Fleiri fréttir Um 440 þúsund sóttu leikhús í fyrra Áætlað er að um 440 þúsund manns hafi sótt sýningar leikhúsa, atvinnuleikhópa og áhugaleikfélaga hér á landi á leikárinu 2006-2007. Þessi fjöldi samsvarar því að hver landsmaður sæki leikhús 1,4 sinnum á ári. 25.3.2008 09:30 Björgunarsveitarmenn kallaðir að Steingrímsfjarðarheiði Björgunarsveitarmenn frá Hómavík voru kallaðir út seint í gærkvöldi til að aðstoða fólk, sem sat í föstum bíl á Steingrímsfjarðarheiði. Leiðangurinn gekk vel og amaði ekkert að fólkinu í bílnum, sem komið er til byggða. 25.3.2008 08:28 Vilja að hugmyndum um loftlínur verði hafnað Sól í Straumi skorar á bæjarstjórn Hafnarfjarðar að hafna hugmyndum Landsnets um að loftlínur frá Hellisheiðarvirkjun fyrir álver í Helguvík liggi um bæjarland Hafnarfjarðar. 25.3.2008 08:14 Björguðu manni úr brennandi húsi Eldur kviknaði í nótt í yfirgefnu húsi við Hverfisgötu, sem til stendur að rífa. Reykkafarar voru strax sendir inn í húsið til að kanna hvort það væri ekki örugglega mannlaust, 25.3.2008 07:16 Bílvelta á Suðurlandsvegi Bílvelta varð á Suðurlandsvegi við Hveradalabrekku um klukkan 19:00 í kvöld. Ein kona var í bílnum og hlaut hún minniháttar meiðsl, Veltan er rakin til hálkubletta sem eru á veginum. 24.3.2008 21:12 Sprengihnalli stolið Lögreglunni á Seyðisfirði var í vikunni tilkynnt um að stolið hefði verið sprengihnalli við Ufsaveitu. Hnallurinn hefur ekki enn fundist en hann er notaður til að tendra sprenginu. 24.3.2008 19:46 Segir hauskúpuna koma frá lækni Vísir ræddi við konu í kvöld sem segist vera eigandi hauskúpunar sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum síðan í gærkvöld. Konan, sem ekki vildi láta nafns síns getið, þvertók fyrir að eitthvað gruggugt væri við hauskúpuna eða við það hvernig hún komst í hennar hendur. 24.3.2008 19:12 Sáu yfir í Héðinsfjörð úr gangamunnanum Bormenn Héðinsfjarðarganga slógu í gegn á föstudag og gátu þá horft Siglufjarðarmegin úr göngunum yfir í Héðinsfjörð. Fögnuður þeirra var mikill þegar þeir sáu glitta í fjörðinn. 24.3.2008 18:54 Bjóst ekki við að drengurinn myndi lifa Vitni að því þegar snjósleði rann stjórnlaust á fjórtán ára gamlan dreng í Bláfjöllum í gær segist ekki hafa búist við því að hann myndi lifa af. Sleðinn hafi skollið á piltinum á miklum hraða og þeir svo oltið áfram. 24.3.2008 15:59 Hauskúpumálið upplýst? Heimamenn í Kjósarhrepp eru langt komnir með að leysa hauskúpumálið sem upp kom þegar hlutar úr hauskúpu fundust á víðavangi í hreppnum í fyrrakvöld. 24.3.2008 15:11 Árásarmennirnir ófundnir Lögreglan leitar enn að sex til átta manns sem grunaðir eru um að hafa brotist inn á heimili í Keilufelli í gær og ráðist með kylfum á sjö karlmenn sem þar bjuggu. Rannsóknin beinist meðal annars að því að fá staðfestan framburð fórnarlambanna um að um pólskt glæpagengi hafi verið að ræða. 24.3.2008 18:53 Einn á gjörgæslu eftir bílveltu Einn er á gjörgæslu og fjórir voru fluttir á slysadeild eftir umferðarslys vestan við Vogaveg á Reykjanesbraut um klukkan eitt í nótt. 24.3.2008 09:33 Höfuðkúpan notuð sem öskubakki Höfuðkúpan sem fannst á leiksvæði við Meðalfellsvatn í gærdag er rakin til hjólhýsis sem þar stóð síðasta sumar. Niðurstöður bráðabirgðarannsóknar sína að höfuðkúpan er líklega úr konu eða barni sem lést fyrir tíu til þrjátíu árum. 24.3.2008 18:51 Umferðarmannvirki skapa hættu Ætla mætti að gleymst hafi að taka tillit til vöruflutningabifreiða við hönnun umferðarmannvirkja á höfuðborgarsvæðinu. 24.3.2008 18:24 Skarst á hálsi á dansleik á Höfn Karlmaður var fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur eftir að hann skarst á háls eftir dansleik á Höfn í Hornafirði aðfararnótt laugardags. Lögreglan á Höfn verst allra frétta af málinu en segir málið í rannsókn. 24.3.2008 13:58 Drengur alvarlega slasaður eftir snjósleða í Bláfjöllum Alvarlegt slys varð á skíðasvæðinu í Bláfjöllum í gærmorgun. Starfsmaður missti stjórn á vélsleða rétt ofan við Kóngslyftu þannig að hann féll af honum. Vélsleðinn rann stjórnlaus niður skíðabrekku og hafnaði á ungum dreng sem varð undir sleðanum. Drengurinn var fluttur alvarlega slasaður á Landsspítalann í Fossvogi. Hann mun vera margbrotinn á vinstri fæti og viðbeinsbrotinn auk þess sem hann hlaut bólgur í andliti og á hnakka. 24.3.2008 12:59 Grunar að pólskt glæpagengi búi í Reykjanesbæ Lögreglu grunar að pólskt glæpagengi sé búsett í Reykjanesbæ. Enn er leitað allt að átta manna sem taldir eru viðriðnir hrottafengna árás í Reykjavík á laugardag. 24.3.2008 12:25 Mannabein fundust í Kjósarhreppi Hlutar úr hauskúpu fundust á víðavangi í Kjósarhreppi í gærkvöldi. Frumrannsókn á hlutunum leiddi í ljós að beinin eru um tíu til þrjátíu ára gömul. Rannsókn lögreglu er á frumstigi en talið er að beinin séu úr konu eða barni. 24.3.2008 12:22 Búist við þungri umferð Búast má við þungri umferð á þjóðvegum í dag, einkum til Reykjavíkur, þegar tugþúsundir landsmanna snúa heim úr páskafríi. Mestur verður umferðarþunginn að líkum á Norðurlandsvegi og Vesturlandsvegi enda meðal annars margt skíðafólk af höfuðborgarsvæðinu sem lagði leið sína á helstu skíðasvæði Norðurlands. 24.3.2008 10:20 Aukaflug hjá FÍ vegna páskahelgarinnar Flugfélag Íslands hefur sett upp alls átta aukaflug í dag til að flytja fólk aðallega utan af landi til Reykjavíkur á lokadegi páskahelgarinnar. Aukaflugin eru frá Ísafirði, Akureyri og Egilsstöðum en alls eiga sextánhundruð manns bókað flugfar í dag með vélum Flugfélagsins. Ágætlega viðrar til flugs og er fært á alla staði. 24.3.2008 10:07 Einn á slysadeild eftir árekstur á Bústaðavegi Einn var fluttur á slysadeild eftir árekstur tveggja bíla á Bústaðavegi við Kringlumýrarbraut um klukkan átta í morgun þegar fólksbíll og jeppi skullu saman. Ökumaður jeppans er grunaður um ölvun við akstur og var fluttur til yfirheyrslu á lögreglustöð. 24.3.2008 09:53 Eldur í rusli og bílum á höfuðborgarsvæðinu Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út vegna íkveikju í rusli við hús á Mýrargötu í nótt. Þá voru þrjú útköll vegna elds í jafnmörgum bílum á höfuðborgarsvæðinu. 24.3.2008 09:47 Sprautunálarán eru hluti af fíkniefnavandanum Gróf ofbeldisverk og hótun um ofbeldi hljóta alltaf að vera með alvarlegustu málum sem upp koma í okkar samfélagi, segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður borgarráðs og íbúi í Breiðholti. 23.3.2008 20:30 Árásarmenn úrskurðaðir í þriggja vikna gæsluvarðhald Mennirnir fjórir sem handteknir voru seinni partinn í gær vegna líkamsárásar í Keilufelli í Breiðholti hafa verið úrskurðaðir í þriggja vikna gæsluvarðhald. 23.3.2008 18:13 Pilturinn kominn í leitirnar Pilturinn sem lögreglan á Selfossi lýsti eftir fyrr í kvöld er kominn í leitirnar. 23.3.2008 23:30 Búið að sleppa Leifsgötumönnunum Búið er að taka skýrslur af tveimur mönnum sem voru handteknir á Leifsgötu í morgun eftir að fjölmennt lið lögreglu og víkingasveitar hafði verið kvatt á staðinn. Það var um ellefuleytið í morgun að lögreglan fékk tilkynningu um að maður hefði ógnað fólki með hníf. 23.3.2008 18:11 Lögreglan fer fram á gæsluvarðhald yfir árásarmönnum Lögreglan mun fara fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum fjórum sem voru handteknir í tengslum við hrottalega líkamsárás í Fellahverfi í gærkvöld. 23.3.2008 16:10 Eigandinn í Keilufelli kveðst ánægður með leigjendur Hlynur Jensson, fiskitæknir og eigandi húsnæðisins að Keilufelli, þar sem ráðist var á fjölda Pólverja í gær segir íbúa hússins vera mjög góða leigjendur. 23.3.2008 14:14 Óttast að laxastofninn í Þjórsá hrynji Visfræðingur óttast að laxastofninn í Þjórsá hrynji verði af Urriðafossvirkjun. Hún segir laxastofninn einn þann stærsta og sérstæðasta í landinu og ekki sé útlit fyrir að Landsvirkjun geti með nokkru móti komið í veg fyrir það, þrátt fyrir yfirlýstar mótvægisaðgerðir. 23.3.2008 13:29 Alvarlega særður eftir árás í Keilufelli Einn maður liggur alvarlega slasaður, brotinn og með samfallið lunga, eftir fólskulega líkamsárás síðdegis í gær. Lögregla leitar enn allt að átta pólskra karlmanna sem ruddust ásamt fjórum öðrum inn í hús í Keilufelli vopnaðir öxum og bareflum. 23.3.2008 12:15 Líkamsárás á Leifsgötu Fjölmennt lið lögreglunnar og sérsveitar ríkislögreglustjóra var kallað að Leifsgötu í Reykjavík á ellefta tímanum í morgun. 23.3.2008 10:44 Páskaboðskapurinn snýst ekki um hrun á mörkuðum Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, flutti páskapredikun í Dómkirkjunni í morgun. Hann sagði fréttir undanfarinna daga vart hafa snúist um annað en fjármál og gengi, hrun og svarta daga í kauphöllum og fyrirtækjum, óvissu og ótta. 23.3.2008 10:12 Skíðasvæði víða opin í dag Í dag, páskadag, verður opið á skíðasvæðum höfuðborgarsvæðisins frá klukkan 10 til 18. 23.3.2008 10:02 Fjórir gista fangageymslur á Ísafirði Fjórir gista fangageymslur hjá lögreglunni á Ísafirði eftir nóttina. Tveir vegna umferðarlagabrots og tveir vegna ölvunar og óláta. Lögreglan segir að talsverður erill hafi verið á Ísafirði í nótt vegna hátíðarinnar Aldrei fór ég suður sem lauk formlega í nótt. 23.3.2008 09:55 Lögreglan veitti ökumanni eftirför Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu veitti ökumanni eftirför í Suðurhlíð klukkan sex í morgun. Maðurinn sinnti ekki stöðvunarmerki lögreglu. 23.3.2008 09:50 Eldur í Sirkus Eldur kviknaði í húsnæðinu þar sem skemmtistaðurinn Sirkus í Reykjavík var til staðar um klukkan þrjú í nótt og var slökkvilið kvatt á staðinn. 23.3.2008 09:45 Fundu 20 kíló af dínamíti Lögreglan á Suðurnesjum fann um 20 kg af dínamíti við Þorbjörninn í Grindavík í gærkvöld. Er hér um að ræða 6 stykki af rúmlega 3 kílógramma dínamítstúpum. 23.3.2008 08:37 Banaslys rakið til hraðaksturs Ekkert bendir til þess að annar ökumaður hafi átt sök á því sem gerðist þegar vélhjólamaður lést í slysi á Kringlumýrabraut laust fyrir klukkan ellefu í gærkvöld. 22.3.2008 22:26 Einn handtekinn eftir róstur við Miklabraut Lögreglan var kölluð út á áttunda tímanum í kvöld eftir að tilkynnt hafi verið um átök í íbúðarhúsnæði á Miklubraut. Þar var einn karlmaður handtekinn eftir að hafa verið hlaupinn af lögreglumönnum. Annar var færður á slysadeild þar sem gert var að meiðslum hans. 22.3.2008 21:15 Sex árásarmanna enn leitað Fjórir karlar voru handteknir síðdegis eftir að til átaka kom í Breiðholti. Þar réðust um tíu menn vopnaðir bareflum inn í íbúð en ekki er ljóst hvað þeim gekk til. 22.3.2008 19:39 Ráðherra fær einkum vín og bækur Áfengi og bækur er það sem fyrirtæki, einstaklingar og fulltrúar erlendra ríkja hafa einkum gefið Þórunni Sveinbjarnardóttir, umhverfisráðherra, eftir að hún tók við embætti. Umhverfisráðuneytið hefur sent fréttastofu Stöðvar 2 lista yfir allar gjafir til Þórunnar eftir að hún settist í ráðherrastól. 22.3.2008 19:30 Börn læri að segja NEI Framkvæmdastjóri samtakanna Blátta áfram segir að börn geti komið í veg fyrir kynferðislegt ofbeldi með því að læra segja NEI. Fjölskylduskemmtun var haldin í Vetrargarðinum í Smáralindinni til styrktar samtökunum í dag. 22.3.2008 19:23 Sextíu og tvö prósent Afríkubúa án viðunandi salernisaðstöðu Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) og Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) segja að sextíu og tvö prósent Afríkubúa hafi ekki aðgang að viðunandi salernisaðstöðu, eða klósetti sem heldur skólpi frá snertingu við umhverfi fólks. 22.3.2008 19:10 Bílvelta á Vesturlandsvegi Bíll velti á Vesturlandsvegi við Fitjar fyrir ofan Mosfellsveit nú á sjöunda tímanum í kvöld. Sjúkrabíll og lögregla voru kvödd á staðinn en að sögn sjúkraflutningamanna komst fólkið út úr bílnum aðstoðarlaust og ekki er vitað um alvarleg meiðsl á þeim. 22.3.2008 18:53 Enn lýst eftir vitnum að banaslysi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir enn eftir vitnum að banaslysi sem varð á Kringlumýrabraut á tíunda tímanum í gærkvöldi. 22.3.2008 18:16 Sjá næstu 50 fréttir
Um 440 þúsund sóttu leikhús í fyrra Áætlað er að um 440 þúsund manns hafi sótt sýningar leikhúsa, atvinnuleikhópa og áhugaleikfélaga hér á landi á leikárinu 2006-2007. Þessi fjöldi samsvarar því að hver landsmaður sæki leikhús 1,4 sinnum á ári. 25.3.2008 09:30
Björgunarsveitarmenn kallaðir að Steingrímsfjarðarheiði Björgunarsveitarmenn frá Hómavík voru kallaðir út seint í gærkvöldi til að aðstoða fólk, sem sat í föstum bíl á Steingrímsfjarðarheiði. Leiðangurinn gekk vel og amaði ekkert að fólkinu í bílnum, sem komið er til byggða. 25.3.2008 08:28
Vilja að hugmyndum um loftlínur verði hafnað Sól í Straumi skorar á bæjarstjórn Hafnarfjarðar að hafna hugmyndum Landsnets um að loftlínur frá Hellisheiðarvirkjun fyrir álver í Helguvík liggi um bæjarland Hafnarfjarðar. 25.3.2008 08:14
Björguðu manni úr brennandi húsi Eldur kviknaði í nótt í yfirgefnu húsi við Hverfisgötu, sem til stendur að rífa. Reykkafarar voru strax sendir inn í húsið til að kanna hvort það væri ekki örugglega mannlaust, 25.3.2008 07:16
Bílvelta á Suðurlandsvegi Bílvelta varð á Suðurlandsvegi við Hveradalabrekku um klukkan 19:00 í kvöld. Ein kona var í bílnum og hlaut hún minniháttar meiðsl, Veltan er rakin til hálkubletta sem eru á veginum. 24.3.2008 21:12
Sprengihnalli stolið Lögreglunni á Seyðisfirði var í vikunni tilkynnt um að stolið hefði verið sprengihnalli við Ufsaveitu. Hnallurinn hefur ekki enn fundist en hann er notaður til að tendra sprenginu. 24.3.2008 19:46
Segir hauskúpuna koma frá lækni Vísir ræddi við konu í kvöld sem segist vera eigandi hauskúpunar sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum síðan í gærkvöld. Konan, sem ekki vildi láta nafns síns getið, þvertók fyrir að eitthvað gruggugt væri við hauskúpuna eða við það hvernig hún komst í hennar hendur. 24.3.2008 19:12
Sáu yfir í Héðinsfjörð úr gangamunnanum Bormenn Héðinsfjarðarganga slógu í gegn á föstudag og gátu þá horft Siglufjarðarmegin úr göngunum yfir í Héðinsfjörð. Fögnuður þeirra var mikill þegar þeir sáu glitta í fjörðinn. 24.3.2008 18:54
Bjóst ekki við að drengurinn myndi lifa Vitni að því þegar snjósleði rann stjórnlaust á fjórtán ára gamlan dreng í Bláfjöllum í gær segist ekki hafa búist við því að hann myndi lifa af. Sleðinn hafi skollið á piltinum á miklum hraða og þeir svo oltið áfram. 24.3.2008 15:59
Hauskúpumálið upplýst? Heimamenn í Kjósarhrepp eru langt komnir með að leysa hauskúpumálið sem upp kom þegar hlutar úr hauskúpu fundust á víðavangi í hreppnum í fyrrakvöld. 24.3.2008 15:11
Árásarmennirnir ófundnir Lögreglan leitar enn að sex til átta manns sem grunaðir eru um að hafa brotist inn á heimili í Keilufelli í gær og ráðist með kylfum á sjö karlmenn sem þar bjuggu. Rannsóknin beinist meðal annars að því að fá staðfestan framburð fórnarlambanna um að um pólskt glæpagengi hafi verið að ræða. 24.3.2008 18:53
Einn á gjörgæslu eftir bílveltu Einn er á gjörgæslu og fjórir voru fluttir á slysadeild eftir umferðarslys vestan við Vogaveg á Reykjanesbraut um klukkan eitt í nótt. 24.3.2008 09:33
Höfuðkúpan notuð sem öskubakki Höfuðkúpan sem fannst á leiksvæði við Meðalfellsvatn í gærdag er rakin til hjólhýsis sem þar stóð síðasta sumar. Niðurstöður bráðabirgðarannsóknar sína að höfuðkúpan er líklega úr konu eða barni sem lést fyrir tíu til þrjátíu árum. 24.3.2008 18:51
Umferðarmannvirki skapa hættu Ætla mætti að gleymst hafi að taka tillit til vöruflutningabifreiða við hönnun umferðarmannvirkja á höfuðborgarsvæðinu. 24.3.2008 18:24
Skarst á hálsi á dansleik á Höfn Karlmaður var fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur eftir að hann skarst á háls eftir dansleik á Höfn í Hornafirði aðfararnótt laugardags. Lögreglan á Höfn verst allra frétta af málinu en segir málið í rannsókn. 24.3.2008 13:58
Drengur alvarlega slasaður eftir snjósleða í Bláfjöllum Alvarlegt slys varð á skíðasvæðinu í Bláfjöllum í gærmorgun. Starfsmaður missti stjórn á vélsleða rétt ofan við Kóngslyftu þannig að hann féll af honum. Vélsleðinn rann stjórnlaus niður skíðabrekku og hafnaði á ungum dreng sem varð undir sleðanum. Drengurinn var fluttur alvarlega slasaður á Landsspítalann í Fossvogi. Hann mun vera margbrotinn á vinstri fæti og viðbeinsbrotinn auk þess sem hann hlaut bólgur í andliti og á hnakka. 24.3.2008 12:59
Grunar að pólskt glæpagengi búi í Reykjanesbæ Lögreglu grunar að pólskt glæpagengi sé búsett í Reykjanesbæ. Enn er leitað allt að átta manna sem taldir eru viðriðnir hrottafengna árás í Reykjavík á laugardag. 24.3.2008 12:25
Mannabein fundust í Kjósarhreppi Hlutar úr hauskúpu fundust á víðavangi í Kjósarhreppi í gærkvöldi. Frumrannsókn á hlutunum leiddi í ljós að beinin eru um tíu til þrjátíu ára gömul. Rannsókn lögreglu er á frumstigi en talið er að beinin séu úr konu eða barni. 24.3.2008 12:22
Búist við þungri umferð Búast má við þungri umferð á þjóðvegum í dag, einkum til Reykjavíkur, þegar tugþúsundir landsmanna snúa heim úr páskafríi. Mestur verður umferðarþunginn að líkum á Norðurlandsvegi og Vesturlandsvegi enda meðal annars margt skíðafólk af höfuðborgarsvæðinu sem lagði leið sína á helstu skíðasvæði Norðurlands. 24.3.2008 10:20
Aukaflug hjá FÍ vegna páskahelgarinnar Flugfélag Íslands hefur sett upp alls átta aukaflug í dag til að flytja fólk aðallega utan af landi til Reykjavíkur á lokadegi páskahelgarinnar. Aukaflugin eru frá Ísafirði, Akureyri og Egilsstöðum en alls eiga sextánhundruð manns bókað flugfar í dag með vélum Flugfélagsins. Ágætlega viðrar til flugs og er fært á alla staði. 24.3.2008 10:07
Einn á slysadeild eftir árekstur á Bústaðavegi Einn var fluttur á slysadeild eftir árekstur tveggja bíla á Bústaðavegi við Kringlumýrarbraut um klukkan átta í morgun þegar fólksbíll og jeppi skullu saman. Ökumaður jeppans er grunaður um ölvun við akstur og var fluttur til yfirheyrslu á lögreglustöð. 24.3.2008 09:53
Eldur í rusli og bílum á höfuðborgarsvæðinu Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út vegna íkveikju í rusli við hús á Mýrargötu í nótt. Þá voru þrjú útköll vegna elds í jafnmörgum bílum á höfuðborgarsvæðinu. 24.3.2008 09:47
Sprautunálarán eru hluti af fíkniefnavandanum Gróf ofbeldisverk og hótun um ofbeldi hljóta alltaf að vera með alvarlegustu málum sem upp koma í okkar samfélagi, segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður borgarráðs og íbúi í Breiðholti. 23.3.2008 20:30
Árásarmenn úrskurðaðir í þriggja vikna gæsluvarðhald Mennirnir fjórir sem handteknir voru seinni partinn í gær vegna líkamsárásar í Keilufelli í Breiðholti hafa verið úrskurðaðir í þriggja vikna gæsluvarðhald. 23.3.2008 18:13
Pilturinn kominn í leitirnar Pilturinn sem lögreglan á Selfossi lýsti eftir fyrr í kvöld er kominn í leitirnar. 23.3.2008 23:30
Búið að sleppa Leifsgötumönnunum Búið er að taka skýrslur af tveimur mönnum sem voru handteknir á Leifsgötu í morgun eftir að fjölmennt lið lögreglu og víkingasveitar hafði verið kvatt á staðinn. Það var um ellefuleytið í morgun að lögreglan fékk tilkynningu um að maður hefði ógnað fólki með hníf. 23.3.2008 18:11
Lögreglan fer fram á gæsluvarðhald yfir árásarmönnum Lögreglan mun fara fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum fjórum sem voru handteknir í tengslum við hrottalega líkamsárás í Fellahverfi í gærkvöld. 23.3.2008 16:10
Eigandinn í Keilufelli kveðst ánægður með leigjendur Hlynur Jensson, fiskitæknir og eigandi húsnæðisins að Keilufelli, þar sem ráðist var á fjölda Pólverja í gær segir íbúa hússins vera mjög góða leigjendur. 23.3.2008 14:14
Óttast að laxastofninn í Þjórsá hrynji Visfræðingur óttast að laxastofninn í Þjórsá hrynji verði af Urriðafossvirkjun. Hún segir laxastofninn einn þann stærsta og sérstæðasta í landinu og ekki sé útlit fyrir að Landsvirkjun geti með nokkru móti komið í veg fyrir það, þrátt fyrir yfirlýstar mótvægisaðgerðir. 23.3.2008 13:29
Alvarlega særður eftir árás í Keilufelli Einn maður liggur alvarlega slasaður, brotinn og með samfallið lunga, eftir fólskulega líkamsárás síðdegis í gær. Lögregla leitar enn allt að átta pólskra karlmanna sem ruddust ásamt fjórum öðrum inn í hús í Keilufelli vopnaðir öxum og bareflum. 23.3.2008 12:15
Líkamsárás á Leifsgötu Fjölmennt lið lögreglunnar og sérsveitar ríkislögreglustjóra var kallað að Leifsgötu í Reykjavík á ellefta tímanum í morgun. 23.3.2008 10:44
Páskaboðskapurinn snýst ekki um hrun á mörkuðum Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, flutti páskapredikun í Dómkirkjunni í morgun. Hann sagði fréttir undanfarinna daga vart hafa snúist um annað en fjármál og gengi, hrun og svarta daga í kauphöllum og fyrirtækjum, óvissu og ótta. 23.3.2008 10:12
Skíðasvæði víða opin í dag Í dag, páskadag, verður opið á skíðasvæðum höfuðborgarsvæðisins frá klukkan 10 til 18. 23.3.2008 10:02
Fjórir gista fangageymslur á Ísafirði Fjórir gista fangageymslur hjá lögreglunni á Ísafirði eftir nóttina. Tveir vegna umferðarlagabrots og tveir vegna ölvunar og óláta. Lögreglan segir að talsverður erill hafi verið á Ísafirði í nótt vegna hátíðarinnar Aldrei fór ég suður sem lauk formlega í nótt. 23.3.2008 09:55
Lögreglan veitti ökumanni eftirför Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu veitti ökumanni eftirför í Suðurhlíð klukkan sex í morgun. Maðurinn sinnti ekki stöðvunarmerki lögreglu. 23.3.2008 09:50
Eldur í Sirkus Eldur kviknaði í húsnæðinu þar sem skemmtistaðurinn Sirkus í Reykjavík var til staðar um klukkan þrjú í nótt og var slökkvilið kvatt á staðinn. 23.3.2008 09:45
Fundu 20 kíló af dínamíti Lögreglan á Suðurnesjum fann um 20 kg af dínamíti við Þorbjörninn í Grindavík í gærkvöld. Er hér um að ræða 6 stykki af rúmlega 3 kílógramma dínamítstúpum. 23.3.2008 08:37
Banaslys rakið til hraðaksturs Ekkert bendir til þess að annar ökumaður hafi átt sök á því sem gerðist þegar vélhjólamaður lést í slysi á Kringlumýrabraut laust fyrir klukkan ellefu í gærkvöld. 22.3.2008 22:26
Einn handtekinn eftir róstur við Miklabraut Lögreglan var kölluð út á áttunda tímanum í kvöld eftir að tilkynnt hafi verið um átök í íbúðarhúsnæði á Miklubraut. Þar var einn karlmaður handtekinn eftir að hafa verið hlaupinn af lögreglumönnum. Annar var færður á slysadeild þar sem gert var að meiðslum hans. 22.3.2008 21:15
Sex árásarmanna enn leitað Fjórir karlar voru handteknir síðdegis eftir að til átaka kom í Breiðholti. Þar réðust um tíu menn vopnaðir bareflum inn í íbúð en ekki er ljóst hvað þeim gekk til. 22.3.2008 19:39
Ráðherra fær einkum vín og bækur Áfengi og bækur er það sem fyrirtæki, einstaklingar og fulltrúar erlendra ríkja hafa einkum gefið Þórunni Sveinbjarnardóttir, umhverfisráðherra, eftir að hún tók við embætti. Umhverfisráðuneytið hefur sent fréttastofu Stöðvar 2 lista yfir allar gjafir til Þórunnar eftir að hún settist í ráðherrastól. 22.3.2008 19:30
Börn læri að segja NEI Framkvæmdastjóri samtakanna Blátta áfram segir að börn geti komið í veg fyrir kynferðislegt ofbeldi með því að læra segja NEI. Fjölskylduskemmtun var haldin í Vetrargarðinum í Smáralindinni til styrktar samtökunum í dag. 22.3.2008 19:23
Sextíu og tvö prósent Afríkubúa án viðunandi salernisaðstöðu Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) og Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) segja að sextíu og tvö prósent Afríkubúa hafi ekki aðgang að viðunandi salernisaðstöðu, eða klósetti sem heldur skólpi frá snertingu við umhverfi fólks. 22.3.2008 19:10
Bílvelta á Vesturlandsvegi Bíll velti á Vesturlandsvegi við Fitjar fyrir ofan Mosfellsveit nú á sjöunda tímanum í kvöld. Sjúkrabíll og lögregla voru kvödd á staðinn en að sögn sjúkraflutningamanna komst fólkið út úr bílnum aðstoðarlaust og ekki er vitað um alvarleg meiðsl á þeim. 22.3.2008 18:53
Enn lýst eftir vitnum að banaslysi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir enn eftir vitnum að banaslysi sem varð á Kringlumýrabraut á tíunda tímanum í gærkvöldi. 22.3.2008 18:16