Fleiri fréttir

Fyrrum sendiherra setur ofan í við hæstaréttardómara

Eiður Guðnason fyrrverandi sendiherra og ráðherra setur ofan í við Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómara á bloggsíðu sinni. Ástæðan er grein sem Jón Steinar skrifar í Morgunblaðið í gær þar sem segir m.a. að fara eigi með Icesave fyrir dómstóla.

Dópaður á nagladekkjum

Tíu ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur í umdæmi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Þrír voru stöðvaðir á laugardag og sjö á sunnudag. Fimm voru teknir í Reykjavík, tveir á Seltjarnarnesi og einn í Kópavogi, Hafnarfirði og Mosfellsbæ. Þetta voru níu karlar á aldrinum 18-35 ára og ein kona, 18 ára. Einn þessara ökumanna hafði aldrei öðlast ökuréttindi.

Olís tekur hækkun til baka

Olís hefur ákveðið að lækka bensínverð hjá sér um 12,5 krónur á lítra. Fyrirtækið tekur þar með tímabundið á sig hækkun vörugjalda á bensín sem tók gildi 28. maí síðastliðinn.

Stöðugleikasáttmáli í augsýn

Vonir standa til þess að hægt verði ljúka gerð stöðugleiksáttmálans í dag en fundað var í allan gærdag og fram á nótt. Launahækkunum verður væntanlega slegið á frest og þá leggja aðilar vinnumarkaðarins mikla áherslu á að ríkið ljúki sem fyrst við endurreisn bankakerfisins.

Sagði starfsmann Barnaverndar mannætu

Karlmaður hlaut í dag þriggja mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir hótanir en var sýknaður af ákæru um ærumeiðingar vegna fyrningar. Maðurinn var sakfelldur fyrir hótanir gagnvart starfsmanni Barnaverndarnefndar með því að hafa sent sms skilaboð í síma eiginmanns hennar og tvíburasona hennar.

Ómar: Okkar skilaboð eru skýr

Bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Kópavogi segir skilaboð flokksins til sjálfstæðismanna í bæjarfélaginu vera skýr þrátt fyrir átakafund framsóknarmanna.

Vilhjálmur óviss hvort lending náist í dag

Aðilar vinnumarkaðarins funduðu um stöðuleikasáttmálann svokalla fram yfir miðnætti í gær. Þeir halda áfram viðræðum í dag og segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, að unnið sé í ýmsum hornum að samkomulagi.

Uppgræðsla gæti skapað vinnu fyrir allt að þúsund manns

Skógræktarfélag Íslands hefur að eigin frumkvæði ráðist í það verkefni að skapa störf fyrir allt að 1000 manns í tengslum við uppgræðslu á grænum svæðum skógræktarfélaga landsins. 350 störf hafa þegar skapast og bundnar eru vonir við að sveitarfélögin í landinu haldi áfram að ráða fólk í þessi verkefni á næstu misserum.

Björgólfur Thor: Hugsar daglega um Icesave klúðrið

Rithöfundurinn Illugi Jökulsson birtir í dag bréf sem hann segir að sé frá Björgólfi Thor Björgólfssyni á heimasíðu sinni. Upphaf bréfaskriftanna voru þau að Illugi sendi Björgólfi opið bréf þar sem hann spurði hvort Björgólfur hyggðist leitast við að borga þá upphæð sem afgangs verður vegna Icesave skuldarinnar eftir að eignir Landsbankans hafa verið seldar.

Bæjarstjórinn tilvonandi ósáttur við skilyrði framsóknarmanna

Gunnsteinn Sigurðsson, tilvonandi bæjarstjóri í Kópavogi, er ósáttur við skilyrði sem framsóknarmenn setja fyrir áframhaldandi meirihlutasamstarfi flokkanna. Ætli Gunnar Birgisson, fráfarandi bæjarstjóri og oddviti sjálfstæðismanna, sér að snúa aftur sem bæjarfulltrúi vilja framsóknarmenn semja um samstarf flokkanna að nýju.

Boðar til ræðukeppni í sumar

„Ég er búinn að reyna að koma þessu í gang í öllu sumarfríinu mínu,“ segir Bragi Páll Sigurðarson, hugmyndasmiður ræðukeppninnar Þrassins. Þrasið er að hans sögn með svipuðu sniði og framhaldsskólaræðukeppnin MORFÍS, en þátttaka stendur öllum til boða. Keppt verður tvisvar í viku í allt sumar, og stefnt er að því að ljúka Þrasinu með úrslitakeppni á Ingólfstorgi á Menningarnótt.

UVG: Vilja hætta heræfingum og loftrýmiseftirliti

Ungliðahreyfing Vinstri grænna fagnar því að til standi að leggja niður Varnarmálastofnun í núverandi mynd. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu en um leið er harmað að „tilgangslausar og kostnaðarsamar heræfingar hafi ekki verið lagðar af í leiðinni.“

Innbrot í bíl og íþróttahús

Nóttin var róleg hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Tilkynnt var um innbrot í bíl í Reykjavík og þá var brotist inn í íþróttahúsið í Mosfellsbæ en nánari upplýsingar liggja ekki fyrir.

Öryggismálin á einn stað

„Ráðuneytið óskar eftir samvinnu um málið við okkur og hana veitum við glöð,“ segir Ellisif Tinna Víðisdóttir, forstjóri Varnarmálastofnunar, um þá ákvörðun utanríkisráðuneytisins að leggja stofnunina af í núverandi mynd.

Álfyrirtæki braska með krónuna

Tvö af þremur álfyrirtækjum hérlendis stunda viðskipti með krónur á erlendum mörkuðum. Fyrirtæki sem stunda þessi viðskipti geta hagnast á misræmi milli opinbers gengis Seðlabanka Íslands og gengis krónunnar á markaði í Evrópu.

Eignir bankans rýrna og skuldabyrði eykst

Samkvæmt nýju mati skilanefndar Landsbanka Íslands hf. er gert ráð fyrir því að 83 prósent fáist upp í forgangskröfur miðað við stöðuna 30. apríl síðastliðinn. Matið hefur lækkað úr 89 prósentum í febrúar. Ef matið reynist rétt munu nettóskuldir íslenska ríkisins vegna Icesave-samningsins hækka úr 72 milljörðum í 115 milljarða.

Stórslasaður eftir líkamsárás

Karlmaður á þrítugsaldri liggur stórslasaður á Landspítalanum eftir líkamsárás eða slagsmál í Smáíbúðahverfinu. Maðurinn gekkst undir aðgerð í gær. Hann var ekki talinn í lífshættu, en er meðal annars mikið laskaður í andliti.

Stefnt að undirritun samnings

Fundað var í Stjórnarráðinu fram eftir kvöldi í gær um stöðugleikasáttmála. Allt kapp var lagt á að undirrita samninginn í gær og stóð fundur enn yfir þegar Fréttablaðið fór í prentun.

Piltar í miklum minnihluta

Töluvert fleiri stúlkur voru teknar inn í Menntaskólann í Reykjavík en strákar fyrir næsta skólaár. Af þeim sem tekin voru inn var 151 stúlka og 115 piltar. Stúlkur á fyrsta ári verða því um 57 prósent nemenda þess árs.

Mun koma niður á starfsemi

Óhjákvæmilegt er að skerða heilbrigðisstarfsemi eigi að mæta þeim niðurskurði sem heilbrigðis- og tryggingarráðuneytinu er gert að gera, segir Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra.

Hækkar lán og ferðakostnað

Olís hækkaði verð á öllu bensíni um 12,5 krónur í gær og er lítrinn á blýlausu bensíni rúmlega 190 krónur á flestum sölustöðum.

Hrikalegt að missa ævistarfið

„Þetta er alveg skelfilegt. Ef ég gæti bara fengið innvolsið úr annarri hvorri tölvunni til baka yrði ég mjög hamingjusamur og myndi borga gull og græna skóga,“ segir Þorleifur Friðriksson sagnfræðingur.

Grunaður um akstur undir áhrifum

Ökufanturinn sem ók á fólksbíl og dyr slökkvistöðvarinnar í Skógarhlíð og reyndi að aka niður lögreglumenn er grunaður um að hafa verið undir áhrifum fíkniefna og áfengis við aksturinn. Maðurinn hefur áður hlotið dóm fyrir fíkniefnaakstur.

Tvær M&M búðir í miðbænum

Ekki er enn ljóst hvert Bókabúð Máls og menningar fer eftir að versluninni við Laugaveg verður lokað 1. ágúst næstkomandi.

Ferðamenn gera kjarakaup

Erlendir ferðamenn koma í hópum í tölvuverslunina EJS í Reykjavík og á Akureyri og kaupa fartölvur, enda er gengið þeim hagstætt. „Ferðamenn eru að gera kjarakaup og það er mjög hagstætt verð hjá okkur og hefur alltaf verið. Einnig erum við að bjóða útlendingunum upp á alþjóðlega ábyrgð,“ segir Bjarni Þór Sigurðsson, sölustjóri EJS. Kaupæðið hófst strax í október í fyrra í kjölfar gengishrunsins.

Enginn ungi sjáanlegur

Enginn ungi er sjáanlegur í arnarhreiðrinu í Breiðafirði sem vefmyndavél hefur sýnt frá undanfarnar vikur. Útungun hefði átt að eiga sér stað nú í byrjun júní en enn hefur ekki bólað á ungum. Að mati íbúa á Gróustöðum í Reykhólahreppi og Kristins Hauks Skarphéðinssonar, sérfræðings hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, sem fylgst hafa með örnunum, hefur varpið líklega mistekist.

Ákærður fyrir handrukkun

Karlmaður hefur verið ákærður fyrir líkamsárás og frelsissviptingu Hann veittist að öðrum manni við Lóuhóla í Reykjavík, þreif í peysu hans og dró hann með sér að bifreið. Þar rukkaði hann manninn um meinta skuld og barði hann í höfuð og líkama.

Samstarf áfram með skilyrðum

Fulltrúaráð Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi samþykkti með yfirgnæfandi meirihluta í gær að Gunnsteinn Sigurðsson tæki við af Gunnari I. Birgissyni sem bæjarstjóri.

Meirihlutinn heldur - Gunnsteinn hugsanlega bæjarstjóri

„Í þrígang stóðu fundargestir upp og klöppuðu Gunnari lof í lófa," segir Óttar Felix Hauksson, formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi en þar var samþykkt tillaga Gunnars Birgissonar um að Gunnsteinn Sigurðsson, bæjarfulltrúi flokksins, tæki við sem bæjarstjóri Kópavogs.

Fundarhlé hjá Framsókn - málin rædd af hreinskilni

„Málin hafa verið rædd af hreinskilni," segir Gestur Valgarðsson, formaður Framsóknarfélagsins í Kópavogi, en hann er staddur á miklum krísufundi þar sem pólitísk framtíð Kópavogsbæjar mun ráðast í kvöld.

Ökufantur og ofbeldiseggur í gæsluvarðhald

Dómarar úrskurðuðu tvo menn í gæsluvarðhald í kvöld. Annar maðurinn var sá sem ók eins og óður maður á lögreglubifreiðar við Skógarhlíð og Hverfisgötu.

Allt reynt til að ná stöðugleikasáttmála

Fulltrúar launþega og atvinnurekenda ætla að reyna til þrautar í kvöld að ganga frá stöðugleikasáttmálanum. Stefnt er að því að aðilar vinnumarkaðarins fundi með forsætisráðherra seinna í kvöld.

115 milljarðir af Icesave-syndum falla á skattborgara

Um 115 milljarðar króna munu falla íslenska ríkið vegna Icesave samkomulagsins samkvæmt mati skilanefndar Landsbankans. Eignir Landsbankans hafa rýrnað um 95 milljarða frá síðasta mati sem gert var í febrúar.

Krafist gæsluvarðhalds yfir ökufanti

Lögreglan hefur krafist gæsluvarðhalds yfir manni sem keyrði á lögreglustöðina við Hverfisgötu og í Skógarhlíð í gærkvöldi. Í fyrstu kom fram að ekki yrði krafist gæsluvarðhalds yfir honum. Þær upplýsingar reyndust rangar og hefur lögreglan leiðrétt það.

Stöðugleikasáttmáli í sjónmáli

Fulltrúar BSRB og aðilar vinnumarkaðarins munu funda í kvöld vegna stöðugleikasáttmálans en á heimasíðu BRSB kemur fram að stefnt sé að því að ganga frá sáttmálanum þá.

Lækjarhvammsræningi áfram í gæsluvarðhaldi

Maður sem braust inn á heimili í Lækjarhvammi í Hafnarfirði í lok maí og réðist 17 ára dreng þar bjó hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald í Hæstarétti. Tveimur dögum áður en maðurinn braust inn í Hafnarfirði hafði honum verið sleppt úr haldi vegna innbrots á Barðaströnd.

Dæmdur fyrir hótanir og brot gegn valdstjórninni

Karlmaður á þrítugsaldri var sakfelldur í héraðsdómi Austurlands í dag fyrir brot gegn valdstjórninni og hótanir. Maðurinn hótaði karlmanni og tíu ára dóttur hans í því skyni að fá hann til að falla frá kæru hendur ákærða vegna árásar sem átti sér stað í febrúar 2008.

Ökufantur færður á viðeigandi stofnun

Ökufanturinn sem handtekinn var í gærkvöldi fyrir vítaverðan akstur er enn í haldi lögreglunnar. Ekki verður farið fram á gæsluvarðhald yfir manninum en þess í stað verður hann færður á viðeigandi stofnun.

Eins og að draga skemmdar tennur úr óviljugu barni

Ólafur Elíasson, einn af forsvarsmönnum Indefence hópsins, segir að eftir fjölmarga fundi með þingmönnum í dag hafi komið í ljós að ekki liggi fyrir nein trúverðug áætlun um það hvernig Íslendingar getið staðið undir þeim skuldbindingum sem lagðar eru á þjóðina með Icesavesamningunum. Hann segir það algjörlega óhugsandi að einhver þingmaður geti samþykkt ríkisábyrgðina án þess að sjá slíka áætlun.I

Sjá næstu 50 fréttir