Fleiri fréttir Vöruskiptahallinn eykst á milli ára Vöruskipti við útlönd reyndust neikvæð um 22 milljarða króna fyrstu tvo mánuði ársins samkvæmt tölum Hagstofunnar. 31.3.2008 09:20 Mikil snjókoma í Eyjum Mikil snjókoma er nú í Vestmannaeyjum. Að sögn lögreglu er um „fínasta jólasnjó" að ræða. Um tveggja stiga hiti er nú í Eyjum og því er slabbið mikið á götunum en þessi óvenjumikla snjókoma hefur þó ekki orsakað nein vandræði í bænum. 31.3.2008 08:43 Kalli Bjarni aftur handtekinn - nú með amfetamín Idol-stjarnan fyrrverandi Kalli Bjarni, eða Karl Bjarni Guðmundsson, var handtekinn á föstudag með 70 grömm af amfetamíni í fórum sínum. Jafnframt var ung vinkona hans tekin en þau voru saman á hóteli í Reykjavík. 31.3.2008 08:39 Aðgerðum bílstjóra lokið í bili Vörubílstjórar hafa aflétt lokunum í Ártúnsbrekkunni og á Reykjanesbrautinni og er umferð að komast í samt lag á ný. Sturla Jónsson, talsmaður bílstjóranna, sem með aðgerðum sínum mótmæla meðal annars háu eldsneytisverði var færður inn í lögreglubíl í morgun og segist hann hafa verið handtekinn. 31.3.2008 08:02 Vörubílstjórar loka götum - talsmaður þeirra handtekinn Vörubifreiðastjórar hafa lokað Ártúnsbrekku til vesturs í aðgerð sambærilegri þeim sem viðhafðar voru síðastliðinn fimmtudag og föstudag. Þá hefur Reykjanesbrautinni verið lokað við Kúagerði. Ekki náðist í talsmann vörubílstjóranna, en hann hafði verið færður inn í lögreglubíl þegar í hann náðist og átti því erfitt með að ræða við fréttamann. Lögreglan segist gera ráð fyrir fleiri lokunum nú í morgunsárið. 31.3.2008 07:20 Vörubílstjórar halda áfram aðgerðum Vörubílstjórar ætla í dag að halda áfram mótmælum sínum gegn stjórnvöldum, fyrir hátt olíuverð. Þeir ætla að teppa umferð á fjölförnum umferðargötum og segja talsmenn vörubílstjóra að mótmælin verði mun umfangsmeiri en fyrir helgi. 31.3.2008 07:04 Eldur í snjóplógi Eldur kviknaði í snjóplógi , þegar hann var að ryðja veginn um Fjarðarheiði í gær. Ökumaðurinn gat ekki slökkt eldinn sjálfur, þrátt fyrir tilraunir til þess með handslökkvitæki, kallaði á slökkvilið sem slökkti eldinn. 31.3.2008 06:54 Mikill snjór á Akureyri Töluvert snjóaði enn á Akureyri í nótt, eftir að þar fór að snjóa í fyrrakvöld, og eru snjóruðningstæki nú að hreinsa götur bæjarins. Þónokkkur umferðaróhöpp urðu í bænum í gær vegna þæfings og hálku. 31.3.2008 06:52 Alvarlega slasaður sjómaður fluttur í land með þyrlu Sjómaður slasaðist alvarlega um borð í íslenskum togara á Selvogsbanka undir kvöld í gærkvöldi þegar eitthvað fór úrskeiis og hann fékk mikið högg á kviðinn. Við það hlaut hann innvortis blæðingar. 31.3.2008 06:48 Jón Baldvin vill nýja áhöfn í Seðlabankann Jón Baldvin Hannibalsson segir að tími sé kominn til að setja nýja áhöfn við stjórn Seðlabankans. Þar eigi fagmenn að stjórna í brúnni en ekki fyrrum pólitíkusar. 30.3.2008 20:00 Ingibjörg vill breyta eftirlaunum fyrir þinglok Ingibjörg Sólrún Gísladóttir vill breyta eftirlaunum æðstu embættismanna fyrir þinglok. 30.3.2008 18:44 Guðni segir stjórnvöld hafa sofið á efnahagsverðinum Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, vill fella niður gjöld af eldsneyti og lækka matarskatt til að greiða niður verðbólguna. Hann segir stjórnvöld hafa sofið á efnahagsverðinum og óttast að almenningur bíði tjón af ef ekki verði gripið í taumana. 30.3.2008 19:30 Gagnrýni á borgaryfirvöld réttmæt en vandinn gamall Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir gagnrýni á borgaryfirvöld undanfarið vegna niðurníslu húsa í miðborginni að sumu leyti réttmæta en minnir á að vandinn sé ekki nýtilkominn. Hann segir eigendur húsanna ekki geta treyst því að borgaryfirvöld skeri þá niður úr snörunni með kaupum á húsunum 30.3.2008 19:30 Fjölmenni á málverkasýningu sem hvergi var auglýst Málverkasýning sem átti aðeins að vera uppi í gær í erfidrykkju Ólafar Pétursdóttur héraðsdómara, og hvergi var auglýst, dró að sér fjölmenni í Ráðhúsið í dag. Þar voru til sýnis myndir sem Ólöf málaði með munninum á síðustu mánuðum ævi sinnar eftir að hún féll af hestbaki og lamaðist fyrir átján mánuðum. 30.3.2008 19:30 Fullbókað á fundinn með Al Gore í Háskólabíó Fullbókað er á opinn fund um umhverfismál með Al Gore fyrrum varaforseta Bandaríkjanna í Háskólabíói þriðjudaginn 8. apríl næst komandi. 30.3.2008 17:04 Snjóflóð lokar veginum um Ólafsfjarðarmúla Snjóflóð féll fyrr í dag á veginn um Ólafsfjarðarmúla, milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar, og er hann nú lokaður en verið er að moka leið í gegn. 30.3.2008 14:56 Ingibjörg vill skoða tollalækkanir á fugla-og svínakjöti Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður Samfylkingarinnar segir að hún telji rétt að skoða þann kost að lækka verulega tolla á innflutt matvæli sem ekki teljast til hefðbundins landbúnaðar, svo sem á fugla- og svínakjöti. Það snertir hag bænda ekki nema óbeint en hefði veruleg áhrif á hag neytenda. 30.3.2008 13:29 Þingmaður sakar bankana um siðleysi Atli Gíslason þingmaður VG sakar bankana um að hafa sýnt siðleysi. Þeir hafi hamstrað á gjaldeyrismarkaði til að vinna upp tapið á hlutabrefamarkaðinum. 30.3.2008 13:02 Nafn mannsins sem fórst í gærkvöldi Nafn mannsins sem fórst í vélsleðaslysinu í gærkvöldi var Birgir Vilhjálmsson Reynivöllum 12 á Egilsstöðum, fæddur 1. mars 1960. Hann lætur eftir sig eiginkonu og fjögur uppkomin börn. 30.3.2008 18:55 Samfylkingin varar við ófrágengnum stóriðjuframkvæmdum Samfylkingin varar við því að virkjana- og stóriðjuframkvæmdir hefjist áður en gengið hefur verið frá öllum málum þar að lútandi. Þetta var samþykkt í ályktun á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar í dag með öllum atkvæðum gegn einu. 30.3.2008 17:22 Farfuglar streyma til landsins Farfuglarnir halda áfram að koma til landsins þessa dagana, þrátt fyrir leiðindaveður. 30.3.2008 11:00 Kofabruni í Heiðmörk Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins vinnur nú að því að slökkva eld í kofa í Heiðmörk nálægt Elliðavatni. 30.3.2008 10:10 Opið í Bláfjöllum í dag Skíðasvæðið í Bláfjöllum er opið í dag en þar er gott veður, sól og næstum logn. 30.3.2008 10:01 Kona um þrítugt reyndi vopnað rán í Select-búð Kona um þrítugt reyndi vopnað rán í Select-búðinni við Bústaðaveg í morgun. 30.3.2008 09:32 Ófært vegna veðurs á Fagradal og Fjarðarheiði Í augnablikinu er ófært veðurs á Fagradal og Fjarðarheiði á Austfjörðum. Þar er nú beðið færis og ætlunin að moka um leið og veðrið lægist. 30.3.2008 09:01 Karlmaður lést í vélsleðaslysi á Fjarðarheiði Karlmaður á fimmtugsaldri lést í vélsleðaslysi á Fjarðarheiði í grennd við Egilsstaði á sjötta tímanum í kvöld. 29.3.2008 22:28 Handteknir hálftíma eftir rán Óprúttinn maður réðst með garðklippum inn í Kaskó verslun í Vesturbergi í Breiðholti í Reykjavík um fimmleytið í dag og ógnaði starfsfólki. 29.3.2008 17:59 Sturla Böðvarsson hvetur Sjálfstæðismenn til að byggja samgöngumiðstöð Sturla Böðvarsson, forseti Alþingis og fyrrverandi samgönguráðherra, segir aðstæður á Reykjavíkurflugvelli algörlega óviðunandi. Hann er óhress með framtaksleysi flokksbræðra sinna í Reykjavík og hvetur þá til að bjóða samgöngumiðstöð út sem allra fyrst. 29.3.2008 19:30 Slóðir slömmlordanna skoðaðar Fjöldi fólks gekk um slóðir slömmlordanna með Birnu Þórðardóttur í dag. Birna rekur fyrirtækið menningarfylgd og gengur um götur borgarinnar með gesti og lýsir því sem fyrir ber. Vanalega sýnir hún gestum sínum menningarverðmæti borgarinnar en í dag var göngutúrinn aðeins frábrugnari. 29.3.2008 19:30 Trúnaðarbrestur á milli kaupmanna og kjörinna fulltrúa Frank Michelsen úrsmíðameistari hefur sagt sig úr stjórn Miðborgar Reykjavíkur. 29.3.2008 16:55 Fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna beðið Al Gore, Nóbelsverðlaunahafi og fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, flytur fyrirlestur á opnum fundi um umhverfismál í Háskólabíói að morgni þriðjudagsins 8. apríl næstkomandi. 29.3.2008 16:03 Lóan sést víða á Íslandi Lóur eru farnar að sjást hér og þar um landið. Þannig sáust tvær heiðlóur á flugi í Kópavogi í vikunni og á páskadag sáust fjórar heiðlóur á túni rétt við Hornafjarðarflugvöll, 29.3.2008 15:15 Vilja að Íslendingar beiti sér fyrir bættum mannréttindum í Kína Hópur Íslendinga sem mótmælti ástandinu í Tíbet fyrir framan sendiráð Kínverja í dag vill að íslensk stjórnvöld beiti sér fyrir því að mannréttindi Tíbeta verði virt á alþjóðavettvangi. Þau benda á að hægt sé að fara að dæmi Þjóðverja og stöðvar allar umræður við Kínverja um efnahagsþróun og viðskipti. 29.3.2008 14:11 Fjögur fíkniefnamál á einum sólarhring Fjögur fíkniefnamál komu til kasta lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gær og nótt. Um miðjan dag var rúmlega þrítugur karl og kona, eilítið yngri, handtekin í Háaleitishverfi en á dvalarstað þeirra fundust um 70 grömm af ætluðum fíkniefnum. Talið er að um sé að ræða amfetamín. Fólkið er nú í yfirheyrslu hjá lögreglu. 29.3.2008 12:29 Ölvaður ökumaður ók á 194 km hraða Lögreglan á Selfossi hafði afskipti af ökumanni fólksbifreiðar sem ók austur Suðurlandsveg í Flóa á 194 km hraða um hálf-fimm í morgun. 29.3.2008 12:13 Landhelgisgæslan sótti Örvar HU-2 Varðskip kom með togarann Örvar HU í togi að bryggju í Hafnarfirði um hálfþrjúleytið í dag. 29.3.2008 12:02 Fagna ákvörðun um að leita álits á peningastefnunni Viðskiptaráð Íslands fagnar ákvörðun Geirs H. Haarde, forsætisráðherra, um að leita álits hjá óháðum erlendum fræðimanni á fyrirkomulagi og framkvæmd peningastefnu Seðlabanka Íslands. 29.3.2008 10:37 Vilja hækkun bóta um allt að 18 þúsund krónur Alþýðusamband Íslands, Öryrkjabandalag Íslands og Landssamband eldri borgara mótmæla harðlega þeirri ákvörðun ríkisstjórnarinnar að hækka elli- og örorkulífeyri um einungis fjögur til fimm þúsund krónur að loknum nýgerðum kjarasamningum. 29.3.2008 10:23 Bláfjöll lokuð í dag Skíðasvæðið í Bláfjöllum er lokað í dag vegna hvassviðris en það verður hins vegar hægt að skíða í Skálafelli. Þar verða lyftur opnar frá klukkan tíu til klukkan sex í kvöld. 29.3.2008 09:45 Erill hjá lögreglu Talsverður erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt, vegna óláta frá bæði veitingastöðum og heimahúsum. 29.3.2008 09:40 Vélhjólamaður slasaðist í minningarakstri Bifhjólaslys varð á Kringlumýrarbraut við Háaleitisbraut á níunda tímanum í kvöld. Samkvæmt upplýsingum lögreglu vildi slysið þannig til að hópur fólks var í minningarakstri til þess að minnast mannsins sem lést í bifhjólaslysi á Kringlumýrarbrautinni 21. mars síðastliðinn. 28.3.2008 21:51 Sýslumaður og staðgengill á Ísafirði vilja bæði í Kópavog Alls bárust þrettán umsóknir um embætti sýslumannsins í Kópavogi og vekur athygli að meðal umsækjenda eru þrír sýslumenn úr embættum utan höfuðborgarsvæðisins. 28.3.2008 22:45 Fundu talsvert af fíkniefnum við húsleit í Hlíðunum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði í gærkvöld hald á um 70 grömm af fíkniefnum við húsleit í Hlíðunum. 28.3.2008 22:33 Sturla treystir umboðsmanni - Guðlaugur segir hann ekki hafinn yfir gagnrýni Sturla Böðvarsson, forseti Alþingis, segist bera fullt traust til umboðsmanns Alþingis í hans mikilvægu störfum. 28.3.2008 22:20 Sigurður hættir sem ríkisendurskoðandi eftir 16 ára starf Sigurður Þórðarson ríkisendurskoðandi hefur með bréfi til forseta Alþingis óskað eftir því að láta af störfum frá og með 1. júlí næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu til fjölmiðla 28.3.2008 22:08 Sjá næstu 50 fréttir
Vöruskiptahallinn eykst á milli ára Vöruskipti við útlönd reyndust neikvæð um 22 milljarða króna fyrstu tvo mánuði ársins samkvæmt tölum Hagstofunnar. 31.3.2008 09:20
Mikil snjókoma í Eyjum Mikil snjókoma er nú í Vestmannaeyjum. Að sögn lögreglu er um „fínasta jólasnjó" að ræða. Um tveggja stiga hiti er nú í Eyjum og því er slabbið mikið á götunum en þessi óvenjumikla snjókoma hefur þó ekki orsakað nein vandræði í bænum. 31.3.2008 08:43
Kalli Bjarni aftur handtekinn - nú með amfetamín Idol-stjarnan fyrrverandi Kalli Bjarni, eða Karl Bjarni Guðmundsson, var handtekinn á föstudag með 70 grömm af amfetamíni í fórum sínum. Jafnframt var ung vinkona hans tekin en þau voru saman á hóteli í Reykjavík. 31.3.2008 08:39
Aðgerðum bílstjóra lokið í bili Vörubílstjórar hafa aflétt lokunum í Ártúnsbrekkunni og á Reykjanesbrautinni og er umferð að komast í samt lag á ný. Sturla Jónsson, talsmaður bílstjóranna, sem með aðgerðum sínum mótmæla meðal annars háu eldsneytisverði var færður inn í lögreglubíl í morgun og segist hann hafa verið handtekinn. 31.3.2008 08:02
Vörubílstjórar loka götum - talsmaður þeirra handtekinn Vörubifreiðastjórar hafa lokað Ártúnsbrekku til vesturs í aðgerð sambærilegri þeim sem viðhafðar voru síðastliðinn fimmtudag og föstudag. Þá hefur Reykjanesbrautinni verið lokað við Kúagerði. Ekki náðist í talsmann vörubílstjóranna, en hann hafði verið færður inn í lögreglubíl þegar í hann náðist og átti því erfitt með að ræða við fréttamann. Lögreglan segist gera ráð fyrir fleiri lokunum nú í morgunsárið. 31.3.2008 07:20
Vörubílstjórar halda áfram aðgerðum Vörubílstjórar ætla í dag að halda áfram mótmælum sínum gegn stjórnvöldum, fyrir hátt olíuverð. Þeir ætla að teppa umferð á fjölförnum umferðargötum og segja talsmenn vörubílstjóra að mótmælin verði mun umfangsmeiri en fyrir helgi. 31.3.2008 07:04
Eldur í snjóplógi Eldur kviknaði í snjóplógi , þegar hann var að ryðja veginn um Fjarðarheiði í gær. Ökumaðurinn gat ekki slökkt eldinn sjálfur, þrátt fyrir tilraunir til þess með handslökkvitæki, kallaði á slökkvilið sem slökkti eldinn. 31.3.2008 06:54
Mikill snjór á Akureyri Töluvert snjóaði enn á Akureyri í nótt, eftir að þar fór að snjóa í fyrrakvöld, og eru snjóruðningstæki nú að hreinsa götur bæjarins. Þónokkkur umferðaróhöpp urðu í bænum í gær vegna þæfings og hálku. 31.3.2008 06:52
Alvarlega slasaður sjómaður fluttur í land með þyrlu Sjómaður slasaðist alvarlega um borð í íslenskum togara á Selvogsbanka undir kvöld í gærkvöldi þegar eitthvað fór úrskeiis og hann fékk mikið högg á kviðinn. Við það hlaut hann innvortis blæðingar. 31.3.2008 06:48
Jón Baldvin vill nýja áhöfn í Seðlabankann Jón Baldvin Hannibalsson segir að tími sé kominn til að setja nýja áhöfn við stjórn Seðlabankans. Þar eigi fagmenn að stjórna í brúnni en ekki fyrrum pólitíkusar. 30.3.2008 20:00
Ingibjörg vill breyta eftirlaunum fyrir þinglok Ingibjörg Sólrún Gísladóttir vill breyta eftirlaunum æðstu embættismanna fyrir þinglok. 30.3.2008 18:44
Guðni segir stjórnvöld hafa sofið á efnahagsverðinum Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, vill fella niður gjöld af eldsneyti og lækka matarskatt til að greiða niður verðbólguna. Hann segir stjórnvöld hafa sofið á efnahagsverðinum og óttast að almenningur bíði tjón af ef ekki verði gripið í taumana. 30.3.2008 19:30
Gagnrýni á borgaryfirvöld réttmæt en vandinn gamall Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir gagnrýni á borgaryfirvöld undanfarið vegna niðurníslu húsa í miðborginni að sumu leyti réttmæta en minnir á að vandinn sé ekki nýtilkominn. Hann segir eigendur húsanna ekki geta treyst því að borgaryfirvöld skeri þá niður úr snörunni með kaupum á húsunum 30.3.2008 19:30
Fjölmenni á málverkasýningu sem hvergi var auglýst Málverkasýning sem átti aðeins að vera uppi í gær í erfidrykkju Ólafar Pétursdóttur héraðsdómara, og hvergi var auglýst, dró að sér fjölmenni í Ráðhúsið í dag. Þar voru til sýnis myndir sem Ólöf málaði með munninum á síðustu mánuðum ævi sinnar eftir að hún féll af hestbaki og lamaðist fyrir átján mánuðum. 30.3.2008 19:30
Fullbókað á fundinn með Al Gore í Háskólabíó Fullbókað er á opinn fund um umhverfismál með Al Gore fyrrum varaforseta Bandaríkjanna í Háskólabíói þriðjudaginn 8. apríl næst komandi. 30.3.2008 17:04
Snjóflóð lokar veginum um Ólafsfjarðarmúla Snjóflóð féll fyrr í dag á veginn um Ólafsfjarðarmúla, milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar, og er hann nú lokaður en verið er að moka leið í gegn. 30.3.2008 14:56
Ingibjörg vill skoða tollalækkanir á fugla-og svínakjöti Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður Samfylkingarinnar segir að hún telji rétt að skoða þann kost að lækka verulega tolla á innflutt matvæli sem ekki teljast til hefðbundins landbúnaðar, svo sem á fugla- og svínakjöti. Það snertir hag bænda ekki nema óbeint en hefði veruleg áhrif á hag neytenda. 30.3.2008 13:29
Þingmaður sakar bankana um siðleysi Atli Gíslason þingmaður VG sakar bankana um að hafa sýnt siðleysi. Þeir hafi hamstrað á gjaldeyrismarkaði til að vinna upp tapið á hlutabrefamarkaðinum. 30.3.2008 13:02
Nafn mannsins sem fórst í gærkvöldi Nafn mannsins sem fórst í vélsleðaslysinu í gærkvöldi var Birgir Vilhjálmsson Reynivöllum 12 á Egilsstöðum, fæddur 1. mars 1960. Hann lætur eftir sig eiginkonu og fjögur uppkomin börn. 30.3.2008 18:55
Samfylkingin varar við ófrágengnum stóriðjuframkvæmdum Samfylkingin varar við því að virkjana- og stóriðjuframkvæmdir hefjist áður en gengið hefur verið frá öllum málum þar að lútandi. Þetta var samþykkt í ályktun á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar í dag með öllum atkvæðum gegn einu. 30.3.2008 17:22
Farfuglar streyma til landsins Farfuglarnir halda áfram að koma til landsins þessa dagana, þrátt fyrir leiðindaveður. 30.3.2008 11:00
Kofabruni í Heiðmörk Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins vinnur nú að því að slökkva eld í kofa í Heiðmörk nálægt Elliðavatni. 30.3.2008 10:10
Opið í Bláfjöllum í dag Skíðasvæðið í Bláfjöllum er opið í dag en þar er gott veður, sól og næstum logn. 30.3.2008 10:01
Kona um þrítugt reyndi vopnað rán í Select-búð Kona um þrítugt reyndi vopnað rán í Select-búðinni við Bústaðaveg í morgun. 30.3.2008 09:32
Ófært vegna veðurs á Fagradal og Fjarðarheiði Í augnablikinu er ófært veðurs á Fagradal og Fjarðarheiði á Austfjörðum. Þar er nú beðið færis og ætlunin að moka um leið og veðrið lægist. 30.3.2008 09:01
Karlmaður lést í vélsleðaslysi á Fjarðarheiði Karlmaður á fimmtugsaldri lést í vélsleðaslysi á Fjarðarheiði í grennd við Egilsstaði á sjötta tímanum í kvöld. 29.3.2008 22:28
Handteknir hálftíma eftir rán Óprúttinn maður réðst með garðklippum inn í Kaskó verslun í Vesturbergi í Breiðholti í Reykjavík um fimmleytið í dag og ógnaði starfsfólki. 29.3.2008 17:59
Sturla Böðvarsson hvetur Sjálfstæðismenn til að byggja samgöngumiðstöð Sturla Böðvarsson, forseti Alþingis og fyrrverandi samgönguráðherra, segir aðstæður á Reykjavíkurflugvelli algörlega óviðunandi. Hann er óhress með framtaksleysi flokksbræðra sinna í Reykjavík og hvetur þá til að bjóða samgöngumiðstöð út sem allra fyrst. 29.3.2008 19:30
Slóðir slömmlordanna skoðaðar Fjöldi fólks gekk um slóðir slömmlordanna með Birnu Þórðardóttur í dag. Birna rekur fyrirtækið menningarfylgd og gengur um götur borgarinnar með gesti og lýsir því sem fyrir ber. Vanalega sýnir hún gestum sínum menningarverðmæti borgarinnar en í dag var göngutúrinn aðeins frábrugnari. 29.3.2008 19:30
Trúnaðarbrestur á milli kaupmanna og kjörinna fulltrúa Frank Michelsen úrsmíðameistari hefur sagt sig úr stjórn Miðborgar Reykjavíkur. 29.3.2008 16:55
Fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna beðið Al Gore, Nóbelsverðlaunahafi og fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, flytur fyrirlestur á opnum fundi um umhverfismál í Háskólabíói að morgni þriðjudagsins 8. apríl næstkomandi. 29.3.2008 16:03
Lóan sést víða á Íslandi Lóur eru farnar að sjást hér og þar um landið. Þannig sáust tvær heiðlóur á flugi í Kópavogi í vikunni og á páskadag sáust fjórar heiðlóur á túni rétt við Hornafjarðarflugvöll, 29.3.2008 15:15
Vilja að Íslendingar beiti sér fyrir bættum mannréttindum í Kína Hópur Íslendinga sem mótmælti ástandinu í Tíbet fyrir framan sendiráð Kínverja í dag vill að íslensk stjórnvöld beiti sér fyrir því að mannréttindi Tíbeta verði virt á alþjóðavettvangi. Þau benda á að hægt sé að fara að dæmi Þjóðverja og stöðvar allar umræður við Kínverja um efnahagsþróun og viðskipti. 29.3.2008 14:11
Fjögur fíkniefnamál á einum sólarhring Fjögur fíkniefnamál komu til kasta lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gær og nótt. Um miðjan dag var rúmlega þrítugur karl og kona, eilítið yngri, handtekin í Háaleitishverfi en á dvalarstað þeirra fundust um 70 grömm af ætluðum fíkniefnum. Talið er að um sé að ræða amfetamín. Fólkið er nú í yfirheyrslu hjá lögreglu. 29.3.2008 12:29
Ölvaður ökumaður ók á 194 km hraða Lögreglan á Selfossi hafði afskipti af ökumanni fólksbifreiðar sem ók austur Suðurlandsveg í Flóa á 194 km hraða um hálf-fimm í morgun. 29.3.2008 12:13
Landhelgisgæslan sótti Örvar HU-2 Varðskip kom með togarann Örvar HU í togi að bryggju í Hafnarfirði um hálfþrjúleytið í dag. 29.3.2008 12:02
Fagna ákvörðun um að leita álits á peningastefnunni Viðskiptaráð Íslands fagnar ákvörðun Geirs H. Haarde, forsætisráðherra, um að leita álits hjá óháðum erlendum fræðimanni á fyrirkomulagi og framkvæmd peningastefnu Seðlabanka Íslands. 29.3.2008 10:37
Vilja hækkun bóta um allt að 18 þúsund krónur Alþýðusamband Íslands, Öryrkjabandalag Íslands og Landssamband eldri borgara mótmæla harðlega þeirri ákvörðun ríkisstjórnarinnar að hækka elli- og örorkulífeyri um einungis fjögur til fimm þúsund krónur að loknum nýgerðum kjarasamningum. 29.3.2008 10:23
Bláfjöll lokuð í dag Skíðasvæðið í Bláfjöllum er lokað í dag vegna hvassviðris en það verður hins vegar hægt að skíða í Skálafelli. Þar verða lyftur opnar frá klukkan tíu til klukkan sex í kvöld. 29.3.2008 09:45
Erill hjá lögreglu Talsverður erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt, vegna óláta frá bæði veitingastöðum og heimahúsum. 29.3.2008 09:40
Vélhjólamaður slasaðist í minningarakstri Bifhjólaslys varð á Kringlumýrarbraut við Háaleitisbraut á níunda tímanum í kvöld. Samkvæmt upplýsingum lögreglu vildi slysið þannig til að hópur fólks var í minningarakstri til þess að minnast mannsins sem lést í bifhjólaslysi á Kringlumýrarbrautinni 21. mars síðastliðinn. 28.3.2008 21:51
Sýslumaður og staðgengill á Ísafirði vilja bæði í Kópavog Alls bárust þrettán umsóknir um embætti sýslumannsins í Kópavogi og vekur athygli að meðal umsækjenda eru þrír sýslumenn úr embættum utan höfuðborgarsvæðisins. 28.3.2008 22:45
Fundu talsvert af fíkniefnum við húsleit í Hlíðunum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði í gærkvöld hald á um 70 grömm af fíkniefnum við húsleit í Hlíðunum. 28.3.2008 22:33
Sturla treystir umboðsmanni - Guðlaugur segir hann ekki hafinn yfir gagnrýni Sturla Böðvarsson, forseti Alþingis, segist bera fullt traust til umboðsmanns Alþingis í hans mikilvægu störfum. 28.3.2008 22:20
Sigurður hættir sem ríkisendurskoðandi eftir 16 ára starf Sigurður Þórðarson ríkisendurskoðandi hefur með bréfi til forseta Alþingis óskað eftir því að láta af störfum frá og með 1. júlí næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu til fjölmiðla 28.3.2008 22:08