Fleiri fréttir

Ingibjörg: „Lítið hald í hávaðanum“

Inbibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar sagði í sinni ræðu á Alþingi í dag að það væri „lítið hald í hávaðanum“ og átti þar við ræðu Steingríms J. Sigfússonar sem talaði á undan henni. Hún gagnrýndi stjórnarandstöðuna og sagði að í þeirra málatilbúnaði væri meira um upphrópanir og fátt um lausnir.

Guðni: Lýsir fullri ábyrgð á hendur Sjálfstæðisflokki

Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði á Alþingi áðan lýsa fullri ábyrð á hendur Sjálfstæðisflokknum vegna stöðunnar í efnahagsmálum. „Ég þekki ekki Sjálfstæðisflokkinn fyrir þann flokk sem ég vann með," sagði Guðni og bætti við að þá þorði flokkurinn á takast á við mál.

Steingrímur: Geir boðar kjaraskerðingu

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, segir að Geir H. Haarde, forsætisráðherra, boði kjaraskerðingu og svo virðist sem að launamenn eigi að taka efnahagsvandann alfarið á sig. Hann segir að launamenn fái enga kauphækkun á móti 14,5 prósent verðbólgu. Þetta kom fram í ræðu Steingríms á Alþingi áðan í umræðum um skýrslu forsætisráðherrra um efnahagsmál.

Gjaldeyrisvaraforðinn styrktur um 30,5 milljarða

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, segir að yfirvegaðar aðgerðir séu mikilvægari en upphrópanir. Alþingi koman saman að nýju í dag eftir að því var frestað í maílok. Skýrsla forsætisráðherra um efnahagsmál var eina málið á dagskrá. Í ræðunni tilkynnti Geir að ríkisstjórnin hyggist taka 250 milljóna evru lán til þess að styrkja gjaldeyrisforða Seðlabankans.

Forseti borgarstjórnar verið með bílstjóra í áratugi

Það er ekki nýtilkomið að forseti borgarstjórnar skuli hafa aðgang að bifreið og bílstjóra, að sögn skrifstofustjóra borgarstjórnar. Nokkur umræða hefur spunnist um einkabílstjóra borgarstjórnar undanfarið en Ólafur Kr. Hjörleifsson, skrifstofustjóri borgarstjórnar segir að þetta fyrirkomulag hafi tíðkast í fjöldamörg ár eða áratugi.

Umferð dregst saman fimmta mánuðinn í röð

Fimmta mánuðin í röð dregst umferð saman. Þó dró örlítið minna úr umferð í ágústmánuði en mánuðina á undan þegar umferðin dróst saman um allt að 5,6 prósent í júní sé miðað við mánuðina á sama tíma í fyrra. Þetta kemur fram á heimasíðu Vegagerðarinnar.

Þingmenn og ráðherrar verði skyldaðir til að opinbera fjárhagsleg tengsl

Mikilvægt er að þingmenn og ráðherrar séu skyldaðir til að gera opinber öll fjárhagsleg tengsl til að auka trúverðugleika stjórnmálamanna að mati varaformanns Vinstri grænna. Samfylkingin útilokar ekki að slíkt verði gert að skyldu en sjálfstæðismenn eiga enn eftir að taka afstöðu til málsins.

Tveir yfirheyrðir vegna mannsláts á Skúlagötu

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu yfirheyrir nú tvo menn vegna rannsóknar á andláti manns, sem fannst látinn á heimili sínu við Skúlagötu í Reykjavík í gærkvöldi,- með höfuðáverka.

Vill láta kjósa um framtíð flugvallar í mars á næsta ári

Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi Frjálslynda flokksins og fyrrverandi borgarstjóri, vill að kosið verði á ný í mars á næsta ári um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Þá vill hann að allar upplýsingar um kostnað vegna kjörinna fulltrúa og embættismanna Reykjavíkurborgar og fyrirtækja í hennar eigu verði lagðar fram.

Össur atast í stjórnarandstöðunni

Iðnaðarráðherra sendir forystumönnum stjórnarandstöðuflokkanna tóninn í nýjum pistli á heimasíðu sinni. Þing hefst í dag að nýju eftir að því var frestað í maílok. Skýrsla forsætisráðherra um efnahagsmál er eina málið á dagskrá.

Nafnleynd umsækjenda ámælisverð

Álfheiður Ingadóttir segir ámælisvert að umsækjendum um forstjórastöður opinbera fyrirtækja sé heitið nafnleynd. ,,Stjórnsýslan á að vera gagnsæ í orkufyrirtækjum í eigu almennings. Það eiga ekki að vera neinar undantekningar þar."

Forsetinn fundaði með Jórdaníukonungi

Orkumál og framboð Íslands til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna var meðal þess sem Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Abdullah annar Jórdaníukonungur ræddu á fundi sínum nýverið.

Hafði verið saknað í þrjá daga

Maðurinn sem fannst látinn í íbúð sinni við Skúlagötu í gærkvöld fannst ekki fyrr en vinir hans voru farnir að hafa áhyggjur af honum. Þeir höfðu þá ekki heyrt í manninum í þrjá daga. Þetta segir nágranni mannsins sem Vísir ræddi við í morgun.

Nærri fimm þúsund fleiri fluttu til landsins en frá því

Ríflega 4700 fleiri fluttu til landsins en frá því á fyrstu sex mánuðum ársins samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar. Nema aðfluttir umfram brottflutta á þessum tíma um einu og hálfu prósenti af íbúafjölda landsins.

Lögreglan rannsakar andlát við Skúlagötuna

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú hvort áverkar á höfði manns, sem fannst látinn í íbúð sinni við Skúlagötu í Reykjavík um kvöldmatarleitið í gær, kunni að vera af manna völdum.

Efnahags- og atvinnumál verða áberandi á haustþingi

Siv Friðleifsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, segir að alvarleg staða í atvinnumálum þjóðarinnar og bágborið efnahagsástand verði megin umræðuefnið á þingfundum sem fram fara næstu tvær vikurnar.

Hanna Birna: Tíminn vinnur með okkur

„Þetta er allt á réttri leið og augljóst að tíminn vinnur með okkur. Ég átti alltaf von á því að það tæki tíma að vinna fylgið aftur," segir Hanna Birna Kristjánsdóttir um nýja skoðanakönnun á fylgi við meirihluta Sjálfstæðisflokks og framsóknarmanna í borgarstjórn.

Einhugur á félagsfundi ljósmæðra

Ljósmæður sjá fram á að þurfa að beita þeim neyðarrétti sem verkfallsaðgerðir eru en vilji ljósmæðra er eftir sem áður að semja sem fyrst. Þetta segir í ályktun sem samþykkt var við dynjandi lófatak á félagsfundi Ljósmæðrafélagsins nú undir kvöld.

Bílvelta á Skógarstrandavegi

Smábíll velti á Skógarstrandavegi, í umdæmi lögreglunnar í Borgarnesi, um klukkan hálffjögur í dag. Einn var fluttur með sjúkrabíl af vettvangi en ekki er ljóst hversu mikil meiðsl hans voru.

Sviku fé út af kortum Skagfirðinga

Lögreglan á Sauðárkróki rannsakar ásamt lögreglunni á Akureyri hvernig glæpamönnum tókst að svíkja um tvær milljónir króna út af kreditkortum. Svo virðist sem að þeir hafi komist yfir kreditkortanúmerin í Skagafirði og notað þau svo til að kaupa vörur í Bandaríkjunum.

Helmingur ökumanna ók of hratt í skólahverfi

Þrjátíu og þrír ökumenn óku of hratt í Breiðumýri á Álftanesi á föstudag. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Breiðumýri í suðurátt, á móts við Álftanesskóla í eina klukkustund eftir hádegi.

Indverskur gúru vill messa við setningu Alþingis

Indverskur trúarleiðtogi, Rajan Zed að nafni, hefur óskað eftir því að hann fái að fara með bænir úr fornum trúarritum hindúa fyrir setningu Alþingis þann 1. október næstkomandi. Frá þessu er greint á vefmiðlinum merinews.com. Þar er sagt frá því að Zed hafi borist svar við fyrirspurn sinni frá Þorsteini Magnússyni, aðstoðarskrifstofustjóra Alþingis, þar sem beiðninni er hafnað.

Verkfall ljósmæðra að veruleika á miðvikudag

Verkfall ljósmæðra verður að veruleika eftir að fundur þeirra með samninganefnd ríkisins í dag reyndist árangurslaus. Fundurinn hófst klukkan tvö og lauk um klukkustund síðar og hefur næsti fundur verið boðaður á fimmtudag. „Við erum því miður í þeim aðstæðum að skipuleggja verkfallsaðgerðir," segir Guðlaug Einarsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands.

Meiðyrðamál Ástu í Dalsmynni tekið fyrir

Í Héraðsdómi Reykjaness í morgun var tekið fyrir meiðyrðamál Ástu Sigurðardóttur, sem oft er kennd við hundaræktunina að Dalsmynni, gegn Hrafnhildi Jónu Þórisdóttur.

Tjón Alcan vegna samráðs metið á um 250 milljónir

Tjón Alcan vegna samráðs stóru olíufélaganna þriggja var um 251 milljón króna á verðlagi áranna 1993-2001 samkvæmt nýrri matsgerð sem lögð var fram í málinu í dag. Fyrirtaka var í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun en beðið hefur verið eftir greinargerð matsmanns sem dómari skipaði að beiðni Alcan.

Norður-Víkingur leifar af kalda stríðinu

Samtök hernaðarandstæðinga lýsa vonbrigðum sínum með að íslensk stjórnvöld skuli eina ferðina enn ákveða að gera landið að æfingasvæði erlends herliðs.

Ók 160 kílómetra til að jafna um verkalýðsforingja

Það varð uppi fótur og fit á skrifstofu AFLs Starfsgreinafélags á Egilsstöðum þegar vertinn á Café Margaret á Breiðdalsvík réðst á framkvæmdastjóra félagsins, Sverri Mar Albertsson. Í frétt í 24 stundum á dögunum greint frá því að veitingamaðurinn borgi veitingastúlkum sínum lág laun auk þess sem þau séu ekki gefin upp til skatts. Í fréttinni var vitnað í Sverri og veitingamanninum Horst Muller gramdist það svo mjög að hann lagði á sig 160 kílómetra ökuferð til þess eins að ráðast á hann. Árásin verður kærð til sýslumanns.

Sjö sagt upp í stjórnsýslu heilsugæslunnar

Sjö starfsmönnum sem unnu við stjórnsýslu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins var sagt upp um mánaðamótin og er hluti þeirra þegar hættur. Forstjóri heilsugæslunnar segir uppsagnirnar ekki koma niður á þjónustu heilsugæslunnar.

Veiðimenn á Austfjörðum með allt á hreinu

Menn á gæsa- og hreindýraveiðum í umdæmi lögreglunnar á Seyðisfirði um helgina virðast hafa farið að lögum og reglum í hvívetna ef marka má frétt lögreglunnar.

Sjá næstu 50 fréttir