Fleiri fréttir

Mikil snjókoma í Eyjum

Mikil snjókoma er nú í Vestmannaeyjum. Að sögn lögreglu er um „fínasta jólasnjó" að ræða. Um tveggja stiga hiti er nú í Eyjum og því er slabbið mikið á götunum en þessi óvenjumikla snjókoma hefur þó ekki orsakað nein vandræði í bænum.

Kalli Bjarni aftur handtekinn - nú með amfetamín

Idol-stjarnan fyrrverandi Kalli Bjarni, eða Karl Bjarni Guðmundsson, var handtekinn á föstudag með 70 grömm af amfetamíni í fórum sínum. Jafnframt var ung vinkona hans tekin en þau voru saman á hóteli í Reykjavík.

Aðgerðum bílstjóra lokið í bili

Vörubílstjórar hafa aflétt lokunum í Ártúnsbrekkunni og á Reykjanesbrautinni og er umferð að komast í samt lag á ný. Sturla Jónsson, talsmaður bílstjóranna, sem með aðgerðum sínum mótmæla meðal annars háu eldsneytisverði var færður inn í lögreglubíl í morgun og segist hann hafa verið handtekinn.

Vörubílstjórar loka götum - talsmaður þeirra handtekinn

Vörubifreiðastjórar hafa lokað Ártúnsbrekku til vesturs í aðgerð sambærilegri þeim sem viðhafðar voru síðastliðinn fimmtudag og föstudag. Þá hefur Reykjanesbrautinni verið lokað við Kúagerði. Ekki náðist í talsmann vörubílstjóranna, en hann hafði verið færður inn í lögreglubíl þegar í hann náðist og átti því erfitt með að ræða við fréttamann. Lögreglan segist gera ráð fyrir fleiri lokunum nú í morgunsárið.

Vörubílstjórar halda áfram aðgerðum

Vörubílstjórar ætla í dag að halda áfram mótmælum sínum gegn stjórnvöldum, fyrir hátt olíuverð. Þeir ætla að teppa umferð á fjölförnum umferðargötum og segja talsmenn vörubílstjóra að mótmælin verði mun umfangsmeiri en fyrir helgi.

Eldur í snjóplógi

Eldur kviknaði í snjóplógi , þegar hann var að ryðja veginn um Fjarðarheiði í gær. Ökumaðurinn gat ekki slökkt eldinn sjálfur, þrátt fyrir tilraunir til þess með handslökkvitæki, kallaði á slökkvilið sem slökkti eldinn.

Mikill snjór á Akureyri

Töluvert snjóaði enn á Akureyri í nótt, eftir að þar fór að snjóa í fyrrakvöld, og eru snjóruðningstæki nú að hreinsa götur bæjarins. Þónokkkur umferðaróhöpp urðu í bænum í gær vegna þæfings og hálku.

Alvarlega slasaður sjómaður fluttur í land með þyrlu

Sjómaður slasaðist alvarlega um borð í íslenskum togara á Selvogsbanka undir kvöld í gærkvöldi þegar eitthvað fór úrskeiis og hann fékk mikið högg á kviðinn. Við það hlaut hann innvortis blæðingar.

Jón Baldvin vill nýja áhöfn í Seðlabankann

Jón Baldvin Hannibalsson segir að tími sé kominn til að setja nýja áhöfn við stjórn Seðlabankans. Þar eigi fagmenn að stjórna í brúnni en ekki fyrrum pólitíkusar.

Guðni segir stjórnvöld hafa sofið á efnahagsverðinum

Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, vill fella niður gjöld af eldsneyti og lækka matarskatt til að greiða niður verðbólguna. Hann segir stjórnvöld hafa sofið á efnahagsverðinum og óttast að almenningur bíði tjón af ef ekki verði gripið í taumana.

Gagnrýni á borgaryfirvöld réttmæt en vandinn gamall

Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir gagnrýni á borgaryfirvöld undanfarið vegna niðurníslu húsa í miðborginni að sumu leyti réttmæta en minnir á að vandinn sé ekki nýtilkominn. Hann segir eigendur húsanna ekki geta treyst því að borgaryfirvöld skeri þá niður úr snörunni með kaupum á húsunum

Fjölmenni á málverkasýningu sem hvergi var auglýst

Málverkasýning sem átti aðeins að vera uppi í gær í erfidrykkju Ólafar Pétursdóttur héraðsdómara, og hvergi var auglýst, dró að sér fjölmenni í Ráðhúsið í dag. Þar voru til sýnis myndir sem Ólöf málaði með munninum á síðustu mánuðum ævi sinnar eftir að hún féll af hestbaki og lamaðist fyrir átján mánuðum.

Ingibjörg vill skoða tollalækkanir á fugla-og svínakjöti

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður Samfylkingarinnar segir að hún telji rétt að skoða þann kost að lækka verulega tolla á innflutt matvæli sem ekki teljast til hefðbundins landbúnaðar, svo sem á fugla- og svínakjöti. Það snertir hag bænda ekki nema óbeint en hefði veruleg áhrif á hag neytenda.

Þingmaður sakar bankana um siðleysi

Atli Gíslason þingmaður VG sakar bankana um að hafa sýnt siðleysi. Þeir hafi hamstrað á gjaldeyrismarkaði til að vinna upp tapið á hlutabrefamarkaðinum.

Nafn mannsins sem fórst í gærkvöldi

Nafn mannsins sem fórst í vélsleðaslysinu í gærkvöldi var Birgir Vilhjálmsson Reynivöllum 12 á Egilsstöðum, fæddur 1. mars 1960. Hann lætur eftir sig eiginkonu og fjögur uppkomin börn.

Samfylkingin varar við ófrágengnum stóriðjuframkvæmdum

Samfylkingin varar við því að virkjana- og stóriðjuframkvæmdir hefjist áður en gengið hefur verið frá öllum málum þar að lútandi. Þetta var samþykkt í ályktun á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar í dag með öllum atkvæðum gegn einu.

Kofabruni í Heiðmörk

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins vinnur nú að því að slökkva eld í kofa í Heiðmörk nálægt Elliðavatni.

Handteknir hálftíma eftir rán

Óprúttinn maður réðst með garðklippum inn í Kaskó verslun í Vesturbergi í Breiðholti í Reykjavík um fimmleytið í dag og ógnaði starfsfólki.

Slóðir slömmlordanna skoðaðar

Fjöldi fólks gekk um slóðir slömmlordanna með Birnu Þórðardóttur í dag. Birna rekur fyrirtækið menningarfylgd og gengur um götur borgarinnar með gesti og lýsir því sem fyrir ber. Vanalega sýnir hún gestum sínum menningarverðmæti borgarinnar en í dag var göngutúrinn aðeins frábrugnari.

Fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna beðið

Al Gore, Nóbelsverðlaunahafi og fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, flytur fyrirlestur á opnum fundi um umhverfismál í Háskólabíói að morgni þriðjudagsins 8. apríl næstkomandi.

Lóan sést víða á Íslandi

Lóur eru farnar að sjást hér og þar um landið. Þannig sáust tvær heiðlóur á flugi í Kópavogi í vikunni og á páskadag sáust fjórar heiðlóur á túni rétt við Hornafjarðarflugvöll,

Vilja að Íslendingar beiti sér fyrir bættum mannréttindum í Kína

Hópur Íslendinga sem mótmælti ástandinu í Tíbet fyrir framan sendiráð Kínverja í dag vill að íslensk stjórnvöld beiti sér fyrir því að mannréttindi Tíbeta verði virt á alþjóðavettvangi. Þau benda á að hægt sé að fara að dæmi Þjóðverja og stöðvar allar umræður við Kínverja um efnahagsþróun og viðskipti.

Fjögur fíkniefnamál á einum sólarhring

Fjögur fíkniefnamál komu til kasta lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gær og nótt. Um miðjan dag var rúmlega þrítugur karl og kona, eilítið yngri, handtekin í Háaleitishverfi en á dvalarstað þeirra fundust um 70 grömm af ætluðum fíkniefnum. Talið er að um sé að ræða amfetamín. Fólkið er nú í yfirheyrslu hjá lögreglu.

Vilja hækkun bóta um allt að 18 þúsund krónur

Alþýðusamband Íslands, Öryrkjabandalag Íslands og Landssamband eldri borgara mótmæla harðlega þeirri ákvörðun ríkisstjórnarinnar að hækka elli- og örorkulífeyri um einungis fjögur til fimm þúsund krónur að loknum nýgerðum kjarasamningum.

Bláfjöll lokuð í dag

Skíðasvæðið í Bláfjöllum er lokað í dag vegna hvassviðris en það verður hins vegar hægt að skíða í Skálafelli. Þar verða lyftur opnar frá klukkan tíu til klukkan sex í kvöld.

Erill hjá lögreglu

Talsverður erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt, vegna óláta frá bæði veitingastöðum og heimahúsum.

Vélhjólamaður slasaðist í minningarakstri

Bifhjólaslys varð á Kringlumýrarbraut við Háaleitisbraut á níunda tímanum í kvöld. Samkvæmt upplýsingum lögreglu vildi slysið þannig til að hópur fólks var í minningarakstri til þess að minnast mannsins sem lést í bifhjólaslysi á Kringlumýrarbrautinni 21. mars síðastliðinn.

Sjá næstu 50 fréttir