Fleiri fréttir

VG fjórfaldar fylgið og fær tvo þingmenn í Suðurkjördæmi

Vinstri hreyfingin grænt framboð meira en fjórfaldar fylgi sitt í Suðurkjördæmi frá því í síðustu kosningum samkvæmt nýrri könnun sem Félagsvísindastofnun gerði á fylgi flokkanna í kjördæminu fyrir stöð 2. Flokkurinn fengi tvo þingmenn í kjördæmi þar sem hann hefur engan nú.

Nefnd skoðar verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga í málefnum aldraðra

Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðis og tryggingamálaráðherra hefur skipað nefnd til að endurskoða verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga og mögulega tilfærslu verkefna sem tengjast málefnum aldraðra. Skipun nefndarinnar er í samræmi við stefnu ráðherra í öldrunarmálum, Ný sýn- nýjar áherslur þar sem boðað var að verkaskipting í öldrunarþjónustu yrði endurskoðuð með það að markmiði að bæta árangur á þessu sviði, segir í tilkynningu frá ráðuneytinu.

Tengivagn dreginn í bæinn til rannsóknar

Enn er allt á huldu um það hvers vegna tengivagn slitnaði aftan úr flutningabifreið á vegum Landflutninga - Samskipa til móts við Steinabæi undir Eyjafjöllum í morgun.

Þrír ungir piltar grunaðir um tvö innbrot í borginni

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gær þrjá unglinga sem grunaðir eru um innbrot á tveimur stöðum. Eftir því sem fram kemur í frétt frá lögreglunni var sextán ára piltur handtekinn í vesturhluta borgarinnar í gærkvöld á stolnum bíl.

Aukinn forgangur hjá strætó og meiri endurvinnsla

Ókeypis bílastæði fyrir vistvæna bíla, aukinn forgangur strætisvagna í umferðinni og aukin endurvinnsla eru meðal þeirra grænu skrefa sem borgaryfivöld ætla að ráðast í á næstu árum. Forsvarsmenn borgarinnar kynntu þessar hugmyndir á blaðamannafundi í dag.

Spá því að Íslendingar verði yfir hálf milljón 2050

Íslendingar telja að íbúar landsins verði orðnir 533 þúsund um miðja öldina samkvæmt nýrri könnun sem Capacent Gallup gerði fyrir Samtök atvinnulífsins á framtíðarviðhorfum þjóðarinnar. Eftir því sem fram kemur á vef samtakanna er þetta töluvert meira en mannfjöldaspá Sameinuðu þjóðanna gerir ráð fyrir og sömuleiðis spá Samtaka atvinnulífsins.

Hvalshræ í fjörunni við golfvöllinn í Grindavík

Hvalur, sem líklega er hrefna, hefur rekið upp í fjöru skammt frá golfvellinum í Grindavík. Að því er fram kemur á vef Víkurfrétta er talið líklegt að hvalurinn hafi legið í fjörunni í nokkurn tíma enda hefur hann rotnað töluvert.

Byggja 14 þúsund fermetra höfuðstöðvar á strætólóð

Sænska arkitektastofan Monarken sigraði í samkeppni um hönnun nýrra höfuðstöðva Glitnis í Reykjavík. Byggingin verður fjórtán þúsund fermetrar á ellefu hæðum og er ætlað að hýsa allt að átta hundruð starfsmenn.

Birgjar boða frekari verðhækkanir á matvörum

Hækkun íslenskra birgja á vöruverði veldur miklum vonbrigðum og rýrir ávinning neytenda af virðisaukaskattslækkunum að mati Neytendasamtakanna. Þetta kemur fram í frétt samtakanna um verðhækkanir hjá birgjum. Innflutningsfyrirtækið Danól, sem meðal annars flytur inn Merrild kaffi, hefur tilkynnt hækkanir á sumum vörutegundum um allt að 15,2 prósent. Markaðsstjóri Danól segir fyrirtækið vera bregðast við hækkun á heimsmarkaðsverði.

Ný könnun um fylgi flokka í Suðurkjördæmi birt í kvöld

Þriðji kosningafundur Stöðvar 2 hefst á Hótel Selfossi laust fyrir klukkan sjö í kvöld. Liðsmenn fréttastofunnar og Íslands í dag hafa farið um landið síðustu vikur og yfirheyrt oddvita þeirra framboðslista sem legið hafa fyrir.

Öruggasta heimili landsins opnað

Flestir sem slasast á Íslandi gera það innan fjögurra veggja heimilisins. Flest verða slysin inni í stofu og það eru stólarnir sem eru okkur skeinuhættastir. Öruggasta heimili landsins var opnað í Forvarnarhúsi Sjóvár í dag.

Landsbankinn gefur 75 milljónir til 75 góðgerðarfélaga

Landsbankinn hefur ákveðið að úthluta 75 milljónum til 75 góðgerðarfélaga og annarra málefna hér á landi úr Menningarsjóði bankans og gefur almenningi kost á að verða mánaðarlegir styrktaraðilar. Þetta er stærsta úthlutun Menningarsjóðs til þessa.

Fjórir þingmenn hugsanlega á leið út af þingi

Framsóknarflokkurinn nær ekki inn kjördæmakjörnum þingmanni í Reykjavík suður samkvæmt nýrri könnun sem Gallup gerði á fylgi flokkanna fyrir RÚV og Morgunblaðið. Þá ná hvorki Frjálslyndir né Íslandshreyfingin inn manni.

Kippur á fasteignamarkaði á fyrri hluta árs

Fasteignamarkaðurinn hefur verið líflegur það sem af er ári og hækkaði húsnæðisverð hressilega á fyrstu tveimur mánuðum ársins að því er segir í Morgunkorni greiningardeildar Glitnis.

Þrífætt eftirlegukind í Húsadal

Enn er verið að heimta sauðfé af fjöllum þrátt fyrir að aðeins rúm vika sé nú til sumars. Þannig fundu bændur á Vestfjörðum um 15 kindur í Húsadal í Ísafirði um Páskana en spurnir höfðu borist af því á föstudaginn langa.

Styðja leikskóla heyrnarlausra í Namibíu

Þróunarsamvinnustofnun Íslands undirritaði á dögunum samstarfsamning við eina þróaða leikskólann í Namibíu fyrir heyrarlaus börn. Samtökin CLaSH reka skólann en hann var stofnaður fyrir nærri tveimur áratugum.

Olíumálið fyrir Héraðsdómi í dag

Mál olíufélaganna gegn samkeppnisyfirvöldum og íslenska ríkinu verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Olíufélögin krefjast þess að sektargreiðslur samkeppnisyfirvalda vegna ólögmæts samráðs félaganna verði minnkaðar eða felldar niður.

Vilja að Landgræðsluskóli SÞ verði í Gunnarsholti

Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur rætt þá hugmynd við utanríkisráðuneytið og landbúnaðarráðuneytið að fyrirhugaður Landgræðsluskóli Sameinuðu þjóðanna hér á landi verði staðsettur í Gunnarsholti.

Framleiðsla á áli hafin við Reyðarfjörð

Framleiðsla á áli í álveri Alcoa Fjarðaráls við Reyðarfjörð er hafin og verður tappað af fyrstu kerjunum á morgun. Um er að ræða framleiðslu í 42 kerjum sem eiga skila alls 45 þúsund tonnum af áli. Byrjað var að hita kerin á mánudaginn en alls verða 336 ker í álverinu með framleiðslugetu upp á 346 þúsund tonn þegar framkvæmdunum lýkur.

Kanna vellíðan og streitu eldisfiska

Matvælarannsóknir Íslands (Matís) og Háskólinn á Hólum taka þátt í umfangsmiklu Evrópuverkefni til fimm ára þar sem rannsaka á vellíðan og streitu eldisfiska.

Nærri 50 kærðir fyrir hraðakstur í nágrenni Hvolsvallar

46 ökumenn voru kærðir fyrir hraðakstur í umdæmi lögreglunnar á Hvolsvelli um páskana. Eftir því sem segir í dagbók hennar var tæplega helmingur ökumannanna útlendingar en lögregla á Hvolsvelli hefur síðustu misserum haft afskipti fjölda ferðamanna sem aka greitt um umdæmi hennar.

Vélarvana bát rak hratt að landi

Feðga á fiskibáti frá Keflavík rak hratt að landi með 14 tonn af þorski í lestinni eftir að bátur þeirra varð aflvana við Sandgerði í gærkvöldi. Allt tiltækt björgunarlið var kallað út.

Harður árekstur á Kringlumýrarbraut í morgun

Óskemmtileg sjón blasti við vegfarendum á Kringlumýrarbraut í morgun eftir árekstur stórs flutningabíls, fólksbíls og jeppa. Svo harður var áreksturinn að jeppinn valt en loka þurfti veginum um stund af þessum sökum.

Á batavegi eftir lífshættulega hnífsstungu

Fimmtugur karlmaður sem hlaut lífshættulega hnífstungu í síðustu viku er á batavegi. Hann liggur nú á hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala-háskólasjúkrahús. Maðurinn fékk hjartastopp við komuna á bráðamóttöku en hárrétt viðbrögð og ótrúleg árvekni starfsmanna urðu honum til lífs.

Skipt um stjórn í Glitni á næstunni

Saxbygg, sem meðal annars er í eigu Nóatúns fjölskyldunnar, og Tom Hunter eru meðal kaupenda að fjórðungshlut í Glitni. Fyrir helgi var gengið frá viðskiptum með hlutabréf í Glitni fyrir á annan hundrað milljarð króna. Búist er við að boðað verði til hluthafafundar fljótlega og þá skipt um stjórn. Bjarni Ármannsson segist áfram vilja stýra bankanum þrátt fyrir breytt eignarhald.

Vinstri grænir vilja útrýma fátækt

Vinstri hreyfingin grænt framboð segir raunhæft að bæta kjör hinna verst settu og útrýma fátækt án þess að hækka skatta. Þeir hafa lagt fram tillögur sem kosta myndu ríkissjóð tólf milljarða króna.

Fjögur ár breyta miklu í fylgi flokkanna

Töluverður munur er á fylgi flokkanna í skoðanakönnunum núna miðað við sama tíma fyrir fjórum árum. Eini flokkurinn sem fékk meira fylgi í síðustu alþingskosningum en skoðanakannanir á lokasprettinum gáfu til kynna, var Framsóknarflokkurinn.

Boðar ekki til útgjaldaveislu

Ekkert stopp og engar handbremsur í atvinnu- og efnahagsmálum, segja framsóknarmenn sem kynntu í dag stefnuskrá sína fyrir komandi þingkosningar. Flokkurinn leggur áherslu á velferðarmál en segist ekki boða til útgjaldaveislu með stefnumálum sínum.

Bjarni vill stýra Glitni áfram

Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis, segist vilja halda áfram að stýra bankanum þrátt fyrir breytt eignarhald á félaginu. Karl Wernerson, sem var meðal þeirra sem seldi sinn hlut, býst við breytingum í stjórn bankans. Viðskiptin með hluti í bankunum eru fjölþætt og tilkynnt var til OMX Nordic Exchange kauphallarinnar í dag um sölu á 16,2% hlut.

Ný könnun í Reykjavíkurkjördæmi suður

Sjálfstæðisflokkurinn fær 40,4% fylgi í Reykjavíkurkjördæmi suður í nýrri könnun Capacent Gallup fyrir Ríkisútvarpið og Morgunblaðið. Vinstrihreyfingin-grænt framboð er með 23,6% fylgi samkvæmt könnuninni.

Eiður Smári er ekki á leið til Manchester United

Arnór Guðjohnsen, umboðsmaður Eiðs Smára Guðjohnsen, segir í samtali við Sky sjónvarpsstöðina í dag að ekkert sé til í skrifum spænsku blaðanna sem orðuðu hann við Manchester United í dag. Eiður hefur ekki átt fast sæti í liði Barcelona að undanförnu og spænsku blöðin hafa gert því skóna að hann fari til United í sumar. Arnór faðir hans segir hann hinsvegar ætla að berjast fyrir sæti sínu hjá Katalóníuliðinu.

Urðu fyrir gaseitrun í húsbíl

Þrír erlendir ferðamenn komust um helgina við illan leik út úr húsbíl sínum í Borgarfirði eftir að þeir fengu kolmónoxíðeitrun á meðan þeir sváfu í bílnum. Eftir því sem fram kemur á vef Skessuhorns rumskaði einn mannanna undir morgun og náði að vekja hina tvo sem sváfu mjög fast en það leið yfir þá þegar þeir stóðu upp vegna eitrunarinnar.

Sænsk arkitektastofa vann samkeppni Glitnis

Sænska arkitektastofan Arkitekthuset Monarken í Stokkhólmi vann í samkeppni um mótun að nýju deiliskipulagi nýrra höfuðstöðva Glitnis. Lóðin sem umræðir er að Kirkjusandi 2 og Borgatúni 41 og er í stæðstum hluta í eigu Glitnis. Verðlaunaféið var um 4,5 milljónir króna.

Lögreglan stöðvar 26 ökuþóra

Alls voru 26 ökumenn kærðir fyrir hraðakstur á Vestfjörðum í Páskavikunni sem leið samkvæmt lögreglunni á Vestfjörðum. Sá ökumaður sem ók hraðast var stöðvaður á 128 km hraða á Skutulsfjarðarbraut en þar er 60 km hámarkshraði.

Byggja upp fjóra framhaldsskóla í Pókot í Kenía

Þróunarsamvinnustofnun Íslands og Kristniboðssambandið hyggjast í sameiningu byggja upp fjóra framhaldsskóla í Pókothéraði í Kenía. Samið var um uppbygginguna í síðasta mánuði en gert er ráð fyrir að Þróunarsamvinnustofnunin fjármagni 60 prósent af uppbyggingunni en Kristinboðssambandið 40 prósent.

Reiði guðanna vinnur til verðlauna

Heimildarmyndin Reiði guðanna, sem Jóns Gústafsson leikstýrði og framleiddi, hlaut áhorfendaverðlaun á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Oxford í Ohio sem fram fór um helgina.

Göt klippt á girðingar á Litla-Hrauni

Lögreglan á Selfossi rannsakar nú mál þar sem klippt var á ytri og innri girðingar sem umlykja fangelsislóðina á Litla-Hrauni. Eftir því sem fram kemur í dagbók lögreglunnar tóku fangaverðir eftir því um nónbil föstudagsins langa að gat var á girðingunum.

Rúmlega þrjár milljónir söfnuðust

Um 3,5 milljónir króna söfnuðust í minningarsjóð Svandísar Þulu sem lést í umferðarslysi í desember á síðasta ári. Peningarnir renna til styrktar bróður hennar Nóna Sæ sem lamaðist fyrir neðan mitti í slysinu.

Sjá næstu 50 fréttir