Fleiri fréttir

Mótmæla lítilli hækkun lífeyris

Alþýðusamband Íslands, Öryrkjabandalag Íslands og Landssamband eldri borgara mótmæla harðlega þeirri ákvörðun ríkisstjórnarinnar að hækka elli- og örorkulífeyri um einungis kr. 4.000 - 5.000 í kjölfar nýgerðra kjarasamninga.

Úraþjófa enn leitað

Lögregla leitar enn tveggja manna sem grunaðir eru um að hafa stolið á þriðja tug armbandsúra úr verslun Hermanns Jónssonar úrsmiðar við Ingólfstorg um klukkan fjögur í fyrrinótt. Samanlagt andvirði úranna er um tvær milljónir króna.

Mótmæli vörubílstjóra - Myndband

Vöru- og sendibílsstjórar söfnuðust saman við Sundahöfn í tugatali í dag. Síðan keyrðu þeir sem leið lá í Ártúnsbrekkuna þar sem þeir stöðvuðu umferð í mótmælaskyni við hækkandi olíuverð og gjaldheimtu ríkisins af vörubílstjórum.

Hans Petersen stofnar ljósmyndaskóla

HP Farsímalagerinn ehf. sem rekur verslanir Hans Petersen og Farsímalagersins hefur sett á fót Ljósmyndaskóla Hans Petersen sem er staðsettur á netinu.

Þingmaður ræður pönkara

„Atli er mikill prakkari og pönkari og hefur því líklega kunnað að meta þá þætti í mínu fari," segir Ragnheiður Eiríksdóttir, Heiða í Unun, sem hefur verið ráðin aðstoðarmaður Atla Gíslasonar alþingismanns.

Tíð borgarstjórnarskipti tefja deiliskipulag á Hverfisgötureit

Stjórnendur eignarhaldsfélagsins Festa, sem á eignir á svokölluðum Hverfisgötureit, segja að pólitískir sviptivindar í borginni hafi tafið viðræður félagsins og borgaryfirvalda um uppbyggingu á reitnum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

PFS greiðir 250 þúsund fyrir almannatengslaráðgjöf

Póst- og fjarskiptastofnun gerir ráð fyrir 250 þúsund króna kostnaði án virðisaukaskatts vegna almannatengslaþjónustu sem stofnunin naut á dögunum vegna fjölmiðlaumfjöllunar um eineltismál á stofnuninni.

Hægfara vörubílstjórar mættir á Reykjanesbrautina

Hópur vörubílstjóra ók bílum sínum að Olís við Suðurlandsveg eftir að aðgerðunum við Kringlumýrabraut lauk í dag. Bílunum var ekið á litlum hraða upp eftir svo að miklar tafir hlutust af.

Harðar deilur um stúku á borgarráðsfundi í gær

Upp úr sauð á borgarráðsfundi í gær þegar greinargerð formanns KSÍ um framkvæmdir við Laugardalsvöll var lögð fram. Skiptar skoðair voru um það hver ber ábyrgðina á því að kostnaðun við framkvæmdirnar fóru fram úr áætlun.

Steingrímur J. ræddi um ímynd kvenna

Steingrímur J. Sigfússon, formaður jafnréttisnefndar Evrópuráðsþingsins, flutti erindi á alþjóðlegri ráðstefnu um opinbera ímynd kvenna sem haldin var dagana 26. − 28. mars á Malaga á Spáni.

Mótmælum vörubílstjóra lokið

Mótmælum vörubílstjóra og stuðningsmanna þeirra á tveimur fjölförnum stöðum í borginni er lokið og ók þeir fyrir stundu á brott og þeyttu bílflautur sínar.

Ólafur Ragnarsson látinn

Ólafur Ragnarsson, bókaútgefandi og fyrrverandi fréttamaður, er látinn 63 ára að aldri.

Krefjast fundar vegna ríkisfjármála

Framsóknarþingmennirnir Bjarni Harðarson og Magnús Stefánsson hafa farið fram á það að tafarlaust verði haldinn sameiginlegur fundur fjárlaganefndar og efnahags- og skattanefndar til þess að ræða þá stöðu sem nú er uppi í efnahagsmálum þjóðarinnar og ríkisfjármálum.

Vörubílstjórar loka á tveimur stöðum

Tugir vörubíla, leigubíla, sendibíla og annarra sem ósáttir eru með hátt olíverð hafa nú safnast saman á mótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar og í Ártúnsbrekku. Þeir hafa lokað gatnamótunum og brekkunni og þeyta lúðrum líkt og óðir menn.

Formleg afsögn hefur ekki verið lögð fram

Jóhann R. Benediktsson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, hefur tjáð Einari K. Guðfinnssyni, settum dómsmálaráðherra, í fjarveru Björns Bjarnasonar að hann óski eftir viðræðum um starfslok.

Ófært á Steingrímsfjarðarheiði

Vegagerðin varar við stórhríð á Steingrímsfjarðarheiði og segir að þar sé alls ekkert ferðaveður. Þar er því beðið með mokstur þar til veður gengur niður.

IKEA hækkar ekki verð

IKEA sendi frá fréttatilkynningu í morgun þar sem það var tilkynnt að allar vörur, tæplega 3000 að tölu, sem finna má í vörulista IKEA 2008 munu ekki hækka í verði þrátt fyrir veikingu krónunnar. Uppgefið verð í vörulista IKEA hefur verið í gildi síðan í ágúst á síðasta ári og mun áfram gilda til 15. ágúst næstkomandi.

Skýra stöðuna fyrir tollvörðum á næstunni

Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra segir að ráðuneytið muni á næstunni reyna að skýra stöðuna fyrir tollvörðum sem eru afar óánægðir með þær hugmyndir að skilja eigi að tollgæslu og lögreglu á Suðurnesjum.

Heimilin borga fyrir bættan efnahag bankanna

Stjórn Framsóknarfélags Reykjavíkur lýsir yfir áhyggjum af stöðu íslenskra heimila í þeim ólgusjó er nú gengur yfir fjármagnsmarkaðinn hér á landi. Svo virðist sem ríkistjórnin hafi látið Seðlabanka Íslands eftir stjórn efnahagsmála á Íslandi.

Ók á göngubrú með pallinn uppi

Ökumaður vörubifreiðar var fluttur á slysadeild eftir að hann ók bílnum undir göngubrú á Vatnsendavegi með vörupallinn uppi og festist bifreiðin af þeim sökum undir brúnni.

Jagiela sá sjötti í gæsluvarðhald

Klukkan 9 í morgun var Tomazs Jagiela leiddur fyrir dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur en þar var tekinn fyrir krafa lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um að Jagiela yrði úrskurðaður í þriggja vikna gæsluvarðhald.

Biðst ekki afsökunar

Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra segist hissa á þeirri gagnrýni sem hann hefur sætt vegna orða í svari hans til umboðsmanns Alþingis vegna skipunar Þorsteins Davíðssonar í embætti héraðsdómara.

Kýrin Obba hækkar um 165 þúsund krónur

Kýrin Obba á bænum Brakanda í Hörgárdal mjólkaði mest allra íslenskra kúa á síðasta ári eða rúmlega 12.200 kíló af mjólk. Fyrir þann fjölda fengu eigendur hennar um 591.085 krónur.

Segja mann hafa komið sjálfviljugan upp í bílinn

Allir fjórir mennirnir sem komu við sögu í því sem vitni lýstu sem mannráni í Breiðholti í nótt staðhæfðu við yfirheyrslur í nótt að maðurinn sem um ræðir hafi komið sjálfviljugur upp í bílinn til þeirra en ekki verið hrint inn í hann eins og vitni segja.

Tjáir sig ekki um uppsögn

Jóhann R. Benediktsson, lögreglustjóri á Suðurnesjum vildi ekki tjá sig um uppsögn sína sem tilkynnt var um á miðnætti í gær þegar Vísir ræddi við hann í morgun.

Mannrán í Breiðholti um miðnætti

Mannrán var framið í Hólahverfi í Breiðholti í Reykjavík rétt upp úr miðnætti. Bíl var ekið upp að manni sem var þar utan dyra og stökk maður út úr honum.

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum sagði upp í mótmælaskyni

Jóhann R. Benediktsson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, hefur sagt upp störfum. Vefur Víkurfrétta segir að þetta hafi verið upplýst á fjölmennum fundi með Össuri Skarphéðinssyni iðnaðarráðherra um þjóðmálaumræðu sem Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis stóð að í samstarfi við Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum.

Istorrent málinu vísað frá dómi án niðurstöðu

Istorrent málinu svokallaða var vísað frá í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Samtök rétthafa höfðuðu mál á hendur Svavari Lútherssyni, forsvarsmanni Istorrent síðunnar en þar gátu netverjar hlaðið niður höfundaréttarvörðu efni án endurgjalds. Dómurinn tók ekki afstöðu til málsins heldur vísaði hann því frá á þeim forsendum að hugsanlega geti lög um rafræna þjónustu stangast á við lög um höfundarrétt í málinu.

Herjólfi seinkaði vegna hálku

Mikil hálka og skafrenningur hefur verið í Þrengslum og á Hellisheiðinni það sem af er kvöldi en veðrið er að lægja. Þónokkrir bílar fóru útaf í þrengslunum og seinkaði ferð Herjólfs til Eyja í kvöld um 25 mínútur vegna þess hve ökumönnum sóttist ferðin um Þrengslin hægt.

Ofsaveður vestan Víkur

Lögreglan á Hvolsvelli vill beina því til fólks að ferðast ekki á svæðinu vestan Víkur í Mýrdal og að Steinum í kvöld. Þar er ofsaveður og ekkert ferðaveður. Einn bíll hefur þegar farið út af í rokinu en engan sakaði þar.

Tollverðir álykta harðlega gegn hugmyndum dómsmálaráðherra

Fjölmenni var á fundi tollvarða sem haldinn var í kvöld í Leifsstöð í Keflavík. Tollverðir eru óánægðir með hugmyndir dómsmálaráðuneytis þess efnis að aðskilja lögreglu og tollgæslu á Suðurnesjum. Á fundinum var samþykkt ályktun þar sem áformunum er einhliða mótmælt og sagt að breytingin verði til þess að eftirlit með ólöglegum innflutningi til landsins geti versnað í kjölfarið. Ályktunin var einróma samþykkt.

Ísland styður ekki sjálfstæði Taívans

Ísland hefur gerst aðili að yfirlýsingu Evrópusambandsins þar sem kosningum sem haldnar voru í Taívan fyrir skemmstu er fagnað en jafnframt ítrekað að eyjan skuli áfram vera hluti af Kína.

Árni fundaði með pólskum Keflvíkingum

Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, fundaði í gær með pólskum íbúum bæjarins. Um 60 manns mættu á fundinn sem haldinn var í bíósal Duushúsa. Árni kynnti fólkinu helstu áherslur bæjarins í mennta- atvinnu- og umhverfismálum auk þess sem verkefnið Interculture Reykjanes var kynnt.

Bílum fjölgaði um sextíu þúsund á fimm árum

Sextíu þúsund fleiri bílar eru á ferðinni í gatnakerfinu en fyrir fimm árum. Bílakaupgleði landsmanna hefur aukið tekjur ríkisins um tugi prósenta en í fyrra þénaði ríkissjóður rúmlega fimmtíu milljarðar af bílaflotanum.

Björn viðstaddur kjöllagningu nýs varðskips

Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, var í dag viðstaddur kjöllagningu nýs og fullkomins varðskips Landhelgisgæslunnar. Í tilkynningu frá dómsmálaráðuneytinu kemur fram að kjöllagningin hafi farið fram við hátíðlega athöfn í Asmar skipasmíðastöðinni í Talcahuano í Chile.

Engin hætta á ferðum þegar Fokker hætti við lendingu

Fokker flugvél frá Flugfélagi Íslands þurfti að hætta við lendingu á Ísafirði í dag eftir að flugstjórinn hafði gert tvær tilraunir til að lenda vélinni. Miklar vindhviður á brautinni komu í veg fyrir að hægt væri að lenda en innanborðs var skíðafólk frá Akureyri. Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands segir að engin hætta hafi verið á ferðum en að aðstæður hafi verið heldur óvenjulegar.

Samfylkingarfólk vill afsökunarbeiðni frá Árna

Ungliðahreyfing Samfylkingarinnar, Ungir jafnaðarmenn, sendu í dag frá sér yfirlýsingu vegna svara Árna Mathiesens fjármálaráðherra til umboðsmanns alþingis vegna skipunar Þorsteins Davíðssonar í stól héraðsdómara.

Sjá næstu 50 fréttir