Fleiri fréttir Hættuástand þegar fjórtán manna fiskiskip varð stjórnvana Fiskiskipið Páll-Jónsson GK-007 varð stjórnvana um fimmleytið í dag þegar skipið var í innsiglingu út frá Grindavík með 14 í áhöfn. Þó var hægt að stýra skipinu að einhverju leyti með hliðarskrúfum. Óskað var eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar og varðstjórar í stjórnstöð kölluðu strax út með mesta forgang björgunarskip Slysvarnarfélagsins Landsbjargar, Odd V. Gíslason og björgunarsveitina í Grindavík. Þá var þyrla LHG einnig kölluð út á mesta forgang. 19.2.2012 18:14 Farþegi réðst á leigubílstjóra Farþegi réðst á leigubílstjóra á höfuðborgarsvæðinu á þriðja tímanum í dag á meðan bílstjórinn var að keyra. Bílstjórinn náði að gera leigubílastöðinni viðvart og komst hann að lögreglustöðinni við Dalveg í Kópavogi þar sem árásarmaðurinn var handtekinn. Hann mun vera undir áhrifum lyfja eða fíkniefna og var færður í fangageymslu. Skýrsla verður tekin af honum þegar rennur af honum. 19.2.2012 16:36 Fundað með Samtökum fjármálafyrirtækja um vaxtadóm Helgi Hjörvar, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, gerir ráð fyrir að nefndin muni funda með Samtökum fjármálafyrirtækja í fyrramálið til að fara yfir stöðu mála eftir vaxtadóminn sem Hæstiréttur kvað upp á miðvikudag. Samkvæmt dómnum máttu lánastofnanir ekki rukka lántaka um seðlabankavexti fyrir gengistryggð lán fyrir þann tíma sem liðinn var áður en lánin voru dæmd ólögleg. 19.2.2012 14:31 Braut upp útidyrahurð hjá fyrrverandi unnustu Karlmaður braut upp útidyrahurð hjá fyrrverandi kærustu sinni á Laugavegi á fimmta tímanum í nótt. Hann vildi eitthvað ræða við konuna en að sögn lögreglu var hún ekki eins áfjáð um að eiga samræður við hann og kallaði því til lögreglu sem vísaði manninum frá. Kallað var til smiðs sem sá um að dyrunum væri lokað. 19.2.2012 11:08 Björgunarbátar könnuðu ástands báts við Garðskaga Tveir björgunarbátar Landsbjargar frá Hafnarfirði voru sendir af stað um hálfníuleytið í gær þegar sjálfvirkar staðsetningar báts sem staddur var um 20 milur norður af Gaðskaga hættu að skila sér. Reynt var að ná sambandi við bátinn eftir öllum mögulegum fjarskiptaleiðum og farsíma án árangurs. Hægt var þó að kalla fram staðsetningu á handvirkan hátt frá staðsetningartækjum bátsins 19.2.2012 09:29 Stöðvuðu unglingasamkvæmi á Eiðistorgi Mjög ölvaður ökumaður ók bíl á staur á Gullinbrú við Grafarvog á þriðja tímanum í nótt. Ekki vildi betur til en svo að eldur kviknaði í bílnum en leigubílstjóri sem átti leið hjá náði að slökkva hann með handslökkvitæki. Ökumanninn sakaði ekki, en hann var handtekinn og gisti fangageymslur í nótt. Bíllinn er ónýtur og staurinn skemmdur. 19.2.2012 09:00 Eldfjall fékk flest verðlaun Kvikmyndin Eldfjall fékk flest verðlaun á Edduhátíðinni í kvöld, en myndin var valin besta kvikmynd ársins, Theodór Júlíusson fékk verðlaun sem besti leikari í aðalhlutverki, Rúnar Rúnarsson var valinn leikstjóri ársins og myndin fékk verðlaun fyrir besta handrit. 18.2.2012 21:42 Skaði er stuttmynd ársins Stuttmyndin Skaði var valin stuttmynd ársins á Eddunni sem fram fer í kvöld. Það voru þeir Sigurjón Kjartansson og Óskar Jónasson sem afhentu verðlaunin. Verðlaunin verða svo afhent þegar líður á kvöldið. Landinn var valinn frétta- eða viðtalsþáttur ársins. 18.2.2012 20:15 Líst vel á að stjórnlagaráð komi aftur saman Gísla Tryggvasyni, lögfræðingi og stjórnlagaráðsfulltrúa, líst vel á hugmyndir meirihluta stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis þess efnis að stjórnlagaráð komi saman á fjögurra daga fundi í byrjun mars. Tilgangur fundarins verður að fara yfir spurningar og tillögur stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar að mögulegum breytingum á frumvarpinu. Gísli vill jafnframt að stjórnlagaráð fái frekara tækifæri til að kynna sjónarmið sín fyrir almenningi, svo sem í sjónvarpi. 18.2.2012 15:43 Safnasafnið fékk Eyrarrósina Safnasafnið - Alþýðulistasafn Íslands á Svalbarðsströnd fékk afhenta Eyrarrósina við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag. Aðstandendur safnsins fengu veglegan verðlaunagrip sem hannaður er af Steinunni Þórarinsdóttur listamanni og 1,5 milljónir króna í verðlaunafé. Önnur verkefni sem voru tilnefnd eru Sjóræningjahúsið við Patreksfjörð og Tónlistarhátíðin Við Djúpið á Ísafirði. 18.2.2012 15:03 Biðja um frið fyrir Frosta snjókall Snjókarlinn Frosti á Ráðhústorgi á Akureyri hefur tekið gleði sína á ný því nefið hans, sem hvarf á dögunum, er fundið. Ekki nóg með það því annað nef sem hvarf af honum fyrr í vikunni fannst einnig og hafði því verið dröslað til Dalvíkur. 18.2.2012 13:12 Katrín Jakobsdóttir setur háskóladaginn Háskóladagurinn fer fram í dag og því má búast við margmenni í húsakynnum Háskóla Íslands og húsakynnum annarra háskóla á landinu þegar líður á daginn. Á þessum degi kynna háskólar nám sitt og starfsemi með fjölbreyttum og skemmtilegum hætti. Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra mun setja daginn í Háskólanum í Reykjavík klukkan tólf á hádegi. Þar verða rektorar allra skólanna saman komnir. Á eftir því mun ráðherra afhenda verðlaun vegna Hugmyndasamkeppni HR. Þá mun hún opna Vísindasmiðju Háskóla Íslands með formlegum hætti í Háskólabíói klukkan eitt. 18.2.2012 09:39 Lögreglan stöðvaði par með þvottavél Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók par sem var að bera þvottavél úr fjölbýlishúsi um klukkan hálfþrjú í nótt. Maðurinn hljóp af vettvangi áður en lögregla kom en gaf sig síðar fram við lögreglu. Parið var vistað í fangageymslu og verður þar þangað til hægt verður að ræða við þau. 18.2.2012 09:04 Pétur Jóhann mætti á Edduna í hlébarðabúningi Pétur Jóhann Sigfússon skemmtikraftur stal senunni á Eddunni í kvöld þegar að hann afhenti bestu leikkonu ársins verðlaun ásamt Þorsteini Guðmundssyni leikara. Pétur fetaði þannig í fótspor Bjarnheiðar Hannesdóttur sem vakti gríðarlega athygli í fyrra þegar hún afhenti verðlaun fyrir vin sinn í þessum sama galla á Eddunni. "Bjarnheiður Hannesdóttir sá sér ekki fært að mæta þannig að ég hringdi í hana,“ sagði Pétur Jóhann og tók fram að hann teldi nú að gallinn hefði farið betur á Bjarnheiði en honum sjálfum. "Því er er ekki að neita,“ sagði hann. 18.2.2012 21:05 Þörf á breyttri stefnu gagnvart arabalöndunum Áhrif Vesturlanda í arabalöndum eru sífellt að dvína að mati Jordi Vaquer i Fanes, forstöðumanns alþjóðamálastofnunar háskólans í Barcelona, sem hélt nýlega fyrirlestur í Háskóla Íslands um stefnu og stöðu Evrópusambandsins í heimshlutanum í kjölfar arabíska vorsins. Stefnubreytingar sé því þörf. 18.2.2012 08:30 Vinna verkefnisstjórnar gildi Samorka – samtök orku- og veitufyrirtækja á Íslandi, samþykkti ályktun á aðalfundi sínum í gær þar sem vonbrigðum er lýst af stöðu rammaáætlunar um vernd og nýtingu náttúrusvæða. Samorka vill að stuðst verði við faglega röðun verkefnisstjórnar frá því í júní 2011. 18.2.2012 08:30 Trufla starfsemi Leitarstöðvar Konur með aðrar silíkonfyllingar en hina umdeildu PIP púða leita nú í auknum mæli til Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins eftir ómskoðun, segir yfirlæknir á stöðinni. 18.2.2012 08:00 Vilja að ráðherra hlutist til Hópur foreldra barna í Hamra- og Húsaskóla í Grafarvogi óskaði eftir því við Katrínu Jakobsdóttur menntamálaráðherra á fimmtudag að hún skoði sameiningu skólanna. Unglingadeildir skólanna eiga að sameinast Foldaskóla í haust. 18.2.2012 08:00 Takmarkanir hafa lítil áhrif á RÚV Meðallengd sjónvarpsauglýsinga hjá Ríkisútvarpinu er mun styttri en þær takmarkanir sem eru í nýju frumvarpi. Ráðherra segir frumvarpið geta breyst ef athugasemdir gefa tilefni til þess. Það verður lagt fram í byrjun mars. 18.2.2012 07:30 Rök Íslands skynsamleg Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra segir að Íslendingar hafi sett fram skynsamleg rök í nýafstöðnum viðræðum við Noreg og ESB um makrílveiðar. 18.2.2012 07:30 Reiðubúin að opna Skálafell Borgarráð hefur samþykkt að verja 2,5 milljónum króna til að unnt sé að opna skíðasvæðið í Skálafelli út veturinn. Tilskilið er þó að hin sveitarfélögin, sem hlut eiga að máli, setji einnig fé í verkefnið. 18.2.2012 07:00 Mun fleiri nota hjól eingöngu Mikil aukning hefur orðið á hjólreiðum í Reykjavík, samkvæmt nýrri og viðamikilli ferðavenjukönnun. 3,8% aðspurðra fara allra ferða sinna á reiðhjóli, en aðeins 0,8% svöruðu á þennan veg árið 2002 þegar sambærileg könnun var gerð. 18.2.2012 07:00 Grænir skyndibílar klárir fyrir sumarið Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Northern Lights Energy (NLE) stefnir á að hefja rekstur skyndibílakerfis á höfuðborgarsvæðinu strax í sumar. Fréttablaðið hefur að undanförnu fjallað um hugmyndir nokkurra fyrirtækja sem hafa áhuga á að koma slíku kerfi á, en Gísli Gíslason, stjórnarformaður NLE, segir í samtali við Fréttablaðið að fyrirtækið hafi unnið lengi að svipuðu verkefni og muni hefja skyndibílarekstur í sumar, bæði fyrir fyrirtæki og einstaklinga. 18.2.2012 06:30 Hófu byggingu stúdentagarða Framkvæmdir hófust í gær við byggingu nýrra stúdentagarða á lóð Háskóla Íslands. Framkvæmdirnar eru stærstu byggingaframkvæmdir á Íslandi frá haustinu 2008, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. 18.2.2012 06:30 Buðu sama 7% kvótann í makríl aftur Noregur og ESB komu ekki fram með neitt nýtt í viðræðum um skiptingu kvóta á makrílfundinum í Reykjavík. Því er blásið á yfirlýsingar ESB og Noregs um skort á samningsvilja Íslands og Færeyinga. 18.2.2012 06:00 Barnabækur rifnar úr hillum bókasafns Fleira fólk leggur leið sína á Amtsbókasafnið á Akureyri en áður. Starfsfólkið tengir fjölgunina við umræðu um lestur barna. Mjög ánægjulegt að fólk skuli bregðast við og lesa fyrir börnin, segir Hólmsteinn Hreinsson amtsbókavörður. 18.2.2012 05:30 Bílum beint um bráðabirgðaveg Umferð um Reykjanesbraut við Straumsvík verður frá og með deginum í dag beint um bráðabirgðarveg. 18.2.2012 05:30 Mattel framleiðir svifbretti Leikfangaframleiðandinn Mattel hefur hafið framleiðslu á eftirlíkingu af svifbrettinu sem Marty McFly notaði í kvikmyndunum vinsælu Back to the Future. Því miður svífa brettin ekki en aðdáendur kvikmyndanna geta eflaust sætt sig við það. 17.2.2012 23:46 Stjarneðlisfræðingar endurskapa "Hin miklu umbrot" Stjarneðlisfræðingar hafa endurskapað risavaxna sprengingu sem átti sér stað fyrir 150 árum. Sprengingin var svo öflug að hún sást frá jörðinni árum saman. 17.2.2012 22:53 Göngumennirnir heilir á húfi Björgunarþyrla Landhelgisgæslunnar, TF-GNÁ, lenti með þrjá göngumenn á Hvolsvelli nú fyrir stuttu. Mennirnir þrír lentu í sjálfheldu í hlíðum Eyjafjallajökuls fyrr í kvöld. 17.2.2012 23:09 Göngumenn í sjálfheldu á Eyjafjallajökli Þrír göngumenn lentu í sjálfheldu í hlíðum Eyjafjallajökul í kvöld. Björgunarþyrlan Kná var kölluð út í kjölfarið og lagði af stað frá Reykjavík stuttu seinna. 17.2.2012 22:39 "Stjórnvöld og fjármálastofnanir beittu efnahagslegu ofbeldi" Hagsmunasamtök heimilanna fagna niðurstöðu Hæstaréttar varðandi gengistryggð lán. Í tilkynningu frá samtökunum segir að stjórnvöld og fjármálastofnanir landsins hafi beitt tugi þúsunda heimila efnahagslegu ofbeldi með verkum sínum. 17.2.2012 20:15 Slást um að kaupa gull af Íslendingum Slegist var um að kaupa gull af Íslendingum á hóteli í Reyjavík í dag. Gullkaupmenn segja óvenjumarga vera að reyna að selja dýrgripina sína. 17.2.2012 19:45 Flugskýli Icelandair hrópar á fleiri flugvirkja Hlutfall Suðurnesjamanna í viðhaldsstöð Icelandair á Keflavíkurflugvelli hefur fimmfaldast frá því flugskýlið var opnað. Skortur er nú á flugvirkjum. Það þótti ekki endilega sjálfsögð ákvörðun hjá Icelandair fyrir rúmum tuttugu árum að byggja upp fullkomna viðhaldsstöð fyrir flugflota sinn á Íslandi. 17.2.2012 19:32 Biður fólk um að sýna þolinmæði vegna dóms Hæstaréttar Efnahags- og viðskiptaráðherra segir svigrúm bankanna til afskrifta ekki vera meira þrátt fyrir að þeir geti tekið á sig tug milljarða tjón vegna gengistryggðra lána. Það sé algjörlega óskylt almennri niðurfærslu lána. Forsætisráðherra segir fólk þurfa að sýna þolinmæði. 17.2.2012 19:30 Gamlinginn verður kvikmyndaður Sigurjón Sighvatsson hefur tryggt sér kvikmyndaréttinn á metsölubókinni Gamlingjanum. Myndin er væntanleg í kvikmyndahús undir lok næsta árs. 17.2.2012 19:00 Hefur áhyggjur af gerð rammaáætlunar Orkufyrirtækin eru ósátt við hversu langan tíma það hefur tekið að klára rammaáætlun um vernd og nýtingu náttúruauðlinda og óttast að málið dagi uppi á Alþingi. 17.2.2012 18:29 Ákærðir vegna skotárásar í Bryggjuhverfinu Þrír menn hafa verið ákærðir fyrir aðild sína að skotárás í Bryggjuhverfinu í nóvember síðastliðnum. 17.2.2012 18:14 Steypubíll rann út af vegi á Akureyri Ökumaður steypubíls á Akureyri þvertók fyrir að fara í snemmbúið helgarfrí þegar bíll hans rann út af veginum við Glerá í dag. Atvikið átti sér stað um tvöleytið og var beltagrafa notuð til að koma steypubílnum aftur upp á veginn. 17.2.2012 17:56 Greiðslukortið er á leið í snjallsímann Viðar Þorkelsson, forstjóri Valitor, segir að Ísland sé leiðandi í þróun á greiðslumöguleikum í gegnum snjallsíma. Viðar var gestur í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis í dag. 17.2.2012 17:34 Óvægin fjölmiðlaumfjöllun ekki ástæða til refsilækkunar Óvægin fjölmiðlaumfjöllun um mál Baldurs Guðlaugssonar gat ekki haft áhrif til refsilækkunar, segir í dómi Hæstaréttar sem kveðinn var upp í dag. 17.2.2012 15:33 Ríkissaksóknari: Dómurinn skýr og mikilvægt fordæmi Niðurstaða Hæstaréttar í máli ákæruvaldsins á hendur Baldri Guðlaugssyni er í takt við það sem ákæruvaldið lagði upp með. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sigríði J. Friðjónsdóttur, ríkissaksóknara. 17.2.2012 15:10 Mikil aukning á hjólreiðum í Reykjavík Mikil aukning hefur orðið á hjólreiðum í Reykjavík samkvæmt nýrri og viðamikilli ferðavenjukönnun sem gerð hefur verið fyrir höfuðborgarsvæðið. 3,8% aðspurðra fara allra ferða sinna á reiðhjóli, en aðeins 0,8 % svöruðu á þennan veg árið 2002 þegar sambærileg könnun var gerð. Talan hækkar í 4,6% ef aðeins svör Reykvíkinga eru skoðuð. Flestar ferðir voru farnar á reiðhjóli í Miðborginni, Vesturbæ, Laugardal og Árbæ eða 6-7%. 61% aðspurðra segjast hjóla allt árið um kring eða hluta úr ári, en 39% aldrei. 17.2.2012 14:06 Ólafur Börkur vildi vísa málinu frá Einn dómari skilaði sérákvæði í Hæstarétti í dag í máli Baldurs Guðlaugssonar. Það var Ólafur Börkur Þorvaldsson. Hann vildi vísa málinu frá dómi. Í þeim hluta sératkvæðisins er hann fjallar um efnislega hlið málsins kemst hann jafnframt að þeirri niðurstöðu að ef ekki séu efni til að vísa málinu frá dómi, beri að sýkna. 17.2.2012 13:50 Fjöldi ökumanna ók of hratt á Neshaganum Brot 51 ökumanns var myndað á Neshaga í Reykjavík í gær. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Neshaga í vesturátt, við Melaskóla. 17.2.2012 12:47 Sjá næstu 50 fréttir
Hættuástand þegar fjórtán manna fiskiskip varð stjórnvana Fiskiskipið Páll-Jónsson GK-007 varð stjórnvana um fimmleytið í dag þegar skipið var í innsiglingu út frá Grindavík með 14 í áhöfn. Þó var hægt að stýra skipinu að einhverju leyti með hliðarskrúfum. Óskað var eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar og varðstjórar í stjórnstöð kölluðu strax út með mesta forgang björgunarskip Slysvarnarfélagsins Landsbjargar, Odd V. Gíslason og björgunarsveitina í Grindavík. Þá var þyrla LHG einnig kölluð út á mesta forgang. 19.2.2012 18:14
Farþegi réðst á leigubílstjóra Farþegi réðst á leigubílstjóra á höfuðborgarsvæðinu á þriðja tímanum í dag á meðan bílstjórinn var að keyra. Bílstjórinn náði að gera leigubílastöðinni viðvart og komst hann að lögreglustöðinni við Dalveg í Kópavogi þar sem árásarmaðurinn var handtekinn. Hann mun vera undir áhrifum lyfja eða fíkniefna og var færður í fangageymslu. Skýrsla verður tekin af honum þegar rennur af honum. 19.2.2012 16:36
Fundað með Samtökum fjármálafyrirtækja um vaxtadóm Helgi Hjörvar, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, gerir ráð fyrir að nefndin muni funda með Samtökum fjármálafyrirtækja í fyrramálið til að fara yfir stöðu mála eftir vaxtadóminn sem Hæstiréttur kvað upp á miðvikudag. Samkvæmt dómnum máttu lánastofnanir ekki rukka lántaka um seðlabankavexti fyrir gengistryggð lán fyrir þann tíma sem liðinn var áður en lánin voru dæmd ólögleg. 19.2.2012 14:31
Braut upp útidyrahurð hjá fyrrverandi unnustu Karlmaður braut upp útidyrahurð hjá fyrrverandi kærustu sinni á Laugavegi á fimmta tímanum í nótt. Hann vildi eitthvað ræða við konuna en að sögn lögreglu var hún ekki eins áfjáð um að eiga samræður við hann og kallaði því til lögreglu sem vísaði manninum frá. Kallað var til smiðs sem sá um að dyrunum væri lokað. 19.2.2012 11:08
Björgunarbátar könnuðu ástands báts við Garðskaga Tveir björgunarbátar Landsbjargar frá Hafnarfirði voru sendir af stað um hálfníuleytið í gær þegar sjálfvirkar staðsetningar báts sem staddur var um 20 milur norður af Gaðskaga hættu að skila sér. Reynt var að ná sambandi við bátinn eftir öllum mögulegum fjarskiptaleiðum og farsíma án árangurs. Hægt var þó að kalla fram staðsetningu á handvirkan hátt frá staðsetningartækjum bátsins 19.2.2012 09:29
Stöðvuðu unglingasamkvæmi á Eiðistorgi Mjög ölvaður ökumaður ók bíl á staur á Gullinbrú við Grafarvog á þriðja tímanum í nótt. Ekki vildi betur til en svo að eldur kviknaði í bílnum en leigubílstjóri sem átti leið hjá náði að slökkva hann með handslökkvitæki. Ökumanninn sakaði ekki, en hann var handtekinn og gisti fangageymslur í nótt. Bíllinn er ónýtur og staurinn skemmdur. 19.2.2012 09:00
Eldfjall fékk flest verðlaun Kvikmyndin Eldfjall fékk flest verðlaun á Edduhátíðinni í kvöld, en myndin var valin besta kvikmynd ársins, Theodór Júlíusson fékk verðlaun sem besti leikari í aðalhlutverki, Rúnar Rúnarsson var valinn leikstjóri ársins og myndin fékk verðlaun fyrir besta handrit. 18.2.2012 21:42
Skaði er stuttmynd ársins Stuttmyndin Skaði var valin stuttmynd ársins á Eddunni sem fram fer í kvöld. Það voru þeir Sigurjón Kjartansson og Óskar Jónasson sem afhentu verðlaunin. Verðlaunin verða svo afhent þegar líður á kvöldið. Landinn var valinn frétta- eða viðtalsþáttur ársins. 18.2.2012 20:15
Líst vel á að stjórnlagaráð komi aftur saman Gísla Tryggvasyni, lögfræðingi og stjórnlagaráðsfulltrúa, líst vel á hugmyndir meirihluta stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis þess efnis að stjórnlagaráð komi saman á fjögurra daga fundi í byrjun mars. Tilgangur fundarins verður að fara yfir spurningar og tillögur stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar að mögulegum breytingum á frumvarpinu. Gísli vill jafnframt að stjórnlagaráð fái frekara tækifæri til að kynna sjónarmið sín fyrir almenningi, svo sem í sjónvarpi. 18.2.2012 15:43
Safnasafnið fékk Eyrarrósina Safnasafnið - Alþýðulistasafn Íslands á Svalbarðsströnd fékk afhenta Eyrarrósina við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag. Aðstandendur safnsins fengu veglegan verðlaunagrip sem hannaður er af Steinunni Þórarinsdóttur listamanni og 1,5 milljónir króna í verðlaunafé. Önnur verkefni sem voru tilnefnd eru Sjóræningjahúsið við Patreksfjörð og Tónlistarhátíðin Við Djúpið á Ísafirði. 18.2.2012 15:03
Biðja um frið fyrir Frosta snjókall Snjókarlinn Frosti á Ráðhústorgi á Akureyri hefur tekið gleði sína á ný því nefið hans, sem hvarf á dögunum, er fundið. Ekki nóg með það því annað nef sem hvarf af honum fyrr í vikunni fannst einnig og hafði því verið dröslað til Dalvíkur. 18.2.2012 13:12
Katrín Jakobsdóttir setur háskóladaginn Háskóladagurinn fer fram í dag og því má búast við margmenni í húsakynnum Háskóla Íslands og húsakynnum annarra háskóla á landinu þegar líður á daginn. Á þessum degi kynna háskólar nám sitt og starfsemi með fjölbreyttum og skemmtilegum hætti. Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra mun setja daginn í Háskólanum í Reykjavík klukkan tólf á hádegi. Þar verða rektorar allra skólanna saman komnir. Á eftir því mun ráðherra afhenda verðlaun vegna Hugmyndasamkeppni HR. Þá mun hún opna Vísindasmiðju Háskóla Íslands með formlegum hætti í Háskólabíói klukkan eitt. 18.2.2012 09:39
Lögreglan stöðvaði par með þvottavél Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók par sem var að bera þvottavél úr fjölbýlishúsi um klukkan hálfþrjú í nótt. Maðurinn hljóp af vettvangi áður en lögregla kom en gaf sig síðar fram við lögreglu. Parið var vistað í fangageymslu og verður þar þangað til hægt verður að ræða við þau. 18.2.2012 09:04
Pétur Jóhann mætti á Edduna í hlébarðabúningi Pétur Jóhann Sigfússon skemmtikraftur stal senunni á Eddunni í kvöld þegar að hann afhenti bestu leikkonu ársins verðlaun ásamt Þorsteini Guðmundssyni leikara. Pétur fetaði þannig í fótspor Bjarnheiðar Hannesdóttur sem vakti gríðarlega athygli í fyrra þegar hún afhenti verðlaun fyrir vin sinn í þessum sama galla á Eddunni. "Bjarnheiður Hannesdóttir sá sér ekki fært að mæta þannig að ég hringdi í hana,“ sagði Pétur Jóhann og tók fram að hann teldi nú að gallinn hefði farið betur á Bjarnheiði en honum sjálfum. "Því er er ekki að neita,“ sagði hann. 18.2.2012 21:05
Þörf á breyttri stefnu gagnvart arabalöndunum Áhrif Vesturlanda í arabalöndum eru sífellt að dvína að mati Jordi Vaquer i Fanes, forstöðumanns alþjóðamálastofnunar háskólans í Barcelona, sem hélt nýlega fyrirlestur í Háskóla Íslands um stefnu og stöðu Evrópusambandsins í heimshlutanum í kjölfar arabíska vorsins. Stefnubreytingar sé því þörf. 18.2.2012 08:30
Vinna verkefnisstjórnar gildi Samorka – samtök orku- og veitufyrirtækja á Íslandi, samþykkti ályktun á aðalfundi sínum í gær þar sem vonbrigðum er lýst af stöðu rammaáætlunar um vernd og nýtingu náttúrusvæða. Samorka vill að stuðst verði við faglega röðun verkefnisstjórnar frá því í júní 2011. 18.2.2012 08:30
Trufla starfsemi Leitarstöðvar Konur með aðrar silíkonfyllingar en hina umdeildu PIP púða leita nú í auknum mæli til Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins eftir ómskoðun, segir yfirlæknir á stöðinni. 18.2.2012 08:00
Vilja að ráðherra hlutist til Hópur foreldra barna í Hamra- og Húsaskóla í Grafarvogi óskaði eftir því við Katrínu Jakobsdóttur menntamálaráðherra á fimmtudag að hún skoði sameiningu skólanna. Unglingadeildir skólanna eiga að sameinast Foldaskóla í haust. 18.2.2012 08:00
Takmarkanir hafa lítil áhrif á RÚV Meðallengd sjónvarpsauglýsinga hjá Ríkisútvarpinu er mun styttri en þær takmarkanir sem eru í nýju frumvarpi. Ráðherra segir frumvarpið geta breyst ef athugasemdir gefa tilefni til þess. Það verður lagt fram í byrjun mars. 18.2.2012 07:30
Rök Íslands skynsamleg Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra segir að Íslendingar hafi sett fram skynsamleg rök í nýafstöðnum viðræðum við Noreg og ESB um makrílveiðar. 18.2.2012 07:30
Reiðubúin að opna Skálafell Borgarráð hefur samþykkt að verja 2,5 milljónum króna til að unnt sé að opna skíðasvæðið í Skálafelli út veturinn. Tilskilið er þó að hin sveitarfélögin, sem hlut eiga að máli, setji einnig fé í verkefnið. 18.2.2012 07:00
Mun fleiri nota hjól eingöngu Mikil aukning hefur orðið á hjólreiðum í Reykjavík, samkvæmt nýrri og viðamikilli ferðavenjukönnun. 3,8% aðspurðra fara allra ferða sinna á reiðhjóli, en aðeins 0,8% svöruðu á þennan veg árið 2002 þegar sambærileg könnun var gerð. 18.2.2012 07:00
Grænir skyndibílar klárir fyrir sumarið Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Northern Lights Energy (NLE) stefnir á að hefja rekstur skyndibílakerfis á höfuðborgarsvæðinu strax í sumar. Fréttablaðið hefur að undanförnu fjallað um hugmyndir nokkurra fyrirtækja sem hafa áhuga á að koma slíku kerfi á, en Gísli Gíslason, stjórnarformaður NLE, segir í samtali við Fréttablaðið að fyrirtækið hafi unnið lengi að svipuðu verkefni og muni hefja skyndibílarekstur í sumar, bæði fyrir fyrirtæki og einstaklinga. 18.2.2012 06:30
Hófu byggingu stúdentagarða Framkvæmdir hófust í gær við byggingu nýrra stúdentagarða á lóð Háskóla Íslands. Framkvæmdirnar eru stærstu byggingaframkvæmdir á Íslandi frá haustinu 2008, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. 18.2.2012 06:30
Buðu sama 7% kvótann í makríl aftur Noregur og ESB komu ekki fram með neitt nýtt í viðræðum um skiptingu kvóta á makrílfundinum í Reykjavík. Því er blásið á yfirlýsingar ESB og Noregs um skort á samningsvilja Íslands og Færeyinga. 18.2.2012 06:00
Barnabækur rifnar úr hillum bókasafns Fleira fólk leggur leið sína á Amtsbókasafnið á Akureyri en áður. Starfsfólkið tengir fjölgunina við umræðu um lestur barna. Mjög ánægjulegt að fólk skuli bregðast við og lesa fyrir börnin, segir Hólmsteinn Hreinsson amtsbókavörður. 18.2.2012 05:30
Bílum beint um bráðabirgðaveg Umferð um Reykjanesbraut við Straumsvík verður frá og með deginum í dag beint um bráðabirgðarveg. 18.2.2012 05:30
Mattel framleiðir svifbretti Leikfangaframleiðandinn Mattel hefur hafið framleiðslu á eftirlíkingu af svifbrettinu sem Marty McFly notaði í kvikmyndunum vinsælu Back to the Future. Því miður svífa brettin ekki en aðdáendur kvikmyndanna geta eflaust sætt sig við það. 17.2.2012 23:46
Stjarneðlisfræðingar endurskapa "Hin miklu umbrot" Stjarneðlisfræðingar hafa endurskapað risavaxna sprengingu sem átti sér stað fyrir 150 árum. Sprengingin var svo öflug að hún sást frá jörðinni árum saman. 17.2.2012 22:53
Göngumennirnir heilir á húfi Björgunarþyrla Landhelgisgæslunnar, TF-GNÁ, lenti með þrjá göngumenn á Hvolsvelli nú fyrir stuttu. Mennirnir þrír lentu í sjálfheldu í hlíðum Eyjafjallajökuls fyrr í kvöld. 17.2.2012 23:09
Göngumenn í sjálfheldu á Eyjafjallajökli Þrír göngumenn lentu í sjálfheldu í hlíðum Eyjafjallajökul í kvöld. Björgunarþyrlan Kná var kölluð út í kjölfarið og lagði af stað frá Reykjavík stuttu seinna. 17.2.2012 22:39
"Stjórnvöld og fjármálastofnanir beittu efnahagslegu ofbeldi" Hagsmunasamtök heimilanna fagna niðurstöðu Hæstaréttar varðandi gengistryggð lán. Í tilkynningu frá samtökunum segir að stjórnvöld og fjármálastofnanir landsins hafi beitt tugi þúsunda heimila efnahagslegu ofbeldi með verkum sínum. 17.2.2012 20:15
Slást um að kaupa gull af Íslendingum Slegist var um að kaupa gull af Íslendingum á hóteli í Reyjavík í dag. Gullkaupmenn segja óvenjumarga vera að reyna að selja dýrgripina sína. 17.2.2012 19:45
Flugskýli Icelandair hrópar á fleiri flugvirkja Hlutfall Suðurnesjamanna í viðhaldsstöð Icelandair á Keflavíkurflugvelli hefur fimmfaldast frá því flugskýlið var opnað. Skortur er nú á flugvirkjum. Það þótti ekki endilega sjálfsögð ákvörðun hjá Icelandair fyrir rúmum tuttugu árum að byggja upp fullkomna viðhaldsstöð fyrir flugflota sinn á Íslandi. 17.2.2012 19:32
Biður fólk um að sýna þolinmæði vegna dóms Hæstaréttar Efnahags- og viðskiptaráðherra segir svigrúm bankanna til afskrifta ekki vera meira þrátt fyrir að þeir geti tekið á sig tug milljarða tjón vegna gengistryggðra lána. Það sé algjörlega óskylt almennri niðurfærslu lána. Forsætisráðherra segir fólk þurfa að sýna þolinmæði. 17.2.2012 19:30
Gamlinginn verður kvikmyndaður Sigurjón Sighvatsson hefur tryggt sér kvikmyndaréttinn á metsölubókinni Gamlingjanum. Myndin er væntanleg í kvikmyndahús undir lok næsta árs. 17.2.2012 19:00
Hefur áhyggjur af gerð rammaáætlunar Orkufyrirtækin eru ósátt við hversu langan tíma það hefur tekið að klára rammaáætlun um vernd og nýtingu náttúruauðlinda og óttast að málið dagi uppi á Alþingi. 17.2.2012 18:29
Ákærðir vegna skotárásar í Bryggjuhverfinu Þrír menn hafa verið ákærðir fyrir aðild sína að skotárás í Bryggjuhverfinu í nóvember síðastliðnum. 17.2.2012 18:14
Steypubíll rann út af vegi á Akureyri Ökumaður steypubíls á Akureyri þvertók fyrir að fara í snemmbúið helgarfrí þegar bíll hans rann út af veginum við Glerá í dag. Atvikið átti sér stað um tvöleytið og var beltagrafa notuð til að koma steypubílnum aftur upp á veginn. 17.2.2012 17:56
Greiðslukortið er á leið í snjallsímann Viðar Þorkelsson, forstjóri Valitor, segir að Ísland sé leiðandi í þróun á greiðslumöguleikum í gegnum snjallsíma. Viðar var gestur í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis í dag. 17.2.2012 17:34
Óvægin fjölmiðlaumfjöllun ekki ástæða til refsilækkunar Óvægin fjölmiðlaumfjöllun um mál Baldurs Guðlaugssonar gat ekki haft áhrif til refsilækkunar, segir í dómi Hæstaréttar sem kveðinn var upp í dag. 17.2.2012 15:33
Ríkissaksóknari: Dómurinn skýr og mikilvægt fordæmi Niðurstaða Hæstaréttar í máli ákæruvaldsins á hendur Baldri Guðlaugssyni er í takt við það sem ákæruvaldið lagði upp með. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sigríði J. Friðjónsdóttur, ríkissaksóknara. 17.2.2012 15:10
Mikil aukning á hjólreiðum í Reykjavík Mikil aukning hefur orðið á hjólreiðum í Reykjavík samkvæmt nýrri og viðamikilli ferðavenjukönnun sem gerð hefur verið fyrir höfuðborgarsvæðið. 3,8% aðspurðra fara allra ferða sinna á reiðhjóli, en aðeins 0,8 % svöruðu á þennan veg árið 2002 þegar sambærileg könnun var gerð. Talan hækkar í 4,6% ef aðeins svör Reykvíkinga eru skoðuð. Flestar ferðir voru farnar á reiðhjóli í Miðborginni, Vesturbæ, Laugardal og Árbæ eða 6-7%. 61% aðspurðra segjast hjóla allt árið um kring eða hluta úr ári, en 39% aldrei. 17.2.2012 14:06
Ólafur Börkur vildi vísa málinu frá Einn dómari skilaði sérákvæði í Hæstarétti í dag í máli Baldurs Guðlaugssonar. Það var Ólafur Börkur Þorvaldsson. Hann vildi vísa málinu frá dómi. Í þeim hluta sératkvæðisins er hann fjallar um efnislega hlið málsins kemst hann jafnframt að þeirri niðurstöðu að ef ekki séu efni til að vísa málinu frá dómi, beri að sýkna. 17.2.2012 13:50
Fjöldi ökumanna ók of hratt á Neshaganum Brot 51 ökumanns var myndað á Neshaga í Reykjavík í gær. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Neshaga í vesturátt, við Melaskóla. 17.2.2012 12:47