Fleiri fréttir Lést í bílslysi í Mjóafirði Maðurinn sem lést í bílslysi í Mjóafirði í Ísafjarðardjúpi síðastliðinn föstudag hét Boguslaw Jozef Papierkowski. 1.9.2008 12:13 Davíð Smári neitar sök í líkamsárásarmálum Davíð Smári Helenarson, betur þekktur sem Dabbi Grensás, sem ákærður er fyrir þrjú ofbeldisbrot neitaði sök við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 1.9.2008 12:01 Vilja að allir nemar fái frítt í strætó Vinstri grænir vilja að allir námsmenn fái frítt í strætó á höfuðborgarsvæðinu. Flokksráðfundur VG sem haldinn var um helgina beinir því til sveitarfélaganna á höfuðborginu að gæta jafnræðis og veita öllum námsmönnum frítt í strætó þó þeir hafi lögheimili í öðrum sveitarfélögum. 1.9.2008 11:08 Menntaskólapiltur dæmdur fyrir vörslu barnakláms Héraðsdómur Vestfjarða hefur dæmt 18 ára menntaskólapilt í 45 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa haft barnaklám í tölvu sinni. 1.9.2008 10:36 Heildarvelta í smásölu um 274 milljarðar í fyrra Heildarvelta í smásöluverslun í fyrra nam rúmum 274 milljörðum króna og jókst um nærri ellefu prósent frá árinu 2006. Þetta kemur fram í Árbók verslunarinnar sem Rannsóknarsetur verslunarinnar á Bifröst gefur út. 1.9.2008 10:22 Vonast til að Íslendingur losni úr haldi í Reno í vikunni Vonir standa til að íslenskur karlmaður, Fannar Gunnlaugsson, sem setið hefur í fangelsi í mánuð í Bandaríkjunum fyrir að hafa skilað dvalarleyfispappírum aðeins of seint, losni úr haldi í vikunni. Þetta segir Urður Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins. 1.9.2008 10:03 Breyttur útivistartími hjá börnum og unglingum Útivistartími barna og unglinga tekur breytingum í dag. Nú mega 12 ára börn og yngri vera úti til klukkan átta en 13 til 16 ára unglingar mega vera úti til klukkan tíu. 1.9.2008 08:53 Íslendingur situr fastur í fangelsi í Nevada Ungur íslenskur karlmaður hefur dvalið í fangelsi í Nevada í Bandaríkjunum í heilan mánuð, að kröfu bandaríska útlendingaeftirlitsins. 1.9.2008 08:20 Nýtt fiskveiðiár hófst á miðnætti Nýtt fiskveiðiár hófst á miðnætti þannig að nú eiga allar útgerðir kvóta til veiða, til að byrja með að minnsta kosti. 1.9.2008 08:18 Fundu fíkniefni í Hveragerði og á Selfossi Lögreglan í Árnessýslu fann fíkniefni víð húsleit í Hveragerði og á Selfossi í nótt. 1.9.2008 07:33 Flugmenn óttast atvinnuleysi Flugmenn, sem Icelandair hefur sagt upp á árinu óttast að fá ekki vinnu annarsstaðar, sem jafnan hefur verið auðvelt þegar fyrirtækið hefur sagt upp flugmönnum. 1.9.2008 07:32 Segir gagnrýni Bílamarkaðarins ekki rétta að öllu Dagur Jónasson, framkvæmdastjóri Bílalands, segir gagnrýni Þrastar Karelssonar, framkvæmdastjóra Bílamarkaðarins í Kópavogi, á verðlagningu notaðra bifreiða, sem birtist í grein á Vísi í gær, ekki að öllu leyti réttmæta. 31.8.2008 20:31 Sögulegar sættir Guðjón Friðriksson sagnfræðingur og Matthías Johannessen fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins hafa náð sáttum vegna þess sem Guðjón kallaði ærumeiðandi lygaþvælu í dagbókum Matthíasar á netinu. 31.8.2008 20:52 Fleiri flugmönnum sagt upp hjá Icelandair Icelandair hefur sagt upp 16 flugmönnum til viðbótar þeim sem þegar hefur verið sagt upp á síðustu vikum og mánuðum. Frá þessu var greint í kvöldfréttum Sjónvarpsins. Var ástæða uppsagnanna sögð minnkandi verkefni fyrirtækisins. 31.8.2008 20:57 Ljósmæður sjá enga viðleitni hjá samninganefnd ríkisins „Við sjáum bara enga viðleitni hjá samninganefnd ríkisins til að vilja leysa þessa deilu og erum svartsýnar á að hún leysist á næstu dögum,“ sagði Guðlaug Einarsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands 31.8.2008 18:27 Einni og hálfri milljón safnað í Esjugöngu Á áttunda hundrað voru skráð í Esjugöngu Kaupþings sem fram fór í gær, laugardaginn 30. ágúst. Gengið var til styrktar „Á allra vörum - átak gegn brjóstakrabbameini” en bankinn hét tvö þúsund krónum á hvern þann sem skráði sig til leiks. 31.8.2008 17:21 Stemmning á opnu húsi í Borgarleikhúsinu Sannkölluð hátíðarstemmning ríkti í Borgarleikhúsinu í dag en talið er að ríflega sjö þúsund gestir hafi lagt leið sína þangað á opið hús. 31.8.2008 16:50 Skáksveit Rimaskóla Norðurlandameistari Skáksveit Rimaskóla varð Norðurlandameistari grunnskólasveita. Sveitin vann öruggan 4-0 sigur á danskri sveit í lokaumferðinni. 31.8.2008 15:06 Forstjórastaða Landsvirkjunar laus til umsóknar Forstjórastaða Landsvirkjunar er auglýst laus til umsóknar í blöðum dagsins. Í auglýsingunni kemur fram að forstjórinn þurfi meðal annars að hafa háskólamenntun sem nýtist í starfi 31.8.2008 14:14 Forðaði stórslysi með naumindum Litlu munaði að vörubíll félli ofan í Langadalsá í Ísafirði, en bíllinn vóg salt á brúarkantinum. Þetta varð með þeim hætti að ökumaður jeppa ætlaði sér yfir einbreiða brúna þó svo vörubíllinn væri það nálægt henni að ekki hefði verið nokkur leið að stöðva hann. 31.8.2008 13:49 Tæpar 30 milljónir söfnuðust í Perlunni Rúmar tuttugu og átta milljónir söfnuðust á Glæsimarkaði í Perlunni í gær. Ágóði af sölu og uppboði nam 18 milljónum og við það bætast framlög að upphæð 10 milljónum króna. 31.8.2008 13:35 Enn erfið fæðing hjá ljósmæðrum Fimmti samningafundur ljósmæðra og ríkisins hjá sáttasemjara hófst fyrir stundu. Takist ekki samningar um laun ljósmæðra hefjast boðaðar verkfallsaðgerðir á fimmtudag. 31.8.2008 13:14 Nýtt meistaranám við Háskólasetur Vestfjarða Menntamálaráðherra mun í dag formlega setja nýja námsleið á meistarastigi við Háskólasetur Vestfjarða. Um tímamót er að ræða því þetta er í fyrsta sinn sem staðbundið háskólanám er alfarið er kennt á Vestfjörðum. 31.8.2008 11:58 Hefðbundinn erill hjá lögreglu Þrír gistu fangageymslur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt, þar af einn sem grunaður er um akstur undir áhrifum fíkniefna. Að sögn varðstjóra var nokkur erill í bænum og töluverð ölvun. 31.8.2008 09:48 Vill að kosið verði aftur um staðsetningu flugvallar Ólafur F. Magnússon, fyrrverandi borgarstjóri, vill að borgarbúar kjósi á ný um framtíðarstaðsetningu flugvallarins í Reykjavík. 30.8.2008 22:23 Treyja Ólafs fór á eina milljón króna Landliðstreyja Ólafs Stefánssonar sem hann klæddist í úrslitaleik Ólympíuleikanna var slegin á eina milljón króna á glæsimarkaði í Perlunni í dag. Milljónin líkt og allur annar ágóði af markaðnum rennur til uppbyggingar skóla fyrir börn og konur í Jemen, fátækasta ríki arabaheimsins 30.8.2008 22:37 Slasaður eftir árekstur Bifreið var ekið á staur skammt frá Select á Bústaðavegi um kvöldmatarleytið og er óökufær eftir. Var ökumaður hennar fluttur á slysadeild en ekki var unnt að fá upplýsingar 30.8.2008 19:58 Litháískir fangar afplána í heimalandinu Þrír litháískir fangar sem hlotið hafa dóma hér á landi halda til síns heima á næstunni til þess að taka út refsingu sína. Þetta er í samræmi við samkomulag sem íslensk og litháísk stjórnvöld hafa gert. 30.8.2008 22:13 Keflavíkurskyttan enn ófundin Aðili sem skaut úr loftbyssu á hús í Keflavík í nótt er ófundinn en lögregla segir einhvern eða einhverja liggja undir grun. Sandgerðishátíðin stendur nú sem hæst ásamt varnaræfingunni Norðurvíkingi 2008 og segir lögregla hvort tveggja hafa tekist með miklum ágætum það sem af er. 30.8.2008 17:40 Öllu starfsfólki Kjötbankans sagt upp í gær Öllu starfsfólki Kjötbankans, um 20 manns, var sagt upp störfum í gær. „Fyrirtækið verður að losa samninga sem í gildi eru til að geta farið út í breytingar á rekstrinum og skipulagsbreytingar svo laga megi fyrirtækið að framtíðinni,“ sagði Haukur Hjaltason, eigandi Kjötbankans. 30.8.2008 16:32 Ólafur Ragnar kom til Bangladess í gær Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, er nú staddur í opinberri heimsókn í Bangladess en þangað kom hann í gærkvöldi. Ólafur Ragnar mun meðal annars taka þátt í lokaathöfn alþjóðlegrar ráðstefnu um loftslagsbreytingar og fæðuöryggi í Suður-Asíu en ráðstefnan hófst á mánudag. 30.8.2008 14:38 Segir tímabært að skoða siðvæðingu fjármálageirans „Við vorum einmitt að samþykkja ályktun um sparisjóðina almennt og umhverfi fjármálafyrirtækja,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, varaformaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, innt álits á stofnfjáreign Árna M. 30.8.2008 14:00 Guðný Halldórsdóttir bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Guðný Halldórsdóttir kvikmyndagerðarmaður var útnefnd bæjarlistamaður Mosfellsbæjar 2008 við hátíðlega viðhöfn í gærkvöldi þegar bæjarhátíð Mosfellsbæjar, Í túninu heima, var sett með pompi og pragt. 30.8.2008 13:23 Nemakort Strætó bs. fyrir alla nema suma Ekki eru allir á eitt sáttir með hin svokölluðu Nemakort Strætó bs., strætisvagnakort sem sex sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu standa að og veita námsmönnum ókeypis aðgang að almenningsvögnum Strætó. 30.8.2008 12:36 Uppskeruhátíð Grasagarðsins í dag Árleg uppskeruhátíð verður haldin í nytjajurtagarði Grasagarðsins í Laugardal í dag milli klukkan 13 og 16. Slegið verður upp hlaðborði með fjölbreyttum og ferskum matjurtum. 30.8.2008 11:11 Gagnrýna viðskiptahætti með notaða bíla harðlega Þröstur Karelsson, sölustjóri Bílamarkaðsins í Kópavogi, segir aðgerðarleysi þeirra eftirlitsaðila, sem eigi að fylgjast með að réttir viðskiptahættir séu viðhafðir við sölu bifreiða og vöru og þjónustu almennt, vítavert. 30.8.2008 10:18 Ölvunar- og glæfraakstur á höfuðborgarsvæðinu Sex gistu fangageymslur á höfuðborgarsvæðinu vegna ölvunar og tveir ökumenn voru stöðvaðir vegna gruns um að þeir væru nokkuð við skál. 30.8.2008 09:20 Telur óþarfi að banna fjárfestingar þingmanna og ráðherra Árni Páll Árnason, þingamaður Samfylkingarinnar, telur ekkert óeðlilegt við það að fjármálaráðherra landsins, Árni M. Mathiesen, sé stofnfjáraðili í Byr. Hann telur hins vegar réttast að setja upplýsingalög sem myndu opinbera hlutafjáreign þingmanna og ráðherra. 29.8.2008 22:05 Tafir á Reykjanesbraut í fyrramálið Tafir verða á umferð um Reykjanesbraut vegna framkvæmda frá klukkan átta á morgun, laugardag, um óákveðin tíma. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. 29.8.2008 22:12 Pétur Blöndal: Athæfi samgöngunefndar undarlegt Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir undarlegt að sex þingmenn samgöngunefndar hafi gist á hóteli á höfuðborgarsvæðinu á kostnað Alþingis eftir fundarhöld, þó fimm þeirra haldi heimili þar. Oft sé hins vegar æskilegt að þingnefndir fundi utan borgarmarkanna og þar jafnvel gist til að halda nefndarmönnum að verki. 29.8.2008 22:30 Guðjón Friðksson sakar Matthías um lygaþvælu Guðjón Friðriksson sagnfræðingur sakar Matthías Johannessen fyrrverandi ritstjóra Morgunblaðsins um að birta ærumeiðandi lygaþvælu á vefsíðu sinni. Þar heldur Matthías því fram að Guðjón hafi verið hrakinn úr kennslu fyrir pólitíska einkunnagjöf. 29.8.2008 21:45 Innanlandsflug úr skorðum í dag Veðrið setti innanlandsflug úr skorðum í dag og eitthvað tjón varð vegna foks, þó minna en óttast var. 29.8.2008 18:55 Ekki hætta á mengunarslysi Fyrrverandi varðskipið Þór rak í vonskuveðri upp að landi í Hvalfirði í morgun. Óttast var að mikil olía væri um borð og að mengunarslys væri í uppsiglingu. Dráttarbátnum Magna tókst hins vegar að draga Þór af staðnum. 29.8.2008 18:49 Formaður Vinstri grænna vill eitt ríkisfjármálaráðuneyti Formaður Vinstri grænna vill að stofnað verði eitt öflugt ríkisfjármálaráðuneyti til að taka á efnahagsvandanum. Hann segir reikninginn fyrir stóriðjuveisluna nú berast heimilunum í landinu. 29.8.2008 18:44 Deilur innan ÁTVR á Akureyri Uppnám er innan ÁTVR á Akureyri eftir að verslunarstjóri jós svívirðingum yfir starfsfólk sitt og lagði hendur á undirmann í samkvæmi. Níu starfsmenn hættu störfum vegna málsins. Aðstoðarforstjóri ÁTVR segir að verslunarstjórinn njóti trausts. 29.8.2008 18:33 Sjá næstu 50 fréttir
Lést í bílslysi í Mjóafirði Maðurinn sem lést í bílslysi í Mjóafirði í Ísafjarðardjúpi síðastliðinn föstudag hét Boguslaw Jozef Papierkowski. 1.9.2008 12:13
Davíð Smári neitar sök í líkamsárásarmálum Davíð Smári Helenarson, betur þekktur sem Dabbi Grensás, sem ákærður er fyrir þrjú ofbeldisbrot neitaði sök við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 1.9.2008 12:01
Vilja að allir nemar fái frítt í strætó Vinstri grænir vilja að allir námsmenn fái frítt í strætó á höfuðborgarsvæðinu. Flokksráðfundur VG sem haldinn var um helgina beinir því til sveitarfélaganna á höfuðborginu að gæta jafnræðis og veita öllum námsmönnum frítt í strætó þó þeir hafi lögheimili í öðrum sveitarfélögum. 1.9.2008 11:08
Menntaskólapiltur dæmdur fyrir vörslu barnakláms Héraðsdómur Vestfjarða hefur dæmt 18 ára menntaskólapilt í 45 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa haft barnaklám í tölvu sinni. 1.9.2008 10:36
Heildarvelta í smásölu um 274 milljarðar í fyrra Heildarvelta í smásöluverslun í fyrra nam rúmum 274 milljörðum króna og jókst um nærri ellefu prósent frá árinu 2006. Þetta kemur fram í Árbók verslunarinnar sem Rannsóknarsetur verslunarinnar á Bifröst gefur út. 1.9.2008 10:22
Vonast til að Íslendingur losni úr haldi í Reno í vikunni Vonir standa til að íslenskur karlmaður, Fannar Gunnlaugsson, sem setið hefur í fangelsi í mánuð í Bandaríkjunum fyrir að hafa skilað dvalarleyfispappírum aðeins of seint, losni úr haldi í vikunni. Þetta segir Urður Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins. 1.9.2008 10:03
Breyttur útivistartími hjá börnum og unglingum Útivistartími barna og unglinga tekur breytingum í dag. Nú mega 12 ára börn og yngri vera úti til klukkan átta en 13 til 16 ára unglingar mega vera úti til klukkan tíu. 1.9.2008 08:53
Íslendingur situr fastur í fangelsi í Nevada Ungur íslenskur karlmaður hefur dvalið í fangelsi í Nevada í Bandaríkjunum í heilan mánuð, að kröfu bandaríska útlendingaeftirlitsins. 1.9.2008 08:20
Nýtt fiskveiðiár hófst á miðnætti Nýtt fiskveiðiár hófst á miðnætti þannig að nú eiga allar útgerðir kvóta til veiða, til að byrja með að minnsta kosti. 1.9.2008 08:18
Fundu fíkniefni í Hveragerði og á Selfossi Lögreglan í Árnessýslu fann fíkniefni víð húsleit í Hveragerði og á Selfossi í nótt. 1.9.2008 07:33
Flugmenn óttast atvinnuleysi Flugmenn, sem Icelandair hefur sagt upp á árinu óttast að fá ekki vinnu annarsstaðar, sem jafnan hefur verið auðvelt þegar fyrirtækið hefur sagt upp flugmönnum. 1.9.2008 07:32
Segir gagnrýni Bílamarkaðarins ekki rétta að öllu Dagur Jónasson, framkvæmdastjóri Bílalands, segir gagnrýni Þrastar Karelssonar, framkvæmdastjóra Bílamarkaðarins í Kópavogi, á verðlagningu notaðra bifreiða, sem birtist í grein á Vísi í gær, ekki að öllu leyti réttmæta. 31.8.2008 20:31
Sögulegar sættir Guðjón Friðriksson sagnfræðingur og Matthías Johannessen fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins hafa náð sáttum vegna þess sem Guðjón kallaði ærumeiðandi lygaþvælu í dagbókum Matthíasar á netinu. 31.8.2008 20:52
Fleiri flugmönnum sagt upp hjá Icelandair Icelandair hefur sagt upp 16 flugmönnum til viðbótar þeim sem þegar hefur verið sagt upp á síðustu vikum og mánuðum. Frá þessu var greint í kvöldfréttum Sjónvarpsins. Var ástæða uppsagnanna sögð minnkandi verkefni fyrirtækisins. 31.8.2008 20:57
Ljósmæður sjá enga viðleitni hjá samninganefnd ríkisins „Við sjáum bara enga viðleitni hjá samninganefnd ríkisins til að vilja leysa þessa deilu og erum svartsýnar á að hún leysist á næstu dögum,“ sagði Guðlaug Einarsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands 31.8.2008 18:27
Einni og hálfri milljón safnað í Esjugöngu Á áttunda hundrað voru skráð í Esjugöngu Kaupþings sem fram fór í gær, laugardaginn 30. ágúst. Gengið var til styrktar „Á allra vörum - átak gegn brjóstakrabbameini” en bankinn hét tvö þúsund krónum á hvern þann sem skráði sig til leiks. 31.8.2008 17:21
Stemmning á opnu húsi í Borgarleikhúsinu Sannkölluð hátíðarstemmning ríkti í Borgarleikhúsinu í dag en talið er að ríflega sjö þúsund gestir hafi lagt leið sína þangað á opið hús. 31.8.2008 16:50
Skáksveit Rimaskóla Norðurlandameistari Skáksveit Rimaskóla varð Norðurlandameistari grunnskólasveita. Sveitin vann öruggan 4-0 sigur á danskri sveit í lokaumferðinni. 31.8.2008 15:06
Forstjórastaða Landsvirkjunar laus til umsóknar Forstjórastaða Landsvirkjunar er auglýst laus til umsóknar í blöðum dagsins. Í auglýsingunni kemur fram að forstjórinn þurfi meðal annars að hafa háskólamenntun sem nýtist í starfi 31.8.2008 14:14
Forðaði stórslysi með naumindum Litlu munaði að vörubíll félli ofan í Langadalsá í Ísafirði, en bíllinn vóg salt á brúarkantinum. Þetta varð með þeim hætti að ökumaður jeppa ætlaði sér yfir einbreiða brúna þó svo vörubíllinn væri það nálægt henni að ekki hefði verið nokkur leið að stöðva hann. 31.8.2008 13:49
Tæpar 30 milljónir söfnuðust í Perlunni Rúmar tuttugu og átta milljónir söfnuðust á Glæsimarkaði í Perlunni í gær. Ágóði af sölu og uppboði nam 18 milljónum og við það bætast framlög að upphæð 10 milljónum króna. 31.8.2008 13:35
Enn erfið fæðing hjá ljósmæðrum Fimmti samningafundur ljósmæðra og ríkisins hjá sáttasemjara hófst fyrir stundu. Takist ekki samningar um laun ljósmæðra hefjast boðaðar verkfallsaðgerðir á fimmtudag. 31.8.2008 13:14
Nýtt meistaranám við Háskólasetur Vestfjarða Menntamálaráðherra mun í dag formlega setja nýja námsleið á meistarastigi við Háskólasetur Vestfjarða. Um tímamót er að ræða því þetta er í fyrsta sinn sem staðbundið háskólanám er alfarið er kennt á Vestfjörðum. 31.8.2008 11:58
Hefðbundinn erill hjá lögreglu Þrír gistu fangageymslur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt, þar af einn sem grunaður er um akstur undir áhrifum fíkniefna. Að sögn varðstjóra var nokkur erill í bænum og töluverð ölvun. 31.8.2008 09:48
Vill að kosið verði aftur um staðsetningu flugvallar Ólafur F. Magnússon, fyrrverandi borgarstjóri, vill að borgarbúar kjósi á ný um framtíðarstaðsetningu flugvallarins í Reykjavík. 30.8.2008 22:23
Treyja Ólafs fór á eina milljón króna Landliðstreyja Ólafs Stefánssonar sem hann klæddist í úrslitaleik Ólympíuleikanna var slegin á eina milljón króna á glæsimarkaði í Perlunni í dag. Milljónin líkt og allur annar ágóði af markaðnum rennur til uppbyggingar skóla fyrir börn og konur í Jemen, fátækasta ríki arabaheimsins 30.8.2008 22:37
Slasaður eftir árekstur Bifreið var ekið á staur skammt frá Select á Bústaðavegi um kvöldmatarleytið og er óökufær eftir. Var ökumaður hennar fluttur á slysadeild en ekki var unnt að fá upplýsingar 30.8.2008 19:58
Litháískir fangar afplána í heimalandinu Þrír litháískir fangar sem hlotið hafa dóma hér á landi halda til síns heima á næstunni til þess að taka út refsingu sína. Þetta er í samræmi við samkomulag sem íslensk og litháísk stjórnvöld hafa gert. 30.8.2008 22:13
Keflavíkurskyttan enn ófundin Aðili sem skaut úr loftbyssu á hús í Keflavík í nótt er ófundinn en lögregla segir einhvern eða einhverja liggja undir grun. Sandgerðishátíðin stendur nú sem hæst ásamt varnaræfingunni Norðurvíkingi 2008 og segir lögregla hvort tveggja hafa tekist með miklum ágætum það sem af er. 30.8.2008 17:40
Öllu starfsfólki Kjötbankans sagt upp í gær Öllu starfsfólki Kjötbankans, um 20 manns, var sagt upp störfum í gær. „Fyrirtækið verður að losa samninga sem í gildi eru til að geta farið út í breytingar á rekstrinum og skipulagsbreytingar svo laga megi fyrirtækið að framtíðinni,“ sagði Haukur Hjaltason, eigandi Kjötbankans. 30.8.2008 16:32
Ólafur Ragnar kom til Bangladess í gær Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, er nú staddur í opinberri heimsókn í Bangladess en þangað kom hann í gærkvöldi. Ólafur Ragnar mun meðal annars taka þátt í lokaathöfn alþjóðlegrar ráðstefnu um loftslagsbreytingar og fæðuöryggi í Suður-Asíu en ráðstefnan hófst á mánudag. 30.8.2008 14:38
Segir tímabært að skoða siðvæðingu fjármálageirans „Við vorum einmitt að samþykkja ályktun um sparisjóðina almennt og umhverfi fjármálafyrirtækja,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, varaformaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, innt álits á stofnfjáreign Árna M. 30.8.2008 14:00
Guðný Halldórsdóttir bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Guðný Halldórsdóttir kvikmyndagerðarmaður var útnefnd bæjarlistamaður Mosfellsbæjar 2008 við hátíðlega viðhöfn í gærkvöldi þegar bæjarhátíð Mosfellsbæjar, Í túninu heima, var sett með pompi og pragt. 30.8.2008 13:23
Nemakort Strætó bs. fyrir alla nema suma Ekki eru allir á eitt sáttir með hin svokölluðu Nemakort Strætó bs., strætisvagnakort sem sex sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu standa að og veita námsmönnum ókeypis aðgang að almenningsvögnum Strætó. 30.8.2008 12:36
Uppskeruhátíð Grasagarðsins í dag Árleg uppskeruhátíð verður haldin í nytjajurtagarði Grasagarðsins í Laugardal í dag milli klukkan 13 og 16. Slegið verður upp hlaðborði með fjölbreyttum og ferskum matjurtum. 30.8.2008 11:11
Gagnrýna viðskiptahætti með notaða bíla harðlega Þröstur Karelsson, sölustjóri Bílamarkaðsins í Kópavogi, segir aðgerðarleysi þeirra eftirlitsaðila, sem eigi að fylgjast með að réttir viðskiptahættir séu viðhafðir við sölu bifreiða og vöru og þjónustu almennt, vítavert. 30.8.2008 10:18
Ölvunar- og glæfraakstur á höfuðborgarsvæðinu Sex gistu fangageymslur á höfuðborgarsvæðinu vegna ölvunar og tveir ökumenn voru stöðvaðir vegna gruns um að þeir væru nokkuð við skál. 30.8.2008 09:20
Telur óþarfi að banna fjárfestingar þingmanna og ráðherra Árni Páll Árnason, þingamaður Samfylkingarinnar, telur ekkert óeðlilegt við það að fjármálaráðherra landsins, Árni M. Mathiesen, sé stofnfjáraðili í Byr. Hann telur hins vegar réttast að setja upplýsingalög sem myndu opinbera hlutafjáreign þingmanna og ráðherra. 29.8.2008 22:05
Tafir á Reykjanesbraut í fyrramálið Tafir verða á umferð um Reykjanesbraut vegna framkvæmda frá klukkan átta á morgun, laugardag, um óákveðin tíma. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. 29.8.2008 22:12
Pétur Blöndal: Athæfi samgöngunefndar undarlegt Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir undarlegt að sex þingmenn samgöngunefndar hafi gist á hóteli á höfuðborgarsvæðinu á kostnað Alþingis eftir fundarhöld, þó fimm þeirra haldi heimili þar. Oft sé hins vegar æskilegt að þingnefndir fundi utan borgarmarkanna og þar jafnvel gist til að halda nefndarmönnum að verki. 29.8.2008 22:30
Guðjón Friðksson sakar Matthías um lygaþvælu Guðjón Friðriksson sagnfræðingur sakar Matthías Johannessen fyrrverandi ritstjóra Morgunblaðsins um að birta ærumeiðandi lygaþvælu á vefsíðu sinni. Þar heldur Matthías því fram að Guðjón hafi verið hrakinn úr kennslu fyrir pólitíska einkunnagjöf. 29.8.2008 21:45
Innanlandsflug úr skorðum í dag Veðrið setti innanlandsflug úr skorðum í dag og eitthvað tjón varð vegna foks, þó minna en óttast var. 29.8.2008 18:55
Ekki hætta á mengunarslysi Fyrrverandi varðskipið Þór rak í vonskuveðri upp að landi í Hvalfirði í morgun. Óttast var að mikil olía væri um borð og að mengunarslys væri í uppsiglingu. Dráttarbátnum Magna tókst hins vegar að draga Þór af staðnum. 29.8.2008 18:49
Formaður Vinstri grænna vill eitt ríkisfjármálaráðuneyti Formaður Vinstri grænna vill að stofnað verði eitt öflugt ríkisfjármálaráðuneyti til að taka á efnahagsvandanum. Hann segir reikninginn fyrir stóriðjuveisluna nú berast heimilunum í landinu. 29.8.2008 18:44
Deilur innan ÁTVR á Akureyri Uppnám er innan ÁTVR á Akureyri eftir að verslunarstjóri jós svívirðingum yfir starfsfólk sitt og lagði hendur á undirmann í samkvæmi. Níu starfsmenn hættu störfum vegna málsins. Aðstoðarforstjóri ÁTVR segir að verslunarstjórinn njóti trausts. 29.8.2008 18:33