Fleiri fréttir Afmælsidagar skiluðu fjölskyldu 13,5 milljónum króna Fjölskyldufaðir á höfuðborgarsvæðinu er 13,5 milljónum króna ríkari eftir að hann notaði afmælisdaga fjölskyldunnar sem tölur í Lottóinu. 26.3.2008 14:16 Ekki er grunur um pólskt glæpagengi í Röstinni Pólverjinn sem handtekinn var í Reykjanesbæ í gærkvöldi býr ásamt samlöndum sínum í húsi sem heitir Röstin. Húsið er í eigu Víkurrastar ehf en þar eru leigð út herbergi. Ákveðið verður seinni partinn í dag hvort maðurinn verði úrskurðaður í gæsluvarðhald en handtakan tengist hrottalegri árás í Keilufelli um helgina. 26.3.2008 13:32 Bíða þess að flugmálayfirvöld í Bangladess hefji rannsókn Forsvarsmenn flugfélagsins Atlanta bíða þess nú að flugmálayfirvöld í Bangladess hefji rannsókn á því hvað gerðist þegar eldur kom upp í hreyfli vélar flugfélagsins í lendingu á Dhaka-flugvelli í gærmorgun. 26.3.2008 13:11 Dagur segir augljósar missagnir í máli formanns KSÍ Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, segir að efni bréfs sem Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, sendi borgarstjóra varðandi störf nefndar um byggingaframkvæmdir á Laugadalsvelli komi sér á óvart. 26.3.2008 12:58 Koma fyrir neti hjá rúllustiga Forráðamenn Rúmfatalagersins á Akureyri hafa komið fyrir neti þar sem stúlka féll 6 metra niður úr rúllustiga fyrir skömmu. Öryggi barna er tryggt, segir verslunarstjóri. 26.3.2008 12:53 Forsendunefnd fundar á næstu dögum Forsendunefnd ASÍ og Samtaka atvinnulífsins kemur saman á næstu dögum til að ræða efnahagsástandið og stöðu krónunnar. 26.3.2008 12:45 Íslendingar ekki svartsýnni í sex ár Íslenskir neytendur hafa ekki verið svartsýnni á efnahagshorfur síðan á erfiðleikatímabilinu í janúar árið 2002 samkvæmt væntingavísitölu Gallups. 26.3.2008 12:37 Síðasti dagur til að skila inn skattframtali í dag Síðasti dagur til að skila inn skattframtali er í dag. Fyrir þá sem enn eru ekki farnir að huga að skilum, þá er hægt að sækja um frest til 31. mars til 2. apríl. 26.3.2008 12:30 Þungt hljóð í félagsmönnum Einingar-Iðju vegna verðhækkana Formaður stærsta verkalýðsfélags landsbyggðarinnar segir þungt í félagsmönnum vegna verðhækkana. Hann telur að ríkisstjórnin verði að aðhafast. 26.3.2008 12:19 Framtalsskil í dag Í dag eru hinstu forvöð þeirra, sem ekki hafa leitað eftir sérstökum fresti, til að gera skil á skattframtali sínu til skattstjóra. Hjá embætti ríkisskattstjóra fengust þær upplýsingar að 69.250 framtölum hefði verið skilað laust fyrir kl. 11 í morgun, þar af 2.500 á pappír. 26.3.2008 12:13 Vilja að byggingarleyfi fyrir álver verði fellt úr gildi Náttúruverndarsamtök Íslands hafa sent Úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála stjórnsýslukæru þar sem farið er fram á byggingarleyfi vegna álvers í Helguvík verði fellt úr gildi. 26.3.2008 12:02 Íslenska sem annað mál Íslensk málnefnd og Alþjóðahús standa fyrir málþingi um íslensku sem annað mál á föstudaginn. Haraldur Bernharðsson, málfræðingur hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, er einn frummælenda á þinginu en hann á enn fremur sæti í Íslenskri málnefnd. 26.3.2008 11:41 Íhuga að kæra stjórnendur netsíðu fyrir að nota vörumerki í leyfisleysi Fyrirtækið Vodafone íhugar að kæra stjórnendur vefsíðunnar wwww.thevikingbay.org vegna notkunar á vörumerki þess. 26.3.2008 11:40 Formaður KSÍ segir Degi hafa verið fullkunnugt um framúrkeyrslu Geir Þorsteinsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, segist ekki geta setið undir þeim fullyrðingum Dags B Eggertssonar, sem átti sæti í nefnd um framkvæmdir við Laugadalsvöll, að honum hafi verið ókunnugt um það, þar til fyrir skömmu, 26.3.2008 11:36 Eldur í flugvél í eigu Atlanta í Bangladess Hátt í 330 manns sluppu ómeidddir þegar eldur kom upp í hreyfli Boeing 747 flugvélar í eigu Atlanta-flugfélagsins við lendingu á Dhaka-flugvelli í Bangladess í gær. 26.3.2008 10:36 Lögreglan leitar Pólverja vegna Keilufellsárásar Lögreglan lýsir eftir Tomasz Krzysztof Jagiela. Tomasz er Pólverji, fæddur 1980. Hann er eftirlýstur grunaður um aðild að alvarlegri líkamsárás í Keilufelli 35, 22. mars síðastliðinn. 26.3.2008 10:21 Erill hjá lögreglu í Eyjum um páskahelgina Töluverður erill var hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum um páskahelgina og voru meðal annars kærðar þrjár líkamsárásir. 26.3.2008 10:16 Huginn Heiðar látinn Huginn Heiðar Guðmundsson lést á gjörgæsludeild Landspítalans aðfararnótt mánudags. Huginn var þriggja ára og hafði háð hetjulega baráttu við alvarleg veikindi allt frá fæðingu í nóvember árið 2004. Hann var fluttur á sjúkrahús á sunnudagskvöld og lést þá um nóttina. 26.3.2008 09:56 Forsætisráðuneytið auglýsir eftir framboðum til forseta Forsætisráðuneytið birtir í dag auglýsingu um framboð og kjör forseta Íslands en samkvæmt ákvörðun fer forsetakjör fram 28. júní ef fleiri en einn bjóða sig fram. 26.3.2008 09:43 Laun tvöfaldast að meðaltali á átta árum Regluleg laun hér á landi tvöfölduðust á árabilinu 1998 til 2006 samkvæmt nýjum töflum sem finna má á heimasíðu Hagstofunnar. 26.3.2008 09:31 Lögreglan tók verkfæraþjófa Lögregla handtók þrjá menn undir morgun, eftir að hafa staðið þá að verki við að tína verkfæri út úr geymslugámi á athafnasvæði í Hafnarfirði. 26.3.2008 08:35 Þriðja íkveikjan á einum sólarhring Kveikt var í rusli við hús við Snorrabraut í Reykjavík seint í gærkvöldi og var slökkvilið kallað á vettvang. Það slökkti eldinn á svip stundu og hlaust ekki tjón af. Talið er full víst að kveikt hafi verið í af ásetningi. 26.3.2008 07:52 Fjórtán teknir vegna fíkniefnabrota Fjórtán karlmenn voru handteknir um páskana á höfuðborgarsvæðinu vegna fíkniefnabrota. Lítilræði af fíkniefnum fannst á þeim öllum, en engin er grunaður um sölumennsku. Sá yngsti var innan við tvítugt en sá elsti um sextugt. 26.3.2008 07:14 Bannað að pissa á almannafæri Það er allt í lagi að pissa á almannafæri í Kópavogi, þótt það sé bannað í miðborg Reykjavíkur, staðhæfði karlmaður um tvítugt, sem lögregla stóð að verki í Kópavogi um helgina. 26.3.2008 06:53 Einn til viðbótar handtekinn í Keilufellsmálinu Einn maður til viðbótar hefur verið handtekinn í Keilufellsmálinu svokallaða þegar hópur Pólverja réðst að samlöndum sínum í húsi í Keilufelli á skírdag. Lögreglan á Suðurnesjum handtók manninn í Röstinni í Reykjanesbæ og naut aðstoðar sérsveitar Ríkislögreglustjóra við handtökuna. 25.3.2008 20:12 Mikilvægt að rannsaka hvað olli krónuhruni Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ, krefst þess að það verði rannsakað hvað olli því að krónan féll eins og raunin varð fyrir páska. Þetta kom fram í þættinum Ísland í dag í kvöld. „Það er mikilvægt að rannsaka hvað gerðist fyrir páska sem olli því að krónan féll svona rosalega,“ sagði Gylfi. 25.3.2008 20:30 Myglusveppur skildi fjölskyldu eftir eignalausa Hjón í Hvalfjarðarsveit standa uppi slipp og snauð eftir að myglusveppur herjaði á hús þeirra og innbú. Tjónið nemur tæpum tuttugu milljónum króna en þau fá það ekki bætt þrátt fyrir að hafa talið sig vera tryggð. 25.3.2008 18:39 Neðanjarðareldgos undir Upptyppingum Jarðskjálftarnir við Upptyppinga og Álftadalsdyngju skýrast af neðanjarðareldgosi og litlar líkur er á að það brjóti sér leið upp á yfirborðið á næstu árum. Þetta er niðurstaða rannsóknarhóps Íslenskra orkurannsóka. 25.3.2008 18:35 Ingibjörg ræddi við sendiherra Kínverja um Tíbet Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, átti í dag samtal við sendiherra Kína á Íslandi, Zhang Keyuan, þar sem hún lýsti þungum áhyggjum yfir ástandinu í Tíbet. 25.3.2008 18:28 Rafmagn komið á í Kópavogi Grafið var í háspennustreng á Rjúpnahæð í Kópavogi fyrir stundu. Vegna þess var rafmagnslaust í Hvörfum, Kórum og Vöðum í nokkra stund. Í tilkynningu frá Orkuveitunni segir að nú sé allt komið í samt lag á ný. 25.3.2008 17:42 Vilja sektir fyrir þá sem ekki láta skoða bíla á réttum tíma Þeir sem vanrækja að fara með bílinn sinn í skoðun á tilsettum tíma gætu átt yfir höfði sér 30 þúsund krónur í sekt verði frumvarp um breytingar á umferðarlögum samþykkt. 25.3.2008 15:48 Tveggja mánaða fangelsi fyrir að tvíkjálkabrjóta mann Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í tveggja mánaða fangelsi fyrir alvarlega líkamsárás inni á bensínsafgreiðslustöð N1 við Ártúnsbrekku í Reykjavík í maí í fyrra. 25.3.2008 15:20 Sjö teknir fyrir fíkniefnaakstur í og við Akranes í síðustu viku Lögreglan á Akranesi hefur handtekið 26 menn vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna það sem af er þessu ári, þar af voru sjö teknir í síðustu viku. 25.3.2008 15:12 Birgjar dragi úr hækkunum ef krónan styrkist „Það er von á hækkunum á næstu dögum en ef krónan styrkist frekar reiknum við fastlega með að birgjar dragi hækkanir að einhverju leyti til baka sem skilar sér svo auðvitað út í verslanirnar,“ sagði Eysteinn Helgason, framkvæmdastjóri Kaupáss hf. sem rekur verslanir Nóatúns, 11-11 og Krónunnar. 25.3.2008 14:27 Þarf að virkja forsendunefnd kjarasamninga Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ, segir Íslendinga standa frammi fyrir efnahagslegri vá og telur að virkja þurfi forsendunefnd kjarasamninga og samráðsvettvang stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins til þess að ræða þá stöðu sem upp er komin í íslensku efnahagslífi. 25.3.2008 14:25 Fundu fíkniefni á flugfarþega við komuna á Ísafjörð Þrjú fíkniefnamál komu upp hjá lögreglunni á Ísafirði um helgina en þar var talsverður erill vegna hátíðahalda í bænum. 25.3.2008 13:45 Enn í öndunarvél eftir bílveltu á Reykjanesbraut Konan sem lenti í bílveltu á Reykjanesbraut í liggur enn á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi og er henni haldið sofandi í öndunarvél. 25.3.2008 13:40 Sjálfsagt að skoða starfsemi Kópavogsbrautar „Ef það eru einstaklingar að koma fram núna sem tjá sig um reynslu sem er erfið vegna einhverskonar ofbeldis finnst mér sjálfsagt að athuga það, rétt eins og gert var með Breiðavík,“ segir Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndarstofu. 25.3.2008 13:27 Fundu amfetamín og hass í bíl við umferðareftirlit Lögreglan á Selfossi lagði hald á um tíu grömm af amfetamíni og tóbaksblandað hass í bifreið sem stöðvuð var í umferðareftirliti á páskadag. 25.3.2008 13:02 Ekkert þokast í rannsókn á Keilufellsárás Ekkert hefur þokast í rannsókn lögreglu á árás á sjö karlmenn í Keilufelli á laugardag. Fjórir menn eru í gæsluvarðhaldi vegna málsins en yfirheyrslur yfir þeim hafa engan árangur borið. 25.3.2008 13:00 Viðbeinsbraut mann í líkamsárás Lögreglan á Selfossi fékk þrjár tilkynningar um líkamsárásir um páskahelgina eftir því sem segir í dagbók hennar. 25.3.2008 12:46 Höfuðkúpa að líkindum erlend Höfuðkúpan sem fannst við Meðalfellsvatn á páskadag er að öllum líkindum erlend og var eitt sinn í eigu læknis sem lést fyrir nokkrum árum. Lögreglan telur málið að mestu upplýst. 25.3.2008 12:36 Verða að tryggja að yfirgefin hús séu mannheld Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir það algjörlega á ábyrgð eigenda yfirgefinna húsa í miðbænum að tryggja að þau séu mannheld. Hann furðar sig á því að þeir hafi ekki tryggt húsin betur og boðar aðgerðir gangi eigendurnir ekki betur frá húsunum. 25.3.2008 12:30 Búið að slökkva eldinn í Breiðholti Eldur kom upp í Waldorfskólanum Sólstöfum í Hraunbergi 12 í Breiðholti í dag. Um var að ræða stórt útkall hjá Slökkviliðinu eins og alltaf þegar um skóla er að ræða. Vel gekk að slökkva eldinn og en nú er verið að reykræsta. 25.3.2008 11:54 15 ára ók út af Um helgina fór bifreið út af Sandvegi í Bolungarvík. Þegar lögregla kom á vettvang kom í ljós að ökumaður bifreiðarinnar var réttindalaus, enda bara 15 ára gamall. Við hlið hans í bifreiðinni var faðir hans og eigandi bifreiðarinnar og var hann grunaður um ölvun. Bifreiðin reyndist lítið skemmd. 25.3.2008 11:42 Sjá næstu 50 fréttir
Afmælsidagar skiluðu fjölskyldu 13,5 milljónum króna Fjölskyldufaðir á höfuðborgarsvæðinu er 13,5 milljónum króna ríkari eftir að hann notaði afmælisdaga fjölskyldunnar sem tölur í Lottóinu. 26.3.2008 14:16
Ekki er grunur um pólskt glæpagengi í Röstinni Pólverjinn sem handtekinn var í Reykjanesbæ í gærkvöldi býr ásamt samlöndum sínum í húsi sem heitir Röstin. Húsið er í eigu Víkurrastar ehf en þar eru leigð út herbergi. Ákveðið verður seinni partinn í dag hvort maðurinn verði úrskurðaður í gæsluvarðhald en handtakan tengist hrottalegri árás í Keilufelli um helgina. 26.3.2008 13:32
Bíða þess að flugmálayfirvöld í Bangladess hefji rannsókn Forsvarsmenn flugfélagsins Atlanta bíða þess nú að flugmálayfirvöld í Bangladess hefji rannsókn á því hvað gerðist þegar eldur kom upp í hreyfli vélar flugfélagsins í lendingu á Dhaka-flugvelli í gærmorgun. 26.3.2008 13:11
Dagur segir augljósar missagnir í máli formanns KSÍ Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, segir að efni bréfs sem Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, sendi borgarstjóra varðandi störf nefndar um byggingaframkvæmdir á Laugadalsvelli komi sér á óvart. 26.3.2008 12:58
Koma fyrir neti hjá rúllustiga Forráðamenn Rúmfatalagersins á Akureyri hafa komið fyrir neti þar sem stúlka féll 6 metra niður úr rúllustiga fyrir skömmu. Öryggi barna er tryggt, segir verslunarstjóri. 26.3.2008 12:53
Forsendunefnd fundar á næstu dögum Forsendunefnd ASÍ og Samtaka atvinnulífsins kemur saman á næstu dögum til að ræða efnahagsástandið og stöðu krónunnar. 26.3.2008 12:45
Íslendingar ekki svartsýnni í sex ár Íslenskir neytendur hafa ekki verið svartsýnni á efnahagshorfur síðan á erfiðleikatímabilinu í janúar árið 2002 samkvæmt væntingavísitölu Gallups. 26.3.2008 12:37
Síðasti dagur til að skila inn skattframtali í dag Síðasti dagur til að skila inn skattframtali er í dag. Fyrir þá sem enn eru ekki farnir að huga að skilum, þá er hægt að sækja um frest til 31. mars til 2. apríl. 26.3.2008 12:30
Þungt hljóð í félagsmönnum Einingar-Iðju vegna verðhækkana Formaður stærsta verkalýðsfélags landsbyggðarinnar segir þungt í félagsmönnum vegna verðhækkana. Hann telur að ríkisstjórnin verði að aðhafast. 26.3.2008 12:19
Framtalsskil í dag Í dag eru hinstu forvöð þeirra, sem ekki hafa leitað eftir sérstökum fresti, til að gera skil á skattframtali sínu til skattstjóra. Hjá embætti ríkisskattstjóra fengust þær upplýsingar að 69.250 framtölum hefði verið skilað laust fyrir kl. 11 í morgun, þar af 2.500 á pappír. 26.3.2008 12:13
Vilja að byggingarleyfi fyrir álver verði fellt úr gildi Náttúruverndarsamtök Íslands hafa sent Úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála stjórnsýslukæru þar sem farið er fram á byggingarleyfi vegna álvers í Helguvík verði fellt úr gildi. 26.3.2008 12:02
Íslenska sem annað mál Íslensk málnefnd og Alþjóðahús standa fyrir málþingi um íslensku sem annað mál á föstudaginn. Haraldur Bernharðsson, málfræðingur hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, er einn frummælenda á þinginu en hann á enn fremur sæti í Íslenskri málnefnd. 26.3.2008 11:41
Íhuga að kæra stjórnendur netsíðu fyrir að nota vörumerki í leyfisleysi Fyrirtækið Vodafone íhugar að kæra stjórnendur vefsíðunnar wwww.thevikingbay.org vegna notkunar á vörumerki þess. 26.3.2008 11:40
Formaður KSÍ segir Degi hafa verið fullkunnugt um framúrkeyrslu Geir Þorsteinsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, segist ekki geta setið undir þeim fullyrðingum Dags B Eggertssonar, sem átti sæti í nefnd um framkvæmdir við Laugadalsvöll, að honum hafi verið ókunnugt um það, þar til fyrir skömmu, 26.3.2008 11:36
Eldur í flugvél í eigu Atlanta í Bangladess Hátt í 330 manns sluppu ómeidddir þegar eldur kom upp í hreyfli Boeing 747 flugvélar í eigu Atlanta-flugfélagsins við lendingu á Dhaka-flugvelli í Bangladess í gær. 26.3.2008 10:36
Lögreglan leitar Pólverja vegna Keilufellsárásar Lögreglan lýsir eftir Tomasz Krzysztof Jagiela. Tomasz er Pólverji, fæddur 1980. Hann er eftirlýstur grunaður um aðild að alvarlegri líkamsárás í Keilufelli 35, 22. mars síðastliðinn. 26.3.2008 10:21
Erill hjá lögreglu í Eyjum um páskahelgina Töluverður erill var hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum um páskahelgina og voru meðal annars kærðar þrjár líkamsárásir. 26.3.2008 10:16
Huginn Heiðar látinn Huginn Heiðar Guðmundsson lést á gjörgæsludeild Landspítalans aðfararnótt mánudags. Huginn var þriggja ára og hafði háð hetjulega baráttu við alvarleg veikindi allt frá fæðingu í nóvember árið 2004. Hann var fluttur á sjúkrahús á sunnudagskvöld og lést þá um nóttina. 26.3.2008 09:56
Forsætisráðuneytið auglýsir eftir framboðum til forseta Forsætisráðuneytið birtir í dag auglýsingu um framboð og kjör forseta Íslands en samkvæmt ákvörðun fer forsetakjör fram 28. júní ef fleiri en einn bjóða sig fram. 26.3.2008 09:43
Laun tvöfaldast að meðaltali á átta árum Regluleg laun hér á landi tvöfölduðust á árabilinu 1998 til 2006 samkvæmt nýjum töflum sem finna má á heimasíðu Hagstofunnar. 26.3.2008 09:31
Lögreglan tók verkfæraþjófa Lögregla handtók þrjá menn undir morgun, eftir að hafa staðið þá að verki við að tína verkfæri út úr geymslugámi á athafnasvæði í Hafnarfirði. 26.3.2008 08:35
Þriðja íkveikjan á einum sólarhring Kveikt var í rusli við hús við Snorrabraut í Reykjavík seint í gærkvöldi og var slökkvilið kallað á vettvang. Það slökkti eldinn á svip stundu og hlaust ekki tjón af. Talið er full víst að kveikt hafi verið í af ásetningi. 26.3.2008 07:52
Fjórtán teknir vegna fíkniefnabrota Fjórtán karlmenn voru handteknir um páskana á höfuðborgarsvæðinu vegna fíkniefnabrota. Lítilræði af fíkniefnum fannst á þeim öllum, en engin er grunaður um sölumennsku. Sá yngsti var innan við tvítugt en sá elsti um sextugt. 26.3.2008 07:14
Bannað að pissa á almannafæri Það er allt í lagi að pissa á almannafæri í Kópavogi, þótt það sé bannað í miðborg Reykjavíkur, staðhæfði karlmaður um tvítugt, sem lögregla stóð að verki í Kópavogi um helgina. 26.3.2008 06:53
Einn til viðbótar handtekinn í Keilufellsmálinu Einn maður til viðbótar hefur verið handtekinn í Keilufellsmálinu svokallaða þegar hópur Pólverja réðst að samlöndum sínum í húsi í Keilufelli á skírdag. Lögreglan á Suðurnesjum handtók manninn í Röstinni í Reykjanesbæ og naut aðstoðar sérsveitar Ríkislögreglustjóra við handtökuna. 25.3.2008 20:12
Mikilvægt að rannsaka hvað olli krónuhruni Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ, krefst þess að það verði rannsakað hvað olli því að krónan féll eins og raunin varð fyrir páska. Þetta kom fram í þættinum Ísland í dag í kvöld. „Það er mikilvægt að rannsaka hvað gerðist fyrir páska sem olli því að krónan féll svona rosalega,“ sagði Gylfi. 25.3.2008 20:30
Myglusveppur skildi fjölskyldu eftir eignalausa Hjón í Hvalfjarðarsveit standa uppi slipp og snauð eftir að myglusveppur herjaði á hús þeirra og innbú. Tjónið nemur tæpum tuttugu milljónum króna en þau fá það ekki bætt þrátt fyrir að hafa talið sig vera tryggð. 25.3.2008 18:39
Neðanjarðareldgos undir Upptyppingum Jarðskjálftarnir við Upptyppinga og Álftadalsdyngju skýrast af neðanjarðareldgosi og litlar líkur er á að það brjóti sér leið upp á yfirborðið á næstu árum. Þetta er niðurstaða rannsóknarhóps Íslenskra orkurannsóka. 25.3.2008 18:35
Ingibjörg ræddi við sendiherra Kínverja um Tíbet Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, átti í dag samtal við sendiherra Kína á Íslandi, Zhang Keyuan, þar sem hún lýsti þungum áhyggjum yfir ástandinu í Tíbet. 25.3.2008 18:28
Rafmagn komið á í Kópavogi Grafið var í háspennustreng á Rjúpnahæð í Kópavogi fyrir stundu. Vegna þess var rafmagnslaust í Hvörfum, Kórum og Vöðum í nokkra stund. Í tilkynningu frá Orkuveitunni segir að nú sé allt komið í samt lag á ný. 25.3.2008 17:42
Vilja sektir fyrir þá sem ekki láta skoða bíla á réttum tíma Þeir sem vanrækja að fara með bílinn sinn í skoðun á tilsettum tíma gætu átt yfir höfði sér 30 þúsund krónur í sekt verði frumvarp um breytingar á umferðarlögum samþykkt. 25.3.2008 15:48
Tveggja mánaða fangelsi fyrir að tvíkjálkabrjóta mann Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í tveggja mánaða fangelsi fyrir alvarlega líkamsárás inni á bensínsafgreiðslustöð N1 við Ártúnsbrekku í Reykjavík í maí í fyrra. 25.3.2008 15:20
Sjö teknir fyrir fíkniefnaakstur í og við Akranes í síðustu viku Lögreglan á Akranesi hefur handtekið 26 menn vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna það sem af er þessu ári, þar af voru sjö teknir í síðustu viku. 25.3.2008 15:12
Birgjar dragi úr hækkunum ef krónan styrkist „Það er von á hækkunum á næstu dögum en ef krónan styrkist frekar reiknum við fastlega með að birgjar dragi hækkanir að einhverju leyti til baka sem skilar sér svo auðvitað út í verslanirnar,“ sagði Eysteinn Helgason, framkvæmdastjóri Kaupáss hf. sem rekur verslanir Nóatúns, 11-11 og Krónunnar. 25.3.2008 14:27
Þarf að virkja forsendunefnd kjarasamninga Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ, segir Íslendinga standa frammi fyrir efnahagslegri vá og telur að virkja þurfi forsendunefnd kjarasamninga og samráðsvettvang stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins til þess að ræða þá stöðu sem upp er komin í íslensku efnahagslífi. 25.3.2008 14:25
Fundu fíkniefni á flugfarþega við komuna á Ísafjörð Þrjú fíkniefnamál komu upp hjá lögreglunni á Ísafirði um helgina en þar var talsverður erill vegna hátíðahalda í bænum. 25.3.2008 13:45
Enn í öndunarvél eftir bílveltu á Reykjanesbraut Konan sem lenti í bílveltu á Reykjanesbraut í liggur enn á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi og er henni haldið sofandi í öndunarvél. 25.3.2008 13:40
Sjálfsagt að skoða starfsemi Kópavogsbrautar „Ef það eru einstaklingar að koma fram núna sem tjá sig um reynslu sem er erfið vegna einhverskonar ofbeldis finnst mér sjálfsagt að athuga það, rétt eins og gert var með Breiðavík,“ segir Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndarstofu. 25.3.2008 13:27
Fundu amfetamín og hass í bíl við umferðareftirlit Lögreglan á Selfossi lagði hald á um tíu grömm af amfetamíni og tóbaksblandað hass í bifreið sem stöðvuð var í umferðareftirliti á páskadag. 25.3.2008 13:02
Ekkert þokast í rannsókn á Keilufellsárás Ekkert hefur þokast í rannsókn lögreglu á árás á sjö karlmenn í Keilufelli á laugardag. Fjórir menn eru í gæsluvarðhaldi vegna málsins en yfirheyrslur yfir þeim hafa engan árangur borið. 25.3.2008 13:00
Viðbeinsbraut mann í líkamsárás Lögreglan á Selfossi fékk þrjár tilkynningar um líkamsárásir um páskahelgina eftir því sem segir í dagbók hennar. 25.3.2008 12:46
Höfuðkúpa að líkindum erlend Höfuðkúpan sem fannst við Meðalfellsvatn á páskadag er að öllum líkindum erlend og var eitt sinn í eigu læknis sem lést fyrir nokkrum árum. Lögreglan telur málið að mestu upplýst. 25.3.2008 12:36
Verða að tryggja að yfirgefin hús séu mannheld Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir það algjörlega á ábyrgð eigenda yfirgefinna húsa í miðbænum að tryggja að þau séu mannheld. Hann furðar sig á því að þeir hafi ekki tryggt húsin betur og boðar aðgerðir gangi eigendurnir ekki betur frá húsunum. 25.3.2008 12:30
Búið að slökkva eldinn í Breiðholti Eldur kom upp í Waldorfskólanum Sólstöfum í Hraunbergi 12 í Breiðholti í dag. Um var að ræða stórt útkall hjá Slökkviliðinu eins og alltaf þegar um skóla er að ræða. Vel gekk að slökkva eldinn og en nú er verið að reykræsta. 25.3.2008 11:54
15 ára ók út af Um helgina fór bifreið út af Sandvegi í Bolungarvík. Þegar lögregla kom á vettvang kom í ljós að ökumaður bifreiðarinnar var réttindalaus, enda bara 15 ára gamall. Við hlið hans í bifreiðinni var faðir hans og eigandi bifreiðarinnar og var hann grunaður um ölvun. Bifreiðin reyndist lítið skemmd. 25.3.2008 11:42