út af veginum í Hveradalabrekku í morgun vegna hálku og éljagangs. Hálka er víða á Suðurlandi, en auk Hellisheiði eru hálkublettir í Þrengslum. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er einnig hálka á Lyngdalsheiði og á efri hluta Biskupstungnabrautar en annars víða hálkublettir í uppsveitum Suðurlands. Snjóþekja er á Sólheimasandi og austur að Vík í Mýrdal. 23.2.2012 10:04 Kærir Snorra í Betel til lögreglu Pétur Maack, sálfræðingur á Akureyri, ætlar að kæra Snorra Óskarsson, kennara í Brekkuskóla á Akureyri, til lögreglu. Ástæðan er ummæla Snorri viðhafði um samkynhneigða á vefsíðu sinni. Í aðsendri grein sem Pétur skrifar í vikublaðið Akureyri segir hann að óvissa virðist vera fyrir hendi hvar mörk tjáningarfrelsis liggi og þess vegna kæri hann. Málsmetandi menn hafi sakað skólayfirvöld á Akureyri um að brjóta gegn tjáningarfrelsi Snorra. Pétur segir jafnframt í greininni að á Íslandi sé skólaskylda og þess vegna verði að ríkja fullkomið traust á milli heimils og skóla. Skólinn verði að gera ráð fyrir að í nemendahópnum sé fólk af öllu tagi og nemendurnir, skjólstæðingar skólans, komi frá alls konar heimilum og úr alls konar fjölskyldum. Þegar Vísir hafði samband við Pétur í morgun sagðist hann ekki vera búinn að fara með kæruna til lögreglu en hann hygðist gera það í dag. 23.2.2012 09:45 Þóra: Umfjöllunin krafðist ekki skýringa Jóns Baldvins Þóra Tómasdóttir, ritstjóri tímaritsins Nýs Lífs segir að umfjöllun nýjasta tölublaðsins er varðar Jón Baldvin Hannibalsson og bréfaskriftir hans til unglingsstúlku, byggi á gögnum úr lögreglumáli, meðal annars bréfum sem hann hefur gengist við að hafa ritað. Umfjöllunin hafi því að hennar mati ekki krafist viðbragða af hans hálfu. 23.2.2012 09:14 Geir Jón vill verða annar varaformaður Sjálfstæðisflokksins Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn ætlar að bjóða sig fram til embættis annars varaformanns Sjálfstæðisflokksins á flokksráðsfundi 17. mars. 23.2.2012 08:16 Jón Baldvin biðst afsökunar á bréfunum Jón Baldvin Hannibalsson fyrrverandi ráðherra og sendiherra , biðst í Fréttablaðinu í dag afsökunar á því að hafa árið 2001 sent 16 ára frænku eiginkonu sinnar bréf, sem á köflum voru erótísk. Jafnframt erótíska bók eftir Vargas Llosa. 23.2.2012 07:32 Ráðherrar kannast ekki við tafir vegna lögreglurannsóknar Í tímaritinu Nýju Lífi eru birt kynferðisleg bréf sem Jón Baldvin Hannibalsson fyrrum ráðherra og sendiherra sendi systurdóttur eiginkonu sinnar. Stúlkan kærði Jón en málið var fellt niður. Tveir fyrrverandi ráðherrar hafna því í samtali við fréttastofu að hafa tafið rannsókn málsins. 23.2.2012 19:13 Yfirdráttarlán heimilanna jukust um tuttugu milljarða á sex mánuðum Yfirdráttarlán heimilanna jukust um tæpa tuttugu milljarða síðustu sex mánuði ársins 2011. Íslendingar skulduðu að meðaltali um þrjú hundruð og tíu þúsund krónur í yfirdrátt um síðustu áramót. 23.2.2012 18:30 Segir útlitið á eldsneytismarkaði svart "Þetta sligar svo marga," sagði Runólfur Ólafsson, framkvæmdarstjóri FÍB, í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann ræddi um hækkanir á eldsneytisverði. 23.2.2012 17:57 Orkumálastjóri: Fullvissa um að olíu sé að finna á Drekasvæðinu "Já, nú geta menn með vissu sagt að þarna sé olíu að finna, sem er mikilvægt því fyrirtæki þurfa þessa staðfestingu,“ segir Guðni A. Jóhannesson, Orkumálastjóri, í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. 23.2.2012 17:42 Upplýsingar um leiguverð verða birtar mánaðarlega Þjóðskrá Íslands birtir í fyrsta sinn á morgun upplýsingar um húsaleigu eftir staðsetningu og stærðarflokkum fasteigna á landinu og hyggst hér eftir birta mánaðarlega leiguverð og vísitölu leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu. Í sameiginlegri tilkynningu frá stofnununum segir að á síðustu mánuðum hafi verið haft samstarf um skráningu upplýsinga um leiguverð úr þinglýstum leigusamningum. Hingað til hafi Þjóðskrá aðeins birt upplýsingar um fjölda leigusamninga sem þinglýst er í hverjum mánuði en samkomulag við Íbúðalánasjóð um kostun skráningar gerir kleift að skrá líka fjárhæð húsaleigu, staðsetningu og eiginleika fasteignar. 23.2.2012 16:34 Ógnaði starfsmanni með úðabrúsa Ræninginn sem réðst inn í húsnæði Happadrættis Háskóla Íslands á Akureyri í hádeginu í dag ógnaði starfsmanni í afgreiðslu með úðabrúsa. Hann tók svo peninga úr afgreiðslukassanum. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er maðurinn grannur, lágvaxinn, klæddur dökkleitum buxum, í úlpu, með mótórhjólahjálm á höfði og með bakpoka. Þeir sem geta gefið upplýsingar um grunsamlegar mannaferðir á þessum slóðum um þetta leiti eru vinsamlegast beðnir um að láta lögregluna á Akureyri vita í síma 464-7705. 23.2.2012 16:32 Rannsókn á nauðgunarmálum lokið Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur lokið rannsókn sinni á tveimur nauðgunarkærum á hendur Agli "Gillz" Einarssyni. Málið hefur nú verið sent til ákærusviðs lögreglunnar sem mun taka ákvörðun um það hvenær það verði sent til ríkissaksóknara. 23.2.2012 15:47 Ummerki um olíu frá Júratímabili á Drekasvæðinu Nýjar rannsóknir á Drekasvæðinu, þar sem Íslendingar gera sér vonir um að olíu sé að finna, gætu rennt stoðum undir þær vonir. Á heimasíðu Orkustofnunar er greint frá rannsóknum tveggja olíuleitarfélaga, TGS og Volcanic Basin Petroleum Research. 23.2.2012 13:29 Biðst afsökunar á "erótísku“ bréfi Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra, biðst í Fréttablaðinu í dag afsökunar á því að hafa árið 2001 sent sextán ára frænku eiginkonu sinnar bréf sem á köflum voru erótísk. Tímaritið Nýtt líf fjallar um málið í dag. 23.2.2012 08:00 Ákærður fyrir henda flösku í lögreglubíl „Sé ég eftir þessu? Já, ætli það ekki. Veskið mitt sér líka eftir þessu,“ segir rapparinn Emmsjé Gauti, sem hefur verið ákærður fyrir að henda glerflösku í lögreglubíl. 23.2.2012 08:00 Innbrot í Húsaskóla Brotist var inn í Húsaskóla í Grafarvogi í nótt og var þjófurinn handtekinn á staðnum. Frekari málsatvik liggja ekki fyrir. Það var líka gerð tilraun til innborts í hús við Antmannsstíg en þjófurinn forðaði sér áður en lögregla kom á vettvang. 23.2.2012 07:41 Fimm ökumenn sviptir ökuréttindum vegna hraðaksturs Lögreglan svifti fimm ökumenn ökuréttindum til bráðabirgða eftir að þeir mældust á allt að 74 kílómetra hraða á Suðurgötu, á móts við Skothúsveg í Reykjavík í fyrradag. 23.2.2012 07:39 Veðurstofan spáir stormi við Suðurströndina Veðurstofan spáir vestan stormi við Suðurströndina í kvöld, eða allt upp í 25 metra á sekúndu. 23.2.2012 07:35 Svarti dauði fer ekki í sölu í vínbúðunum Bjór kenndur við svarta dauða verður ekki seldur í Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins (ÁTVR) vegna þess að á bjórflöskunum stendur „Drekkið í friði“. Eigandi vörumerkisins hefur kært ákvörðun ÁTVR um að taka bjórinn ekki í sölu til fjármálaráðuneytisins. 23.2.2012 07:30 Þvottavél á hreyfingu olli vatnsleka Þvottavél á baðherbergi í fjölbýlishúsi í Breiðholti tók upp á því um eitt leitið í nótt, að labba af stað og fyrir hurðina inn á baðið. Um leið slitnaði vatnsslangan inn á vélina þannig að vatn fór að leka og hringdi húsráðandi þá á slökkviliðið. 23.2.2012 07:06 Gera má betur í baráttu við misrétti og fordóma Kynþáttafordómanefnd Evrópuráðsins gerir ýmsar athugasemdir við stöðu mála á Íslandi í nýrri skýrslu sinni, þó margt hafi lagast á undanförnum árum. Skýrsla nefndarinnar var gerð opinber á þriðjudag. 23.2.2012 07:00 Skapabarmaaðgerðir færast í aukana hjá lýtalæknum Fegrunaraðgerðir á innri skapabörmum kvenna hafa færst í aukana á síðustu árum. Samkvæmt upplýsingum frá lýtalæknum er eftirspurnin mest meðal yngri kvenna frá tvítugu til 45 ára. 23.2.2012 06:00 Framsókn hissa á fjárnámsfrétt Viðræður hafa staðið yfir milli Framsóknar í Reykjavík og forsvarsmanna fyrirtækisins JCDecaux, sem á og rekur strætóskýli borgarinnar, um uppgjör skuldamáls þeirra. Þess vegna segir lögmaður flokksfélagsins frétt Fréttablaðsins í gær af árangurslausu fjárnámi hjá flokknum koma „verulega á óvart“. 23.2.2012 06:00 Forvarnir spara umtalsvert fé Forvarnarstarf í kynferðisbrotum gegn börnum er samfélaginu nauðsynlegt og sparar til lengri tíma mikið fjármagn. Þetta er meðal þess sem kemur fram í fyrirlestri Sigríðar Björnsdóttir, verkefnastjóra Blátt áfram, á málþinginu Framtíð barna sem haldið verður í Öskju í Háskóla Íslands í dag. 23.2.2012 05:00 Þjónustumiðstöð á nýjum gatnamótum Sveitarfélagið Árborg hefur veitt vilyrði fyrir sex hektara lóð undir nýja verslunar- og þjónustumiðstöð fyrir ferðamenn á Suðurlandi. Miðstöðin kallast Miðja Suðurlands og á að rísa við fyrirhuguð gatnamót Suðurlandsvegar og Biskupstungnabrautar þegar hringvegurinn verður fluttur norðaustur fyrir Selfoss. 23.2.2012 04:30 Árásarmaður leystur úr haldi Hæstiréttur hefur fellt úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Norðurlands eystra yfir manni sem hefur játað alvarlega líkamsárás á eldri mann á Þórshöfn fyrr í mánuðinum. 23.2.2012 03:00 Saga ASÍ kemur út í október Skrifað hefur verið undir útgáfusamning vegna sögu Alþýðusambands Íslands (ASÍ) sem koma á út í tveimur bindum næsta haust. 23.2.2012 02:00 Baldur fer á Litla-Hraun - en hann byrjar í Hegningarhúsinu Afplánun Baldurs Guðlaugssonar hefst í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg samkvæmt frétt sem birtist á vef Viðskiptablaðsins fyrr í kvöld. Þar segir að Baldur fari á Litla-Hraun eftir að hafa dvalið í Hegningarhúsinu en fer síðan mögulega þaðan á Kvíabryggju eða Sogn. 22.2.2012 23:06 Líf og fjör á Öskudegi - myndir Það var líf og fjör á Öskudeginum í dag eins og við mátti búast. Fjöldi barna klæddu sig upp í furðulega búninga og slógu köttinn úr tunnunni auk þess sem farið var í viðamikla sælgætisleiðangra í tilefni dagsins. Þá var fjölmennt í Kringlunni í dag eins og meðfylgjandi myndir bera með sér. 22.2.2012 20:53 Formaður slitastjórnar Dróma: Segist aðeins hafa séð fimm kvartanir Formaður slitastjórnar Dróma, Hlynur Jónsson, segir félagið aðeins hafa fengið að sjá fimm kvartanir á tveimur fundum sem félagið hefur átt með Umboðsmanni skuldara. 22.2.2012 20:07 Nýjar Þjórsárvirkjanir gætu skilað yfir 20 milljörðum á ári Virkjanir í Þjórsá, sem stjórnarflokkarnir ræða nú um að falla frá eða setja á bið, gætu skilað Landsvirkjun yfir tuttugu milljarða króna tekjum á hverju ári í framtíðinni. Búrfellsvirkjun er sennilega gott dæmi um gullkvörn en það orð notaði Steingrímur J. Sigfússon, þáverandi fjármálaráðherra, um Landsvirkjun fyrir rúmu ári. 22.2.2012 19:30 Sjá næstu 50 fréttir
Vert að skoða Perluna undir safn Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, telur það áhugaverðan kost að Perlan í Öskjuhlíðinni verði nýtt sem húsnæði fyrir Náttúruminjasafn Íslands. Hún hefur óformlega rætt þennan kost við stjórnarmann Orkuveitu Reykjavíkur. Orkuveitan, sem er eigandi Perlunnar, hefur í hyggju að selja húsnæðið, eins og komið hefur fram í fréttum. 24.2.2012 03:30
Kannabisefni og græðlingar Allnokkurt magn af fíkniefnum fannst í húsleit lögreglu í Mosfellsbæ á þriðjudag. Um var að ræða 900 grömm af marijúana og um 1,4 kíló af öðru kannabisefni. Fíkniefnin fundust í þurrkunaraðstöðu í risi hússins. 24.2.2012 03:00
Lést eftir að hafa dregið félaga sinn undan brennandi bílflaki Laugardaginn 18. febrúar sl. lést 19 ára Íslendingur, Gunnar Örn Gunnarsson, í bílslysi í Tansaníu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjölskyldu Gunnars Arnar. 23.2.2012 21:06
Enginn slasaðist illa í rútuslysi í Oddskarði Enginn slasaðist illa þegar rúta með átta farþegum fór út af veginum í Oddskarði rétt fyrir klukkan átta í kvöld. Björgunarsveitirnar Brimrún á Eskifirði og Gerpir á Norðfirði voru kallaðar út og fluttu björgunarsveitarmenn farþegana á heilsugæsluna á Eskifirði. 23.2.2012 21:47
Rútuslys í Oddskarði Björgunarsveitirnar Brimrún á Eskifirði og Gerpir á Norðfirði voru kallaðar út rétt fyrir klukkan átta í kvöld þegar lítil rúta fór útaf veginum í Oddskarði með átta manns innanborðs. 23.2.2012 20:53
Talsverður áhugi á listaverkum eftir Sævar Cieselski Málverk eftir Sævar Cieselski er nú á vefuppboði hjá Gallerí Fold. Verkið er selt ásamt verkum nokkura þekktustu listamanna landsins en vefuppboðin hafa gefið nýjum og óþekktum listamönnum tækifæri. Gallerí Fold byrjaði fyrir tæpu ári síðan að halda uppboð á netinu, þar geta áhugasamir kaupendur skoðað málverk og listmuni og boðið í rafrænt. Uppboðin standa í tíu daga og hafa viðtökurnar verið góðar. 23.2.2012 19:45
Nýtt líf uppselt hjá útgefanda "Það hefur ekki gerst áður að blað seljist upp daginn sem það kemur út. Það er alveg einsdæmi," segir Karl Steinar Óskarsson, útgáfustjóri hjá Birtíngi, sem gefur meðal annars út tímaritið Nýtt líf. Fyrirtækið hefur fengið gríðarlega mikil og sterk viðbrögð við nýjustu útgáfu af blaðinu, en eflaust á umfjöllun blaðsins um erótísk ástarbréf Jóns Baldvins Hannibalssonar til frænku eiginkonu sinnar, stóran þátt í sölunni. 23.2.2012 16:11
Ræningja leitað á Akureyri Rán var framið í húsnæði Happadrætti háskólans við Geislagötu á Akureyri nú fyrir stundu. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu fór einstaklingur inn í útibúið og komst á brott með eitthvað af peningum. Lögreglan vill ekki gefa upp hvort að maðurinn hafi verið vopnaður. Unnið er að rannsókn málsins og er mannsins nú leitað. Frekari upplýsingar þegar þær berast. 23.2.2012 14:15
Kolfinna: Málið var afgreitt fyrir mörgum árum Kolfinna Baldvinsdóttir, dóttir Jóns Baldvins Hannibalssonar og Bryndísar Schram, segir að það sé ólýsanlegt að vera stödd erlendis nú þegar fjölmiðlar fjalla um umfjöllun Nýs Lífs. Nýtt líf segir í dag frá erótískum bréfum sem Jón Baldvin sendi Guðrúnu Harðardóttur, frænku Bryndísar. Fyrstu bréfin fékk hún þegar hún var 10 ára gömul. 23.2.2012 12:45
Landsdómsmál úr nefnd í næstu viku Valgerður Bjarnadóttir, formaður stjórnskipunar og eftirlitsnefndar Alþingis, segir að þingsályktun Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, um að fella niður málshöfðun á hendur Geir Haarde verði afgreidd út úr nefnd í næstu viku. 23.2.2012 12:24
Hvetur fólk til að kaupa ekki Nýtt líf Þráinn Bertelsson, þingmaður VG, hvetur fólk til þess að kaupa ekki nýjasta tölublaðið af Nýju lífi. Í blaðinu er birt grein um samskipti Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrverandi utanríkisráðherra og sendiherra, við stúlku á unglingsaldri fyrir um áratug síðan. Stúlkan er í fjölskyldu Bryndísar Schram, eiginkonu Jóns. 23.2.2012 12:13
Málið afgreitt úr nefnd í næstu viku Valgerður Bjarnadóttir, formaður stjórnskipunar og eftirlitsnefndar Alþingis, segir að þingsályktun Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, um að fella niður málshöfðun á hendur Geir Haarde verði afgreidd út úr nefnd í næstu viku. Bjarni Benediktsson og Birgir Ármannsson, flokksbróðir hans, vöktu athygli á málinu á Alþingi í dag. Birgir sagði að í þingsköpum væru úrræði til að fá málið á dagskrá Alþingis jafnvel þótt ekki væri meirihluti fyrir því í nefndinni að afgreiða það. Saksóknari Alþingis sagði í Morgunblaðinu í dag að hann vonaðist til þess að niðurstaða fengist í málið áður en aðalmeðferð þess hefst 5. mars næstkomandi. 23.2.2012 11:19
Vatnsleki kom upp um kannabisræktun Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði kannabisræktun í íbúð í fjölbýlishúsi í miðborginni í fyrradag. Í tilkynningu frá lögreglu segir að við húsleit á áðurnefndum stað hafi fundist um 60 kannabisplöntur á lokastigi ræktunar en þær vógu um 23 kg. 23.2.2012 10:58
Bréf Jóns Baldvins ollu reiði, sorg og biturð Guðrún Harðardóttir segir að bréfin sem Jón Baldvin Hannibalsson sendi henni á sínum tíma hafi gert hana hrædda og ástæða þess að hún hefur kosið að greina frá þeim nú sé sú að hún hafi fengið nóg. Guðrún segir í viðtali í nýjasta tölublaði Nýs lífs, þar sem bréf Jóns Baldvins eru birt, að hún hafi reglulega fundið fyrir reiði, sorg og biturð, og því hafi hún kosið að koma þessu frá sér. 23.2.2012 10:25
Bílar fóru út af veginum í Hveradalabrekku Að minnsta kosti tveir bílar hafa runnið út af veginum í Hveradalabrekku í morgun vegna hálku og éljagangs. Hálka er víða á Suðurlandi, en auk Hellisheiði eru hálkublettir í Þrengslum. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er einnig hálka á Lyngdalsheiði og á efri hluta Biskupstungnabrautar en annars víða hálkublettir í uppsveitum Suðurlands. Snjóþekja er á Sólheimasandi og austur að Vík í Mýrdal. 23.2.2012 10:04
Kærir Snorra í Betel til lögreglu Pétur Maack, sálfræðingur á Akureyri, ætlar að kæra Snorra Óskarsson, kennara í Brekkuskóla á Akureyri, til lögreglu. Ástæðan er ummæla Snorri viðhafði um samkynhneigða á vefsíðu sinni. Í aðsendri grein sem Pétur skrifar í vikublaðið Akureyri segir hann að óvissa virðist vera fyrir hendi hvar mörk tjáningarfrelsis liggi og þess vegna kæri hann. Málsmetandi menn hafi sakað skólayfirvöld á Akureyri um að brjóta gegn tjáningarfrelsi Snorra. Pétur segir jafnframt í greininni að á Íslandi sé skólaskylda og þess vegna verði að ríkja fullkomið traust á milli heimils og skóla. Skólinn verði að gera ráð fyrir að í nemendahópnum sé fólk af öllu tagi og nemendurnir, skjólstæðingar skólans, komi frá alls konar heimilum og úr alls konar fjölskyldum. Þegar Vísir hafði samband við Pétur í morgun sagðist hann ekki vera búinn að fara með kæruna til lögreglu en hann hygðist gera það í dag. 23.2.2012 09:45
Þóra: Umfjöllunin krafðist ekki skýringa Jóns Baldvins Þóra Tómasdóttir, ritstjóri tímaritsins Nýs Lífs segir að umfjöllun nýjasta tölublaðsins er varðar Jón Baldvin Hannibalsson og bréfaskriftir hans til unglingsstúlku, byggi á gögnum úr lögreglumáli, meðal annars bréfum sem hann hefur gengist við að hafa ritað. Umfjöllunin hafi því að hennar mati ekki krafist viðbragða af hans hálfu. 23.2.2012 09:14
Geir Jón vill verða annar varaformaður Sjálfstæðisflokksins Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn ætlar að bjóða sig fram til embættis annars varaformanns Sjálfstæðisflokksins á flokksráðsfundi 17. mars. 23.2.2012 08:16
Jón Baldvin biðst afsökunar á bréfunum Jón Baldvin Hannibalsson fyrrverandi ráðherra og sendiherra , biðst í Fréttablaðinu í dag afsökunar á því að hafa árið 2001 sent 16 ára frænku eiginkonu sinnar bréf, sem á köflum voru erótísk. Jafnframt erótíska bók eftir Vargas Llosa. 23.2.2012 07:32
Ráðherrar kannast ekki við tafir vegna lögreglurannsóknar Í tímaritinu Nýju Lífi eru birt kynferðisleg bréf sem Jón Baldvin Hannibalsson fyrrum ráðherra og sendiherra sendi systurdóttur eiginkonu sinnar. Stúlkan kærði Jón en málið var fellt niður. Tveir fyrrverandi ráðherrar hafna því í samtali við fréttastofu að hafa tafið rannsókn málsins. 23.2.2012 19:13
Yfirdráttarlán heimilanna jukust um tuttugu milljarða á sex mánuðum Yfirdráttarlán heimilanna jukust um tæpa tuttugu milljarða síðustu sex mánuði ársins 2011. Íslendingar skulduðu að meðaltali um þrjú hundruð og tíu þúsund krónur í yfirdrátt um síðustu áramót. 23.2.2012 18:30
Segir útlitið á eldsneytismarkaði svart "Þetta sligar svo marga," sagði Runólfur Ólafsson, framkvæmdarstjóri FÍB, í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann ræddi um hækkanir á eldsneytisverði. 23.2.2012 17:57
Orkumálastjóri: Fullvissa um að olíu sé að finna á Drekasvæðinu "Já, nú geta menn með vissu sagt að þarna sé olíu að finna, sem er mikilvægt því fyrirtæki þurfa þessa staðfestingu,“ segir Guðni A. Jóhannesson, Orkumálastjóri, í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. 23.2.2012 17:42
Upplýsingar um leiguverð verða birtar mánaðarlega Þjóðskrá Íslands birtir í fyrsta sinn á morgun upplýsingar um húsaleigu eftir staðsetningu og stærðarflokkum fasteigna á landinu og hyggst hér eftir birta mánaðarlega leiguverð og vísitölu leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu. Í sameiginlegri tilkynningu frá stofnununum segir að á síðustu mánuðum hafi verið haft samstarf um skráningu upplýsinga um leiguverð úr þinglýstum leigusamningum. Hingað til hafi Þjóðskrá aðeins birt upplýsingar um fjölda leigusamninga sem þinglýst er í hverjum mánuði en samkomulag við Íbúðalánasjóð um kostun skráningar gerir kleift að skrá líka fjárhæð húsaleigu, staðsetningu og eiginleika fasteignar. 23.2.2012 16:34
Ógnaði starfsmanni með úðabrúsa Ræninginn sem réðst inn í húsnæði Happadrættis Háskóla Íslands á Akureyri í hádeginu í dag ógnaði starfsmanni í afgreiðslu með úðabrúsa. Hann tók svo peninga úr afgreiðslukassanum. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er maðurinn grannur, lágvaxinn, klæddur dökkleitum buxum, í úlpu, með mótórhjólahjálm á höfði og með bakpoka. Þeir sem geta gefið upplýsingar um grunsamlegar mannaferðir á þessum slóðum um þetta leiti eru vinsamlegast beðnir um að láta lögregluna á Akureyri vita í síma 464-7705. 23.2.2012 16:32
Rannsókn á nauðgunarmálum lokið Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur lokið rannsókn sinni á tveimur nauðgunarkærum á hendur Agli "Gillz" Einarssyni. Málið hefur nú verið sent til ákærusviðs lögreglunnar sem mun taka ákvörðun um það hvenær það verði sent til ríkissaksóknara. 23.2.2012 15:47
Ummerki um olíu frá Júratímabili á Drekasvæðinu Nýjar rannsóknir á Drekasvæðinu, þar sem Íslendingar gera sér vonir um að olíu sé að finna, gætu rennt stoðum undir þær vonir. Á heimasíðu Orkustofnunar er greint frá rannsóknum tveggja olíuleitarfélaga, TGS og Volcanic Basin Petroleum Research. 23.2.2012 13:29
Biðst afsökunar á "erótísku“ bréfi Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra, biðst í Fréttablaðinu í dag afsökunar á því að hafa árið 2001 sent sextán ára frænku eiginkonu sinnar bréf sem á köflum voru erótísk. Tímaritið Nýtt líf fjallar um málið í dag. 23.2.2012 08:00
Ákærður fyrir henda flösku í lögreglubíl „Sé ég eftir þessu? Já, ætli það ekki. Veskið mitt sér líka eftir þessu,“ segir rapparinn Emmsjé Gauti, sem hefur verið ákærður fyrir að henda glerflösku í lögreglubíl. 23.2.2012 08:00
Innbrot í Húsaskóla Brotist var inn í Húsaskóla í Grafarvogi í nótt og var þjófurinn handtekinn á staðnum. Frekari málsatvik liggja ekki fyrir. Það var líka gerð tilraun til innborts í hús við Antmannsstíg en þjófurinn forðaði sér áður en lögregla kom á vettvang. 23.2.2012 07:41
Fimm ökumenn sviptir ökuréttindum vegna hraðaksturs Lögreglan svifti fimm ökumenn ökuréttindum til bráðabirgða eftir að þeir mældust á allt að 74 kílómetra hraða á Suðurgötu, á móts við Skothúsveg í Reykjavík í fyrradag. 23.2.2012 07:39
Veðurstofan spáir stormi við Suðurströndina Veðurstofan spáir vestan stormi við Suðurströndina í kvöld, eða allt upp í 25 metra á sekúndu. 23.2.2012 07:35
Svarti dauði fer ekki í sölu í vínbúðunum Bjór kenndur við svarta dauða verður ekki seldur í Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins (ÁTVR) vegna þess að á bjórflöskunum stendur „Drekkið í friði“. Eigandi vörumerkisins hefur kært ákvörðun ÁTVR um að taka bjórinn ekki í sölu til fjármálaráðuneytisins. 23.2.2012 07:30
Þvottavél á hreyfingu olli vatnsleka Þvottavél á baðherbergi í fjölbýlishúsi í Breiðholti tók upp á því um eitt leitið í nótt, að labba af stað og fyrir hurðina inn á baðið. Um leið slitnaði vatnsslangan inn á vélina þannig að vatn fór að leka og hringdi húsráðandi þá á slökkviliðið. 23.2.2012 07:06
Gera má betur í baráttu við misrétti og fordóma Kynþáttafordómanefnd Evrópuráðsins gerir ýmsar athugasemdir við stöðu mála á Íslandi í nýrri skýrslu sinni, þó margt hafi lagast á undanförnum árum. Skýrsla nefndarinnar var gerð opinber á þriðjudag. 23.2.2012 07:00
Skapabarmaaðgerðir færast í aukana hjá lýtalæknum Fegrunaraðgerðir á innri skapabörmum kvenna hafa færst í aukana á síðustu árum. Samkvæmt upplýsingum frá lýtalæknum er eftirspurnin mest meðal yngri kvenna frá tvítugu til 45 ára. 23.2.2012 06:00
Framsókn hissa á fjárnámsfrétt Viðræður hafa staðið yfir milli Framsóknar í Reykjavík og forsvarsmanna fyrirtækisins JCDecaux, sem á og rekur strætóskýli borgarinnar, um uppgjör skuldamáls þeirra. Þess vegna segir lögmaður flokksfélagsins frétt Fréttablaðsins í gær af árangurslausu fjárnámi hjá flokknum koma „verulega á óvart“. 23.2.2012 06:00
Forvarnir spara umtalsvert fé Forvarnarstarf í kynferðisbrotum gegn börnum er samfélaginu nauðsynlegt og sparar til lengri tíma mikið fjármagn. Þetta er meðal þess sem kemur fram í fyrirlestri Sigríðar Björnsdóttir, verkefnastjóra Blátt áfram, á málþinginu Framtíð barna sem haldið verður í Öskju í Háskóla Íslands í dag. 23.2.2012 05:00
Þjónustumiðstöð á nýjum gatnamótum Sveitarfélagið Árborg hefur veitt vilyrði fyrir sex hektara lóð undir nýja verslunar- og þjónustumiðstöð fyrir ferðamenn á Suðurlandi. Miðstöðin kallast Miðja Suðurlands og á að rísa við fyrirhuguð gatnamót Suðurlandsvegar og Biskupstungnabrautar þegar hringvegurinn verður fluttur norðaustur fyrir Selfoss. 23.2.2012 04:30
Árásarmaður leystur úr haldi Hæstiréttur hefur fellt úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Norðurlands eystra yfir manni sem hefur játað alvarlega líkamsárás á eldri mann á Þórshöfn fyrr í mánuðinum. 23.2.2012 03:00
Saga ASÍ kemur út í október Skrifað hefur verið undir útgáfusamning vegna sögu Alþýðusambands Íslands (ASÍ) sem koma á út í tveimur bindum næsta haust. 23.2.2012 02:00
Baldur fer á Litla-Hraun - en hann byrjar í Hegningarhúsinu Afplánun Baldurs Guðlaugssonar hefst í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg samkvæmt frétt sem birtist á vef Viðskiptablaðsins fyrr í kvöld. Þar segir að Baldur fari á Litla-Hraun eftir að hafa dvalið í Hegningarhúsinu en fer síðan mögulega þaðan á Kvíabryggju eða Sogn. 22.2.2012 23:06
Líf og fjör á Öskudegi - myndir Það var líf og fjör á Öskudeginum í dag eins og við mátti búast. Fjöldi barna klæddu sig upp í furðulega búninga og slógu köttinn úr tunnunni auk þess sem farið var í viðamikla sælgætisleiðangra í tilefni dagsins. Þá var fjölmennt í Kringlunni í dag eins og meðfylgjandi myndir bera með sér. 22.2.2012 20:53
Formaður slitastjórnar Dróma: Segist aðeins hafa séð fimm kvartanir Formaður slitastjórnar Dróma, Hlynur Jónsson, segir félagið aðeins hafa fengið að sjá fimm kvartanir á tveimur fundum sem félagið hefur átt með Umboðsmanni skuldara. 22.2.2012 20:07
Nýjar Þjórsárvirkjanir gætu skilað yfir 20 milljörðum á ári Virkjanir í Þjórsá, sem stjórnarflokkarnir ræða nú um að falla frá eða setja á bið, gætu skilað Landsvirkjun yfir tuttugu milljarða króna tekjum á hverju ári í framtíðinni. Búrfellsvirkjun er sennilega gott dæmi um gullkvörn en það orð notaði Steingrímur J. Sigfússon, þáverandi fjármálaráðherra, um Landsvirkjun fyrir rúmu ári. 22.2.2012 19:30