Fleiri fréttir

ESB setur Króötum stólinn fyrir dyrnar

Evrópusambandið hefur frestað um óákveðinn tíma aðildarviðræðum við Króatíu vegna landamæradeilu Króata við Slóvena. Það gæti haft áhrif á mögulega aðildarumsókn Íslendinga en stækkunarstjóri Evrópusambandsins hefur sagt að Króatar færu næstir inn.

Áframhaldandi samstarf í Kópavogi líklega innsiglað eftir hádegi

Fastlega er búist við að áframhaldandi meirihlutasamstarf Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks verði innsiglað eftir hádegi. Gunnsteinn Sigurðsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðismanna, sest í stól bæjarstjóra, en Gunnar I. Birgisson lætur þá af embætti og fer í leyfi frá störfum bæjarfulltrúa um óákveðinn tíma.

Átök koma í veg fyrir undirritun stöðugleikasáttmála

Deilur um hvernig taka skuli á ríkisfjármálunum gera það að verkum að ekki er hægt að ganga frá stöðugleikasáttmála. Formaður Kennarasambands Íslands segir mikla óvissu um framhaldið en að hlutirnir skýrist væntanlega betur í dag.

Hvalfjarðargöngin lokuð

Hvalfjarðargöngunum hefur verið lokað vegna umferðarslyss. Að sögn lögreglu virðist slysið ekki vera alvarlegt, en sjúkrabíll var þó sendur af stað um leið og tilkynning um slysið barst klukkan 11:18. Allt að klukkutími gæti liðið þar til göngin verða opnuð fyrir umferð á ný.

Kynferðisafbrotamaður: „Ertu til í kallinn?“

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær 23 ára karlmann í sex mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot. Maðurinn var sakfelldur fyrir að hafa káfað á stúlku utanklæða og sleikt háls hennar þar sem hún lá sofandi inni í herbergi sínu en maðurinn var gestur í samkvæmi þar.

Fyrrum fjármálastjóri Garðabæjar dæmdur í 6 mánaða fangelsi

Alfreð Atlason fyrrum fjármálastjóri Garðabæjar var í morgun dæmdur í 6 mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness. Alfreð var dæmdur fyrir fjárdrátt í opinberu starfi, með því að hafa misnotað stöðu sína sem fjármálastjóri bæjarsjóðs Garðabæjar og dregið sér fé upp á rúmar 9 milljónir króna. Alfreð játaði skýlaust brot sín og hefur þegar endurgreitt upphæðina.

Greiðsluverkfall yfirvofandi

„Það kæmi mér á óvart ef almenningur myndi ekki taka sig saman og gera eitthvað í málunum,“ segir Þórður B. Sigurðsson, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna.

Reykjanesbraut lokuð við Kaplakrika

Í dag er Reykjanesbraut lokuð við Kaplakrika í áttina til Reykjavíkur vegna malbikunarframkvæmda frá Fjarðarhrauni að Hamrabergi. Hjáleið er um Flatahraun.

Handtekinn við að stela úr bílum

Sextán ára drengur var stöðvaður af lögreglu á Akureyri í nótt en hann hafði farið inn í nokkra bíla í bænum og látið greipar sópa.

Braut gegn einhverfum dreng

Tæplega sextugur karlmaður, Jón Sverrir Bragason, hefur verið dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í fjögurra ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn ungum einhverfum dreng. Maðurinn var jafnframt dæmdur til að greiða drengnum eina og hálfa milljón króna í miskabætur.

Milljarða gróði álfyrirtækja af gjaldeyrisbraski

Alcoa Fjarðaál og Alcan á Íslandi hafa stundað viðskipti með krónur erlendis. Viðskiptin gætu skilað fyrir­tækjunum 1,65 milljörðum króna í hagnað á ársgrundvelli. Viðskiptin geta seinkað styrkingu krónunnar. Um lögleg viðskipti er að ræða en Seðlabankastjóri segir hins vegar að undanþágur séu ekki ætlaðar til að fyrirtæki hagnist á þeim.

Gripin við fíkni­efnaviðskipti

Fíkniefnadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu gómaði sölumann fíkniefna og kaupendur í fyrrakvöld við Tjörnina.

Hótaði föður og ungri dóttur

Tæplega þrítugur maður hefur verið dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir að hóta manni og tíu ára dóttur hans. Maðurinn hafði áður hlotið dóm fyrir líkamsárás eftir að hann við annan mann réðst á föðurinn, kýldi hann og reif eyrnalokk úr eyra hans.

Framtíð samstarfs ræðst í dag

Ómar Stefánsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Kópavogi, segir framtíð meirihlutasamstarfs ráðast í dag. Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að bregðast við skilyrðum sem fulltrúaráðsfundur Framsóknarflokks setti á mánudag.

Með samning um þrjá strengi

Síminn hefur gert samning við Greenland Connect um sæstreng til Kanada. Fyrirtækið hefur nú gert samninga um þrjá sæstrengi til annarra landa.

Tólf ára er áhuginn kviknaði

„Ég er mjög ánægður með þennan árangur. Þetta er alveg frábært,“ segir Kári Már Reynisson, sautján ára nemandi við Menntaskólann Hraðbraut. Kári er höfundur verkefnisins „Líkan að gervitaug“ sem bar sigur úr býtum í Landskeppni ungra vísindamanna sem fram fór við Háskóla Íslands á dögunum. Verðlaunaafhending fór fram í Háskólanum í gær.

Einstakt nám á heimsvísu

„Þetta hefur verið alveg ómetanlegur tími og mjög lærdómsríkur fyrir alla sem að þessu námi komu, nemendur jafnt sem starfsfólk. Ég er viss um að námið hefur gegnt sínu hlutverki í því að breyta viðhorfum hjá ansi mörgum,“ segir Guðrún V. Stefánsdóttir, lektor á Menntavísindasviði Háskóla Íslands (HÍ). Síðastliðinn laugardag útskrifuðust 22 nemendur úr starfstengdu diplómanámi fyrir fólk með þroskahömlun úr HÍ. Guðrún hafði umsjón með skipulagi og þróun námsins ásamt Vilborgu Jóhannsdóttur, samlektor sínum.

Sá fyrir erfðabreyttu byggi

Umhverfisstofnun veitti í gær ORF líftækni leyfi til að rækta erfðabreytt bygg utandyra. Leyfið er þó háð skilyrðum eins og því að Umhverfisstofnun muni fá að hafa eftirlit með ræktuninni og að ræktunarsvæðið verði innan girðinga sem og varðbelta.

Komast ekki inn í óskaskóla

„Ég veit ekki betur en að það sé verið að vinna í þessu,“ segir Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra spurð hvað sé verið að gera í menntamálaráðuneytinu vegna þess að margir sem sóttu um í framhaldsskóla hafa ekki komist inn.

Röng skilaboð til lánardrottna

Sérfræðingar á fjármálamarkaði gagnrýna stjórnarfrumvarp sem liggur fyrir efnahags- og skattanefnd Alþingis og kveður á um fimmtán prósenta skatt á vaxtagreiðslur til erlendra aðila.

Eðlilegt að lögsaga Icesave sé í Bretlandi

Jakob R. Möller lögfræðingur segir að íslenska ríkið hafi verið nauðbeygt að gera Icesave-samningana. Hann telur þau vaxtakjör sem þar bjóðast ekki tiltölulega há. Þetta kemur fram í áliti sem lögmaðurinn vann fyrir utanríkisráðuneytið.

Óvíst að tíma­áætlunin haldi

Náist ekki samkomulag við kröfuhafa bankanna um verð fyrir þær eignir sem færðar voru yfir í þá nýju er ekki útilokað að þeim verði afhentir einn eða fleiri þeirra í einu lagi.

Í vinnu hjá skilanefndum

Tíu sumarstarfsmenn fengu störf hjá skilanefnd og slitastjórn Landsbankans og eru langflestir laganemar, að sögn Páls Benediktssonar, upplýsingafulltrúa Skilanefndar Landsbankans.

Obama á HM í knattspyrnu

Talsmaður Baracks Obama telur mjög líklegt að Bandaríkjaforsetinn verði viðstaddur opnunarhátíð Heimsmeistaramótsins (HM) í knattspyrnu, sem fram fer í Suður-Afríku næsta sumar. Það yrði í fyrsta skipti í sextán ár sem forseti Bandaríkjanna yrði viðstaddur opnun á mestu knattspyrnukeppni heims, eða síðan Bill Clinton vígði HM í Bandaríkjunum árið 1994.

Dæmi um gjaldeyrisviðskipti álfyrirtækjanna

Ef við gefum okkur að álfyrirtækin greiði um þrjátíu prósent af inn­lendum kostnaði, um sex milljarða króna, með krónum sem keyptar eru erlendis má reikna út hve mikið félögin hagnast á að eiga viðskipti með krónur erlendis.

Nauðgaði barnungum nágranna sínum ítrekað

Piltur sem er fæddur árið 1985 hefur verið dæmdur fyrir að nauðga og misnota kynferðislega barni sem þá var níu ára yfir þriggja ára tímabil. Piltarnir voru nágrannar og vinir. á milli þeirra eru sex ár en misnotkunin hófst þegar fórnalambið var níu ára gamalt.

Grunaður um að hafa skotið fimmtíu milljónum undan skatti

Hannes Smárason er grunaður um að hafa skotið fimmtíu milljónum undan árin 2006 og 2007, með því að láta fyrirtæki í hans eigu greiða fyrir persónuleg útgjöld, hvort heldur var ferðir með einkaþotum eða bíómiða. Einnig leikur grunur á að félag í eigu Hannesar hafi selt tvö hús við Fjölnisveg á undirverði til eiginkonunnar og hans sjálfs.

Evrópusambandið eða hvalveiðar

Svo gæti farið að Ísland yrði að velja milli Evrópusambandsins og hvalveiða yrði ákveðið að sækja um aðild að ESB. Dýraverndunarsamtök ætla að beita sér fyrir því að viðsemjendur Íslendinga standi hart á Evrópureglum sem banni aðildarlöndum að veiða hvali.

Gunnar Birgisson: Tekur til á skrifstofunni og stefnir á hnéaðgerð

„Ég tjái mig ekkert um það," svarar Gunnar Birgisson, fráfarandi bæjarstjóri Kópavogs, spurður um ströng skilyrði Framsóknarflokksin sem hafa sett það sem skilyrði að snúi Gunnar aftur í bæjarstjórn þá þurfi að endursemja um samstarf Sjálfstæðisflokks og Framsóknar á ný.

Veðurfréttakona fékk bætur vegna eineltis

Íslenska ríkinu var í dag gert að greiða Ásdísi Auðunsdóttur hálfa milljón króna í miskabætur vegna eineltis á vinnustað. Ásdís er landsfræg veðurfréttakona en henni misbauð framkoma sviðsstjóra síns, Þórönnu Pálsdóttur, og kvartaði því við veðurstofustjóra vegna eineltis í sinn garð.

Stærsti jarðverktakinn segist sperrtur

Hann byrjaði 19 ára gamall á því að kaupa sér traktorsgröfu til að leggja vatnsveitu til Vestmannaeyja. Nú, meira en 40 árum síðar, á Dofri Eysteinsson stærsta jarðverktakafyrirtæki landsins og vinnur á sama stað og forðum, en nú að því að bylta samgöngum Eyjamanna með Landeyjahöfn.

Féll af palli bíls vegna fíflaláta

Maður féll af palli bíls í Vestmannaeyjum í síðustu viku. Samkvæmt lögreglunni skall hann með höfuðið í götuna og fékk skurð á höfuð auk þess sem hann vankaðist.

Þrír í áframhaldandi gæsluvarðhaldi

Þrír karlar hafa verið úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald til 14. júlí að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og er það gert á grundvelli almannahagsmuna að því er kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. Þeir hafa allir kært úrskurðinn til Hæstaréttar. Mennirnir, sem eru á þrítugs- og fimmtugsaldri, voru handteknir í apríl um borð í skútunni SIRTAKI djúpt út af Suðausturlandi en þeir eru grunaðir um stórfelld fíkniefnabrot.

Bíótilboð fyrir atvinnulausa

Sambíóin bjóða nú nýjan tilboðsflokk, en frá og með 24. júní býðst fólki sem er án atvinnu að fara í bíó fyrir 750 krónur. Tilboðið gildir allan daginn, alla daga, að því er fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu.

Ungir Framsóknarmenn í Kópavogi: Vilja að Gunnar afsali sér biðlaunarétti

Ungir Framsóknarmenn í Kópavogi hvetja Gunnar I. Birgisson til að segja af sér sem bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Jafnframt hvetur félagið hann til þess að afsala sér biðlaunarétti bæjarstjóra og því fé verði varið til aðstoðar ungu barnafólki í Kópavogi með lækkun á leikskólagjöldum eða öðrum gjöldum.

Lögmannafélagið sendir Evu Joly tóninn

Lögmannafélagið sendi dómsmálaráðuneytinu ályktun vegna umræðu um rannsókn hins svokallaða bankahruns, en ályktunin er einnig send fjölmiðlum. Þar segir meðal annars að brýnt sé að vandlega verði rannsakað hvort lög hafi verið brotin í aðdraganda og eftirmálum bankahrunsins. Þá segir að Ísland sé og verði réttarríki. Í því felist að ríkisvaldið fari fram á grundvelli gildandi lagareglna, meðal annars þeirrar reglu að sakaðir menn séu saklausir uns sekt sé sönnuð. Þá segir að varhugavert sé að rannsakendur eða handhafar opinbers valds freisti þess að ná fram úrlausn um álitaefni af því tagi með málflutningi í fjölmiðlum.

Brak af Álftanesi prýðir þingflokksherbergi

Þór Saari, þingmaður Borgarahreyfingarinnar, fann óvenjulegt skraut fyrir þingflokksherbergi hreyfingarinnar. Hann gerði sér ferð að húsrústum Björns Mikkaelssonar á Álftanesi og hafði þaðan með sér nokkrar spýtur, sem nú eru niðurkomnar í þingflokksherberginu.

Nokkur fíkniefnamál um helgina

Nokkur fíkniefnamál komu til kasta lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Kannabisefni fundust við húsleit á heimili fimmtugs karls í austurborginni. Marijúana fannst í húsi í miðborginni og var maður um fertugt yfirheyrður í þágu rannsóknar málsins.

Skipar nýtt Vísinda- og tækniráð

Forsætisráðherra hefur skipað nýtt Vísinda- og tækniráð til næstu þriggja ára. Ráðinu er meðal annars ætlað að marka stefnu stjórnvalda á sviði vísinda- og tæknimála en umfjöllun á hvoru sviði er undirbúin af vísindanefnd og tækninefnd. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Forsætisráðuneytinu.

Allir nema Árni hafa skráð hagsmunatengsl sín

Allir þingmenn Alþingis fyrir utan Árna Johnsen hafa lokið við skráningu á fjárhagslegum hagsmunum sínum hjá skrifstofu forseta Alþingis. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, upplýsti um hagsmunatengsl sín í gær en á miðvikudaginn í síðustu viku höfðu þeir tveir ekki lokið við að skrá upplýsingarnar.

Gripin tólf sinnum við að stela vanilludropum

Kona hefur verið ákærð fyrir að stela 109 glösum af vanilludropum í tólf ránsferðum. Konan er ákærð fyrir alls sextán þjófnaðarbrot. Mál á hendur konunni var þingfest í héraðsdómi Reykjaness í dag.

Sjá næstu 50 fréttir