Fleiri fréttir

Áætluð fjölgun um 15 prósent

Sveitarfélögin í landinu áætla að rúmlega ellefu þúsund einstaklingar muni njóta greiðslna húsaleigubóta á þessu ári. Það er 14,9 prósenta fjölgun frá árinu áður.

Ökumennirnir gæta sín ekki

Ellefu hafa látist í umferðinni á árinu. Slysin hafa orðið jafnt í þéttbýli sem dreifbýli og ýmist ökumenn, farþegar eða gangandi vegfarendur hafa látið lífið. Þá hafa orðið slys, bæði vegna árekstra og útafaksturs.

Framkvæmdum við tónlistarhús frestað

Ríkisstjórnin vill fresta framkvæmdum við tónlistar- og ráðstefnuhúsið í Reykjavík um eitt ár. Þannig á að sporna gegn þenslu og hvetja aðra til að hægja á dýrum framkvæmdum. Portus group hefur þegar samþykkt frestun.

Unglingum séu sett mörk

Foreldrahús og skjólstæðingar þess vilja veita foreldrum stuðning með því að hvetja til samráðs og samheldni við að virða lög og reglur. Brýnt er að foreldrar setji skýrar reglur og hviki ekki frá þeim.

Mikið um kjarrelda í Noregi

Sjaldan ef aldrei hafa kviknað jafn margir kjarreldar í Noregi líkt og á þessu ári samkvæmt frétt á fréttavef norska ríkissjónvarpinu. Fara þarf allt aftur til ársins 1976 til að finna svipaðar tölur yfir fjölda kjarrelda en þó hafa fleiri eldar kviknað í ár og mun stærra svæði hefur brunnið. Veðurfarið er talin ein helsta orsök eldanna. Úrkoma hefur víða verið lítil það sem af er sumri en á sumum svæðum hefur verið þrisvar sinnum minni úrkoma í júlí en fyrri ár.

Slapp úr brennandi hjólhýsi

Maður slapp ómeiddur út úr brennandi hjólhýsi í Þjórsárdal í nótt, en hjólhýsið brann til kaldra kola. Um leið og hann komst út, hringdi hann á slökkvilið, sem brátt kom á vettvang, en þá var hjólhýsið al elda og ekki lengur við neitt ráðið. Svo vel vildi til að ringt hafði á svæðinu í gærkvöld og fram yfir miðnætti, þannig að eldur náði ekki að læsa sig í skóginn í grenndinni. Þá voru önnur hjólhýsi á svæðinu í öruggri fjarlægð. Eldsupptök eru ókunn.

Aukinn kraftur í rannsóknir

Landsvirkjun setur nú aukinn kraft í rannsóknir á Norðausturlandi í tengslum við viðræður Alcoa um álver á Húsavík að sögn Bjarna Pálssonar, verkfræðings hjá Landsvirkjun.

Mikil eldhætta skapaðist

Rúmlega tíu þúsund lítrar af bensíni runnu niður í jarðveg eftir að tankbíll með tengivagn valt á þjóðveginum við Stórutjarnir í Ljósavatnsskarði í gærmorgun. Bílstjórinn var fluttur lítillega slasaður á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri.

Brenndist illa þegar hann olli stórtjóni

Karlmaður á þrítugsaldri brenndist alvarlega þegar hann olli stórtjóni með því að kveikja í bílum á bílasölu í Reykjavík í nótt. Lögreglumaður á eftirlitsför sá eldinn og kallaði á slökkvilið, en maðurinn var á bak og burt. Hann komst af sjálfsdáðum á Slysadeild Landsspítalans, þar sem hann er enn í meðferð vegna brunasára, einkum í andliti. Þaðan tilkynnti hann lögreglu að hann hefði kveikt í bílunum. Hann hefur borið eldfimt efni að einum eða tveimur bílum, sem eru gjörónýtur, en eldurinn varð svo mikill að hann barst í fjóra bíla til viðbótar, sem allir skemmdust nokkuð og hleypur tjónið á mörgum milljónum króna.

Útgáfa jökla-bréfa í blóma

Krónan styrktist um 1,4 prósent í gær en KfW, þýski landbúnaðarsjóðurinn, gaf í gær út erlend skuldabréf fyrir níu milljarða króna sem eru á gjalddaga eftir eitt ár.

200 ferðir með sjúklinga á dag

Um 200 ferðir eru farnar á dag með sjúklinga á Landspítalanum sem þurfa að fara í myndatökur, hjartalínurit eða aðrar rannsóknir.

Lýsa stuðningi við formann

Framkvæmdastjórn Öryrkjabandalags Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fullum stuðningi er lýst við formann bandalagsins, Sigurstein Másson. Harmar stjórnin persónugerða gagnrýni í fjölmiðlum frá hendi tveggja af þrjátíu fulltrúum aðalstjórnar á hann og störf stjórnar.

Ætíð ný njósnaforrit í umferð

Stöðugur straumur nýrra eða endurbættra njósnaforrita er í umferð á hverjum tíma að sögn Friðriks Skúlasonar tölvufræðings. Hann segir svokallaða auðkennislykla, sem eru samstarfsverkefni allra banka landsins og verða teknir í almenna notkun hér á landi í haust, vera mikilvæga vörn gegn heimabankaþjófnaði.

Segir skilyrðin engu breyta

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins, um að setja samruna Dagsbrúnar og Securitas ákveðin skilyrði, breytir engu um starfsemi Securitas eða Dagsbrúnar, segir Gunnar Smári Egilsson, forstjóri Dagsbrúnar.

Breytir miklu fyrir farsímanotendur

Ákveðið hefur verið að skylda farsímafélögin til þess að lækka lúkningargjöld. Miklar hagsbætur fyrir neytendur, segir Hrafnkell Gíslason. Fögnum breytingunni, segir fulltrúi Símans. Óþarfa inngrip, segir forstjóri Og Vodafone.

Féll marga metra af gaffli lyftara og lést

Banaslys varð við Hellisheiðarvirkjun í gær þegar maður sem stóð á vörubretti á gaffli lyftara féll marga metra til jarðar. Forstjóri Vinnueftirlitsins segir að öryggisráðstöfunum hafi ekki verið fylgt og hefur vinna við verkið verið stöðvuð.

Nýr spítali haldi áætlun

Áríðandi er að undirbúningur við byggingu nýs spítala haldi áætlun, segir í ályktun frá stjórn hjúkrunarráðs Landspítalans. Stjórnin segir frestun á framkvæmdum geta haft alvarlegar afleiðingar þar sem húsnæðisskortur sé nú þegar óviðunandi. Með nýrri byggingu muni þjónusta við sjúklinga batna, hagkvæmni í rekstri aukast og aðstaða starfsmanna og nemenda verða betri.

Verulega dregur úr nýskráningum bíla

Sala nýrra bíla það sem af er þessu ári er umtalsvert meiri en fyrir ári síðan en tæplega þúsund fleiri bílar hafa verið seldir nú en þá sem þó var algjört metár hvað sölu á nýjum bílum snerti.

Haldið sofandi á gjörgæslu

Jonathan Motzfeldt, formanni grænlenska landsþingsins, er enn haldið sofandi í öndunarvél á Landspítalanum en hann var fluttur þangað frá Grænlandi á fimmtudag. Motzfeldt hefur verið greindur með lungnabólgu og nýrnabilun vegna bakteríusýkingar.

Síminn og Atlassími ná sáttum í deilu

Síminn hf. og Atlassími hafa náð sáttum í deilu félaganna um færslu á númerum úr almennri símaþjónustu í netsímaþjónustu. Póst- og fjarskiptastofnun mun ekki hafa frekari afskipti af málinu en undrast stjórnsýslukæru í málinu.

Farþegarnir blandast áfram

Eftir að breytingum á Flugstöð Leifs Eiríkssonar lýkur í vor eiga komu- og brottfarar­farþegar enn eftir að blandast.

Kostirnir eru króna eða ESB

Aðeins tveir raunhæfir kostir eru varðandi framtíðarskipan gengismála á Íslandi. Annaðhvort núverandi staða með flotgengisstefnu krónunnar eða upptaka evru með inngöngu í myntbandalagið og Evrópusambandið. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu Viðskiptaráðs sem kemur út í dag.

Enn ein bílvelta á Hólssandi

Erlendur ferðamaður velti bílaleigubíl sínum á Hólssandi í fyrrakvöld. Hann var einn í bílnum og sakaði ekki. Varðstjóri lögreglunnar á Húsavík segir þennan veg sérstaklega varasaman. Það sem af er sumri hafi orðið þar einar átta bílveltur.

Hafa reynslu af vinnu erlendis

Íslenska orkufyrirtækið Enex, sem vinnur að rannsóknum á jarðvarma í þremur sveitarfélögum í austanverðri Slóvakíu, hefur tekið þátt í meira en fimm verkefnum á erlendri grundu. Meðal annars hefur fyrirtækið tekið þátt í stórum verkefnum í El Salvador, Ungverjalandi, Póllandi og Slóvakíu.

Seðlarnir komnir á netið

Fólk getur nú nálgast álagningarseðla sína rafrænt á þjónustusíðu ríkisskattstjóra, www.rsk.is, með veflykli sínum. Opnað var fyrir þessa þjónustu klukkan fjögur í gærdag.

Milljónir trjáa þarf til að binda mengunina

Bílafloti Íslendinga blæs út um 700 þúsund tonnum af koltvísýringi á hverju ári. Það þyrfti að gróðursetja um það bil 350 milljónir trjáa til að binda mengun flotans.

Engin varanleg mengun

Heilbrigðiseftirlit Norðurlands telur varanlega mengun vegna bensínslyssins í Ljósavatnsskarði í dag vera litla sem enga. Valdimar Brynjólfsson framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Norðurlands segir mest af bensíninu hafa lent á veginum og vegkantinum en vegurinn er mikið upphækkaður á þessum stað.

Fæðingamet í júní

Íslendingum fjölgar hratt. Nýtt fæðingarmet var slegið í júnímánuði. Og aldrei fyrr hafa eins margir erlendir ríkisborgarar sest að hér á landi og undanfarin misseri.

Bækur fundust í gröf

Sá merkilegi atburður gerði í dag að bækur fundust í fyrsta sinn við fornleifauppgröft hér á landi á Skriðuklaustri í dag. Bækurnar lágu í kistum tveggja manna sem eru líklega munkar úr klaustrinu. Því er talið að bækurnar séu sálmabækur. Uppgröfturinn hefur leitt í ljós marga fagra hluti. Enn bíða grafir rannsóknir í klausturkirkjunni að Skriðu og því líklegt að uppgröfturinn leiði fleira óvænt í ljós.

Óperuhúsi ekki frestað

Kópavogsbær hyggur á niðurskurð sem nemur um hálfum milljarði króna til að stemma stigu við þenslu í efnahagslífinu. Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi, segir að byggingu óperuhúss verði ekki frestað þrátt fyrir bæjarstjórn hafi ákveðið á dögunum að skera niður um hálfan milljarð króna vegna þenslu.

Lítil mengun vegna olíuslyssins

Hreinsunaraðgerðum er nú lokið í Ljósavatnsskarði, eftir að 10 þúsund lítrar af bensíni láku úr olíuflutningabíl og tengivagni sem hann dró valt á hliðina til móts við Stóru-Tjarnir í morgun. Heilbrigðiseftirlit Norðurlands telur varanlega mengun vegna slyssins vera litla sem enga.

Banaslys við Hellisheiðarvirkjun

Tæplega fimmtugur franskur maður lést í vinnuslysi á svæði Hellisheiðarvirkjunar í morgun. Maðurinn féll úr sjö til níu metra hæð þegar lyftari með kranabómu valt.

Gefur lítið fyrir rök ríkisstjórnarinnar

Dagur B. Eggertsson gefur lítið fyrir rökstuðning ríkisstjórnarinnar um að hægja þurfi á framkvæmdum á væntanlegu tónlistar- og ráðstefnuhúsi í Reykjavík til að slá á þenslu í efnahagslífinu og segir að svo virðist sem allt eigi að víkja fyrir stóriðjustefnu stjórnvalda. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að hægja á framkvæmdum við tónlistar og ráðstefnuhús í samkomulagi við Reykjavíkurborg og Portus. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, starfandi forsætisráðherra, sagði eftir ríkisstjórnarfund í morgun að þetta væru skýr skilaboð frá ríkisstjórninni um að hún vildi viðhalda stöðugleikanum. Dagur B. Eggertsson oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík segir þau rök þó í versta falli nothæf sem skemmtiatriði á árshátíð hagfræðinga. Þó hann fagni því að húsið sé að rísa segir hann óheppilegt að Reykvíkingar þurfi að sætta sig við að hafa stóra holu í hjarta miðbæjarins fjórum mánuðum lengur en gert var ráð fyrir. Dagur segir jafnframt að skortur sé á yfirsýn þegar reynt væri að koma böndum á þensluna og nefnir hann sem dæmi að fyrirhugaðar framkvæmdir á Geldinganesi séu mun líklegri til að þensla í efnahagslífinu aukist enn frekar.

Rauði kross Íslands sendir neyðaraðstoð til Líbanons

Rauði kross Íslands hefur ákveðið að leggja tvær milljónir króna til hjálparstarfs í Líbanon eftir að alþjóða Rauði krossinn sendi út neyðarbeiðni til aðildarsamtaka víða um heim. Rauði kross Íslands kallar ennfremur eftir framlögum frá Íslendingum þar sem reynt verður að senda frekari aðstoð á næstu dögum.

Netsími bundinn í jarðlínu

Róbert Bragason, stjórnarformaður Atlassíma, vill koma því á framfæri að notast er við jarðlínur í netsímtölum fyrirtækisins. Í frétt hér á Vísi fyrr í dag var sagt að "ólíkt símkerfi Símans eru símar Atlassíma ekki bundnir við jarðlínur heldur er hringt í gegnum tölvur." Yfirmenn lögreglu og Neyðarlínu vilja að beðið verði með að heimila flutning símanúmera úr talsímakerfinu í netsímakerfi Atlassíma. Þeir óttast að flutningurinn dragi úr öryggi og geti hamlað lögreglurannsóknum.

British airways taka upp nýja þjónustu

Flugfélagið British airways hefur opnað nýja þjónustu á heimasíðu sinni en nú geta viðskiptavinir félagsins innritað sig á síðu þeirra allt að 24 tímum fyrir brottför. Allt að sex manns geta nú innritað sig í einu, valið fæti í flugvélinni og einnig er hægt að velja barnamáltíð ef börn eru með í ferð.

Franskur maður lést í vinnuslysi

Franskur maður á fimmtugsaldri lést og annar slasaðist lítillega í vinnuslysi við Hellisheiðarvirkjun um klukkan hálf níu í morgun. Á heimasíðu lögreglunnar segir að mennirnir hafi verið að vinna við tengivirki á virkjanasvæðinu. Annar stóð á vörubretti framan á gafli lyftara í um sjö til níu metra hæð.

Nokkur ölvun í Eyjum um liðna helgi

Lögreglan í Vestmannaeyjum þurfti að hafa nokkur afskipti af skemmtanahaldi liðinnar helgi sökum ölvunar á fólki. Lögreglan fékk þrjár tilynningar um slagsmál fyrir utan skemmtistaði bæjarins en í öllum tilvikum voru þau afstaðin þegar lögregla kom á staðinn. Engir eftirmálar virðast hafa orðið af slagsmálunum.

Skattgreiðendur geta nálgast

Skattgreiðendur, sem töldu fram til skatts á Netinu, geta nálgast álagningarseðla frá Ríkisskattstjóra rafrænt á þjónustusíðu ríkisskattstjóra; www.rsk.is með veflykli sínum eftir klukkan fjögur í dag. Aðrir munu fá álagningarseðla senda til sín í pósti á föstudaginn kemur og í byrjun næstu viku. Sama dag verður lögð fram skrá með álagningu opinberra gjalda árið 2006.

Mikil mengun vegna slyssins

Lögreglan á Húsavík og Akureyri lokaði margra ferkílómetra svæði af í Ljósavatnsskarði laust fyrir klukkan níu í morgun vegna sprengihættu, sem skapaðist eftir að fulllestaður bensínflutningabíll valt á þjóðveginum og þúsundir lítra af bensíni runnu úr geymum hans.

Framkvæmdum frestað á tónlistar og ráðstefnuhúsi

Ríkisstjórnin hefur ákveðið að hægja á framkvæmdum við tónlistar og ráðstefnuhús í samkomulagi við Reykjavíkurborg og Portus. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, starfandi forsætisráðherra, sagði eftir ríkisstjórnarfund í morgun að þetta væru skýr skilaboð frá ríkisstjórninni um að hún vildi viðhalda stöðugleikanum. Viðræður verða við Portus á næstu dögum og þá verður endanlega rætt um hvernig staðið verður að framkvæmdunum.

Sjá næstu 50 fréttir