Fleiri fréttir Viðbrögð við kynferðisbrotum rædd Herra Karl Sigurbjörnsson biskup fundaði með dr. Marie Fortune og fagráði þjóðkirkjunnar á Biskupsstofu í gær. Eins og greint hefur verið frá er dr. Fortune stödd hér á landi til að halda námskeið og málþing á vegum þjóðkirkjunnar um kynferðisbrot innan kirkjunnar og viðbrögð hennar við því. 21.10.2011 04:00 Borgarahreyfingin ræðir við Hreyfinguna Ný stjórn Borgarahreyfingarinnar hefur samþykkt að ganga til viðræðna við þingflokk Hreyfingarinnar um samstarf. Þetta kemur fram í bloggfærslu Friðriks Þórs Guðmundssonar, stjórnarmanns í Borgarahreyfingunni. 21.10.2011 04:00 Batnandi staða en lánasöfn viðkvæm Staða stóru viðskiptabankanna þriggja hefur batnað talsvert síðustu misseri. Eiginfjárstaða bankanna er hlutfallslega góð og lausafjárstaða þeirra einnig. Þetta er mat Fjármálaeftirlitsins (FME) sem fjallaði um stöðu viðskiptabankanna á blaðamannafundi í gær. 21.10.2011 03:15 Bjarni Ben: "Hann er góður vinur minn, Davíð Oddsson" Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki upplifa skrif Morgunblaðsins þannig að Davíð Oddsson, fyrrverandi formaður flokksins, sé að anda ofan í hálsmálið á honum degi hverjum. 20.10.2011 19:00 Viðvörunarljós bilaði í vél Iceland Express Flugvél Iceland Express sem fór frá Keflavíkurflugvelli laust eftir klukkan fimm í kvöld til Alicante varð að lenda í Manchester í Bretlandi vegna viðvörunarljóss í stjórnborði flugvélarinnar sem gaf til kynna að eldur gæti verið laus í einu farangursrými hennar. Flugvélin lenti í Manchester um klukkan átta að íslenskum tíma og reyndist bilunin vera í viðvörunarljósinu sjálfu og því var aldrei nein raunveruleg hætta á ferðum. 20.10.2011 21:50 Hefur ekkert heyrt í Hönnu Birnu Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, gerir alveg eins ráð fyrir því að Hanna Birna Kristjánsdóttir bjóði sig fram gegn honum á landsfundi í nóvember. Hann er fullur sjálfstrausts fyrir landsfundinn en segist ekkert hafa rætt við Hönnu Birnu síðan í júlí. 20.10.2011 19:30 Bjarni Ben: Við munum draga allar skattahækkanir til baka Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að Sjálfstæðisflokkurinn leggi á það áherslu að allar skattahækkanir ríkisstjórnarinnar verði dregnar til baka, líka auðlegðarskatturinn. 20.10.2011 19:15 Lögðu hald á 2600 lítra af áfengi Tollurinn lagði hald á 2600 lítra af áfengi á síðasta ári og 150 þúsund sígarettur. Áætlað er að það séu aðeins um tíu prósent af því sem reynt er að smygla til landsins. 20.10.2011 19:00 Segir kreppuna geta seinkað uppbyggingu á Norðurlandi Forstjóri Landsvirkjunar getur engu lofað um uppbyggingu í Þingeyjarsýslum á næstunni og hefur verulegar áhyggjur af því að efnahagskreppan í Evrópu seinki framkvæmdum. Iðnaðarráðherrra segir að annað álfyrirtæki en Alcoa sé meðal fimm fyrirtækja í viðræðum um orkuna. 20.10.2011 18:45 Hæstiréttur staðfestir þriggja og hálfs árs nauðgunardóm Hæstiréttur Íslands staðfesti í dag þriggja og hálfs árs fangelsisdóm héraðsdóms yfir karlmanni sem þvingaði stúlku til samræðis og að hafa við sig munnmök. 20.10.2011 16:47 Sýknudómur í kynferðisbrotamáli ómerktur Hæstiréttur ómerkti og vísaði aftur í hérað sýknudómi yfir karlmanni sem var ákærður fyrir kynferðisbrot gegn fimmtán ára stúlku í þvottahúsi á heimili sínu. Manninum var gefið að sök að hafa káfað tvisvar innanklæða á rassi stúlkunnar Í héraðsdómi var komist að þeirri niðurstöðu að framburður vitna, sem báru að stúlkan hefði sagt þeim frá atvikinu, sýndi að stúlkan hefði verið sjálfri sér samkvæm. 20.10.2011 16:40 Össur vill reyna opna helming allra kafla fyrir áramót Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra átti í gærkvöldi fund með Stefan Füle, stækkunarstjóra Evrópusambandsins, sem er staddur hér á landi. 20.10.2011 16:13 Brjálaðist út af þvottinum og sló lögregluþjón Tæplega þrítugur karlmaður var dæmdur í tveggja mánaða óskilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag fyrir að slá lögreglumann hnefahöggi þegar hann ætlaði að rétta honum vatnsglas. 20.10.2011 15:46 Heiða Kristín: Það stefnir allt í hreinan meirihluta "Mér finnst þetta mjög áhugavert. Þetta er nokkurskonar þjófstart,“ segir Heiða Kristín Helgadóttir, sem ásamt Guðmundi Steingrímssyni, vinna að nokkurskonar systurframboði Besta flokksins til alþingiskosninga 2013. 20.10.2011 15:01 Húsleit eftir fíkniefnaakstur á Akureyri Í morgun stöðvaði lögreglan á Akureyri mann á fertugsaldri grunaðan um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna. Í framhaldinu var gerð húsleit á heimili hans þar sem fundust um 30 grömm af kannabisefnum auk tækja og tóla til fíkniefnaneyslu sem voru haldlögð. Maðurinn var látinn laus að lokinni yfirheyrslu og telst málið upplýst. Er þetta í fimmta skipti á stuttum tíma þar sem lögreglan á Akureyri stöðvar ökumann grunaðan um akstur undir áhrifum fíkniefna og framkvæmir í framhaldinu húsleitir þar sem í öllum tilfellum hefur verið lagt hald á fíkniefni. 20.10.2011 15:00 Sýknaður fyrir misheppnaða ránstilraun - dæmdur fyrir önnur rán Rétt tæplega tvítugur karlmaður hefur verið dæmdur í tólf mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir vopnuð rán, þjófnað, eignaspjöll og fíkniefnalagabrot. 20.10.2011 14:53 Unnu stórsigur á Egyptum Ísland vann stórsigur á Egyptum í Bridge nú rétt í þessu, 20-10 og bætti stöðu sína enn frekar í hópi efstu sveita á heimsmeistaramótinu sem nú stendur yfir í Hollandi. 20.10.2011 14:42 Garðeigendur hvattir til að klippa tré sem vaxa út fyrir lóðamörk Trjágróður sem vex út fyrir lóðamörk getur skapað óþægindi og jafnvel hættu fyrir gangandi og akandi vegfarendur og hvetur Reykjavíkurborg nú garðeigendur til að bregðast við og klippa tré sín svo þau hvorki hindri vegfarendur, hylji umferðarskilti né dragi úr götulýsingu. 20.10.2011 14:27 Fartölvum og iPod stolið Brotist var inn í fjóra bíla í Reykjavík og Kópavogi í gærkvöld og nótt. Úr þeim var stolið meðal annars fartölvum, greiðslukortum og iPod. Í tilkynningu ítrekar lögreglan að verðmæti séu ekki skilin eftir í bílum. Sé það óumflýjanlegt er mikilvægt að slíkir hlutir séu ekki í augsýn. 20.10.2011 14:09 Játaði vörslur á barnaníðsefni Ríkissaksóknari hefur ákært karlmann á fertugsaldri fyrir vörslu ljósmynda og hreyfimynda sem sýna börn á kynferðislegan og klámfenginn hátt. Maðurinn játaði sök fyrir dómi. 20.10.2011 14:00 Iðnaðarráðherra: Alcoa einnig áhugalausir Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra, gaf til kynna að áhugaleysi Alcoa hefði einnig orðið til þess að fyrirtækið ákvað að byggja ekki álver á Bakka nærri Húsavík í sérstökum umræðum um málið á Alþingi í dag. 20.10.2011 13:58 Loftpressa brann yfir í Mjóddinni Reykurinn sem barst upp úr kjallara í Mjóddinni um klukkan eitt í dag orsakaðist af því að loftpressa brann yfir. Enginn eldur myndaðist en nokkurn reyk lagði frá pressunni. Slökkviliðið vinnur nú að því að reykræsta kjallarann og er búist við því að slökkviliðsmenn ljúki störfum eftir um hálftíma. 20.10.2011 13:29 Reykur úr kjallara í Mjódd Reykur er úr kjallara í Mjóddinni. Allt tiltækt slökkvilið hefur verið sent á staðinn. Fyrstu fregnir hermdu að eldur hefði kviknað í kjallara verslunarinnar Nettó. Framkvæmdastjóri verslunarinnar hafði samband við Vísi og sagði reykinn koma úr kjallara verslunarhúsnæðis þar sem efnalaug. Svo virðist sem slökkviliðið sé búið að slökkva eldinn og sé að reykræsta húsið. 20.10.2011 13:01 Ákærð fyrir úlpuþjófnað Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur ákært tæplega tvítuga konu fyrir að stela rándýrum úlpum úr fatahengi í Valhúsaskóla á Seltjarnarnesi í nóvember í fyrra. 20.10.2011 13:00 Sjö mánaða fangelsi fyrir umfangsmikil fjársvik Tuttugu og fjögurra ára karlmaður hefur verið dæmdur í sjö mánaða fangelsi fyrir umfangsmikil fjársvik en hann sveik út vörur og þjónustu fyrir milljónir króna hjá ýmsum fyrirtækjum á höfuðborgarsvæðinu. Hann þarf að greiða á þriðju milljón króna í skaðabætur til fórnarlamba sinna. 20.10.2011 12:03 Bílasali dæmdur fyrir fjársvik Einn karlmaður var sakfelldur fyrir fjársvik og annar sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Mönnunum var gefið að sök að hafa rifið varahluti úr bílum í eigu fjármagnsfyrirtækjanna Avant og Lýsingar en voru í vörslu bílasölu sem var í eigu mannanna. Sá sem var dæmdur starfaði sem framkvæmdastjóri bílasölunnar. 20.10.2011 11:30 Um 33 prósent segja koma til greina að kjósa nýtt framboð Guðmundar Einn af hverjum þremur segir það koma til greina að kjósa nýtt framboð Guðmundar Steingrímssonar, samkvæmt skoðanakönnun sem MMR framkvæmdi 6. til 10 október síðastliðinn. Minnstur stuðningur við framboðið er meðal Sjálfstæismanna en mestur meðal Samfylkingarfólks. 20.10.2011 11:16 Framtíðarsýn á Þingvelli í hugmyndaleit Sumir vilja fækka mannvirkjum í þjóðgarðinum á Þingvöllum. Aðrir telja veitingastað nauðsyn. Nefndir eru sýningarskálar, siglingar og kláfur yfir Almannagjá í tillögum um framtíð friðlandsins. 20.10.2011 11:00 Hjón stefna DV og Jóhannesi Kr. fyrir brot á höfundarrétti Hjón hafa stefnt DV og Jóhannesi Kr. Kristjánssyni, þáverandi blaðamanni DV, fyrir að brot á höfundarrétti þegar hann á að hafa birt tvívegis tvær myndir í eigu hjónanna. 20.10.2011 10:50 Með raflostbyssu og testósteron í sprautu Karlmaður á á fertugsaldri hefur verið dæmdur í fangelsi í einn mánuð fyrir fíkniefnalagabrot og brot á vopnalögum. 20.10.2011 10:14 Rúm 36% treysta Jóhönnu best sem formanni Liðlega 36 prósent Samfylkingarmanna treysta Jóhönnu Sigurðardóttur best til að gegna formennsku flokksins og rúmlega 28 prósent Guðbjarti Hannessyni, heilbrigðisráðherra. 20.10.2011 08:13 Mikið að gera á hjólbarðaverkstæðum Mikið var að gera á hjólbarðaverkstæðum á Akureyri í gær þegar bíleigendur fóru að skipta yfri á vetrardekkin og þess varð líka vart á höfuðborgarsvæðinu, eftir fyrstu hálku vetrarins þar um slóðir. 20.10.2011 08:00 Leyndardómar góðrar kjötsúpu eru mismunandi Íslenski kjötsúpudagurinn er framundan um helgina á Skólavörðustíg. Hver kokkur þar á sitt leyndarmál við kjötsúpugerðina. 20.10.2011 07:38 Rolex telur ránið stórt á alþjóðavísu Úraránið í verslun Michelsen úrsmiða þykir stórt á alþjóðlegan mælikvarða Rolex. Listi yfir þau úr sem var rænt á mánudag hefur verið afhentur fyrirtækinu og lögreglu, að sögn Franks Michelsen úrsmiðs. Hann gefur ekki upp hversu mörgum úrum var stolið. Frank hefur lofað milljón krónum í verðlaun fyrir upplýsingar sem geta orðið til þess að ránið verði upplýst. Hann segist hafa fengið fjölda ábendinga en bendir fólki á að hafa samband við lögregluna ef það hefur upplýsingar um málið. 20.10.2011 07:15 Lögreglumaður skar sér hryggvöðva DÓMSMÁL Ríkissaksóknari hefur ákært varðstjóra í lögreglunni á Höfn í Hornafirði fyrir að misnota stöðu sína og verða sér með því úti um hryggjarvöðva úr hreindýri. Maðurinn neitaði sök við þingfestingu málsins fyrir Héraðsdómi Austurlands í fyrradag. 20.10.2011 07:00 Viljayfirlýsingar um orkuna fyrir norðan Þrjú fyrirtæki hafa undirritað viljayfirlýsingu við Landsvirkjun um nýtingu orkunnar í Þingeyjarsýslum, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Útboð er í gangi varðandi hönnun á mannvirkjum varðandi virkjanir við Bjarnarflag og Þeistareyki, sem samanlagt munu gefa 180 megavött. 20.10.2011 06:00 Mötuneyti skólanna sögð sem þrælabúðir „Vinnan í sumum mötuneytum er farin að líkjast meira þrælabúðum en eðlilegum vinnustað,“ segir í yfirlýsingu Samtaka faglærðra matreiðslumanna í grunnskólum Reykjavíkur. 20.10.2011 06:00 Frjókorn aldrei mælst fleiri Aldrei hafa verið fleiri frjókorn í lofti yfir Reykjavík en í sumar og á Akureyri mældust frjókorn yfir meðallagi. Niðurstöður frjómælinga hafa verið birtar á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands. 20.10.2011 06:00 Fimm hugmyndir íbúa skoðaðar á mánuði Íbúum Reykjavíkurborgar gefst kostur á að hafa bein áhrif á borgarmálin í gegnum vefinn Betri Reykjavík sem hleypt var af stokkunum í gær á slóðinni betrireykjavik.is. 20.10.2011 05:00 Biskup lýsti djúpri sorg vegna mistaka Um 150 manns tóku þátt í námskeiði á vegum þjóðkirkjunnar í Neskirkju í gær. Dr. Marie M. Fortune fræddi viðstadda um kynferðislegt ofbeldi í samhengi kirkju og trúfélaga og rétt viðbrögð við því. 20.10.2011 04:00 Rými Sögusafnsins verður ekki selt Sá hluti Perlunnar þar sem Sögusafnið er rekið er ekki til sölu, segir Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitu Reykjavíkur. Eins og kunnugt er voru tilboð í Perluna opnuð í gær og kom þá í ljós að sex tilboð hafa borist. Ekki er vitað hvernig þau líta út. 19.10.2011 22:53 Innleiða meiri aga við fjárlagagerð Fjárlaganefnd Alþingis ætlar að innleiða meiri aga og betri vinnubrögð við fjárlagagerð. Þetta kemur fram í áliti fjárlaganefndar frá því í september vegna skýrslu Ríkisendurskoðunar um ríkisreikning fyrir árið 2009. 19.10.2011 22:43 Eigandi Sögusafnsins kvíðir sölu Perlunnar Eigandi Sögusafnsins í Perlunni segist lifa milli vonar og ótta um að þurfa ekki að yfirgefa Perluna ef hún verður seld. Sögusafnið er hannað og byggt inn í einn tankinn í Perlunni. Ernst J Backman, sem rekur safnið, segist hafa varið 120 milljónum króna í uppbygginguna. 19.10.2011 20:10 Sagði sjálfsagt að ráðherra gæfi Landsvirkjun fyrirmæli Þrjú skýr dæmi eru um að ríkisstjórnin beitti sér gegn álveri á Bakka. Áður en Steingrímur J. Sigfússon varð fjármálaráðherra lýsti hann þeirri skoðun sinni að sjálfsagt væri að sá sem gegndi því embætti gæti sem yfirmaður Landsvirkjunar gefið fyrirtækinu fyrirmæli. 19.10.2011 18:45 Gaman að hestarnir séu komnir inn í stórmynd "Við þekkjum þessa eiginleika mjög vel og þetta er bara mjög gaman að hestarnir skuli vera komnir inn í svona mikla stórmynd,“ segir Einar Bollason, einn helsti ferðaþjónustufrömuður á Íslandi á sviði hestamennsku. Fréttablaðið greindi frá því í morgun að íslenskir hestar yrðu notaðir við tökur á Hobbitanum, sem er undanfari sögunnar um Hringadróttinssögu. 19.10.2011 18:28 Sjá næstu 50 fréttir
Viðbrögð við kynferðisbrotum rædd Herra Karl Sigurbjörnsson biskup fundaði með dr. Marie Fortune og fagráði þjóðkirkjunnar á Biskupsstofu í gær. Eins og greint hefur verið frá er dr. Fortune stödd hér á landi til að halda námskeið og málþing á vegum þjóðkirkjunnar um kynferðisbrot innan kirkjunnar og viðbrögð hennar við því. 21.10.2011 04:00
Borgarahreyfingin ræðir við Hreyfinguna Ný stjórn Borgarahreyfingarinnar hefur samþykkt að ganga til viðræðna við þingflokk Hreyfingarinnar um samstarf. Þetta kemur fram í bloggfærslu Friðriks Þórs Guðmundssonar, stjórnarmanns í Borgarahreyfingunni. 21.10.2011 04:00
Batnandi staða en lánasöfn viðkvæm Staða stóru viðskiptabankanna þriggja hefur batnað talsvert síðustu misseri. Eiginfjárstaða bankanna er hlutfallslega góð og lausafjárstaða þeirra einnig. Þetta er mat Fjármálaeftirlitsins (FME) sem fjallaði um stöðu viðskiptabankanna á blaðamannafundi í gær. 21.10.2011 03:15
Bjarni Ben: "Hann er góður vinur minn, Davíð Oddsson" Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki upplifa skrif Morgunblaðsins þannig að Davíð Oddsson, fyrrverandi formaður flokksins, sé að anda ofan í hálsmálið á honum degi hverjum. 20.10.2011 19:00
Viðvörunarljós bilaði í vél Iceland Express Flugvél Iceland Express sem fór frá Keflavíkurflugvelli laust eftir klukkan fimm í kvöld til Alicante varð að lenda í Manchester í Bretlandi vegna viðvörunarljóss í stjórnborði flugvélarinnar sem gaf til kynna að eldur gæti verið laus í einu farangursrými hennar. Flugvélin lenti í Manchester um klukkan átta að íslenskum tíma og reyndist bilunin vera í viðvörunarljósinu sjálfu og því var aldrei nein raunveruleg hætta á ferðum. 20.10.2011 21:50
Hefur ekkert heyrt í Hönnu Birnu Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, gerir alveg eins ráð fyrir því að Hanna Birna Kristjánsdóttir bjóði sig fram gegn honum á landsfundi í nóvember. Hann er fullur sjálfstrausts fyrir landsfundinn en segist ekkert hafa rætt við Hönnu Birnu síðan í júlí. 20.10.2011 19:30
Bjarni Ben: Við munum draga allar skattahækkanir til baka Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að Sjálfstæðisflokkurinn leggi á það áherslu að allar skattahækkanir ríkisstjórnarinnar verði dregnar til baka, líka auðlegðarskatturinn. 20.10.2011 19:15
Lögðu hald á 2600 lítra af áfengi Tollurinn lagði hald á 2600 lítra af áfengi á síðasta ári og 150 þúsund sígarettur. Áætlað er að það séu aðeins um tíu prósent af því sem reynt er að smygla til landsins. 20.10.2011 19:00
Segir kreppuna geta seinkað uppbyggingu á Norðurlandi Forstjóri Landsvirkjunar getur engu lofað um uppbyggingu í Þingeyjarsýslum á næstunni og hefur verulegar áhyggjur af því að efnahagskreppan í Evrópu seinki framkvæmdum. Iðnaðarráðherrra segir að annað álfyrirtæki en Alcoa sé meðal fimm fyrirtækja í viðræðum um orkuna. 20.10.2011 18:45
Hæstiréttur staðfestir þriggja og hálfs árs nauðgunardóm Hæstiréttur Íslands staðfesti í dag þriggja og hálfs árs fangelsisdóm héraðsdóms yfir karlmanni sem þvingaði stúlku til samræðis og að hafa við sig munnmök. 20.10.2011 16:47
Sýknudómur í kynferðisbrotamáli ómerktur Hæstiréttur ómerkti og vísaði aftur í hérað sýknudómi yfir karlmanni sem var ákærður fyrir kynferðisbrot gegn fimmtán ára stúlku í þvottahúsi á heimili sínu. Manninum var gefið að sök að hafa káfað tvisvar innanklæða á rassi stúlkunnar Í héraðsdómi var komist að þeirri niðurstöðu að framburður vitna, sem báru að stúlkan hefði sagt þeim frá atvikinu, sýndi að stúlkan hefði verið sjálfri sér samkvæm. 20.10.2011 16:40
Össur vill reyna opna helming allra kafla fyrir áramót Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra átti í gærkvöldi fund með Stefan Füle, stækkunarstjóra Evrópusambandsins, sem er staddur hér á landi. 20.10.2011 16:13
Brjálaðist út af þvottinum og sló lögregluþjón Tæplega þrítugur karlmaður var dæmdur í tveggja mánaða óskilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag fyrir að slá lögreglumann hnefahöggi þegar hann ætlaði að rétta honum vatnsglas. 20.10.2011 15:46
Heiða Kristín: Það stefnir allt í hreinan meirihluta "Mér finnst þetta mjög áhugavert. Þetta er nokkurskonar þjófstart,“ segir Heiða Kristín Helgadóttir, sem ásamt Guðmundi Steingrímssyni, vinna að nokkurskonar systurframboði Besta flokksins til alþingiskosninga 2013. 20.10.2011 15:01
Húsleit eftir fíkniefnaakstur á Akureyri Í morgun stöðvaði lögreglan á Akureyri mann á fertugsaldri grunaðan um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna. Í framhaldinu var gerð húsleit á heimili hans þar sem fundust um 30 grömm af kannabisefnum auk tækja og tóla til fíkniefnaneyslu sem voru haldlögð. Maðurinn var látinn laus að lokinni yfirheyrslu og telst málið upplýst. Er þetta í fimmta skipti á stuttum tíma þar sem lögreglan á Akureyri stöðvar ökumann grunaðan um akstur undir áhrifum fíkniefna og framkvæmir í framhaldinu húsleitir þar sem í öllum tilfellum hefur verið lagt hald á fíkniefni. 20.10.2011 15:00
Sýknaður fyrir misheppnaða ránstilraun - dæmdur fyrir önnur rán Rétt tæplega tvítugur karlmaður hefur verið dæmdur í tólf mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir vopnuð rán, þjófnað, eignaspjöll og fíkniefnalagabrot. 20.10.2011 14:53
Unnu stórsigur á Egyptum Ísland vann stórsigur á Egyptum í Bridge nú rétt í þessu, 20-10 og bætti stöðu sína enn frekar í hópi efstu sveita á heimsmeistaramótinu sem nú stendur yfir í Hollandi. 20.10.2011 14:42
Garðeigendur hvattir til að klippa tré sem vaxa út fyrir lóðamörk Trjágróður sem vex út fyrir lóðamörk getur skapað óþægindi og jafnvel hættu fyrir gangandi og akandi vegfarendur og hvetur Reykjavíkurborg nú garðeigendur til að bregðast við og klippa tré sín svo þau hvorki hindri vegfarendur, hylji umferðarskilti né dragi úr götulýsingu. 20.10.2011 14:27
Fartölvum og iPod stolið Brotist var inn í fjóra bíla í Reykjavík og Kópavogi í gærkvöld og nótt. Úr þeim var stolið meðal annars fartölvum, greiðslukortum og iPod. Í tilkynningu ítrekar lögreglan að verðmæti séu ekki skilin eftir í bílum. Sé það óumflýjanlegt er mikilvægt að slíkir hlutir séu ekki í augsýn. 20.10.2011 14:09
Játaði vörslur á barnaníðsefni Ríkissaksóknari hefur ákært karlmann á fertugsaldri fyrir vörslu ljósmynda og hreyfimynda sem sýna börn á kynferðislegan og klámfenginn hátt. Maðurinn játaði sök fyrir dómi. 20.10.2011 14:00
Iðnaðarráðherra: Alcoa einnig áhugalausir Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra, gaf til kynna að áhugaleysi Alcoa hefði einnig orðið til þess að fyrirtækið ákvað að byggja ekki álver á Bakka nærri Húsavík í sérstökum umræðum um málið á Alþingi í dag. 20.10.2011 13:58
Loftpressa brann yfir í Mjóddinni Reykurinn sem barst upp úr kjallara í Mjóddinni um klukkan eitt í dag orsakaðist af því að loftpressa brann yfir. Enginn eldur myndaðist en nokkurn reyk lagði frá pressunni. Slökkviliðið vinnur nú að því að reykræsta kjallarann og er búist við því að slökkviliðsmenn ljúki störfum eftir um hálftíma. 20.10.2011 13:29
Reykur úr kjallara í Mjódd Reykur er úr kjallara í Mjóddinni. Allt tiltækt slökkvilið hefur verið sent á staðinn. Fyrstu fregnir hermdu að eldur hefði kviknað í kjallara verslunarinnar Nettó. Framkvæmdastjóri verslunarinnar hafði samband við Vísi og sagði reykinn koma úr kjallara verslunarhúsnæðis þar sem efnalaug. Svo virðist sem slökkviliðið sé búið að slökkva eldinn og sé að reykræsta húsið. 20.10.2011 13:01
Ákærð fyrir úlpuþjófnað Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur ákært tæplega tvítuga konu fyrir að stela rándýrum úlpum úr fatahengi í Valhúsaskóla á Seltjarnarnesi í nóvember í fyrra. 20.10.2011 13:00
Sjö mánaða fangelsi fyrir umfangsmikil fjársvik Tuttugu og fjögurra ára karlmaður hefur verið dæmdur í sjö mánaða fangelsi fyrir umfangsmikil fjársvik en hann sveik út vörur og þjónustu fyrir milljónir króna hjá ýmsum fyrirtækjum á höfuðborgarsvæðinu. Hann þarf að greiða á þriðju milljón króna í skaðabætur til fórnarlamba sinna. 20.10.2011 12:03
Bílasali dæmdur fyrir fjársvik Einn karlmaður var sakfelldur fyrir fjársvik og annar sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Mönnunum var gefið að sök að hafa rifið varahluti úr bílum í eigu fjármagnsfyrirtækjanna Avant og Lýsingar en voru í vörslu bílasölu sem var í eigu mannanna. Sá sem var dæmdur starfaði sem framkvæmdastjóri bílasölunnar. 20.10.2011 11:30
Um 33 prósent segja koma til greina að kjósa nýtt framboð Guðmundar Einn af hverjum þremur segir það koma til greina að kjósa nýtt framboð Guðmundar Steingrímssonar, samkvæmt skoðanakönnun sem MMR framkvæmdi 6. til 10 október síðastliðinn. Minnstur stuðningur við framboðið er meðal Sjálfstæismanna en mestur meðal Samfylkingarfólks. 20.10.2011 11:16
Framtíðarsýn á Þingvelli í hugmyndaleit Sumir vilja fækka mannvirkjum í þjóðgarðinum á Þingvöllum. Aðrir telja veitingastað nauðsyn. Nefndir eru sýningarskálar, siglingar og kláfur yfir Almannagjá í tillögum um framtíð friðlandsins. 20.10.2011 11:00
Hjón stefna DV og Jóhannesi Kr. fyrir brot á höfundarrétti Hjón hafa stefnt DV og Jóhannesi Kr. Kristjánssyni, þáverandi blaðamanni DV, fyrir að brot á höfundarrétti þegar hann á að hafa birt tvívegis tvær myndir í eigu hjónanna. 20.10.2011 10:50
Með raflostbyssu og testósteron í sprautu Karlmaður á á fertugsaldri hefur verið dæmdur í fangelsi í einn mánuð fyrir fíkniefnalagabrot og brot á vopnalögum. 20.10.2011 10:14
Rúm 36% treysta Jóhönnu best sem formanni Liðlega 36 prósent Samfylkingarmanna treysta Jóhönnu Sigurðardóttur best til að gegna formennsku flokksins og rúmlega 28 prósent Guðbjarti Hannessyni, heilbrigðisráðherra. 20.10.2011 08:13
Mikið að gera á hjólbarðaverkstæðum Mikið var að gera á hjólbarðaverkstæðum á Akureyri í gær þegar bíleigendur fóru að skipta yfri á vetrardekkin og þess varð líka vart á höfuðborgarsvæðinu, eftir fyrstu hálku vetrarins þar um slóðir. 20.10.2011 08:00
Leyndardómar góðrar kjötsúpu eru mismunandi Íslenski kjötsúpudagurinn er framundan um helgina á Skólavörðustíg. Hver kokkur þar á sitt leyndarmál við kjötsúpugerðina. 20.10.2011 07:38
Rolex telur ránið stórt á alþjóðavísu Úraránið í verslun Michelsen úrsmiða þykir stórt á alþjóðlegan mælikvarða Rolex. Listi yfir þau úr sem var rænt á mánudag hefur verið afhentur fyrirtækinu og lögreglu, að sögn Franks Michelsen úrsmiðs. Hann gefur ekki upp hversu mörgum úrum var stolið. Frank hefur lofað milljón krónum í verðlaun fyrir upplýsingar sem geta orðið til þess að ránið verði upplýst. Hann segist hafa fengið fjölda ábendinga en bendir fólki á að hafa samband við lögregluna ef það hefur upplýsingar um málið. 20.10.2011 07:15
Lögreglumaður skar sér hryggvöðva DÓMSMÁL Ríkissaksóknari hefur ákært varðstjóra í lögreglunni á Höfn í Hornafirði fyrir að misnota stöðu sína og verða sér með því úti um hryggjarvöðva úr hreindýri. Maðurinn neitaði sök við þingfestingu málsins fyrir Héraðsdómi Austurlands í fyrradag. 20.10.2011 07:00
Viljayfirlýsingar um orkuna fyrir norðan Þrjú fyrirtæki hafa undirritað viljayfirlýsingu við Landsvirkjun um nýtingu orkunnar í Þingeyjarsýslum, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Útboð er í gangi varðandi hönnun á mannvirkjum varðandi virkjanir við Bjarnarflag og Þeistareyki, sem samanlagt munu gefa 180 megavött. 20.10.2011 06:00
Mötuneyti skólanna sögð sem þrælabúðir „Vinnan í sumum mötuneytum er farin að líkjast meira þrælabúðum en eðlilegum vinnustað,“ segir í yfirlýsingu Samtaka faglærðra matreiðslumanna í grunnskólum Reykjavíkur. 20.10.2011 06:00
Frjókorn aldrei mælst fleiri Aldrei hafa verið fleiri frjókorn í lofti yfir Reykjavík en í sumar og á Akureyri mældust frjókorn yfir meðallagi. Niðurstöður frjómælinga hafa verið birtar á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands. 20.10.2011 06:00
Fimm hugmyndir íbúa skoðaðar á mánuði Íbúum Reykjavíkurborgar gefst kostur á að hafa bein áhrif á borgarmálin í gegnum vefinn Betri Reykjavík sem hleypt var af stokkunum í gær á slóðinni betrireykjavik.is. 20.10.2011 05:00
Biskup lýsti djúpri sorg vegna mistaka Um 150 manns tóku þátt í námskeiði á vegum þjóðkirkjunnar í Neskirkju í gær. Dr. Marie M. Fortune fræddi viðstadda um kynferðislegt ofbeldi í samhengi kirkju og trúfélaga og rétt viðbrögð við því. 20.10.2011 04:00
Rými Sögusafnsins verður ekki selt Sá hluti Perlunnar þar sem Sögusafnið er rekið er ekki til sölu, segir Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitu Reykjavíkur. Eins og kunnugt er voru tilboð í Perluna opnuð í gær og kom þá í ljós að sex tilboð hafa borist. Ekki er vitað hvernig þau líta út. 19.10.2011 22:53
Innleiða meiri aga við fjárlagagerð Fjárlaganefnd Alþingis ætlar að innleiða meiri aga og betri vinnubrögð við fjárlagagerð. Þetta kemur fram í áliti fjárlaganefndar frá því í september vegna skýrslu Ríkisendurskoðunar um ríkisreikning fyrir árið 2009. 19.10.2011 22:43
Eigandi Sögusafnsins kvíðir sölu Perlunnar Eigandi Sögusafnsins í Perlunni segist lifa milli vonar og ótta um að þurfa ekki að yfirgefa Perluna ef hún verður seld. Sögusafnið er hannað og byggt inn í einn tankinn í Perlunni. Ernst J Backman, sem rekur safnið, segist hafa varið 120 milljónum króna í uppbygginguna. 19.10.2011 20:10
Sagði sjálfsagt að ráðherra gæfi Landsvirkjun fyrirmæli Þrjú skýr dæmi eru um að ríkisstjórnin beitti sér gegn álveri á Bakka. Áður en Steingrímur J. Sigfússon varð fjármálaráðherra lýsti hann þeirri skoðun sinni að sjálfsagt væri að sá sem gegndi því embætti gæti sem yfirmaður Landsvirkjunar gefið fyrirtækinu fyrirmæli. 19.10.2011 18:45
Gaman að hestarnir séu komnir inn í stórmynd "Við þekkjum þessa eiginleika mjög vel og þetta er bara mjög gaman að hestarnir skuli vera komnir inn í svona mikla stórmynd,“ segir Einar Bollason, einn helsti ferðaþjónustufrömuður á Íslandi á sviði hestamennsku. Fréttablaðið greindi frá því í morgun að íslenskir hestar yrðu notaðir við tökur á Hobbitanum, sem er undanfari sögunnar um Hringadróttinssögu. 19.10.2011 18:28