Fleiri fréttir Árekstur við Straumsvík Árekstur varð á Reykjanesbraut við álverið í Straumsvík fyrir stundu. Litlar upplýsingar liggja fyrir sem stendur en vaktstjóri hjá lögreglunni segir að einn sé slasaður. 24.6.2007 18:36 Gríðarleg umferð - göngunum lokað Hvalfjarðargöngum hefur verið lokað tímabundið vegna mikillar umferðar. Gríðarlegar raðir hafa myndast á leið til borgarinnar og er nánast bíll við bíl á Suðurlandsvegi frá Þrengslaafleggjara. Sömu sögu er að segja af Vesturlandsvegi og hefur verið gripið til þess ráðs að loka Hvalfjarðargöngum tímabundið til þess að losa um stífluna. 24.6.2007 18:28 Sex Litháar í haldi lögreglu grunaðir um árás á samlanda sinn Litháískur karlmaður á fertugsaldri liggur á gjörgæsludeild eftir átök á heimili hans í Bökkunum í Breiðholti í nótt. Hann höfuðkúpubrotnaði þegar hann var sleginn með barefli. Sex litháískir karlmenn eru í haldi lögreglunnar vegna málsins. 24.6.2007 18:03 Mótorhjól og fjórhjól rákust saman Mótorhjól og fjórhjól rákust saman norðan við Flúðir um eftirmiðdaginn. Ökumaður fjórhljólsins slasaðist en áverkar voru minniháttar. Þá varð mjög harður árekstur um fimmleytið á Biskupstungnabraut þegar jeppi og fólksbifreið skullu saman. Ökumaður fólksbílsins var fluttur á sjúkrahús. Bílarnir eru báðir mjög illa farnir og þurfti dráttarbíl til þess að koma þeim af slysstað. 24.6.2007 17:43 Ráðherrar ánægðir með árangur í baráttu við sjóræningja Aðalefni fundar sjávarútvegsráðherra Norður – Atlantshafsins sem haldinn var á Grænlandi var að ræða aðgerðir gegn ólöglegum og óábyrgum fiskveiðum. Á fundinum lýstu ráðherrarnir sérstakri ánægju með þann árangur sem náðst hefur í baráttunni gegn ólöglegum fiskveiðum í Norður-Atlantshafi síðustu misseri. 24.6.2007 17:13 Sex í fangageymslum eftir hópslagsmál í Breiðholti Sex eru nú í haldi lögreglu vegna hópslagsmála í nótt sem leiddu til þess að maður höfuðkúpubrotnaði og gengst nú undir aðgerð á Landspítalanum. Átökin áttu sér stað í bakkahverfi í Breiðholti en um var að ræða karlmenn á fertugsaldri. 24.6.2007 13:27 Ungmenni á batavegi eftir bílslys á Geirsgötu Ungmennin þrjú sem slösuðust þegar bíll sem þau voru í skall á Hamborgarabúllunni á Geirsgötu eftir kappakstur eru á batavegi. Tvö þeirra þurftu að gangast undir aðgerð vegna áverkana sem þau hlutu í slysinu en þau hafa nú öll verið flutt af gjörgæslu og yfir á aðrar deildir Landspítalans. 24.6.2007 12:39 Dottaði undir stýri Betur fór en á horfðist þegar kona dottaði undir stýri við Landvegarmót á Suðurlandi nú undir kvöld. Að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli ók konan bílnum á gagnstæðan vegarhelming og endaði á vegriði. Mæðgur voru í bílnum, kona um fertugt og ung telpa. Læknir skoðaði þær á staðnum og reyndust þær ómeiddar. 23.6.2007 20:15 Hjúkrunarfræðingar langþreyttir og kvíða sumrinu Hjúkrunarfræðingar sem starfa á Landspítala-háskólasjúkrahúsi eru langþreyttir á viðvarandi manneklu og kvíða sumrinu. Þetta segir aðaltrúnaðarmaður hjúkrunarfræðinga á spítalanum sem segir mikilvægt að bæta kjör og vinnuaðstæður hjúkrunarfræðinga til að fleiri fáist til starfa. 23.6.2007 19:44 Fjölmenni á Esjunni Fjölmenni lagði leið sína á Esjuna í dag í blíðskaparveðri. Þar var í dag haldin fjölskylduhátíð SPRON og Ferðafélags Íslands. Í kvöld verður svo sérstök dagskrá á toppi fjallsins þar sem kveikt verður í brennu ef verður leyfir. 23.6.2007 19:25 Slökkvistarf gengur ágætlega Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins gengur ágætlega að ná tökum á eldinum á Miðdalsheiði. Þó er óvíst hversu langur tími er eftir af slökkvistarfi, samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði. 23.6.2007 18:59 Hagrænir þættir ráði ekki eingöngu Karl Matthíason, varaformaður sjávarútvegsnefndar segir ekki ganga að hagrænir þættir ráði ávallt ákvarðanatöku í sjávarútvegi. Horfa þurfi á mannlegra þætti og byggðasjónarmið. Hann fagnar opinni gagrnýnni umræðu um fræðilegt starf Hafrannsóknarstofnunar og kvótakerfið og telur hana nauðsynlega í ljósi bágrar stöðu fiskistofnanna. 23.6.2007 18:52 Íslenskir krakkar sigursælir í júdó Krakkar frá Akureyri og Reykjavík voru sigursælir í júdó á Alþjóðaleikum ungmenna, sem haldnir eru í Laugardal nú um helgina. Alls unnu íslensku krakkarnir til níu verðlauna. 23.6.2007 16:52 Minningarathöfn um Dhoon Í dag var haldin minningarathöfn í tilefni þess að 60 ár eru liðin frá strandi Dhoon við Látrabjarg. Athöfnin hófst kl. 10 við minnisvarða við Geldingsskorardal á Látrabjargi. Síðan var gengið að Setnagjá. 23.6.2007 16:40 Sinubruni á Miðdalsheiði Slökkvilið var kallað út fyrir skömmu vegna sinubruna á Miðdalsheiði. Samkvæmt heimildum Vísis brennur all stórt svæði og mikinn reyk leggur frá svæðinu. Búist er við að slökkvistarf geti tekið langan tíma. Það er langt í vatn og erfiðar aðstæður enda skíðlogar í mosa og öðrum skrjáfþurrum gróðri. Slökkviliðsmenn á vettvangi telja ekki útilokað að eldurinn hafi kviknað út frá einnota grilli sem hafði verið skilið eftir á víðavangi. 23.6.2007 15:36 Mikið moldviðri á Suðurlandi Mikill uppblástur er á sunnanverðu landinu núna í töluverðri norðaustan átt. Hún kemur yfir uppsveitir Suðurlands, Biskupstungur, Hrunamannahrepp og Gnúpverjahrepp. Veður hefur verið þurrt á þessum slóðum undanfarið og ekki hefur náð að rigna vel til að binda jarðveginn. Því hefur myndast mikið ryk og moldarský sest á bíla og hús og gróður. Þetta sést vel í þessu veðri sem er núna. 23.6.2007 14:49 Fagnar 70 ára starfsafmæli á tónleikum við Djúpið Erling Blöndal Bengtsson sellóleikari fagnar 70 ára starfsafmæli sínu á tónleikum við Djúpið á Ísafirði í kvöld. Tónleikarnir eru hápunktur tónlistarhátíðar sem staðið hefur í bænum í vikunni. 23.6.2007 13:54 Riðið til messu Á sunnudagskvöld, 25. júní, verður riðið til messu úr frá bæjum Kálfholtssóknar í Rangárvallaprófastsdæmi. Messan hefst kl. 21.00 og er liður í vísitasíu biskups Íslands í prófastsdæmið. 23.6.2007 13:30 Opin umræða á stjórnarheimilinu Skoðanir Össurar Skarpéðinssonar, iðnaðarráðherra um Hafrannsóknarstofnun og fiskifræðina er jákvætt innlegg í umræðuna segir Karl V. Matthíasson, varaformaður Sjávarútvegsnefndar. Því fari fjarri að alvarlegur ágreiningur sé á stjórnarheimilinu og menn verða að venjast nýbreytni opinnar umræðu. 23.6.2007 12:21 Segir ferðaskrifstofur lengur að lækka verð en hækka Formaður Neytendasamtakanna gagnrýnir hversu illa og seint hækkun á gengi íslensku krónunnar skilar sér í lægra verði ferðaskrifstofa. Þrátt fyrir töluverða hækkun á gengi krónunnar undanfarið hafa ferðaskrifstofur ekki lækkað verð. 23.6.2007 12:13 Íslenska landsliðið í skylmingum á leið á Norðurlandamót Íslenska landsliðið í skylmingum hélt sína síðustu æfingu í gærkvöldi áður en það heldur á Norðurlandamótið . Æfingin fór fram í íþróttahúsi í Víðistaðaskóla. 23.6.2007 12:09 Enn á gjörgæslu Tvö ungmennanna sem lentu í bílslysi við Geirsgötu í fyrrakvöld eru enn alvarlega slösuð. Þau hafa bæði gengist undir aðgerð og liggja nú á gjörgæsludeild Landsspítala - Háskólasjúkrahúsi, að sögn vakthafandi læknis. Annað þeirra var sett í öndunarvél strax eftir slysið en er nú laus úr henni. Sá þriðji úr hópnum hefur verið færður af gjörgæslu á almenna deild. 23.6.2007 11:29 Breytt bílnúmerakerfi Bílnúmerakerfið er að taka breytingum um þessar mundir og munu breytingarnar taka gildi í næstu viku. Með breyttu fyrirkomulagi sé hægt að gefa út fastanúmer næstu 50 árin. 23.6.2007 11:03 Fimmtán ára piltur dæmdur fyrir innbrot Fimmtán ára piltur var í gær dæmdur í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Suðurlands fyrir innbrot, þjófnað og vörslur fíkniefna. 23.6.2007 10:35 Þung umferð á þjóðveginum Mjög þung umferð var á Vesturlandsvegi upp úr miðjum degi en fór að draga úr henni um tíu. Umferðin gekk vel fyrir sig og var án óhappa að sögn Lögreglunnar í Borgarnesi. 22.6.2007 23:10 Bílvelta í Þrengslunum Bílvelta varð í Þrengslunum um klukkan sex í kvöld þar sem jeppi fór útaf og valt nokkrar veltur. Tveir menn voru í bílnum en komust af með skrámur. Mikilar tafir eru við hringtorgið inn í Hveragerði og hringtorgið inn á Selfoss og er umferð nær samfelld þar á milli. 22.6.2007 20:07 Tutti Frutti í uppáhaldi hjá kvennalandsliðinu Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta vann glæstan sigur á Serbíu í gærkvöldi þegar stelpurnar okkar sögðust í fyrsta sinn hafa fundið íslensku þjóðina á bakvið sig. Íslenska liðið er í tuttugasta og fyrsta sæti á heimslista, en í gær var lagið Tutti frutti ein aðal vítamínsprauta stelpnanna fyrir leikinn. 22.6.2007 19:17 Mikil umferð út úr bænum Mikil umferð er nú út úr bænum. Frá frá Sandskeiði og langleiðina á Selfoss er bíll við bíl. 22.6.2007 19:07 Hæpin aðferðafræði Óútskýrður launamunur kynjanna er tíu til tólf prósent samkvæmt einhverri viðamestu launakönnun sem gerð hefur verið hér landi. Það er um þriðjungi minni launamunur en síðasta stóra könnun sýndi. Dósent í kynjafræði dregur aðferðafræðina í efa. 22.6.2007 19:03 Rekstur Akureyrarbæjar á flugvellinum verður skoðaður Samgönguráðherra segir að flugbrautin á Akureyrarflugvelli verði lengd við fyrsta tækifæri og skoðað verði hvort Akureyrarbær taki yfir rekstur flugvallarins óski bærinn eftir því. Kostnaður Flugstoða við reksturinn er áætlaður um tvö hundruð milljónir króna á þessu ári. 22.6.2007 18:46 Stjórnarþingmenn ósammála um Hafró Ágreiningur er innan stjórnarliðsins um Hafrannsóknarstofnun. Össur Skarphéðinsson, iðnaðaráðherra, vill færa stofnunina undan sjávarútvegsráðuneyti en Arnbjörg Sveinsdóttir, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokks er algerlega ósammála. Samflokksmaður hennar, Einar Oddur Kristjánsson er svipaðra skoðana og Össur og segir Hafró hafa beitt fasískum vinnubrögðum. 22.6.2007 18:36 Icelandair ósammála niðurstöðu áfrýjunarnefndar samkeppnismála Icelandair er ósammála niðurstöðu áfrýjunarnefndar samkeppnismála í dag en telur áfangasigur að sekt Samkeppniseftirlitsins frá 30. mars var lækkuð um 30%, í 130 milljónir króna. Úrskurður áfrýjunarnefndar byggir á öðrum forsendum en Samkeppniseftirlitið notaði, sem Icelandair telur alvarlegan áfellisdóm um ákvörðun Samkeppniseftirlitsins, segir í tilkynningu frá félaginu. 22.6.2007 18:17 Icelandair misnotaði markaðsráðandi stöðu sína Icelandair þarf að greiða 130 milljónir króna í stjórnvaldssekt til ríkissjóðs, fyrir að hafa misnotað markaðsráðandi stöðu sína árið 2004 og brotið gegn samkeppnislögum. 22.6.2007 17:29 Ummæli yfirlæknisins á Kárahnjúkum voru óheppileg og orðum aukin Ummæli yfirlæknisins á Kárahnjúkum í kjölfar veikinda starfsmanna við virkjunina í apríl voru óheppileg og orðum aukin. Þetta kemur fram í nýrri greinargerð frá Landlæknisembættinu vegna veikindanna og viðbragða heilbrigðisstarfsmanna við þeim. 22.6.2007 14:59 Segja auglýsingar Heklu um græna bíla vera villandi Neytendasamtökin hafa kvartað til Neytendastofu vegna auglýsingaherferðar bílaumboðsins Heklu á Volkswagen bifreiðum. Í auglýsingunni eru bílar frá Heklu sagðir „grænir“ eða umhverfisvænir, vegna þess að umboðið ætlar að greiða fyrir kolefnisjöfnun bílsins í eitt ár. Þetta segja samtökin vera villandi og hafa óskað eftir áliti Neytendastofu á málinu. 22.6.2007 13:58 Stefán hættir sem framkvæmdastjóri ÍSÍ Stefán Konráðssson hefur ákveðið að hætta sem framkvæmdastjóri Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands en hann hefur gengt því starfi í 12 ár. 22.6.2007 13:43 Enn á gjörgæsludeild eftir vélhjólaslys Ökumaður vélhjóls, sem slasaðist alvarlega þegar hann féll af hjóli sínu í Vestmannaeyjum á þriðjudagskvöld, er enn í öndunarvél á gjörgæslu. Þetta staðfestir vakthafandi læknir. 22.6.2007 13:15 Fengu réttindi á við gagnkynheigða fyrir ári Samtökin '78 minnast þess í kvöld að ár er liðið frá því að þeir öðluðust að mestu leyti sömu réttindi og gagnkynhneigðir samkvæmt lögum. Baráttu samtakanna er þó langt í frá lokið að sögn framkvæmdastjórans. 22.6.2007 13:00 Öll spil á borðið í stóriðjumálum ríkisstjórnarinnar Fulltrúar Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í iðnaðarnefnd og umhverfisnefnd Alþingis hafa óskað eftir fundum í nefndunum til að fá upplýsingar og umræðu um stóriðjuáform stjórnvalda. 22.6.2007 12:44 Kappaflingi auglýsingin á meðal þeirra bestu í heimi Auglýsing Kaupþings banka með breska gamanleikaranum John Cleese hefur verið tilnefnd sem ein af bestu fyrirtækjaauglýsingum í heimi á Cannes Lions auglýsingahátíðinni í Frakklandi. 22.6.2007 12:36 Óútskýrður launamunur 10-12 prósent Óútskýrður launamunur kynjanna er tíu til tólf prósent samkvæmt einhverri viðamestu launakönnun sem gerð hefur verið hér landi. Launamunurinn er minnstur hjá ungu fólki en vex með hækkandi aldri. 22.6.2007 12:22 Þrjú á gjörgæslu eftir kappakstur Tveir piltar og stúlka liggja alvarlega slösuð á gjörgæsludeild Landspítalans eftir kappakstur tveggja bíla á Geirsgötu sem endaði með árekstri við Hamborgarabúllu Tómasar. Ungmennin voru í bíl sem ekið var vestur Geirsgötu í kapp við annan bíl um tvöleytið í nótt. 22.6.2007 12:10 Össur vill Hafrannsóknarstofnun úr sjávarútvegsráðuneytinu Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra vill færa Hafrannsóknarstofnun undan sjávarútvegsráðuneytinu og láta annað ráðuneyti fara með yfirstjórn stofnunarinnar. Hann segir að sovéskt kerfi hafi orðið til í kringum Hafró þar sem þöggun hafi verið beitt með dæmalausum hætti. 22.6.2007 12:09 Hugmynd Össurar ekki vel ígrunduð Hugmynd Össurar Skarphéðinssonar um að færa Hafrannsóknarstofnun Íslands frá sjávarútvegsráðuneytinu og yfir í annað ráðuneyti er illa ígrunduð að mati Arnbjargar Sveinsdóttur, formanns sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar. Hún segir Hafró vera á réttum stað í stjórnkerfinu en hins vegar hvetur hún til eflingar rannsókna á sjónum og lífríki hans utan stofnunarinnar. 22.6.2007 11:37 Rúmlega 9.200 lýst yfir stuðningi við Alfreð Rúmlega 9.200 manns hafa nú skráð sig á undirskriftalista á Vísi þar sem Alfreð Gíslason, landsliðsþjálfari í handbolta, er hvattur til þess að halda áfram með landsliðið. Vefsíðan Áfram Alfreð var sett upp klukkan 19:00 á miðvikudagskvöldið var. Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, sagði í samtali við Vísi að þetta væri fyrst og fremst stuðningsyfirlýsing við Alfreð og starf hans með landsliðið. 22.6.2007 10:58 Sjá næstu 50 fréttir
Árekstur við Straumsvík Árekstur varð á Reykjanesbraut við álverið í Straumsvík fyrir stundu. Litlar upplýsingar liggja fyrir sem stendur en vaktstjóri hjá lögreglunni segir að einn sé slasaður. 24.6.2007 18:36
Gríðarleg umferð - göngunum lokað Hvalfjarðargöngum hefur verið lokað tímabundið vegna mikillar umferðar. Gríðarlegar raðir hafa myndast á leið til borgarinnar og er nánast bíll við bíl á Suðurlandsvegi frá Þrengslaafleggjara. Sömu sögu er að segja af Vesturlandsvegi og hefur verið gripið til þess ráðs að loka Hvalfjarðargöngum tímabundið til þess að losa um stífluna. 24.6.2007 18:28
Sex Litháar í haldi lögreglu grunaðir um árás á samlanda sinn Litháískur karlmaður á fertugsaldri liggur á gjörgæsludeild eftir átök á heimili hans í Bökkunum í Breiðholti í nótt. Hann höfuðkúpubrotnaði þegar hann var sleginn með barefli. Sex litháískir karlmenn eru í haldi lögreglunnar vegna málsins. 24.6.2007 18:03
Mótorhjól og fjórhjól rákust saman Mótorhjól og fjórhjól rákust saman norðan við Flúðir um eftirmiðdaginn. Ökumaður fjórhljólsins slasaðist en áverkar voru minniháttar. Þá varð mjög harður árekstur um fimmleytið á Biskupstungnabraut þegar jeppi og fólksbifreið skullu saman. Ökumaður fólksbílsins var fluttur á sjúkrahús. Bílarnir eru báðir mjög illa farnir og þurfti dráttarbíl til þess að koma þeim af slysstað. 24.6.2007 17:43
Ráðherrar ánægðir með árangur í baráttu við sjóræningja Aðalefni fundar sjávarútvegsráðherra Norður – Atlantshafsins sem haldinn var á Grænlandi var að ræða aðgerðir gegn ólöglegum og óábyrgum fiskveiðum. Á fundinum lýstu ráðherrarnir sérstakri ánægju með þann árangur sem náðst hefur í baráttunni gegn ólöglegum fiskveiðum í Norður-Atlantshafi síðustu misseri. 24.6.2007 17:13
Sex í fangageymslum eftir hópslagsmál í Breiðholti Sex eru nú í haldi lögreglu vegna hópslagsmála í nótt sem leiddu til þess að maður höfuðkúpubrotnaði og gengst nú undir aðgerð á Landspítalanum. Átökin áttu sér stað í bakkahverfi í Breiðholti en um var að ræða karlmenn á fertugsaldri. 24.6.2007 13:27
Ungmenni á batavegi eftir bílslys á Geirsgötu Ungmennin þrjú sem slösuðust þegar bíll sem þau voru í skall á Hamborgarabúllunni á Geirsgötu eftir kappakstur eru á batavegi. Tvö þeirra þurftu að gangast undir aðgerð vegna áverkana sem þau hlutu í slysinu en þau hafa nú öll verið flutt af gjörgæslu og yfir á aðrar deildir Landspítalans. 24.6.2007 12:39
Dottaði undir stýri Betur fór en á horfðist þegar kona dottaði undir stýri við Landvegarmót á Suðurlandi nú undir kvöld. Að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli ók konan bílnum á gagnstæðan vegarhelming og endaði á vegriði. Mæðgur voru í bílnum, kona um fertugt og ung telpa. Læknir skoðaði þær á staðnum og reyndust þær ómeiddar. 23.6.2007 20:15
Hjúkrunarfræðingar langþreyttir og kvíða sumrinu Hjúkrunarfræðingar sem starfa á Landspítala-háskólasjúkrahúsi eru langþreyttir á viðvarandi manneklu og kvíða sumrinu. Þetta segir aðaltrúnaðarmaður hjúkrunarfræðinga á spítalanum sem segir mikilvægt að bæta kjör og vinnuaðstæður hjúkrunarfræðinga til að fleiri fáist til starfa. 23.6.2007 19:44
Fjölmenni á Esjunni Fjölmenni lagði leið sína á Esjuna í dag í blíðskaparveðri. Þar var í dag haldin fjölskylduhátíð SPRON og Ferðafélags Íslands. Í kvöld verður svo sérstök dagskrá á toppi fjallsins þar sem kveikt verður í brennu ef verður leyfir. 23.6.2007 19:25
Slökkvistarf gengur ágætlega Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins gengur ágætlega að ná tökum á eldinum á Miðdalsheiði. Þó er óvíst hversu langur tími er eftir af slökkvistarfi, samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði. 23.6.2007 18:59
Hagrænir þættir ráði ekki eingöngu Karl Matthíason, varaformaður sjávarútvegsnefndar segir ekki ganga að hagrænir þættir ráði ávallt ákvarðanatöku í sjávarútvegi. Horfa þurfi á mannlegra þætti og byggðasjónarmið. Hann fagnar opinni gagrnýnni umræðu um fræðilegt starf Hafrannsóknarstofnunar og kvótakerfið og telur hana nauðsynlega í ljósi bágrar stöðu fiskistofnanna. 23.6.2007 18:52
Íslenskir krakkar sigursælir í júdó Krakkar frá Akureyri og Reykjavík voru sigursælir í júdó á Alþjóðaleikum ungmenna, sem haldnir eru í Laugardal nú um helgina. Alls unnu íslensku krakkarnir til níu verðlauna. 23.6.2007 16:52
Minningarathöfn um Dhoon Í dag var haldin minningarathöfn í tilefni þess að 60 ár eru liðin frá strandi Dhoon við Látrabjarg. Athöfnin hófst kl. 10 við minnisvarða við Geldingsskorardal á Látrabjargi. Síðan var gengið að Setnagjá. 23.6.2007 16:40
Sinubruni á Miðdalsheiði Slökkvilið var kallað út fyrir skömmu vegna sinubruna á Miðdalsheiði. Samkvæmt heimildum Vísis brennur all stórt svæði og mikinn reyk leggur frá svæðinu. Búist er við að slökkvistarf geti tekið langan tíma. Það er langt í vatn og erfiðar aðstæður enda skíðlogar í mosa og öðrum skrjáfþurrum gróðri. Slökkviliðsmenn á vettvangi telja ekki útilokað að eldurinn hafi kviknað út frá einnota grilli sem hafði verið skilið eftir á víðavangi. 23.6.2007 15:36
Mikið moldviðri á Suðurlandi Mikill uppblástur er á sunnanverðu landinu núna í töluverðri norðaustan átt. Hún kemur yfir uppsveitir Suðurlands, Biskupstungur, Hrunamannahrepp og Gnúpverjahrepp. Veður hefur verið þurrt á þessum slóðum undanfarið og ekki hefur náð að rigna vel til að binda jarðveginn. Því hefur myndast mikið ryk og moldarský sest á bíla og hús og gróður. Þetta sést vel í þessu veðri sem er núna. 23.6.2007 14:49
Fagnar 70 ára starfsafmæli á tónleikum við Djúpið Erling Blöndal Bengtsson sellóleikari fagnar 70 ára starfsafmæli sínu á tónleikum við Djúpið á Ísafirði í kvöld. Tónleikarnir eru hápunktur tónlistarhátíðar sem staðið hefur í bænum í vikunni. 23.6.2007 13:54
Riðið til messu Á sunnudagskvöld, 25. júní, verður riðið til messu úr frá bæjum Kálfholtssóknar í Rangárvallaprófastsdæmi. Messan hefst kl. 21.00 og er liður í vísitasíu biskups Íslands í prófastsdæmið. 23.6.2007 13:30
Opin umræða á stjórnarheimilinu Skoðanir Össurar Skarpéðinssonar, iðnaðarráðherra um Hafrannsóknarstofnun og fiskifræðina er jákvætt innlegg í umræðuna segir Karl V. Matthíasson, varaformaður Sjávarútvegsnefndar. Því fari fjarri að alvarlegur ágreiningur sé á stjórnarheimilinu og menn verða að venjast nýbreytni opinnar umræðu. 23.6.2007 12:21
Segir ferðaskrifstofur lengur að lækka verð en hækka Formaður Neytendasamtakanna gagnrýnir hversu illa og seint hækkun á gengi íslensku krónunnar skilar sér í lægra verði ferðaskrifstofa. Þrátt fyrir töluverða hækkun á gengi krónunnar undanfarið hafa ferðaskrifstofur ekki lækkað verð. 23.6.2007 12:13
Íslenska landsliðið í skylmingum á leið á Norðurlandamót Íslenska landsliðið í skylmingum hélt sína síðustu æfingu í gærkvöldi áður en það heldur á Norðurlandamótið . Æfingin fór fram í íþróttahúsi í Víðistaðaskóla. 23.6.2007 12:09
Enn á gjörgæslu Tvö ungmennanna sem lentu í bílslysi við Geirsgötu í fyrrakvöld eru enn alvarlega slösuð. Þau hafa bæði gengist undir aðgerð og liggja nú á gjörgæsludeild Landsspítala - Háskólasjúkrahúsi, að sögn vakthafandi læknis. Annað þeirra var sett í öndunarvél strax eftir slysið en er nú laus úr henni. Sá þriðji úr hópnum hefur verið færður af gjörgæslu á almenna deild. 23.6.2007 11:29
Breytt bílnúmerakerfi Bílnúmerakerfið er að taka breytingum um þessar mundir og munu breytingarnar taka gildi í næstu viku. Með breyttu fyrirkomulagi sé hægt að gefa út fastanúmer næstu 50 árin. 23.6.2007 11:03
Fimmtán ára piltur dæmdur fyrir innbrot Fimmtán ára piltur var í gær dæmdur í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Suðurlands fyrir innbrot, þjófnað og vörslur fíkniefna. 23.6.2007 10:35
Þung umferð á þjóðveginum Mjög þung umferð var á Vesturlandsvegi upp úr miðjum degi en fór að draga úr henni um tíu. Umferðin gekk vel fyrir sig og var án óhappa að sögn Lögreglunnar í Borgarnesi. 22.6.2007 23:10
Bílvelta í Þrengslunum Bílvelta varð í Þrengslunum um klukkan sex í kvöld þar sem jeppi fór útaf og valt nokkrar veltur. Tveir menn voru í bílnum en komust af með skrámur. Mikilar tafir eru við hringtorgið inn í Hveragerði og hringtorgið inn á Selfoss og er umferð nær samfelld þar á milli. 22.6.2007 20:07
Tutti Frutti í uppáhaldi hjá kvennalandsliðinu Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta vann glæstan sigur á Serbíu í gærkvöldi þegar stelpurnar okkar sögðust í fyrsta sinn hafa fundið íslensku þjóðina á bakvið sig. Íslenska liðið er í tuttugasta og fyrsta sæti á heimslista, en í gær var lagið Tutti frutti ein aðal vítamínsprauta stelpnanna fyrir leikinn. 22.6.2007 19:17
Mikil umferð út úr bænum Mikil umferð er nú út úr bænum. Frá frá Sandskeiði og langleiðina á Selfoss er bíll við bíl. 22.6.2007 19:07
Hæpin aðferðafræði Óútskýrður launamunur kynjanna er tíu til tólf prósent samkvæmt einhverri viðamestu launakönnun sem gerð hefur verið hér landi. Það er um þriðjungi minni launamunur en síðasta stóra könnun sýndi. Dósent í kynjafræði dregur aðferðafræðina í efa. 22.6.2007 19:03
Rekstur Akureyrarbæjar á flugvellinum verður skoðaður Samgönguráðherra segir að flugbrautin á Akureyrarflugvelli verði lengd við fyrsta tækifæri og skoðað verði hvort Akureyrarbær taki yfir rekstur flugvallarins óski bærinn eftir því. Kostnaður Flugstoða við reksturinn er áætlaður um tvö hundruð milljónir króna á þessu ári. 22.6.2007 18:46
Stjórnarþingmenn ósammála um Hafró Ágreiningur er innan stjórnarliðsins um Hafrannsóknarstofnun. Össur Skarphéðinsson, iðnaðaráðherra, vill færa stofnunina undan sjávarútvegsráðuneyti en Arnbjörg Sveinsdóttir, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokks er algerlega ósammála. Samflokksmaður hennar, Einar Oddur Kristjánsson er svipaðra skoðana og Össur og segir Hafró hafa beitt fasískum vinnubrögðum. 22.6.2007 18:36
Icelandair ósammála niðurstöðu áfrýjunarnefndar samkeppnismála Icelandair er ósammála niðurstöðu áfrýjunarnefndar samkeppnismála í dag en telur áfangasigur að sekt Samkeppniseftirlitsins frá 30. mars var lækkuð um 30%, í 130 milljónir króna. Úrskurður áfrýjunarnefndar byggir á öðrum forsendum en Samkeppniseftirlitið notaði, sem Icelandair telur alvarlegan áfellisdóm um ákvörðun Samkeppniseftirlitsins, segir í tilkynningu frá félaginu. 22.6.2007 18:17
Icelandair misnotaði markaðsráðandi stöðu sína Icelandair þarf að greiða 130 milljónir króna í stjórnvaldssekt til ríkissjóðs, fyrir að hafa misnotað markaðsráðandi stöðu sína árið 2004 og brotið gegn samkeppnislögum. 22.6.2007 17:29
Ummæli yfirlæknisins á Kárahnjúkum voru óheppileg og orðum aukin Ummæli yfirlæknisins á Kárahnjúkum í kjölfar veikinda starfsmanna við virkjunina í apríl voru óheppileg og orðum aukin. Þetta kemur fram í nýrri greinargerð frá Landlæknisembættinu vegna veikindanna og viðbragða heilbrigðisstarfsmanna við þeim. 22.6.2007 14:59
Segja auglýsingar Heklu um græna bíla vera villandi Neytendasamtökin hafa kvartað til Neytendastofu vegna auglýsingaherferðar bílaumboðsins Heklu á Volkswagen bifreiðum. Í auglýsingunni eru bílar frá Heklu sagðir „grænir“ eða umhverfisvænir, vegna þess að umboðið ætlar að greiða fyrir kolefnisjöfnun bílsins í eitt ár. Þetta segja samtökin vera villandi og hafa óskað eftir áliti Neytendastofu á málinu. 22.6.2007 13:58
Stefán hættir sem framkvæmdastjóri ÍSÍ Stefán Konráðssson hefur ákveðið að hætta sem framkvæmdastjóri Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands en hann hefur gengt því starfi í 12 ár. 22.6.2007 13:43
Enn á gjörgæsludeild eftir vélhjólaslys Ökumaður vélhjóls, sem slasaðist alvarlega þegar hann féll af hjóli sínu í Vestmannaeyjum á þriðjudagskvöld, er enn í öndunarvél á gjörgæslu. Þetta staðfestir vakthafandi læknir. 22.6.2007 13:15
Fengu réttindi á við gagnkynheigða fyrir ári Samtökin '78 minnast þess í kvöld að ár er liðið frá því að þeir öðluðust að mestu leyti sömu réttindi og gagnkynhneigðir samkvæmt lögum. Baráttu samtakanna er þó langt í frá lokið að sögn framkvæmdastjórans. 22.6.2007 13:00
Öll spil á borðið í stóriðjumálum ríkisstjórnarinnar Fulltrúar Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í iðnaðarnefnd og umhverfisnefnd Alþingis hafa óskað eftir fundum í nefndunum til að fá upplýsingar og umræðu um stóriðjuáform stjórnvalda. 22.6.2007 12:44
Kappaflingi auglýsingin á meðal þeirra bestu í heimi Auglýsing Kaupþings banka með breska gamanleikaranum John Cleese hefur verið tilnefnd sem ein af bestu fyrirtækjaauglýsingum í heimi á Cannes Lions auglýsingahátíðinni í Frakklandi. 22.6.2007 12:36
Óútskýrður launamunur 10-12 prósent Óútskýrður launamunur kynjanna er tíu til tólf prósent samkvæmt einhverri viðamestu launakönnun sem gerð hefur verið hér landi. Launamunurinn er minnstur hjá ungu fólki en vex með hækkandi aldri. 22.6.2007 12:22
Þrjú á gjörgæslu eftir kappakstur Tveir piltar og stúlka liggja alvarlega slösuð á gjörgæsludeild Landspítalans eftir kappakstur tveggja bíla á Geirsgötu sem endaði með árekstri við Hamborgarabúllu Tómasar. Ungmennin voru í bíl sem ekið var vestur Geirsgötu í kapp við annan bíl um tvöleytið í nótt. 22.6.2007 12:10
Össur vill Hafrannsóknarstofnun úr sjávarútvegsráðuneytinu Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra vill færa Hafrannsóknarstofnun undan sjávarútvegsráðuneytinu og láta annað ráðuneyti fara með yfirstjórn stofnunarinnar. Hann segir að sovéskt kerfi hafi orðið til í kringum Hafró þar sem þöggun hafi verið beitt með dæmalausum hætti. 22.6.2007 12:09
Hugmynd Össurar ekki vel ígrunduð Hugmynd Össurar Skarphéðinssonar um að færa Hafrannsóknarstofnun Íslands frá sjávarútvegsráðuneytinu og yfir í annað ráðuneyti er illa ígrunduð að mati Arnbjargar Sveinsdóttur, formanns sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar. Hún segir Hafró vera á réttum stað í stjórnkerfinu en hins vegar hvetur hún til eflingar rannsókna á sjónum og lífríki hans utan stofnunarinnar. 22.6.2007 11:37
Rúmlega 9.200 lýst yfir stuðningi við Alfreð Rúmlega 9.200 manns hafa nú skráð sig á undirskriftalista á Vísi þar sem Alfreð Gíslason, landsliðsþjálfari í handbolta, er hvattur til þess að halda áfram með landsliðið. Vefsíðan Áfram Alfreð var sett upp klukkan 19:00 á miðvikudagskvöldið var. Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, sagði í samtali við Vísi að þetta væri fyrst og fremst stuðningsyfirlýsing við Alfreð og starf hans með landsliðið. 22.6.2007 10:58